Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 26. Júní 1945 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h. f. Tilkynning um arðsúfborgun og hlufabréfakaup. —\ Bankinn greiðir hluthöfum 4 — fjóra —^ af hundraðó í arð fyrir órið 1944. Arður- inn er greiddur daglega í aðalbankanumj og útibúunum á venjulegum afgreiðslu-^ tíma. Þeir, sem hafa ekki ennþó vitjað^ arðs fyrir órið 1943, sem einnig var 4%,| geri svo vel að koma með arðmiða þessi órs um leið. Það tilkynnist ennfremur, að hömlur þær,^ sem verið hafa um kaup á hlutabréfum,^ falla burt fyrst um sinn og kaupir bank-£ inn því, þangað til annað verður ókveð-$ ið, öll hlutabréf bankans, ón tillits til% þess, hvernig þau voru greidd upphaflega; ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.f. Auglýsing 'UM FERÐIR FLÓABÁTA I. M. b. ESTER fer frá Akureyri til Siglufjarðar alla þriðjudaga og föstu- daga. Frá Siglufirði lil Akureyrar alla miðvikudaga og laugardaga. Viðkomustaðir í þriðjudagsferðum: Hrísey, Dalvík og Olafsfjörður og á bakaleið: Olafsfjörður, Hrísey og Grenivík. Viðkomustaðir í föstudagsferðum: Grenivík, Hrísey og Olafsfjörður og á bakaleið: Ólafsfjörðui', Dalvík og Hrísey. Farið verður til Grímseyjar og austur um til Þórshafnar þegar nægur flutningur fæst. II. M. b. HEKLA verður í ferðum milli Kolmúla og Reyðarfjarðar frá því áætlunarferðir bifreiða hefjast um miðjan júní og þar til þær hætta í haust. Báturinn fer frá Reyðarfirði alla mið- vikudaga og föstudaga og til baka aftur samdægurs. Þess á milli er hægt að fá bátinn leigðan til aukaferða og ber að snúa sér um það til afgreiðslunnar á Reyðarfirði eða til eiganda bátsins. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS *____________________ „ÞJÓÐNÝTING?“ Blaðið Skutull á ísafirði flyt- ur stundum svo nefnd Stjórn- málabréf frá Reykjavík. Nýlega var eftirfarandi greinarstúfur birtur í einu, þessara bréfa: „Mörgum hefir þótt það ein- kennilegt að ríkisstjórnin skyldi hafa forgöngu um söfnun þessa, þannig að hún væri beinlínis kennd við ríkisstjórnina (þ. e. landssöfunina til bjálpar Noregi og Danmörku, A. B.). Viðkunn- anlegra hefði verið að frjáls og alhliða samtök liefðu. staðið að söfnuninni, enda þótt frum-i kvæðið hefði komið frá stjórn- inni. Að þessu sinui, kom þetta að engri sök, þar sem málstað- uripu var, svo hjartfólginn öllum þorra þjóðarinnars setn raun er á, — Ennþá undarlegra er þó, er ríkisstjórnin gefur opinberum aðilum fyrirmæli um að sjá um skemmtanir fólksins 17. Júní. Þykir sumum dálitið Rússa (eða nasi-) bragð að þessari ný- breytni. Það er áreiðanlega frekar þörf á þjóðnýtingu á einhverju öðru sviði en þessu. Er hér verið að reyna að venja fólkið á að líta á ríkisstjórnina sem ein- hverja landsföðurlega forsjón, sem þjóðin eigi að hlýða í einu og öllu? Það'er rétt að fylgjast með fleiri tiltektum stjórnarinn- ar af þessu tagi, ef framhald skyldi verða á þessari um- hyggjusemi fyrir fólkinu........“ Við erum hér tveir, sinn úr hvorum stjórnmálaflokki, og er- um alveg sammála þessum bréf- ritara. Og finnst engum nema okkur dálítið skrítnar og óvenju- legar þessar „tilkynningar frá ríkisstjórninni?