Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.09.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.09.1945, Blaðsíða 1
XV. árg. Þriðjudaginn 18. Sept. 1945 38. tbl. Tekið ísama streng Sameiginlegur fundur sjómannafélaganua á Akureyri tekur iindir þá kröfu Alþýðuflokks- insr að Akreyrarbær kaupi og reki Krossanes- verksniiðjuna, og Glerárþorpið og landareign verksmiðjunuár verði sameinað bænum. Eins og frá var sagt í síðasta blaði samþykktu sjómannafélög in 8. þ.m. að skora á bæjarstjórn að ná kaupum á Krossanesverk- smiðjunni. Þessari áskorun fylgdi svoblj. greinargerð: „Líkur standa nú til að Krossa nes-verksmiðjan og jörðin Syðra Krossanes muni vera til sölu, og jafnframt kunnugt að einstakl- ingar bafa gert tilboð í þessar eignir, en hinsvegar ófært að um rædd landareign, sem liggur að sjó á stórri strandlengju hér rétt við höfnina, falli í eign einstakl- inga, og ennfremur að tryggur (rekstur Krossanes-verksmiðjunn ar í höndum Akureyrarbæjar mundi hafa afgerandi þýðingu fyrir það að Akureyri geti aftur orðið eins og árin 1911—1930 einn af stærstu hluttakendum í síldverkun hvort heldur væri í salt eða til niðursuðu síldar í stærri stíl." I tilefni af þessu þykir Alþm. rétt að minna á, að í 18 tölubl. hans þ. á. eru settar fram bráða- byrgðakröfur Alþýðuflokksfé- lagsins hér í sjávarútvegsmál- um bæjarins og segir þar meðal annars: „1. Fylgt 'sé eftir útgerðarhug mynd þeirri, sem komið hefir fram hér í bæ og nú er í undir- búningi. 2. Kostað sé kapps um að traust höfn verði gerð á utan- verðum Tanganum, ásamt smá- bátalagi og myndarlegri dráttar braut, sem bærinn eigi að minnsta kosti að meiri hluta. 3. Unnið sé að því að þar rísi nýtísku báta- og skipasmíða- stöð. 4. Unnið sé að því að Glerár- þorp verði tekið inn í umdæmi Akureyrarkaupstaðar, og efld sé síldarbræðslustöð í Krossa- nesi, helst sem bæjareign, aiin- ars ríkis, og þar sé einnig rekin síldarsöltun. 5. Unnið sé að því að fiskiðn- aður ýmiskonar rísi upp í sam- bandi við væntanlega útgerð, svo að bæjarfélagið njóti til hins ýtrasta allrar þeirra atvinnu, sem af útgerðinni skapast. 6, Unnið sé að því að reist sé hér tunnuverksmiðja, eins full- komin og föng eru á." I greinargerð, sem fylgdi þess um tillögum segir, eftir að út- gerðarmálin hafa verið rædd al- mennt: * „Nú er Akureyri þannig sett, að á báðar hendur henni eru út- gerðarstaðir: Siglufjörður að vestan með nijög öfluga síldar- útgerð, en Húsavík að austan með hin álitlegustu útgerðarskil yrði undir eins og höfn verður góð. Auk þess eru blómlegar út- gerðarstöðvar hér út með Firðin um. Það er því full ástæða til að óttast, að öll útgerð dragist úr höndum Akureyringa, ef þeir hrista ekki þegar af sér mókið. Eins og málum háttar nú, má ætla, að aukinn iðnaður bygg- ist í nánustu framtíð fyrst og fremst á útgerðinni, og fer þá ekki iðnaði Akureyrar að verða meira og minna hætt, ef engin út gerð verður héðan? Akureyring ar verða því að auka skipastól sinn, og í gott horf er ekki kom- ið fyrr en þeir hafa eignast ný- tísku togara, sem sótt geta jafnt þorskveiðar sunnan og vestan- lands á vetrum sem síldveiðarn- ar norðanlands á sumrum. En til þess að útgerð blómgist hér og iðnaður í sambandi við hana, þarf að auka hafnarmann- virkin og gæta þess, að nægilegt olnbogarúm sé þar fyrir skipa- smíðar og skipaviðgerðir. Nú yrði bænum alls ekki fullt gagn að aukinni útgerð, ef ekki yrði gætt þess, að bæjarbúar geti fært sér atvinnu þá í nyt að sem mestu leyti, sem við útgerðina skapaðist: Síldin af akureyrsk- um skipum verði verkuð hér eða brædd, fiskurinn soðinn niður eða frystur, eða þessar