Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 19.03.1946, Side 2

Alþýðumaðurinn - 19.03.1946, Side 2
2 ALÞÝÐUMAgtTRINN Þriðjudaginn 19. Mars 1946 Hvað er að fjiíka? ,,Dagsljósið“ Eins og öllum mun ljóst, telur blaðið Dagur sig íyrst og fremst málsvar'a verslunarvalds KEA. Sé eitthvað sagt, sem liann hygg- ur því til álitslmekkis, eru marg- ir pennar á lofti ritstjóranum til aðstoðar. í síðasta tbl. Alþýðu- mannsins varð mér það á að grípa á því kýli margra kaupfé- laga, sem farið hefir hraðvax- andi seinustu árin: einangrun þeirra frá alþýðu manna, sem í fyrstu báru þau fram til sigurs. Þessi einangrun hefir ekki síst orðið hjá KEA, og því mátti Dagur ekki þegjandi þola. Hins vegar er hann ekki vandari að vopnaburði en svo, að sumt rang færir liann vísvitandi úr. grein minni „A næsta leiti“, en sum- staðar gerir hann mér upp orð og hugsanir. Þetta gerir hann í trausti þess, að hann sé miklu víðlesnara blað til sveita en Al- þýðum., svo að þar komist ekki upp um falsið. Um bæinn hugs- ar hann ekki núna, bæjarstjórn- arkosningar úti, en vonlaust um þing-sætið. Ilelstu rangfærslurnar eru þessar: Dagur segir, að ég álasi Fram sóknarfl. fyrir að styðja kaup- félögin. Eg sagði, að Framsókn- arflokkurinn væri orðinn flokk- ur efnaðra bænda og kaupfélags klíkna, þ. e. flokkurinn hefði gert mörg félögin að hreiðri sínu. Hvað heldur Dagur t. d. um fylgi Framsóknarfl. hér á Ak. væri, hefði hann ekki getað hreiðrað um sig í KEA? Dagur segir ég telji efnaðri bændur ráða kaupfélögunum. Eg sagði, að efnaðri bændur veldust til forustu um málefni svéitanna. Þessir menn „gefa tóninn“ í bændapólitík Fram- sóknarfl. nú orðið. Dagur segir, að ég hallist að því, að pöntun- arfyrirkomulagið sé tekið upp. Eg minntist hvergi á það í grein minni. Af þessu dregur blaðið síðan ályktanir, sem eru meira óg minna rangar, af því að for- sendurnar eru ýmist tilbúnar eða „sniðnar til“. Degi til hugarléttis vil ég taka fram, að með „kaupfélaginu okkar“ átti ég í síðustu grein rninni við kaupfélög héraðanna á hverjum stað. Þetta var raun- ar vandalaust að sjá, hefðu ekki KEA-gleraugun verið gróin á nef ritara Dags, því að ekki er öll alþýða sveitanna í KEA, þótt stórt sé! Dagur telur, að ég ráðist á kaupfélagsstefmma og telur býsn mikil, að maður, sem. sé í stjórn kaupfélags hér, liagi sér svo. Þessu er því til að svara, að hugtakafölsun er að kalla gagn- rýni árás, í öðru lagi, gagnrýndi ég kaupfélagsstefnuna í fram- kvœmd, ekki þær hugsjónir, sem að baki henni lágu í upphafi og liggja enn hjá öllum, setn vil-ja jýrst og fremst hag alls almenn- ings. J þriðja lagi er ég ekki í stjórn neins kaupfélags, en kannske ei' þetta fyrirboði þess, að KEA ætli að kjósa mig í stjórn sína á næsta aðalfundi! *• Hornsteinar Framsóknar- flokksins nú Degi er mjög sár þyrnir í hóldi, að ég sagði í fyrr nefndri grein minni, að efnaðri bændur til sveita og kaupfélagsklíkur réðu öllu um stefnu Framsókn- arflokksins. Telur liann mig eng- in rök færa fyrir þessu. Vil ég því gera honum nokkra úrlausn. Til þess að gefa sig að opin- berum málurn þarf tíma. Ein- yrkinn hefir hann engan, ungi bóndinn, sem er að koma fótum undir bú sitt, hefir hann sjaldn- ast nokkurn. Þess vegna veljast yfirleitt eldri, efnaðri bændur í trúnaðarstöður til sveita. Þeir eru venjulega allmiklu íhalds- samari en fátækari og yngri bændurnir, en þeir „gefa tón- inn“ „bændastefnunni“ í krafti aðstöðu sinnar en ekki fjölda. M. a. veljast þessir menn á aðal- fundi kaupfélaganna og í stjórn- ir þeirra, því að þeir eiga heim- angengt. Þessi „þróun“ málanna hefir ágerst mjög í seinni tíð með vaxandi fólkseklu til sveita. Á hinu leitinu hafa kaupfélags- stjórar og skjaldsveinar þeirra eflst mjög að áhrifum sökum velgengni félaganna. Sökum þess hvað kaupfélögin eru orðin stór,svo að almenningurhefireng in tök á að fylgjast með rekstri þeirra, hefir þessurn mönnum tekist að gera kaupfélögin að herrum en ekki þjónum við- skiptamannanna. Á þessum tveimur hornsteinum: efnabænd- unum rosknu og verslunarvaldi kaupfél. situr nú sú bygging, sem Framsóknarflokkur kallast. Orsakirnar eru því harla aug- ljósar, hví flokkur þessi hefir færst svo mjög í íhaldsáttina í seinni líð. „Hvernig líst þér knefi sá?