“ Allt kemur beint þaðan, m. a. augl. um ferðir skipa: Þetta er eins og hjá einhverju smáfirma, sem vill: láta menn heyra sig nefnt svo að það gleymist síður að það sé til. Er ekkijrerið að draga allt þetta, sem við köllum „ríki“ niður í auglýsinga- og bissnes: verð með þessu háttalagi? Og hvað finnst mönnum um hlutleysi útvarpsins þessa síð- ustu daga? Kunnugir telja flesta starfsmenn útvarpsins yfirlýsta kommúnista, enda virðist frétta- flutningurinn bera þess glögg merki. Spurningin, sem brennur á vörum margra nú, er þessi: Hve lengi á að gefa kommúnistum færi á að, sitja í ráðherrastólum til þess, með valdi á skólum landsins og útvarpi, að gagnsýra þjóðlífið með pólitískum. áróðri fyrir útlendri einræðisstefnu. Er ekki kominn tími til að staldra við. og átta sig? ATHS.: Alþ.m. þykir rétt að birta þesa rödd frá lesanda þótt blað- ið geri ekki öll orð hans að sín- um orðum. Það eru ekki fáir landsmenn, sem þykir tilkynn- ingaflóð ríkisstjórnarinnar meira yfirborðskennt en gagn- legt, ekki síst þar sem allir vita að hún hefir ærið að starfa ann- að. Þá er útvarpið orðið þannig að miklu er líkara að það sé rekið af Rússum en íslending- um. Laptar eru nauða ómerki- legar fréttir frá Moskva, en þagað yfir merkum fréttum ann- ars staðar frá. Er þetta reyndar engin furða, þar sem formaður Kommúnistaflokksins ræður nú yfir útvarpinu, en það hefir ver- ið svo frá því fyrsta að komm- únistar hafa haft klær inni í öll- um sölum útvarpsins. En það er sérstakt mál. Væri vel farið að fleiri létu til sín heyra um þetta. Ritstj. Frá lögregluvarðstof- unni 18. júní 1945. Fyrir skömmu síðan ók „Jeep“- bifreið út af veginum skannnt frá Glerárbrúnni, bæjarmegin. Tveir ölvaðir menn voru í bif- reiðinni og meiddust þeir nokk- uð, þó ekki hættulega. Málið er í rannsókn. Um fyrri helgi voru 18 menn kærðir fyrir ölvun og háreisti á almannafæri, og í s. 1. viku voru 4 menn kærðir fyrir veiðitilraun í ósum Eyjafjarðarár. Mál við- komandi manna hafa þegar ver- ið tekin fyrir, og margir þeirra sektaðlr. S. 1. Föstudag ók bresk vöru- bifreið á íslenska fólksbifreið á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu, með þeim hraða, að fólksbifreiðin, sem hafði ekið til vesturs, snéri til suðurs eftir árekslurinn. Hægri hlið bifreið- arinnar stórskemmdist, en bif- reiðarstjórann og þrjá farþega, er voru í bifreiðinni, sakaði lít- ið, og féll þó einn þeirra á göt- una, út úr bifreiðinni, er hægri framhurðin opnaðist. Málið er í rannsókn. Tveir íþróttaflokkar hafa far- ið héðan nýlega til að þreyta íþróttir hér og þar um landið. Annar er frá íþróttafélaginu „Þór“ og fór hann til Austfjarða og hefir sýnt þar á nokkrum stöðum. Hinn er knattspyrnu- flokkur frá íþróttafélögunum hér og hefir hann þreytt við knattspyrnufélög höfuðstaðar- ins. Vestfirsku bændurnir voru hér í bænum á heimleið á Laug- ardaginn var. Sátu þeir hádegis- boð hjá bæjarstjórn Akureyrar á Hótel KEA. Bæjarstjóri Steinn Steinsen setti hófið og bauð gest- ina velkomna. Forseti bæjar- stjórnar, Þorst. M. Jónsson, skólastjóri, flutti ræðu um Ak- ureyri, sagði ágrip af sögu bæj- arins o. fl. Af hálfu Vestfirðing- anna töluðu Jóhannes Davíðs- son, Kristinn Guðlaugsson, Björn Guðmundsson og Stein- grímur Steinþórsson, fararstjór- inn. Guðm. Ingi Kristjánsson skáld flutti kvæði, er hann nefndi. Eyfirsk mold .Var hóf þetta hið ánægjulegasta, og yfir- leitt voru Vestfirðingarnir stór- hrifnir af förinni allri. KAUPAKONUR KAUPAMENN SÍLDARSTÚLKUR STARFSSTÚLKUR vantar enn. Talið sem fyrst við Vinnumiðlunar- skrifstofuna. Húsnæði ca. 3 herbergi og eldhús, óskast til leigu 1. Okt. n. k. flá leiga greidd. Fyrirfram greiðsla eftir samkomulagi Góð umgengni. Ritstj, v, á. A. B.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.