Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. Sept. 1045 A L Þ Ý Ð U M A í) tJ R í N N 5 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jánssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 -— framfærslufulltrúa 4%—5V4 — jarðrektarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. finni einhverjar fínar ráðstafan- ir, áður en næsta vísitala verð- ur reiknuð út, þá er eftir að sjá, hvað ísl. kjósendur segja um alltof áberandi falsanir í garð launþega. íslenzk alþýða stendur nú á merkum tímamótum. Framund- an eru kosningar bæði til bæjar- r og» sveitastjórna og til þings. A þessum tímamótum hafa henni verið færðar gjafir. Ekki góð- gjafir til aukins gengis og gæða, en gjafir samt. Sunnlensku bændunum, sem barist hafa við óþurrka í allt sumar, er gefið svo hátt afurða- verð, að markað þeirra er stefnt í voða. Sjómönnunum, sem áttu við aflabrest að stríða í sumar, er gefin kostur á, að kaupa nú kjöt á 10.85 kr. kg. og mjólk á 1.82 kr. lítrann fyrir blessaða sumailiíruna sína; landverka- mönnum, sem höfðu mjög lítið upp vegna síldarleysis sömuleið is, er einnig gefið sama tækifær- ið. Sælir eru fátækir!! Sannarlega eru okkur gjafir gefnar, gjafir, sem eru afleið- ingar samkomulags sex manna nefndarinnar frægu, sex manna nefndarinnar, sem Framsóknar- menn,Sjálfstæðismenn og Komm únistar bera ábyrgð á, já, og Kommúnistar, sem nú kalla sig sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn. Br. S. Starfsstúlkur vantar í eldhús Sjúkrahúss- ins. Upplýsingar gefa ráðs- konan, eða Gunnar Jónsson. símar 107 og 222. Til fróðleiks en ekki Augu almennings hafa mjög snúið að Siglufirði á því sumri sem nú er að líða. Þar hafa gjörst hinir furðu- legustu hlutir, og allir eru þeir' tengdir við nöfn forsprakka kommúnista og annara þeirra manna, sem hafa látið ánetjast af þeim í orði og verki. Kaupfélagsmálið er kunnugt orðið að öðru leyti en því, að búist er við að rannsókn sú, sem nú er að fara fram á ráðs- mennsku þeirra „félaganna“ undanfarið muni leiða fleira#en eitt í ljós enn, sem verði ‘viðbót við annað áður vitað félaginu til óþurftar. Verður allt það mál óglæsilegur kafli í sögu ráðs- mennsku þeirra Þórodds, Jörg- ensens og Gunnars Jóhannssonar fyrir siglfirskan verkalýð áður en lýkur. En slíkir garpar sem þeir, er vakið hafa á sér alþjóðar at- hygli fyrir aðfarirnar í Kaup^ félagi Siglfirðinga eiga sína sögu á öðrum vettvangi, og þá höfuðpaurinn Þóroddur fyrst og fremst. Nú hefir það vitnast að útgerð hans og Áka ráðherra er orðinn 240 þúsund króna baggi á bæjarsjóði Siglufjarðar. Er hér um tvö skip þeirra félaga að ræða, gamla ,,Falkur“, sem gerð ur hefir verið upp fyrir ærið fé, og „Milly“, áður Arthur-Fann- ey, eldgamall dallur, sem ólánið hefir elt alla hennar daga og alla þá, sem skipið hafa átt. Fyrst fær Þóroddur meifi hluta bæjarstjórnar Siglufjarðar s. 1. ár til að leggja „Falkur“ (nú Siglunes) 50 þús. krónur úr bæjarsjóði. Átti þetta að vera nokkurskonar nýbyggingarráð- stöfun. Svo hefir það vitnast nú nýskeð, að bæjarstjóri hefir lát- ið Þórodd véla sig til að láta þá félaga, hann og Áka ráðherra, fá 60 þús. krónur úr á Milly- útgerðina. Þetta gerði bæjar- stjóri