Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Miðvikudaginn 8. Ágúst 1945 ERLINGUR FRIÐJÓN SSON: Dómurirtn l raaii Bergþörs Bald- vinssonar. (Niðurl.j Þegar lesin er sú furðulega rökfærsla Félagsdúms, að af því þvingunarákvæðið, sem stefnt var út af í máli þessu, hafi ekki verið bannað í lögunum um stétt arfélög og vinnudeilur frá 1938, þá liafi löggjafinn talið að það kæmi ekki í bága við löglegan tilgang stéttarfélaga, og þar af leiðandi sé það löglegt. Þá mun ýmsum koma til hugar, að sá virðulegi Félagsdómur sé farinn að henda gaman að sjálfu Al- þingi. Alþingi, sem altaf er að breyta lögum, af því að því tekst ekki að ganga frá þeim eins og þau eiga að vera! Meira að segja sömu þingmennirnir og sömdu lögin um stéttarfélög og vinnudeilur 1938, setja lög .ár- ið 1941, sem Hæstiréttur verð- ur að fella úr gildi af því að þau ganga gegn ákvæðum stjórn arskrárinnar! Eftir þessum hugsanagangi Félagsdóms hefði hinum virðulegu Alþingismönn- um átt að fara heldur mvndar- lega aftur, frá því árið 1938, að þeim gat ekki sést yfir það, að áliti dómsins, að meta þvingun- arákvæði það, sem stefnt var út af í máli Bergþórs, með tilliti lil ákvæða stjórnarskrárinnar, og þangað til árið 1941, að þeir setja lög, sem Hæstiréttur fellir úr gildi, af því þau brutu gegn stjórnarskránni. Nei, mönnum er sannarlega vorkun þó þeir á- líti, að það sé meira en lítið bog ið við liinn virðulega rélt þegar hann byggir dóm á slíkum þvætt ingi sem þessum. Dómurunum er líka sjálfum ljóst, að þeir eru þarna að fara með rugl, sem trúnaður verður ekki lagður á, þó að þeir noti það til þess að komast að vissri niðurstöðu í dómnum, því þegar þeir eru búnir að finna upp þetta snjall- ræði fyrir sig, þá fara þeir að fræða lesarann á því hvernig Bergþór Baldvinsson geti hagað sér, eftir að þeir hafa dæmt af honum almenn mannréttindi, sem stjórnarskráin veitir honum og öðrum þegnum þjóðfélags- ins, þá geti hann farið að reka eigin atvinnu og svo framv., en engin ástæða var fyrir hinn virðulega dómstól að fara að rétllæta gerðir sínar með slík- um hugleiðingum, fyrst hann taldi sig geta skotið sér undir gerðir Alþingis í málinu, og hon um fanst það vera réttlæting fyr- ir sig, en honum er það sýnilega Ijóst að ekki verður bent á neitt álit Alþingis viðvíkjandi um- ræddu þvingunarákvæði, sem dómnum geti orðið að liði til réttlætingar gerðmn sínum, og verður því undirstaða hans nnd- ir dómnum, marklaust hrófatild- ur, sem hrynur um leið og við það er komið, þar sem einnig þetta sama Alþingi hefir árið 1938 með ákvæðum 3. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur tekið ótvírætt fram, að verka- fólk geti verið utan stéttarfélag- anna með fullum réttindum, eins og Bergþór gerði kröfu til í máli sínu, og þetta ákvæði 3. gr. umtaláðra laga útilokar al- gerlega að hægt sé að beila þvingunarákvæðinu, og fellur því dómur Félagsdóms beint gegn því ákvæði. Hugleiðingar Félagsdóms um það hvað hafi verið vilji Alþing is árið 1938, um hið oftnefnda þvingunarákvæði eru einnig til- gangslausar, ef hann vildi ekki dæma þveröfugt við sína fyrri dóma. 1 dómi sínum um Stein- grím Aðalsteijisson 1942, þótt- ist hann ekkert tillit þurfa að taka til viJja þess félags, sem hann dæmdi manninn inn í, þó skýrt sé tekið fram í 2. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, að menn liafi rétt til inngöngu í sléttarfélög, „eftir nánara á- kveðnum reglum í sam.þykktum jélaganna“, en þetta ákvæði þýðir eðiilega það meðal ann- ars, að stéttarfélög gela neitað mönnum um inngöngu, sem slunda ekki þau störf, sem félög- in vinna að, eins og var með Steingrím og er enn, en Félags- dómur taldi sig ekki þurfa að fara eftir þeim þingvilja þá, sem kemur fram í ákvæðiun til- vitnaðrar lagagreinar, heldur byggði dóm sinn á þeim „al- menna rétti“, sem stjórnarskrá- in veitir, og Hæstiréttur, fer ekki eftir þingviljanum, sem lcemur fram í lögunum frá 1941 um bann gegn útgáfu fornrita, þegar hann dæmir Hrafnkötlu- dóminn, heldur eftir þeim rétti einstaklinga til atvinnureksturs, sem stjórnarskráin veitir. Hafi þingviljinn ekki átt að gilda í þeirn tveim dæmum, sem nefnd hafa verið hér, eins og hann kemur fram í lögunum, sem vitnað hefir verið í, gat hann ekki heldur gilt fyrir dómi Félagsdóms í máli Bergþórs, heldur hlaut sá dómur að verða áfellisdómur á þá, sem þvingun- arákvæðinu breyttu. ' Það er ekki úr vegi að prófa lítilsháttar þá kenningu Félags- dóms að nauðungarákvæðið í samningum