Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Qupperneq 4

Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Qupperneq 4
ALÞfÐUMAÐURINN. Þriðjudaginn 31. Júlí 1945 4 ----—------------------------------ Ymsar erlendar fréítir Vikapillar Rúasa i Fimdandi lierða sóknina gegn Alþýðu- flokknum þar í landi. Sagt var frá því nýlega hér í blaðinu, að venslafólk Kuusinens, sem inesta „frægð“ vann sér í sam- bandi við árás Rússa á Finnland 1939, hefði í finnska þinginu krafist þess að belstu foringjar Alþýðuflokksins væru dregnir fyrir lög og dóm fyrir að vera riðnir við hlutdeild Finna í her- för Þjóðverja gegn Rússum, en, eins og kunnugt er, gripu Finn- ar ekki til vopna fyr en á fjórða degi eftir að Rússar réðust á land þeirra án þess að Finnar sjálfir gæfu þar tilefni til. Nú segir Moskvaútvarpið frá því, að samfylking frelsisunnandi Finna, — þ. e. kommúnista, fas- ista og nokkurra annara flokks- brota, sem mynduðu samfylk- ingu gegn Alþýðuflokknum í síðustu kosningum í Finnlandi, en biðu ósigur fyrir honum, befðu efnl til fjöldafundar í Helsinski til að herða á þinginu að gera eitthvað í þessum mál- um. Er ekki að efa að yfirstjórn Rússa í Finnlandi telji það skyldu sína, að „styðja“ sam- fylkinguna og framkvæma „vilja verkalýðsins“, eins og þeir gerðu eftir áramótin 1939 —40, þegar verksmiðjulýður Leningradhorgar var látinn fara kröfugöngur um borgina og heimta það, að Rússar hertu á sókninni gegn stórveldinu Finn- landi, sem hefði ráðist á hið friðsama verklýðsríki Rúss- land!! eins og orðað var í frétt- um um þær mundir. ★ Lítið fréttist enn af fundi þeirra „þriggja stóru“, nema að besta samkomulag ríki um af- greiðslu flestra mála, og þeir hjóði hver öðrum til kvöldverð- ar af og til. Aftur leynir það sér ekki, að smáþjóðunum leikur mikill hugur á að fá einhverja vitneskju um hver örlög þeim eru ætluð í framtíðinni. Sam- kvæmt áður gjörðum samþykkt- um þeirra „þriggja stóru“, var styrjöldin háð, rekin og unnin til að frelsa smáþjóðirnar frá kúgun hinna sterku og ágengu. Sú mynd, sem enn hefir fengist af framkvæmd þessarar göfugu hugsjónar, er kúgunjRússa yfir Finnlajndi, Póllandi, Rúmeníu og Búlg&ríu, framtíðar herstöðv ar Rússa í Norður-Noregi og hin nýja herstöð þeirra í Danmörku, sem þeir auka og efla af kappi í trássi við aðra bandamenn sína, og að ástæðulausu styrj- aldarinnar vegna. ★ Sóknm gegn Japönum er nú að ná hámarki. Er jafnvel farið að tala um, að þeir verði neydd- ir til uppgjafar þá og þegar. Um miðja síðustu viku sendu þeir Truman, Churchill og Chi- ang-Kai-Shek Japönum áskorun um að gefast nú þegar upp. Stal- in var ekki með í því.Enn er vin- áttusamningurinn milli Rúss- lands og Japan í fullu gildi. o—o ♦ LÖG OG REGLUSEMI heitir hók, sem útvarpið hefir sent út nýskeð. Hefir hún að flytja lög um útvarpsrekstur rík- isins, reglugei’ð um sama. Regl- ur um flutning innlendra frétta Ríkisútvarpsins og reglur um flutning auglýsinga í útvarpinu. Er bókin hæg handhók fyrir þá, sem mikil viðskipti þurfa að hafa við þessa stofnun eða vilja fylgjast með rekstri hennar. Heyskapurinn gengur ein- dæma vel og er orðinn óvenju góður á þessum tíma, einkum á norður- og austurlandi. Þó haml ar það verulegum uppgripum, að fólksskortur er víða all-til- finnanlegur. Fólkið fæst ekki í sveitina, þrátt fyrir jafn hátt kaup eða jafnvel hærra en aðrir atvinnuvegir hjóða. Verkafólk í orlofi. í síðustu viku var hér á ferð 40 manna hópur úr Verklýðsfél. Akraness, sem var að eyða or- lofi sínu og skoða hið „bjarta Norðurland“, eins og skáldið sagði. Fararstjóri var Sveinbjörn Oddsson, sem lengi hefir verið formaður félagsins og leiðtogi verkalýðsins þar á staðnum. — Fékk hópurinn sér leiðsögu- mann hér í bænum, Braga Sig- urjónsson, kennara, til að sýna fólkinu og skýra fyrir því það sem lielst var að skoða hér nyrðra. Heimsótti leiðangurinn Vaglaskóg, skoðaði Goða*í oss, Dimmuborgir og Slúttnes í Mý- vatnssveit, Laxárvirkjunina o. fl. og fór allt norður í Asbyrgi. — Þótti fólkinu, sem allt var ó- kunnugt hér nyðra, fallegt á Norðurlandi og skemmtilegt um að litast, enda var það stór- heppið með veður. Elsti maður- inn í förinni var 78 ára, en sá yngsti 16. Vegna snmarleyfa verður ljósmyndastofa mín lok- uð frá 1.