Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Side 2

Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Side 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 31. Júlí 1945 ERLINGUR FRIÐjÓN SSON: Dómurinn 1 mðli Bergþörs Baltl- vinssonar. Þeir, sem lesið hafa þau rök, sem færð voru fram fyrir Fé- lagsdómi í maii Bergþórs Bald- vinssonar, munu hafa fest sjón- ir á því, að í dómi Félagsdóms er algerlega gengið fram hjá mjög veigamiklum atriðum, sem fram voru tekin af stefnandan- um, og ekkert á þau minnst í dómnum, svo sem dónt Hæsta- réttar í Hrafnkötlumálinu, og dóm sjálfs Félagsdóms í rnáli Steingríms Aðalsteinssor.ar, þeg ar hann fékk sig dæmdan inn í Verklýðsfélag Akureyrar, en dómur Félagsdóms í Bergþórs- málinu gengur algerlega á móli háðum þessum dómum og 3. gr. laga um stéttarfélög og vinnu- deilur. Ilið svokallaða Hrafnkötlu- mál reis út af því að Alþing setti lög árið 1941, er áskyldu rík- inu einkarétt til útgáfu vissra ís- lenskra fornrita, og hönnuðu öðrum útgáfu þeirra. Halldór Kiljan Laxness hafði þetta bann að engu og gaf út Hrafnkels- sögu Freysgoða og nefndi hana „Hrafnkötlu“. Hæstiréttur taldi óneimilt, vegna ákvæða stjórn- arskrárinnar um atvinnufrelsi að setja lög, sem hönnuðu ein- staklingum útgáfu ritanna, og feldi þau úr gildi. Hæstiréttur hefir því ineð dómi þessum ekki einasta tekið fram fyrir hendur Alþingis, vegna ákvæða stjórn- arskrárinnar, og þess almenna réttar, sem hún veitir til atvinnu- reksturs, heldur og viðurkent mjög víðtækan rétt almennings á því sviði. Eins og kunnugt er, sat Halldór Kiljan Laxness þeg- ar hann gaf út „Hrafnkötlu“ á háum launum frá ríkinu og sil- ur enn sem skáld og rithöfund- nr, og hefir að sjálfsögðu getað haft ýmsa aðra útvegi til at- vinnuaukningar sér, en útgáfu þessara fornrita, sem öðrum en ríkinu hafði verið hönnuð út- gáfa á, en Hæstiréttur taldi að réttur almennings til atvinnu- rekslurs, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar, væri svo sterkur að óheimilt væri að hefta hann jafnvel á ]>essu eina sviði, þar sem rétturinn hefir að sjálfsögðu talið að lögin stydd- ust ekki við almennings heill, en í umræddum dómi Félags- dóms er stefnandanum Bergþóri Baldvinssyni svarað því þegar hann telur sér ekki skylt að ganga í vissan félagsskap, til þess að hafa atvinnuréttindi, sem verkamaður, að hann geti stofnað eigin atvinnu, sennilega á hann þá að verða útgerðar- maður eins og Olafur Thors, eða skáld og rithöfundur eins og Laxness, eða hann geti unnið hjá þeim atvinnurekendum á Akureyri, sem ekki eru bundnir samningum við Verkamannafé- lagið, sem svift hafði Bergþór atvinnuRpttindum með samning- úm sínum við atvinnurekendur. Það mætti, ef lil vill þykja furðulegt að Hæstiréttur skyldi ekki hafa á reiðum höndum svipuð svör handa Ilalldóri Killjan Laxness og Félagsdómur hefir handa Bergþóri Baldvins- syni, svo sem að hann geti gjörst útgerðarmaður, eða gengið í Dagsbrún og mokað kol þar, sem hann gat haft ritara Hæsta- réttar sér til leiðbeiningar, sem er einnig forseli Félagsdóms, svo ekki þurfti langt að sækja vísdóminn, en Hæstiréttur hefir sýnilega talið sér skylt að dæma samkvæmt ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Þegar Félagsdómur segir Berg] póri Baldvinssyni að hann geli stofnað eigin atvinnu, verð- ur að telja sennilegt, áð dóm- endunum sé það ljóst að maður sem kominn er á efri ár os; sem stundað hefir verkamannavinnu frá því að hann hyrjaði störf, hafi það ekki alveg í hendi sinni að gela byrjað á sérstæðum at- vinnurekstri, þó að sjálfsögðu verði að gera ráð fyrir mjög mikilli fáfræði hjá mönnum, sem horfa á störf verkamanns- ins í miklum fjarska frá sínum dómarastóli, en vorkunnarlaust var dómendum að sjá það, að þegar þeir eru að vísa Bergþóri á vinnu hjá ósamningsbundnum atvinuurekendum á Akureyri að ekki var á neina atvinnu að vísa þar, þar sem framan við nefið á þeim lágu samningar Verka- mannafélags Akureyra rkaup- staðar við Vinnuveitendafélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirð- inga, Byggingameistarafél. Ak- ureyrar og Akureyrarbær, allir með ákvæðum um útilokun á þeim mönnum, sem ekki eru í vissum félagsskap, sem Verka- mannafélaginu þóknaðist að 'g ' vísa Bergþóri og öðrum verka- mönnum á, og á þann hátt þykj- ast þeir vera að túlka þau at- vinnuréttindi, sem 69. gr. stjórn- arskrárinnar veitir borgurum þjóðfélagsins, og sem hljóðar svo: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefji, enda komi lagaboð til.