Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Síða 1
31. tbl. XV. árg. Þriðjudaginn 31. Júlí 1945 Kosningasignr AI|i$ðuflokksins f Brotlandi Flokkurinn fékk hreinan meiri hluta á þingi. Hefir myudað hreina flokksstjórn. Flestir ráðherrar Churchillsstjórnarinn- ar féllu í kosningunum. Foringjar Alþýðuflokksins sigruðu glæsilega. KOSNINGAÚRSLITIN á Bretlandi, leiddu í ljós stórkostlegri kosningasigur breska Alþýðuflokksins en dæmi eru til í nokkru landi áður. Flokkurinn fékk hreinan meirihluta á þingi, svo mikinn meira að segja, að hann hefir þar nú meira en 150 þingsætum fleira en allir aðrir flokkar samanlagðir. íhaldsflokk- urinn, sem áður var langstærsti flokkur breska þings- ins tapaði um það bil helmingi þingsæta sinna og reyndist aðeins hálfdrættingur á við Alþýðuflokkinn í kosningunum. En segja má, að Frjálslyndi flokkur- inn og aðrir smærri flokkar hafi þurrkast út í kosn- ingunum. Þeir hafa hver um sig ekki nema örfá þing- sæti. Kommúnistaflokkurinn fékk ekki nema tvö þingsæti. Heildarurslit kosninganna. Þingsætafjöldi flokkanna er sem hér segir (tölurnar í svig- unum sýna þingsætafjölda flokkanna við síðustu kosningar í Bretlandi árið 1935) : Alþýðuflokkurinn: 390 (154) íhaldsflokkurinn: 195 (387) Þjóðlegir frjálslvndir: 14 (331 Frjálslvndi ílokkurinn: 11 (2 Í) Óháðir: 8 (V Óháði verkalýðsflokkurinn: 3 (4) Komúnistar: 2 (1) Common Wealtli: 1 (0) Ráðherrar úr stjórn Churc- hills, sem féllu í kosningunum, voru meðal annara þessir: Brendan Bracken flotamála- ráðherra og fyrrverandi upp- lýsingamálaráðherra, Hore Bel- lisha, John Amery, Indlands- málaráðherra, • Wormersley, Harold Mac Millan, Sómers, Geoffrey Lloyd, Sir James Grigg, Llewelly birgðamálaráð- herra, Duncan Sandys (tengda- sonur ChurchillsJ, Sir Richard Law og auk þeirra þessir menn, sem allir eru kunnir í brezkum stjórnmálum: Sir William Bev- eridge (úr Frjálslynda flokkn- um), Randolph Churchill (son- ur Winston Churchills), Sir llic- hard Ackland, aðalleiðtogi Common Wealthflokksins. Það vakti og mikla athygli í kosning- unum, að Sir Archiljald Sinclair (í frjálslynda flokknum) féll, en mjóu munaði, þar sem íhalds- maðurinn, sem vann þingsæti lians hafði ekki nema 60 at- kvæða meirihluta. Þá hafði einnig Alþýðuflokksframbjóð- andinn fleiri atkvæði en hann og munaði 6 atkvæðum. Aftur unnu foringjar flokks- ins glæsilegan sigur í kosning- unum. Herberl Morrison, einn af at- kvæðamestu mörmum Alþýðu- flokksins breska vann þingsæti í London, sem íhaldsmaður hafði áður skipað. Ernest Bev- ein, annar af forustumönnum Alþýðuflokksins, sigraði einnig glæsilega og hafði 5000 atkv. meirihluta urn fram Ihaldsmaun inn, sem keppti við hann, en áð- ur var talið tvísýnt, að Bevein gæti náð kosningu í þessu kjör- dæmi. Ernst Bevin var fyrrum hafnárverkamaður í Bristol, en hefir reynst einn athafnamesti og traustasti starfsmaður í bresku stríðsstjórninni eins og kunnugt er. Altlee var kosinn í sínu kjördæmi með 4 af liverj- um 5 atkvæðum, sem greidd voru. Clíurchill hélt sínu þingsæti, eins og búist var við og svo gerði Anthony Eden. Kommúnistar fengu ekki nema tvo þingmenn kjörna, William Gallacher, sem þar var fyrir og annan í viðbót. Clement Attlee, leiðtogi Al- þýðuflokksins breska á þingi, sem nú mun verða forsætisráð- herra, er 62 ára að aldri, hæg- látur maður, sem ekki ber mikið á, en er skarpskyggn og glögg- ur og lætur eklci sinn hlut fyrir neinum, þegar þvf er að skipta, enda reyndist hann harðskeyttur nú í kosningahríðinni. — Um kvöldið, þegar kosningaúrslitin voru kunn, íhitti Atllee stutta ræðu, þar sem hann sagði meðal annars, að Alþýðuflokkurinn hefði gengið til þessara kosn- inga með ákveðna stefnuskrá, sem miðaði að alhliða umbót- um, en í utanríkismálum myndu Alþýðnflokksmenn enn sem fyr vinna að því, að sigur ynnist á Japönum sem skjótast og þetta hefðu kjósendur Bretlands skil- ið, sem nú hefðu kjörið Alþýðu- flokkinn til valda á Bretlandi. A Fimtudagskvöldið, strax og séð var að Alþýðuflokkiu inn var orðinn í meiri hluta, sagði Cliurclúll af sér, en konungur fól Atflee að mynda stjórn. — Tóksl hann það á hendur og lagði fram ráðherralista sinn kvöldið eftir. Eru aðalmennirn- ir í stjórninni þessir: Clement Attle verður forsæt- isráðherra. Jafnfranrt verður Tekur við emhætti Hr. Sveinn Björnsson verð- ur settur inn í emhœtti á morgun, sem fyrsti þjóðkjör- inn forseti Islands. Hefst at- höfnin með bœn í Dómkirkj- unni. Þaðan verður gengið til neðri-deildarsals Alþingis, ] og þar setur . forseti Hœsta- réttar forsetann inn í hið virðulega embætti. Viðstadd- ir verða Ríkisstjórn Jslands, fulltrúar erlendra ríkja og annað stórmenni. hann • landvarnamálaráðherra eins og Churchill var. Ernst Be- vin verður utanríkisráðherra, Hugh Dalton fjármálaráðherra og Sir Stafford Cripps viðskifta málaráðherra. Sir Herbeit Mor- rison verður varaforsætisráð- herra og jafnframt talsmaður ríkisstjórnarinnar í neðri mál- stofu þingsins. Sir William Jo- witt verður lordkanslari (Lord Chancellor) og Artlnir Green- wood innsiglisvörður konungs. A morgun kemur þingið sam- an til að kjósa forseta. Á Fimtu- dag og Föstndag vinna þing- menn eiða að stjórnarskránni, en reglulegt þing mun ekki hefj- ast fyr en 15. Ágúst n. k. Attlee og Bevin flugu til Ber- línar á Laugardaginn til að halda áfram fundi hinna „þriggja stóru“. Hann bauð Churchill. að fara með, eins og Atllee hafði áður farið með Churchill, en ganúi maðurinn neitaði. Kosningaúrslitunum hefir ver ið lekið með miklum fögnuði, fyrst og fremst í Englandi sjálfu á Indlandi er þeim líka mikið fagnað. Treysta Indverjar því að jafnaðarmannastjórnin verði frjálslyndari í garð þeirra en í- haldsstjórnin hefir verið. Þá hef ir og sigur Alþýðuflokksins í Englandi vakið mikinn fögnuð og vaxandi traust á framtíðina í þeim löndum, þar senr Alþýðu Framh. á 4. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.