Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.09.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 18.09.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 18. Sept. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðujlokltsfélag Akureyrar Abyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið komur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Argangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4%—5Va — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10Vt—12 og IVs—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lœkna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Arni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, l—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna ., kr. 4,26 á klst. Kaup uiigl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. ( Austrið eða vestrið. Þegar styrjöldin milli Þýska- lands og Vesturveldanna hófst í September 1939, mátti segja, að hafin væri barátta milli tveggja lífsreglna, nasismans og lýðræð- isins. Þjóðverjar höfðu hugsað sér að ná heimsyfirráðum og ganga milli bols og höfuðs á lýðræðinu. En höfuðvígi lýð- ræðisins í Vestur-Evrópu, Eng- land og Frakkland, brugðust til varnar. Þegar árásin á Rússland hófst, í Júní 1941, breytir styrj- öldin um svip. Eftir það er hún að vísu barátta við nasismann, en hún er ekki lengur einvörð- ungu barátta lýðræðissinnaðra þjóða, heldur barátta lýðræðis og kommúnisma við nasima. — Menn mega ekki láta blekkjast af því, þótt Sovét-Rússland og kommúnistar telji sig unnendur lýðræðis. Þeir leggja að minnsta kosli allt annan skilning í það hugtak en við það eru tengd á Vesturlöndum. Kommúnistar berjast til þess að koma á alræði öreiganna. Ef þeir gera það ekki, eru þeir engir kommúnistar. En alræði öreiganna og lýðræði eru ósamræmanleg hugtök. Moð- liausar einir geta látið sér til hugar konta, að slíkt geti farið saman. Eftir styrjaldarlok; þegar vald nasismans hefir verið bugað, er rétt að gera sér.grein fyrir því, að nú er háð barátta í öllum löndum, hvor stefnan, sem sigur fékk í styrjöldinni, lýðræðið eða kommúnisminn, megi sín meira. Nú er hafin togstreitan um það, hvort austrið eða vestrið skuli ráða meira skipan málanna eftir styrjöldina. Á því leikur enginn vafi, að kommúnisminn hefir aukið ítök sín í Evrópu, einkum Mið- og Suður-Evrópu. Hin frækilega frammistaða rauða hersins í styrjöldinni hefir vald- ið miklu um þetta. Sigursælir herir virðast eitt besta áróðurs- tæki fyrir lífsskoðanir, þótt furðulegt megi virðast. Margir íslendingar munu minnast þess, að aldrei hefir nasisminn átt slíku fylgi að fagna á íslandi eins og 1940, þegar þýski her- inn óð sigri hrósandi yfir Vestur Evrópu. Þá varð varla þverfótað fyrir aðdáendum þessarar villi- mannlegu stefnu. Margir þeirra er þá göluðu hæst um ágæti nas- ismans, snérust síðan til komm- únista, þegar rauði herinn hóf sigursæla sókn vestur sléttur Rússlands. Reyndar þarf dálítið undarlega skapað heilabú til þess að greina ekki milli rétt- mæti kenninganna og sigursæld herjanna og trúa því, að þetta tvennt fari ætíð saman. En svona kostulegur er hugsunar- háttur margra. Annað dæmi um þessu líkan hugsunarhátt er af- staða Morgunblaðsins til nas- ismans. Morgunblaðið hafði hallast mjög að kenningum nas- ista, eins og kunnugt er, en þeg- ar breski herinn lagði undir sig ísland, skipti blaðið um stefnu. Reyndar mun innrásin í Island aldrei verða talin til frækilegra hernaðarafreka, en Morgunblað ið hefir heldur aldrei verið talið skara fram úr um dómgreind. Á fundi utanríkisráðherra stórveldanna, sem nú er háður í London, er háð barátta vesturs- ins við austrið, lýðræðismi við kommúnismann. Sennilega verða ýmsar deilur jafnaðar, en öðr- um deilum slegið á frest. En hvernig sem öllum fundum lýk- ur, verður baráttunni haldið á- fram. Þessar tvær lífsstefnur munu eigast við, og það er á engra færi nú að segja fyrii um, livernig þeirri viðureign lýkur eða hvort til styrjaldar muni koma liennar vegna. Bresku kosningarnar liafa haft mikil áhrif í Evrópu og eru mikill sigur fyrir vestrið. Ýmsir litu svo á, að Vesturveldin væru fulltrúar afturhalds, en Bretar hafa algerlega rekið af sér slyðruorðið með afstöðu sinni í kosningunum. Fulltrúar austurs- ins, kommúnistarnir, reyndust gjörsamlega fylgisvana, en fram sækin lýðræðisstefna bar alger- an sigur af hólmi. Væntanlega leiða aðrar kosningar í Evrópu í haust eitthvað svipað í ljós. Þessar kosningar, sem fram munu fara í mörgum löndum á næstunni, munu ráða miklu um það, hvað framtíðin ber í skauti sér, og munu að verulegu leyti skera úr um, hvort austrið eða vestrið setur meiri svip á stjórn- málin næstu árin. Nú verður hver maður, þyort sem hann er staddur á íslandi eða annars staðar, að gera sér þess skyn- samlega grein, hvort hann telur heilladrýgra, lýðrœðið eða kommúnismann. x. HVÍTT SILKILEREFT Kr. 3,00 m. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hœsta verði. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h. f. Skólastjóri. Frá barnaskólanum. Skólinn verður settur þriðjudaginn 2. okt. n. k., kl. 2 s.d. Börn mæti til læknisskoðunar sem hér segir: Mánudag 24. sept.: Börn fædd 1935 Miðvikud. 26. sept.: Börn fædd 1934 Fimmtud. 27. sept.: Börn fædd 1933 ; Laugardag 29. sept.: Börn fædd 1932 Drengií mæti kl. 1 alla dagana, en stúlkur kl. 3.30. >Frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Kennsla í píanóleik hefst um áramót. Kennari verð- ur ungfrú Margrét Eiríksdóttir. Vegna mikillar að- sóknar er þeim, sem hug hafa á þessari kennslu, ráð- lagt að senda umsóknir sem allra fyrst. Unnið er að því að útvega kennara í fiðluleik. — Þeir, sem óska kennslu í þeirri grein, eru beðnir að gefa sig fram. Umsóknir sendist til Þórarins Björnssonar, Eyrarlandsvegi 24, Akureyri, sími 14 Tónlistarfélag Akurevrar. ~nii-nei—nrn—nw-------------mn—tiiiT-Tr'wr~iniMr~~TiiMTrr-'iTiMiiriTiwMiiii hófst að þessu sinni Mánudaginn 17. þ. m, — Höfum eins og venjulega til sölu frá þeim tíma úrvals dilka- og geldfjárkjöt, mör, slátur og svið. Söltum og pæklum kjöt fyrir þá, er þess óska. Hofum til sölu undir kjöt heil- og hálf- tunnur, nýjar og góðar. — Sendum heim kjöt og mör. MUNIÐ, AÐ HAUSTKAUPIN ERU DRÝGST! — KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Alcureyri

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.