“ Oþarfi er að taka það fram, að engum manni með heilbrigða dómgreind getur komið til hug- ar að verið sé að túlka almenn atvinnuréttindi í anda stjórnar- skrárinnar með tilvitnuðum um- mælum Félagsdóms, og nægir í því efni að henda á dóm Hæsta- rættar í Hrafnkötlumálinu, sem vitnað er í hér að framan. Þegar farið er í mál fyrir dómstólum landsins, er stuðst við lög, sem við geta ált, og er þá að sjálfsögðu ekki léttvæg- asta sönnunargagnið til að styðjast við sjálf stjórnarskráin. Þá þýkir ekki lítið um vert, að hafa Hæstaréttardóm uin alveg hliðstæð atriði og dóms er leit- að um, sem tekur af allan vafa um að mál muni vinnast. Eng- inn undirréttur í landinu leyf- ir sér að dæma öfugt við Hæsta- rétt, því að þá má hann gera ráð fyrir að dómi hans verði hrund- ið þegar til Hæstaréttar kemur. Félagsdómur er að sönnu ekki dómstóll, sem er undir Hæsta- rétt gefinn, nema hvað einstök mál snertir, sem geta gengið frá Félagsdómi til Hæstaréttar, en engum getur komið til hugar að setja hann ja.fnan Hæstarétti, og her honum því að sjálfsögðu að fylgja í dómum sínum sörnu reglum og héraðsdómstólar, að dæma ekki öfugt við Hæstarétt, því eðlilega verður litið á slíka dóma sem markleysu. í dómi Félagsdóms sjálfs frá árinu 1943, þar sem Steingrím- ur Aðalsteinsson er dæmdur inn í Verklýðsfélag Akureyrar seg- ir að „réttur verkafólks til inn- göngu í stéttarfélög, sé almenn- ur réttur, sem verði ekki bund- inn því skilyrði, að umsækjand- inn hafi beinlínis fjárhagslegra hagsmuna að gæta“ með því að komast inn í stéttarfélag, og á öðrum stað í dómnum segir, að menn geti verið í fleiru en einu stéttarfélagi ef þeir vilji. Um- mæli þessi voru liöfð í dómnum til þess að réttlæta það að Stein- grímur væri dæmdur inn í Verklýðsfélagið á móti vilja allra félagsmanna 200 að tölu, að einum undanskyldum, sem Steingrímur fékk til að vera styðjanda sinn. Þrátt fyrir það þó Steingrím- ur Aðalsteinsson væri í Verka- mannafélagi Akureyrar. þegar hann sótti um inngöngu í Verk- lýðsfélagið og Félagsdómur hagaði dómi sínum þannig, að liann gæti verið það áfram, og hann gat eftir dómnum stofnað svo mörg verkamannafélög, sem hann vildi og verið í þeim öllum, og það kæmi einnig á daginn, að hann hafði aðeins unnið verkamannavinnu, sem svaraði 4 dögum á ári síðastlið- in 10 ár, áður en hann var dæmdur inn í Verklýðsfélagið, þá sá Félagsdómur að ekki mátti taka af Steingrími þann „almenna réti að komast inn í Verklýðsfélagið, af því að það gat haft hagsmunalega þýðingu fyrir hann að vera þar, eftir því sem segir í dómnum. Að sönnu mun heldur liafa fækkað þeim dögum, sem þessi gæðingur Fé- lagsdóms, hefir klæðst hláum eða brúnum verkamannafötum, síðan hann kom frá náðarborði dómsins. Hér verður því ekki farið í grafgötur um það að Fé- lagsdómur hélt mjög í heiðri þeim sterka einstaklingsrétti, sem stjórnarskráin veitir þegn- um þjóðfélagsins í atvinnumál- um, þegar hann dæmdi hinn um- talaða Steingríms-dóm, því að hann gefur ekki á neinn hátt eft- ir Hrafnkötlu-dómnum. Því furðulegra er það að dómstóll þessi skuli gera sig að því við- undri að dæma þveröfugt við þann nefnda Steingríms-dóm sinn, þegar til hans kemur mað- ur, sem á að þröngva inn í fé- lagsskap, sem hann telur sér fjárhagslegan skaða að vera bundinn við og hann hefir and- styggð á vegna ofbeldis aðfara hans í þeim málum, sem tuga ára reynsla hefir sýnt að vinnst hest með hógværð og skynsam- legu framferði. Eins og réttur manns til þess að vera utan viss félagsskapar, sé ekki jafn sterk- ur og annars til þess að vera inn an einhvers annars félagsskap- ar? Tökum þær röksemdir, sem Félagsdónnir færir fyrir því að Bergþór Baldvinsson eigi að taka því með þökkum, að hann sé neyddur til þess að ganga inn í félagsskap, sem liann veit að honum er fjárhagslegur skaði að binda trúss sitt við, og not- um þær fyrir hönd dómsins gegn Steingrími Aðalsteinssyni, þegar hann kemur til Félags- dóms og hiður hann fulltingis til þess að komast inn í Verklýðs- félag Akureyrar. Svör Félags- dóms við málaleitun Steingríms hefðu því hlotið að verða á þessa leið: Far þú og stundaðu eigin atvinnu í þá 4 daga á ári, sem þú getur offrað algengri verkamannavinnu kröftum þín- um, og láttu þér nægja að vera eingöngu í Verkamannafélagi Akureyrar, þar sem þú hefir unnið þér mest til frægðar, með því að láta félagið veslast upp í höndum þínum. Hefðu þessi Framh. á 3. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.