“ Hér á Akureyri er mörgum framsóknarmanni vel ljóst, hver liáski steðjar að flokknum, ef svo fer fram, sem nú horfir. Þess vegna skeði það í vetur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, aðvinstrirneitn flokksinssáíu ekk þegjandi lijá við röðun manna á lista flokksins. Þó voru lu'eytr- ingarnar ekki nógu róttækar til að vekja traust frjálslyndustu flokksmannanna á listanum, og eftir kosningarnar lagði versl- unarvaldið hnefann í borðið og réði kosningu Steinsens í bæjar- stjóraembættið, þrátt fyrir megnustu vanþókmm vinstri mannaima. Við stjórnarkosn- ingu í Framsóknarfél. Akureyr- ar komust þeir þó í meirihluta, en ekki í fulltrúaráði, svo að enn munu þeir oft sjá hnefann á borðinu. Það er þetta verslun- arvald, sem hefir komið fram- sóknarverkamönnunum til að kalla KEA í háði „Kaupfélagið okkar“ Eins og allir vita, er Kaupfé- lag Eyfirðinga með stærstu versl unum hér á landi. Þetta á félag- ið talsvert að þakka því, hvernig það er í „sveit settí‘, en ekki síð- ur hinu, að það hefir átt hinum mikilhæfustu framkvæmdastjór- um á að skipa og verið oftast mjög heppið með starfsfólk. Samt sem áður hefir megn óá- nægja risið gegn því meðal fjölda viðskiptamanna þess, og þar sem Degi virðist þetta með öllu ókunnugt, skal nú talið upp nokkuð, sem fundið er því til foráttu: 1. Félagið noti sér alltaf hámarksálagningu. 2. Félagið afnam 5% afslátt- inn. 3. Félagið greiði arð af að- eins þeirra apóteksvara, sem sjúkrasamlagsmeðlim- ir kaupa þar. 4. Félagið telji færri og færri vörur arðskyldar. 5. Félagið taki vexti af reikn- ingsskuld, greiði enga vexti af reikningsinnstæðu. — (Þetta skellur mest á bænd- um). 6. Félagið sé hlutdrægt í út- hlutun vara, sem erfitt er að fá, t. d. byggingarvara. 7. Félagið seldi óflokkaða tómata fyrsta flokks verði í fyrra sumar. 8. Félagið okri á kjöti, sem engin verðlagsákvæði eru um. 9. Fél. noti almenningseign til að halda úti blaðakosti fyrir sérstakan flokk. 10. Félagið leyfi „gæðingum“ sínum að „spekulera“ með innstæður félagsmanna ,til að „ávaxta“ þær og um leið gera það að „atvinnu- rekendavaldi“. Sé þetta alll þvættingur og á- lygar, veit ég að riturum Dags þykir vænt um að gefast kostur á að hrekja þær allar í einu. Hafi þetta við rök 'að styðjast, en ritara Dags ekki verið þessi ágalli ljós, þykist ég þess full- vís, að hann er „alltof gáfaður og ærukær drengur“ til þess að halda áfram að berja í brestina, lieldur muni hami taka af alefli að berjast fyrir róttækari stefnu innan Framsóknarflokksins, svo að aftur skapist möguleikar fyr- ir góðri samvinnu verkalýðsins í kaupstöðum og kauptúnum og almennings í sveitinni. Að lokum þetta: Það er eng- in hætta á að velgengni KEA fjúki, þótt ég gerist fyrirferðar- mikill í augum ritara Dags í dálkum Alþýðum. Voldug félög falla ekki fyrir orðum eins manns. Hitt er það, að KEA er hollt að byggja ekki svo hátt, að grunnurinn bresti. Haldi for- ráðamenn félagsins frarn þeirri drottnunar- og auðsöfnunar- stefnu, sem þeir hafa rekið í seinni tíð í stað þess að hugsa fyrst og fremst um hag almenn- ings, er eins víst og dagur fylgir nóttu, að fjöldinn snýr baki fyrr eða síðar við því, og þessi glæsi- lega tilraun fátækrar alþýðu til að bæta kjör sín er þar með að engu orðin. Það mega vissulega vera brjóstheilir menn, sem vilja vit- andi vits fella á sig þann dóm sögunnar að hafa sökum valda- fíknar og drottnunargirni gert að engu margra ára ötula og markvissa baráttu fátækrar al- þýðu fyrir bættum verslunar- kjörum. Br. S. Heimili og skóli, tímarit um uppeldismál, 1. hefti 5. árg. er nýkomið út. Efni: Lítið til fugl- anna í loítinu, eftir Ásmund Guðmundsson próf., Egill Þor- láksson sextugur, eftir ritstj, Mark og leiðir, eftir Snorra Sig- fússon. Jón Kristjánsson kennari sjötugur eftir ritstj., „Mönnum miðar“ eftir Jón Gauta Péturs- son. Einnig ýmislegt smávegis til fróðleiks og skemmtunar. * N. k. Laugardagskvöld verð- ur gamanleikurinn „Frá Akur- eyri til Húsavíkur“ sýndur í þinghúsinu að Hrafnagili. Dans á eftir. Veitingar á staðnum.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.