á bak við bæjarstjórn að séð verður. Þá hefir ólöglega kosin og ólöglega starfandi Rauðkustjórn látið þá félaga hafa 130 þúsund krónur handa Siglunesútgerðinni (Falkur sál- ugaý úr Rauðkusjóði — til að tryggja verksmiðjunni allan afla þessa „glæsilegasta“ skips fiski- flotans, eins og „Mjölnir“ kall- aði dall þenna þegar hann var að fara á veiðar í sumar. Þessu var líka haldið leyndu þar til kom að skuldadögunum hjá þeim „félögunum“ og bæjar- stjórn fékk ósómann í lúkurnar, en Rauðka er eign Siglufjarðar- bæjar eins og kunnugt er. Eru það þá orðnar 240 þúsundir kr„ skemmtunar. sem þeir útgerðarfélagarnir eru — á tæpu ári búnir að láta Siglufjarðarbæ leggja útgerðar- braski þeirra til, og verður ekki annað séð, en bæjarstjóri hafi verið hið þægasta verkfæri í höndum þeirra, og látið þá fá sig til að brjóta trúnað við bæj- arstjórn og óhlýðnast fyrirskip- unum ríkisstjórnarinnar til að allt þetta gæti gengið fram. Er þetta allt nánar skýrt í Siglu- fjarðarblöðunum. Þessi Siglufjarðarmál ættu að geta gefið almenningi nokkurn fróðleik um starfsaðferðir komm únista, þar setn þeir sýna sig í sinni réttu mynd. En óskemmti- legt er það fyrir þá, sem hafa látið flekast af þeim og verða að taka skellunum af braski þeirra. Veltur nú á því, að Sigl- firðingar verði „hyggnari af skaða, þó reynslan væri dýr“, eins og skáldið segir — og augu almennings opnist nú loks fyrir því hvers konar menn komntún- istar eru og hvers sé af þeim að vænta þar sem þeir koma vinnu- brögðum sínum við. Þeir hafa lengi vaðið uppi á Siglufirði, og flekað einl^nnilega margt fólk til fylgis við sig. Það hlaut svo að fara að Siglfirðingar fengju fyrstir skellina af því að veita þeim slíkt brautargengi og kommúnistar hafa notið þar. Súpuskeiðar Gafflar (stórir) Kartöfluhnífar Dósahnífar Vasaljós. Vöruhúsið h.f. SKOLABÆKUR Skólavörur B ó k a v e r z 1 u n Gunnl. Tr. Jónssonar. Herber g j astúlku og F ramreiðslustúlku vantar nú þegar. — Hótel Akurevri Smábarnaskólinn byrjar aftur um næstu mán- aðamót. Börnin mæti til viðtals í Verslunarmanna- liúsinu, Gránufélagsgötu 9. Jenna og IJreiðar, Eiðsvallagötu 30. Húseignin Strandgata 35 b er til sölu. Ein íbúð laus. Aðalsteinn Þorsteinsson, Strandgötu 13. Ungling 1 ;ða eldri mann vantar mig|| frá næstu mánaðamótum till ið bera Alþýðublaðið tili caupenda í bænum. Talið við mig sem fyrst || HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. i Héraðskosniogar fóru fram í Frakklandi á Sunnu- daginn. Sósíalistar (Alþýðufl.) meira en tvöfölduðu atkvæða- tölu sína frá síðustu kosningum. Kommúnistar töpuðu nokkuð. Aiturhaldsflokkarnir stórtöp- uðu. Kristján tlundi konungur Danmerkur og fyrv. konungur Islands, verður 75 ára á morgun. Fara fram mikil há- tíðahöld um alla Danmörku vegna afmælisins, enda eru kon- ungur og drottning afar vinsæl jafnt meðal leikra og lærðra. Skólaföt Saumum jakka og frakka á drengi á öllum aldri eftir máli. Efni fyrirliggjandi. DRAUPNIR h.f. Skipagötu 6 Sigurður Guðmundsson, klæðskeri. Gapíræðaskóli Akureyrar verður settur þriðjudaginn 2. okt. n. k., kl. 2 e. h. Akureyri, 24. sept. 1945 ÞORSTEINN M. JÓNSSON.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.