Alþýðumaðurinn - 02.04.1946, Qupperneq 1
^ljrijkmaðuma
XVI. arg, Þriðjudaginn 2. Apríl 1946 14. tbl.
Er Sjálfstæöistlokknrinn aO verfla útikú frú
Kommúnistaflokknnm ?
Það sýndi sig í bæjarstjórnar-
kosningunum í vetur, að Sjálf-
stæðisflokkurinn, eins og bann
hefir verið rekinn undanfarið,
er fallandi flokkur, sem helst
lítur út fyrir að sé að tapa til-
verurétti sínum með þjóðinni.
Engan þarf að undra þetta þeg-
ar á það er litið hvernig formað-
ur flokksins hefir hagað sér
undanfarið í þjónkun sinni við
Moskvamennina.
Formaður flokksins þóttist
vera vitur og hafa gert góð kaup
þegar hann gerði samningana
við kommúnista um sameigin-
lega baráttu gegn Alþýðufl.,
en engum dylst það lengur, að
slík ákvörðun er að verða bana-
biti flokksins. Og í ríkisstjórn-
inni er undanhald hans svo tak-
markalaust undan ágengni komm
únistanna að þjóðfélagshneyksli
er að. Eru uppi háværar raddir
um það innan Sjálfstæðisflokks-
ins að valdataka nasistadeildar-
innar innan flokksins sé að verða
eina úrræðið til að forða hon-
um frá tortímingu, enda sjást
þess glögg merki víða, að sá
armur flokksins er þegar kominn
í forystuaðstöðu.
En harmsaga þess hluta flokks
ius, sem enn fylgir formanni
sínum, heldur áfram, og verður
trauðla- annað séð en kommún-
tstar meðhöndli hann sem
útibú frá Moskvavígstöðv-
unum. Og drýldni Moskvamann-
anna er svo takmarkalaus öðru-
uiegin en ræfilshátturinn hinum
megin, að tuskan, sem sum-
staðar er ein orðin eftir af Sjálf-
stæðisflokknum vinnur sér ekki
einu sinni grautarmiskunarsam-
úð fólksins, sem þó oft og tíðum
er hin vikaliðugasta kind í sam-
skiftum mannanna.
Dæmin eru deginum ljósari,
þó aðeins verði sum þeirra nefnd
hér.
Eins og kunnugt er neyddu
verkamennirnir í Dagsbrún hina
kommúnistisku forystu félagsins
til að segja upp kjarasamning-
um við atvinnurekendur nú í
vetur. Þetta var kommúnistum
- þvert um geð, enda höfðu þeir
lofað því í samningum þeim,
sem áður giltu, að stjórn félags-
ins skyldi vinna að því með at-
vinnurekendum að halda niðri
kaupi verkamannanna. En
hræðslan við Alþýðuflokkinn og
þann liluta Dagsbrúnarverka-
mannanna, sem vilja reka félag-
ið, sem liagsmunatæki verkalýðs-
ins, neyddi stjórn fél. til að segja
upp samningumun. Eftir því
sem skilja verður á blaði at-
vinnurekenda — Morgunld. —
var stjórn félagsins hin hógvær-
asta til að byrja með, en Al-
þýðublaðið œsti verkamennina
til "að vera óbilgjarnir í kröfum
sínum. Félagsstjórnin stiklaði í
rnálinu. Var stödd milli tveggja
elda. Atvinnurekendur vildu ekk
ert láta undaú. Fylgi konunún-
ista í félaginu lék á þræði. Þá
var það formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem gekk .fram fyrir
skjöldu — var rekinn til þess af
kommúnistum, segir orðrómur-
inn — til að i)jarga kommafylg-
inu innan félagsins. Þeir, sem
þekkja sögu þessa manns í við-
skiftum við verklýðshreyfinguna
undanfarna áratugi og aðstöðu
lians innan atvinnurekendavalds
ins, gera sér í hugarlund hvern
brodd hann hefir orðið að brjóta
af oflæti sínu til að ynna þetta
verk af hendi.
En formaður Sjálfstæðisflokks
ins átti eftir að falla dýpra í
duftið fyrir Moskvamönnunum.
Kommúnistaflokkinn vantaði
ákjósanlega aðstöðu í bankaráði
Landsbankans. Og hvað skeður'?
Formaður Sjálfstæðisflokksins
stendur upp fyrir fulltrúa Komm
únistafl. í ráðinu, sviftir flokk
sinn meirihlutavaldi í ráðinu en
getfur kommúnistafulltrúanum
oddáaðstöðu. Og þetta nær sv.o
sem lengra en til niðurlægingar
og svika form. Sjálfstæðisfl.
sem persónu. Hann klemmir að-
almálgagn flokksins til að verja
þessar aðfarir — og telja þær
nauðsynlegar!!
