Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.07.1945, Blaðsíða 2
2 Þriðjudaginn 3. Júlí 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Hið óhamingjusama Pólland Hagræðing útvarpsins á fréttaflutnlngi Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur vinsemd og glöddu okkur á ýmsan hátt á 50 ára hjúskaparafmæli okkar — með heimsóknum, heillaskeytum, blómum, gjöfum og hlýhug, er við fengum úr öllum áttum. Guð launi ykkur öllum, fjær og nær. Sigurgeir Jónsson. Friðrika Tómasdóttir. Engum heilskyggnum manni dylst það lengur að fréttaflutn- ingur útvarpsins er háður öflum, sem haga honum í vil sérstaks stjórnmálaflokks, og hið marg- umtalaða „hlutleysi“ bessarar stofnunar er ekki lengur til. Erindrekar rússneska áróðurs ins vaða uppi í útvarpinu með vellulegt hól um erindrekstur Rússa, en svívirða hvern þann, sem ekki lælur malast mót- spyrnulaust í þeirri vél, sem er í gangi um alla álfuna. Er þess skemmst að minnast þegar nú ný lega Halldór Kiljan Laxness var látinn nota útvarpið til árásar á lýðræðið, en lofsyngja einræð- ið eins og sáluhjálp mannkyns- ins. En hér átti aðeins að ræða um hinar almennu fréttir. í gegnum öll stríðsárin hefir það verið áberandi í fréttaflutn- ingi útvarpsins, að hlutur einræð isþjóðanna hefir verið gjörður svo veglegur, sem efni framast stóðu til — fyrst Þjóðverja, síð- an Rússa, en hlutur Banda- rnanna verið rýrður um skör fram. Hefir þetta verið gjört á þann hátt að sem minst hæri á síðustu mánuði. í samhandi við þessa þjónkun virðist hafa verið fundin sniðug hagræðing fréttaflutnings,en það er að lesa fréttirnar af sigrum og framgangi herja vesturveld- anna í fréttatímanum kl. 8.30 að morgni, en þá hlusta fæstir á út- varpið, og alveg útilokað að verkafólk og iðnaðarfólk, sem flest byrjar vinnu kl. 7—8, geti hlýtt á útvarp. Hina aðra frétta- tíma klingja skrumfréttir áróð- ursstöðvanna óspart og marg- tuggnar. Skulu hér tekin tvö dæmi þessu til rökstuðnings — svona af handahófi. Þegar Bandamenn gerðu inn- rásina í Frakkland stóð heimur- inn frammi fyrir stærstu tæknis- undrum styrjaldarinnar. Heil hafnarmannvirki með öllum út- búnaði til uppskipunar stærstu hernaðartækja komu siglandi handan frá Englandsslrönduni og voru sett upp við Frakklands- strönd á örskömmum tíma, og herlið Bandarrjanna streymdi í land og allar tegundir hergagna á eftir. Agndofa af undrun horfðu verkfræðingar Þjóðverja á þetta hernaðarafrek, sem bar svo langt af öðru, sem enn hafði þekkst í styrjöldinni, og engum duldist að valda myndi straum- hvörfum í henni — hvað og líka varð. ’ Þáð hefði farið að líkum að íslenska útvarpið liefði. skýrt frá ekki óverulegri athurði í styrj- öldinni en þetta var þegar það varð ljóst. En það var eitthvað annað. Það var alveg upptekið við að segja frá því 5—-6 sinn- um á dag, að rauði herinn hefði tekið 10—12 bæi og þorp á landssvæði, sem Þjóðverjar voru búnir að yfirgefa. ASeins einu sinni minntist útvarpið á tækniundrið við Frakklands- strönd. Það var í morgunfrétt- um, þegar fáir hlusta. Það var ekki verið að margendurtaka fréttirnar þær í útvarpinu. — Þeirra urðu menn að afla sér í blöðum og tímaritum löngu síð- ar. — Hitt dæmið er nýtt af riálinni. Réttarhöldin í Moskva yfir Pól- verjunum 16 nú fyrir skönnnu vöktu mikla eftirtekt. Utvarpið hér skýrði mjög nákvæmlega frá ákærunum á hendur þeinr og flutti orðréttan útdrátt úr saka- áburði talsmanna rússnesku stjórnarinnar. Einn sakborning- urinn hélt þar sannkallaða þrumuræðu yfir ákærendum sín- urn. Fletti miskunarlaust ofan af þeim skollaleik, sem hér væri á ferðinni og hyer væri tilgangur- inn með honum. Utvarpið hér kom með útdrátt úr þessari ræðu — ekki samt í kvöldfréttum. Þar átti þetta mál auðsjáanlega ekki heima. í morgunfréttum skyldi það koma einu sinni — og síð- an ekki söguna meir. En útvarp- ið sá sérstaklega ástæðu til að skýra frá bæði í hádegisfréttum og kvöldfréttum sama daginn, að ekki hefði verið hægt að sjá það á Pólverjunum þegar komið var með þá fyrir réttinn, að þeir hefðu verið pyntaSir eða þeirn misþyrmt neitt á undan réttar- höldunum!!! eins og hér væri um einhverja lofsverða fram- komu hinna rússnesku yfirvalda að ræða. Eins og tekið var fram í opp- hafi þessa máls er erlendur fréttaflutninguí útvarpsins