—14. Ágúst að báðum dögum meðtöldum. HALLGR. EINARSSON. Kosnirgarnar Framh. aí 1. síðu. flokkarnir hafa farið með stjórn undanfarið. í Moskva er látið vel yfir „sigrinum yfir íhald- inu“. Ameríkumenn virðast líta með jafnaðai'geði á hlutina. Vinstri flokkarnir í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Ítalíu telja sér vera bent með þessu. Og hið sigraða Þýskaland myndi vera í hópi þeirra glöðu, ef það mætti rnæla. Þau lýðræðisöfl, sem nú telja sig bera skyldu til að skapa nýtt Þýskaland innan frá, líta vafalaust bjartari aug- um á framtíðina en fyrir viku síðan, eftir að hafa eignast öfl- ugan vin og samherja hinu megin Eyrarsundsins. Bresku kosningarnar eru af- staðnar. Mikið hefir þegar verið ritað og rætt um þær, og enn meira mun það verða gerl næstu mánuði. Enn einu sinni hefir hreska þjóðin vakið á sér athygli og að- dáun út um allan heim. Hvergi nerna í Englandi mundu slíkar kosningar hafa getað farið fram á tímum eins og nxi. Hvaða þjóð önnur rnundi hafa getað varpað af sér aldagamalli ílxaldsfor- ysu án þess að lenda yfir í öfg- arnar hinu megin? Flvaða þjóð önnur myndi hafa gert það jafn hávaðalaust? Hver önnur jafn virðulega og hálfvelgjulaust, giftusamlega og öfgalaust? Slík fyrirmynd ætti að geta orðið öðrum siðuðum þjóðum vegvís- ir á komandi dögurn. Þá er það enginn hersdagsvið- burður, að ein af öndvegisþjóð- um hins siðmenntaða heims hyllir jafn ákveðið og virðulega hina frjálslyndu umbótastefnu Alþýðuflokkanna og breska þjóðin hefir nú gjört, þegar hún stígur upp úr óöld ægilegustu styi’jaldar, sem sögur fara af, til að leggja gnxndvöllinn að betri og bjartari heimi en þjóðirnar hafa húið við nndanfarnar ald- ir. Sú viðurkenning, sem stefna jafnaðarmanna hefir nú hlotið hjá breskum almenningi er mik- ilsvirði fyrir Alþýðuflokka allra landa. Þetta sjá líka og viður- kenna nú þegar forystumenn annara flokka. Þess vegna eru sumir þeirra með hinar og aðrar blekkjandi bollaleggingar. Aðr- ir geta ekki hulið reiði sína og öfund. Það er t. d. engin tilvilj- un, að skrafskúmar kommún- istablaðsins hér (Þjóðv.ý rjúka þegar til, og kasta fram þeim ó- sannindum, að bresku kommún- istarnir hafi unnið með Alþýðu- flokknum í kosningunum. Þetta á að gefa þeim bróðurpartinn af þeim heiðri, sem breska þjóðin hefir krýnt Alþýðuflokkinn með. Og gremjan yfir því íáheyrða luyggbi'oti, sem Moskva-meim- irnir hafa fengið lijá breskum kjósendum, brýst samtímis út í einhverjum hinum ógeðsleg- ustu svívirðingum um íslenska Alþýðuflokkinn, sem nokkurn- tíma hafa litað síður Þjóðvilj- ans. Þeir vita það, vinnumenn Stalins,að það er og verður tekið eftir hvaða flokkur það er — hvaða stjórnmálastefna — sem ein af öndvegisþjóðunum tileink ar sér, þegar hún býst til stærstu stjórnmálalegra átaka, sem nokkurntíma hafa legið fyrir henni; og líka hinu — hverju hún hefir hajnað, sem einkis nýtu. Dægurmál bæjarins. Menn muna það kannske, að fyrir nokkru gaf lögreglustjór- inn á Akureyri út auglýsingu, sem birt var í öllum blöðum bæj- arins, þar sem brýiít var fyrir fólki að halda umferðarreglur í bænum, og Jalið upp það helzta, sem bannað er í lögreglu samþykkt bæjarins, og fólki hættir frekast við að vix’ða að vettugi. Ekki verður séð að þetta hafi borið árangur, enda virðist fólk hafa hagað sér á almanna- færi undanfarin ár eins og eng- in lögreglusamþykkt væri til, engir lögregluþjónar og engin yfirvöld. Eg ætla ekki að fara að telja upp hér margt af því, sem fi’amið er hér á öllum göt- um og á máli lögreglusamþykkt- arinnar, heitir lögbrot, en ekki fer hjá því að menn viti t. d. ekki, að ekki má hjóla á gang- stéttunum; að ekki mega tveir menn vei’a á sama hjóli, að ekki má henda allskonar rusli á göt- urnar; að ekki íuega bílstjói’ar þeyta bílhorn sín að nóttunni; að ekki má aka hraðar í gegnurn bæinn, en áskilið er í lögum og samþykktum hér urn; að menn rnega ekki standa í hópum á gangstéttum og stöðva með því umferð um þær — að maður nú tali ekki um hávaðann, bölv og ragn, söng og org, löngu eftir háttatíma. Mér finnst lögreglu- þjónarnir láta sjá sig allt of sjaldan á götum úti. Það er til lítils að setja lög og reglur, ef engir eru á ferðinui í bænum til að líta eftir að þeim sé hlýtt. Og þeir, sem hafa löngun til að brjóta lögin, verða að fá það á meðvitundina, að á þeim hvíla augu alls staðar frá og þeim verði ekki liðið að hafa lög- reglusamþykkt bæjarins til að skeyta skapi sínu á eða ala hrekkjalund sína. Og það á að taka hjólin af þeim mönnum, sem geta ekki annars staðar á þeirn verið en á gangstéttunum. Gvendur á Götunni.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.