Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 26. Júní 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélág Akureyrar Abyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, • Eiðsvallagötu 9 Argangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Viðtalstími bæjarstjóra 2-—4 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa —5% — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Bankarnir opnir: Landsbankinn 1014—12 og 114—3 Búnaðarbankinn 1014—12 og 114—3 Útvegsbankinn 1014—12 og 1—4. Viðtalstími lœkna: Héraðslæknirinn 1014—1114 Sjúkrahússlæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 1214—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og 114-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Vísitala framfærslukostnaðar 274 stig. Almennt kaup karla .... kr. 6,85 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,52 á klst. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakl blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig sell í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaup- fél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. A Iþjðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræð- ir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið kemur út mánaðarlega að vetr- inum. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með í landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — „SkutulT* er rödd Vestfirðinga á þessum vettvangi. M. F. A. Útsala og afhending á Akureyri. hjá frú Helgu Jónsdóttur, Oddeyrargötu 6. Stuttar erlend- ar fréttir Ráðstefnunni í San Fransisco er að verða lokið. Fulltrúar 50 ríkja skrifa undir samning um skipun milliríkjamála eftir styrj öldina. Truman Bandaríkjafor- seti ávarpar ráðstefnuna áður en henni lýkur. * Frétt frá Moskva í gær herm- ir að kommúnistaflokkur Þýska- lands sé tekinn til starfa. Oskar flokkurinn ekki eftir að ráð- stjórnarfyrirkomulagi eins og í Rússfandi verði komið á í Þýska landi. Telur hann að lýðræðis- og þingræðisfyrirkomulag falli Þjóðverjum betur en hin rúss- neska fyrirmynd. Einhverntíma hefði öðruvísi sungið í þýsku kommúnistunum. Betur að þeir hefðu verið húnir að átta sig á þessu fyrir og unt 1930. * Talið er fullvíst að stjórnar- skipti verði í Svíþjóð á næst- unni. Fjögurra flokka stjórnin muni segja af sér nú í vikunni, en Alþýðuflokkurinn mynda stjórn einn. Samstarf hinna fjög- urra flokka styrjaldarárin liyggð ist á sameiginlegri utanríkispóli lík, en nú þegar innanlandsmál- in koma til sögunnar, eiga flokk- arnir ekki samleið lengur. Al- þýðuflokkurinn virðist óhrædd- ur við að mynda stjórnina einn, en mun bjóða öðrum flokkum samstarf um framgang sérstakra mála, ef þeir vilja hlýða forystu mála, ef þeir vilja hlýta forystu hans um lausn þeirra. ★ Enn stendur í sama þófitiu í Belgíu. Boðað hefir verið að von sé mikilvægrar tilkynningar frá Leopold konungi, en hún hefir ekki verið birt enri. Sósíalistafl. og Kommúnistafl. hafa enn skor að á konurig að leggja niður kon ungdóm. Þó er allt rólegt enn í landinu, en hætta talin á að alls- herjarverkfall brjótist út, ef kon ungur gerir alvöru úr'að ná völd um aftur. Njósnarar Morgunbl. skýrir frá því sl. Sunnudag, að herstjórnin hér hafi upplýst, að Þjóðverjar hafi gjört að minsta kosti þrjár til- raunir til að koma njósnurum á land á Islandi. Hafi Islendingar verið með þessum leiðangurs- mönnum í þjónustu þýska hers- ins. Allir þessir menn náðust og voru fyrst í haldi hjá hernum, en voru síðan sendir til Eng- lands. Nöfnum Islendinganna Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að hjartkær dóttir okkar, systir