orð- inn með þeim endemum, sem mest má verða. Hver orsökin muni vera má nokkuð ráða af deilum Alþýðuhlaðsins og Þjóð- viljans nýskeð, einmitt um þetta mál. Þar segir Alþýðublaðið. meðal annars: „Veit útvarpsráð það ekki, og veit útvarpsstjóri það ekki, að þessi svívirðilega misnotkun rík- isútvarpsins til áróðurs fyrir er- lent stórveldi og einn pólitískan flokk hér, sem er í þjónustu þess stafar af því, að búið er að hlaða kommúnistum inn í allar Eins og von er til ræða menn um þessar mundir mikið um Pól land, og hver muni verða örlög þess. Allt, sem snertir þetta land, er því harla ofarlega í hugum fólksins og það þyrstir eftir vitn- eslcju um líðan hinna marg- hrjáðu íhúa þess. Hér fer á eftir frásögn úr hinu velmetna og frjálslynda enska tímariti „World Review“, sem fjallar um viðskipti Rússa og Pólverja undanfarin styrjaldarár, en hún hirtist í Tímanum nýlega: — I annað sinni í þessari styrj öld hafa hinir óhamingjusömu íhúar Póllands orðið að reyna í sínu eigin heimalandi hinn mikla mismun á vestur-evróp- iskri og rússneskri menningu og lmgsunarhætti. Þegar rússneskir lierir fóru inn í Austur-Pólland 1939 gerðu þeir það samkvæmt yfirlýsingu Molotovs, sem „verndarar“ íbúanna. Sú varð hins vegar raunin á — að þann tírna sem Rússar voru þar — frá september 1939 til júní 1941 — var meira en miljón manna rekin í úllegð til Síberíu og sett í vinnustöðvar hersins, eins og sagt er frá í „Church Times“ hinn 12. maí 1944. Samt sem áður vonuðu menn annað, þegar Rússar voru orðn- ir ein hinna sameinuðu þjóða, . — sem í upphafi sameinuðust vegna Póllands, sem fyrst allra harðist gegn herjum Hitlers — og þegar. Stalin marskálkur hafði livað eftir annað fullviss- að heiminn unr vingjarnleg á- form Rússa gangvart pólsku þjóðinni. Menn vonuðu að rauði herinn myndi koma aftur til Póllands sem verndari og frels- ari pólsku þjóðarinnar. En því miður hafa þær vonir orðið að engu, því að allar þær fréttir, sem hafa borist þaðan,hafa aðra sögu að segja. Fjöldahandtökur og flutningur fólks í útlegð hef- hugsanlegar stöður á fréttastofu útvarpsins, já, að menn eru bein- línis sóttir þangað af ritstjórnar- skrifstofum Þjóðviljans til þess að fréttaflutningur þess verði með hinum rétta lit?“ Það er ekki að ástæðulausu að þeim röddum fjölgar dag frá degi, sem taka í sarna streng og A. B. í síðasta blaði. ir hafist að nýju og fer nú fram í stórum stíl víðsvegar um Pól- land. Þessar handtökur eru samt framkvæmdar með dálítið mis- jafnt fyrir augum,eftir því hvort um er að ræða austan eða vestan svokallaðar Curzon-línu. Héruð Póllands austan þessarar „línu“ (46% alls landsins og 33% í- búafjöldans fyrir stríð) álíta Rússar „innlimaða“ í Ráðstjófn arríkin. Þess vegna heitir rúss- neska stjórnin öllum sínum á- hrifum til að tryggja yfirráða- aðstöðu sína þar og minnka möguleikana á því, að þessi landssvæði tilheyri Póllandi nokkurn tíma framar. I sama til- gangi eru íhúarnir kúgaðir und- ir fullkomið sovét-skipulag og þeir látnir sæta hvers konar and- pólskum ráðstöfunum. Einka- eign á jörðum er hönnuð og konr ið á samyrkjubúskap, að rúss- neskri fyrirmynd. Einnig hefir öllu skóla- og menntunarkerfi landsins verið bre)rlt á kommún- istiska vísu. Til þess að uppræta pólsk þjóðareinkenni og þjóðartilfinn- ingu,séi'staklega í Vilna og Lvov héruðunum eru liafðar þrenns konar aðferðir.I fyi'sta lagi hafa þúsundir manna verið fluttir í útlegð langt inn í Rússland, ann- að livort af pólitískum ástæðum eða til vinnu í stöðvum hersins í Donetshéruðunum og Svarta- hafshöfnunum. Frá einu héraði í Tarnopól í Austur-Galliciu var yfir fjörutíu þúsund manns, að- allega konur, sent til þessara staða. í öðru lagi hafa allir ung- ir og hraustir menn verið teknir í Rauða herinn með valdi og reknir á vígstöðvarnar. í þriðja lagi hefir verið samið við Lublin stjórnina um að flytja pólska í- húa vestur fyrir Curzon-línuna. Orlög pólsku Ukrainu eru síst betri. Þar hefir fólk verið líflát- ið í þúsundatali af N. K. V. D. (rússnesku stjórnmálalögregl- unni), vegna hinnar sterku þjóð- erniskenndar sinnar. Frh. MATSVEÍN hefi ég verið beðinn að ráða á síldarskip frá Vestmannaeyjum. Talið við mig nú þegar. Haraldur Guðmundsson Sími 434. I

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.