Siglufjörður hefir lengi verið
umbrota og ærsla bær. Komm-
únistar hafa vaðið þar uppi og
talið sér alla vegi færa og klæki
frambærilega. Nú hafa þeir orð-
ið fýrÍL’ áfalli, sem bitið hefir
aðal bakfiskinn úr þeim um
stund. En hvað skeður þá?
Þegar um þrengist um vopna-
burð konunúnista gegn Alþýðu-
flokknum, veður blað Sjálfstæð-
isflokksins á staðnum fram fyrir
skjöldu og er því líkast að það
sér ritað af Ijlindustu kommún-
istum. Eru þar tuggnar upp róg-
sögur og gífuryrði um Alþýðu-
flokkinn, sem kommúnistar
hömpuðu á sínum fyrstu baráttu
árum, en hafa nú fyrir löngu
skammast sín svo fyrir, að þeir
hreyfa ekki lengur við þeim, en
eru auðvitað góðar til að láta
Sjálfstæðisfl. hlaupa með þær,
því skönnn hans verður aldrei
of mikil og er vatn á mylnu
Moskvamannanna.
Hér á Akureyri eru kommar
.líka að reyna að fylgjast með.
Hinn pólitíski lánleysingi, sem
nú heldur á penna „Verkam.“
er á Laugardaginn var, að atyrða
forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir að gjörast svo djarfir,
að leita eftir áliti og óskum kjós-
enda flokksins um framboð fyr-
ir flokksins hönd hér í bænum.
Það er alveg eins og blaðið ætl-
ist til að ekkert sé gert af hálfu
Sjálfstæðisfl. nema með vitund
og vilja kommúnistaforystunn-
ar. Svo hundflatan vilja komm-
únistar leggja Sjálfstæðisfl. í
duftið við fætur sér.
Það er engin furða þótt þessi
undirlægjuháttur Sjálfstæðisfl.
við Moskva-mennina verði til
þess að nasistá-klíkurnar
blómstri upp á ný innan hans;
enda er sú raunin, þar sem flokk
urinn annars ætlar sér nokkurt
áframhaldandi líf. Það er opin-
berl leyndarmál, að það var hinn
nasistiski armur flokksins, sem
tók ráðin í Reykjavík fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar og blés
á síðustu stundu upp það fylgi,
sem dugði flokknum til að halda
meiri-hlutaaðstöðu í bæjarstjórn
inni. Og hvernig er það hér á
Akureyri? í hverjum lét hæst
fyrir og urn kosningarnar í vet-
ur? Voru það ekki þeir þýsk-
sinnuðu?
■Og þótt enn sem komið er sé
slétt á yfirbörðinu hlýtur sú
stund að nálgast að alþýðufólk
það, sem áður hefir fylgt flokkn-
um að málum, fari að dæmi
alþýðu annarra landa, yfirgefi
flokkinn og gangi til samstarfs
við samherja sína í Alþýðu-
flokknum. Breska alþýðan er
glæsileg fyrirmynd á þeim vett-
vangi. Alþýða íslands hefir ekk-
ert að gera og vinnur sig aldrei
fram til sigurs undir forystu
manna, sem annað tveggja eru
nasistar að eðli og í orði, eða
gerast skósveinar og fótaþurrk-
ur hjá Moskvamönnunum. Hún
hefir of lengi og um of látið
leiðast af slíkri forystu.
Alþingiskosningarnar í vor
gefa tækifærið. Það má ekki
líða fram hjá ónotað.
Kvenfélap Alpýðoflokks-
ins stofnað á Isafirl
96 konur tóku þátt í stofn-
un félagsins
Þriðja fyrra mánaðar var
stofnað Kvenfélag Alþýðuflokks
ins á Isafirði. Þátttaka var mikil
eins og við mátti búast af Isfirð-
ingum.
í stjórn hins nýja félags voru
kosnar, frú Valgerðui Kristjáns-
dóttir, formaður, frú Svanfríður
Albertsdóttir, varaform., frú
Þorbjörg Ólafsdóttir, ritari, frú
Hólmfríður Magnúsdóttir, gjald
keri og frú Ingibjörg Einarsdótt-
ir meðstjórnandi.
Konur eru nú ,að gerast þált-
takendur í Alþýðuflokksfélög-
unum víða um land, ýmist með
stofnunum sérstakra kvenfélaga
eða þær ganga inn í flokksfélög
karla, þar sem þau eru fyrir eða .
eru stofnuð. Konum er að verða
það æ ljósara, að þeim ber að
taka þátt í starfi hinna pólitísku
félaga. Þær eiga þar mörg á-
Framh. á 4. síðu.