og fóstursystir, Björg Karlína Einarsdóltir, Strandgötu 45, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri Sunnudag- inn 24. þ. m. — Jarðarförin tilkynnt síðar. Guðbjörg Sigurðardóttir, Einar Einarsson, bróðir og fóstursystkini. Bæjarrabb „Andapollurinn“ er oft skoð- aður af bæjarbúum. Einkum hafa börnin gaman af að koma að honum og athuga fuglana og háttu þeirra. Hugmyndin er góð, en bygging pollsins allt of ná- nasarleg. An teljandi aukakostn- aðar eða ágengni við nábúa „pollsins“ hefði verið hægt að hafa hann töluvert stærri. Eins og pollurinn er, er hann allt of lítill til þess að geta verið fugl- unum griðastaður og bæjarbú- um til þeirrar ánægju sem til er ætlast. Hefði hann í upp- hafi verið gerður nokkru stærri en hann er, hefði verið hægt að úthúa í honum fleiri hólma þar sem endurnar hefðu getað verpt á vorin. Þessi eini hólmi, sem þarna er, er líka hreinasta ó- mynd. Hann er ekki einu sinni svo útbúinn.að fleiri en ein til tvær eggjamæður geti búið þar í einu. Helst vilja þær hafa dá- litla skúta til að búa'T, liver út af fyrir sig. Endurnar eru ekki fé- lagslyndar, þó þær geti verið í hæfilegu nábýli. í vor hefir ver- ið lagað mikið til kringum poll- imi. Allt, sem þarna hefir verið gjört er miðað við þessa stærð hans, en það mun sannast að hann verður að stækka áður langt um líður. Fuglarnir, sem þarna koma úr eggi og alast upp, leita þangað til framhalds lífs, auka kyn sitt og þurfa nieira rúm en pollurinn veitir nú, og þegar stækkunin verður gerð verður líka að breyta umhverf- inu og það verk, sem nú er búið að leggja í þenna stað er ónýtt að nokkru. Það er með „anda- P°llinn“ — finnst mér eins og fleira í þessum bæ, að hann er tákn einkennilegs dauðahalds í smáborgarahátt og óframsýni. Hvað átti það að þýða, fyrst stofnað var til þessarar bæjar- prýði, að geta ekki haft pollinn svo stórann að liægt væri að húa við hann lengur en eitt til tvö ár. Gvendur á götunni. Mikið efni bíður næsta blaðs. Blaðið reynist of lítið enn. mun haldið leyndum þar til dóm ur hefir fallið í málum þeirra. Gullbrúðkaup óttu í gær frú Friðrika Tómasdótfir og Sigurgeir Jónsson, söngkennari, Spítalaveg 15. Alþýðu- maðurinn færir þessum heiðurshjónum hlýjar heillaóskir í tilefni af þess um merkisviðburði í lífi þeirra. Hitta trúnaðarmeon að máli. Formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, og framkvæmdastjóri flokksins, Helgi Hannesson, eru staddir hér í bænum. Eru þeir á ferð um landið og ræða við trúnaðar- menn flokksins eins og þeir ná til. Fyrir helgina höfðu þeir fund með Alþýðuflokksmönnum á Austfjörðum. Hingað komu þeir um hádegi á Sunnudaginn og höfðu fund síðari hluta Sunnu- dagsins með fulltrúum hér, frá Blönduósi, Skagaströnd, Siglu- firði og Húsavík. Sauðkrækling- ar ætluðu að mæta — fjölmenn- ir — en er þeir voru að leggja af stað stað á Sunnudagsmorgún inn bilaði bíllinn, sem átti að flytja þá, svo ekki varð að gert. Urðu þeir því að sitja heima með sárt enni. Siglfirðingar voru hér fjölmennastir utanbæj- arfulltrúa. Héðan fara. þeir Ste- fán og Helgi með Ægi í kvöld á- leiðis til ísafjarðar til að j;æða við fulltrúa af Vestfjörðum. Fundur miðstjórnar flokksins mun koma saman á fund í Rvík um líkt leyti og Alþingi kemur saman í haust. Þegar Esja kom til Kaup- mannahafnar á Laugardaginn var, var fjöldi íslendinga og margir aðrir viðstaddir. Var skipinu fagnað afskaplega. — Tryggvi Sveinbjörnsson flutti ræðu og bauð íslendinga vel- komna. Hrópað var húrra fyrir íslandi og þjóðsöngvar íslands og Danmerkur sungnir af mann- fjöldanum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.