sjávaraf- urðir verkaðar á annan þann hátt, sem kröfur tímans heimta. Það virðist í alla staði eðlilegt, að Glerárþorp verði einn hluti bæjarfélagsins, og að bærinn freisti þess að ná umráðum á Krossanesverksmiðjunni, endur bæti hana og reki þar síldar- söltun í sambandi við bræðsl- una." Eins og á framanskráðu má sjá^ telur félagið, að sjávarút- gerð og iðnaður snertandi hana verði að haldast í hendur, og til- lögur þess hníga allar að því. Þegar olanritaðar tillögur voru fram settar voru togaraútveganir ríkisstjórnarinnar ekki komnar til, og því aðeins heitið stuðn- ingi við þá útgerðarhugmynd, sem þá var á dagskrá. En auðvit að vill félagið styðja hugmynd- ina um togarakaup, ef þau eru hyggilega framkvæmd, og rekst- ur skipanna tryggður af fullri fyrirhyggju, eins og greinargerð in drepur á. Alþýðumaðurinn fagnar því að sjómannafélögin hafa nú gripið 1 strenginn með Alþýðu- flokknum, það sem tillögur þeirra ná, en gagnvart kaupum á Krossanesverksmiðjunni og löndum xhennar verður að stíga skrefið til enda, en það er jafn sjálfsagt og að kaupa verksmiðj una, að fá Glerárþorpið lagt til bæjarins ásamt löndum verk- smiðjunnar. Að bærinn sé að kaupa atvinnutæki utan bæjar- ins og reka þau, gefur ekki nema hálfan hlut þar sem t. d. verksmiðjan hlyti að greiða há gjöld til annars sveitafélags; enda sjálfsagt að allar landar- eignir bæjarins, sem liggja að bæjarlóðinni sjálfri, verði við hana tengdar, og það fólk, sem á þeim býr og þau framleiðslu- tæki, sem þar eru rekin, tilheyri bænum að fullu og öllu. Verður að telja, að það hafi verið af vangá einni að^sjómannafélögin tóku ekki þessa kröfu með í sambandi við kaupin á Krossa- nesverksmiðjunni, jafn augljós og nauðsynin á þessum fram- kvæmdum er, þegar málið er brotið til mergjar. Þá getur varla orðið álitamál um það, að dráttarbrautin, sem byggja á norðan á Tanganum og fullkomin tunnuverksmiðja verða að fylgja með í þessum framkvæmdum. Þegar svo er komið og fiskiðnaðurinn risinn á legg í sambandi við aukna út- gerð er fyrst hægt að segja, að útgerðarmálin séu komin í það horf, sem Akureyrarbæ sæmir, því það þarf enginn óbrjálaður maður að ætla, að framtíð bæj- arins byggist fyrst og fremst á fjölgandi sölubúðum og útibú- um frá þeim. Framleiðsla og hagnýting hennar, iðnaður, garðrækt og annað það, sem gefur fjöldanum atvinnutryggingu og arð í aðra hönd, er það sem framtíð bæj- arins byggist á — máttur fólks- ins og menning. Byggingarfélag Akur- eyrar hélt aðalfund sinn 31. Agúst sl. Fundurinn var vel sóttur. For- maður gat þess að vegna hins háa verðs á öllu, sem til bygg- inga þyrfti hefðu félagsmenn ekki óskað eftir því á árinu að byggf væri fyrir þá. Gat hann þess að íbúðin í hinum síðast- byggðu húsum félagsins, sem nú væri lokið byggingu á hefði kost að rúmar 48 þús. krónur, en bjóst hinsvegar við að ef ráðist yrði í byggingar nú þá myndu íbúðirnar verða dýrari, þar sem efni og annað til hinna síðast- byggðu húsa hefði verið að nokkru keypt áður en dýrtíðin komst í hámark. Hugur var þó í félagsmönnum með að lagt yrði út í húsabyggingar strax og fært þætti. Ur stjórn áttu að ganga Jón M. Árnason og Heiðrekur Guð- mundsson, og voru báðir endur- kosnir. I varastjórn voru endur- kosnir Aðalsteinn Stefánsson og Haraldur Oddsson. Endurskoð- andi var endurkosinn Loftur Einarsson og varamaður Ari Jó- hannesson. Fundurinn skoraði á bæjar- stjórn að láta leggja veg frá Eyr arvegi heim að hinum núbyggðu húsum og ganga frá lagningu rafmagnsstrengja heim að hús- unum áður en lóðirnar framan við þau yrðu ræktaðar og prýdd ar. o—o

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.