Verkamannafélags- ins hér við atvinnurekendur, sé hagsmunamál fyrir verklýðs- stéllina, ekki síst af því, að það kemur fram í dómnum að nauð- ungarákvæðið sé það eina, sem Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hafi getað býggt til- veru sína á, því það kom greini- lega fram í máli Bergþórs, að félagsskapur þessi hafi engra hagsbóta aflað, fyrir verkamenn ina á Akureyj i. Það var einnig sannað í málinu að kaup og önn ur kjör verkafólksins á Akur- eyri voru jafnvel nokkuð betri en í höfuðstað landsins, sjálfri Reykjavík, t. d. kaup i skipa- vinnu 10% hærra en þar, þó Verklýðsfélag Akureyrar, sem 10 árin á undan stofnun Verka- mannafélagsins hafði séð um að kjör verkafólksins hér væru að öllu leyti jafn góð, eða betri, en kjör verkafólks annarstaðar á landinu, hefði aldrei haft nauð- ungarákvæðið í samningum sín- um við atvinnurekenduj' hér, og þegar kaup hækkaði í Reykja- vík eftir að Verkamannafélagið tók við samningum við atvinnu- rekendur hér, þá tókst því ekki að halda sömu aðstöðu gagnvart Reykjavík og Verldýðsfélagið var búið að ná, og verða því verkamennirnir hér að sætta sig nú við mikið lakari kjör en verkamennirnir í Reykjavík, þó Verklýðsfélagið væri áður biiið að ávinna þeim betri kjör, en Reykjavíkur-verkamennirnir höfðu. Grunnkaup fyrir unnin klukkutíma í algengri vinnu í Reykjavík er nú kr. 2,59, en hér kr. 2.50, eða 9 aurum lægra á klst. Þelta gerir kr. 2.00 á dag með núgjldandi vísitölu, fyrir 8 stunda vinnu, eða kr. 50.00 á mánuði pg kr. 600.00 yfir árið. I skipavinnu er grunnkaupið nú einum eyrir hærra hér en í Reykjavík, en var áður en Verkamannafélhgið gerði samn- inga sína við atvinnurekendur hér, 10% hœrra en í Reykjavík. Það er sama sem 25 aurum lægra grunnkaup á klst. en jiað var áður en Verkamannafélagið hóf göngu sína, miðað við kaup í skipavinnu í Reykjavík og hérs þá. Skaði skipavinnumanná hér af þessum samningum Vefka- mannafélagsins er því 69 aurar á klst. eða kr. 5.52 fyrir 8 klst. dagvinnu, kr. 138,00 á mánuði og kr. 1656.00 yfir allt árið, ef miðað er við 8 stunda vinnudag. Það er ekki að undra þó Berg- þór Baldvinsson og fleiri akur- eyrskir verkamann séu ekki hrifnir af því að þeim sé nauðg- að inn í slíkan félagsskap, sem lieldur jafn hraksmánarlega á málum þeirra og hér liefir ver- ið frá skýrt. Og sannarlega hefði það verið fremur dómara- legri frammistaða, að afla sér, ef hægt hefði verið, hagkvæm- ari samanburðar á gildi nauð- ungarákvæðisins fyrir verklýðs- stéttina í landinu, en þann sem hér hefir verið lýst, áður en Fé- lagsdómur kvað upp dóm sinn um að það væri til hagsbóta fyr- ir hana, fyrst að félaginu, sem að mestum lubbahætti, sem sög- ur fara af, hefir beitt nauðung- arákvæðinu, og þó orðið sér til mestrar háðungar þeirra félaga, sem við sanminga Iiafa fengist, með því að hröklast frá þeirri aðstöðu, niður á við, sem búið var að ná hér áður, miðað við kaup reykvískra verkamanna. Þar sem átök eru niest milli atvinnurekenda og þeiria, sem af mestum aulahætti stjórna verklýðsfélögum, svo sem kommúnistar gera víða, 'líta ýmsir atvinnurekendur á nauð- ungarákvæðið, sem mikið liags- munaatriði fyrir sig. Þeir hafa dregið ])á flónsku og (\ rrir- hyggjulausu inn á þá brmit, að semja um það að verkafólkið sé skyldugt að vinna hjá þeim at- vinnurekendum, sem samninga hafa við félögin, og munu á þann hátt safna inn í sinn félags- skap, þeim sem annars myndu vera utan hans, þar sein vinnu- aflinu er beint til félagssamtaka atvinnurekandanna, sem samn- inga gera við vei'klýðsfélögin. Atvinnurekendum er það ljóst, að með þessum aðferðum geta þeir stvrkt siim félagsskap mi klu meira en verklýðsfélögin geta styrkt sinn félagsskap, með nauðungarákvæðinu, enda reynslan búin að sýna, að það er einkisnýtt fyrir þau, þar sem það dregur enga aðra inn í fé- lögin en þá, sem ekki vilja vera þar, og þar af leiðandi koma fé- lögunum ekki að neinum notum. Atvinnurekendur eru sennilega ekki fleiri í landinu, en sem svarar einum á móli hverjum 100 vinnandi karli og konu, og er það nokkurnveginn augljóst hverjum manni, að léttara er að halda saman þeim fámenna hóp atvinnurekenda um hagsmuna- mál þeirra, en öllum hinum fjöl- menna skara vinnandi fólks þeg- ar til átaka kemur milli þess og atvinnurekendanna í langvar- andi verkfalli. Ákvæðið um að samningsbundið verkafólk sé skyldugt að vinna hjá þeim at- vinnurekendum, sem samið er við, er því sú svipa, sem atvinnu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.