Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 02.04.1946, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 02.04.1946, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐú'kINN Þriðjudaginn 2. Apríl 1946 Hendurnar eru Esaú, en rðddin er Jakobs. í síðasta tölublaði Dags er grein minni í „Alþm. „Ilvað er að fjúka?“ svarað í „allri“ vin- semd. Greinarhöf. virðist ekki geta skilið, að kaupfélög geti afl að almenningi ódýrrar vöru nema með pöntunarfyrirkomu- laginu. Ekki mun ég eyða mörg- um orðum til þess að sýna hon- um fleiri hliðar á þessu máli, en þó finnst mér ekki úr vegi að benda honum á, að ein leiðin er sú að hafa álagningu ekki hœrri en brýn nauðsyn er til. Eflaust er greinarhöf. kunnugt, að hin leyfða hámarksálagning varð í allmörgum tilfellum til þess, að álagning hækkaði, þ. e. hámarks álagning æðimargra vöruflokka var hærri en tíðkast hafði hér á Akureyri, áður en hún kom til sögunnar. Nú geta lesendur velt því fyrir sér, liver afleiðingin liefði orðið, ef KEA, stærsta og öflugasta verslunin hér á Akur- eyri, hefði tekið upp þá reglu að halda niðri álagningu hér. Það skyldi þó aldrei hafa orðið afleiðingin, að vöruverð hér hefði haldist lœgra almennt, eða að öðrum kosti að verslunin hefði dregist meir og meir í - hendur KEA, sökum liagstœðs vöruverðs, smáverslanir hefðu ekki þotið hér upp og heildsöl- um orðið þyngra um að skatt- leggja liér verslunina? En það er kannske fjandskap- ur við samvinnustefnuna að láta sér detta slíkt í hug? Dagur eygir hvergi skímu í því myrkri, að efnaðri og íhald- samari bæridurnir ráði mestu um mál sveitanna. Hvernig væri það, ef Framsóknarflokkurinn tæki að berjast skelegglegar fyr- ir málstað einyrkjanna og efna- minni hænda, svo að þrældóm- ur þeirra minnkaði ögn og þeir ferigju fremur gefið sig lítils- háttar að félagsmálum? En mér er satt að segja nokkuð til efs, að Daghr fagni slíku. Hver veit nema KEA hefði þá við fleiri Eiða á Þúfnavöllum að glíma og hrykki illa við? Þá heldur ritari Dags, að ég hafi verið mjög á höttunum eftir óánægjuröddum um KEA. Hon- um til lnellingar verð ég að lýsa yfir því, að allar upplýsingar um misfellur í framkvæmd sam- vinriustefnunnar í KEA hafa hor ist rriér upp í hendur óumbeðið. Hluturinn er, að þessar raddir eru svo margar og háværar, að enginn kemst hjá því að heyra þær, nema þeir sem hafa „hljóð- heldar“ himnur í hlustum. Síðan tekur Dagur „Móse- boðorð“ niín til alhugunar. 1. Félagið noti sér alltaf há- marksálagningu. Þessu játar Dagur að mestu, en segir þó, að alltaf sé ofmælt. Hanri bendir mér á að athuga til samanburðar vöruverð í versl- unum kaupmanna. Nú vill svo til, að það er engan veginn víst, að álagning sömu vöru sé minni í versluninni, sem selur hana lægra verðinu, heldur en hinni, sem hærra verðið hefir. Það fer eftir innkaupsverðinu. Sérstak- lega var þetta altítt fyrri stríðs- árin, meðan vörur, sem fluttust til landsins, hækkuðu í verði með hverri ferð. Enda þóttust þá margir veita því athygli, að KEA var útsjóriarsamt um „hag- kvæmt“ jöfnunarverð eldri vöru og nýrrar sendingar. — Hins vegar segir svo Dagur berum orðum, að KEA selji „vörur sín- ar jjieð gangverði og vitanlega eins þótt úm hámarksálagningu sé að ræða —“. En mér er spurn, hver skapar gangverð á staðn- um? Eru það smærri verslanirn- ar — eða sú stærsta? 2. Félagið afnam 5% afslátt- inn. Þelta viðurkennir Dagur satt vera. En þetta liafi verið sam- þykkt á aðalfundi og ekki efth tillögu stjórnarinnar. Nei, held ur framkvæmdastjórans eða eiu- hverrar hljóðpípu hans vil ég upplýsa. Margir munu eiga eftir að sjá, livort 5% skila sér öll í auknum arði til útborgunar, eins og Dagur vill vera láta. 3. Félagið greiði arð af að- eins y4 þeirra apóteksvara, sem sj úkra sa m lagsmeðl i m i r kaupa þar. Þetta staðfestir Dagur, en seg- ir félagið gefa Sjúkrasamlaginu afslátt af því, sem það greiðir. Hins vegar gleymir hann að upp- lýsa, hve mikill sá afsláttur sé. 4. Félagið telji færri og færri vörur arðskyldar. Þessu mótmælir Dagur og liefi ég ekki aðstöðu til að gagn- kanna þetta. Hins vegar gæti Dagur kannske frætt mig um, hvernig sé með smjörlíki og kaffibæti? 5. Félagið taki vexti af reikn- ingsskuld, greiði enga vexti af reikningsinnstæðu. Þetta kveður Dagur rétt. Hitt minnist hann ekki á, að þetta mun koma bændum verst, sem búa fjarri og geta ekki alltaf vit- að nákvæmlega um reiknings- hag sinn. Ifvar er bændaum- hyggjan nú? 6. Félagið sé hlutdrægt í út- hlutun vara, sem erfitt er að fá, t. d. bygginga-rvara. Hér bregst Dagur mjög ólík- lega við. Hann skorar á mig að vitna í þessu máli um eigin reynslu mína, þar eð ég hafi ný- reist mér hús, ella sé ég jafningi Leitis-Gróu. Engin stóryrði, Dagur minn. Vissulega skal ég „vitna“, þótt ég muni litla leið- réttingu fá úr því sem komið er. En kannske KEA bæti ráð- sitt gagnvart öðrum? Satt er það, að ég byggði hús sumarið 1944. Hugmyndin var, að steypa það að öllu, þak og alla veggi. En þrátt fyrir marg- ar göngur milli Heródesar og Pílatusar (Jakobs og Björns) fékk ég engan uppsláttinn nema kassavið, sem nægði að liálfu fyrir útveggi kjallarans. Annan uppsláttarvið varð ég að kaupa aimars staðar eða fá lánaðan. Um sama leyti vissi ég til, að „betri“ kaupsýslumenn skorti ekki timbur. Sökum þessa varð ég að láta hlaða aðalhæð húss- ins úr r-steini, gat ekki steypt þak, en varð að kaupa „Bröta- fleka“ í það. Hins vegar stóð ekki á sementi og járni, enda enginn hörgull á þeim vörum þá. Alla byggingjavöruúttekt mína í KEA greiddi ég að .langmestu leyti fyrirfram, þó átti að draga undan 5% afslátt þann, sem greitt var á vörur í „Járn og gler“, af því að ég hafði látið „skrifa“ þær! 7. Félagið seldi öffokkaða tómata fyrsta flokks verði í fyrra sumar. í svari sínu við þessu leyfir Dagur sér slíkar blekkingar, að ég hlýt að. bera mjög takmark- aða virðingu fyrir sannsögli lians framvegis. Það er rangt hjá blaðinu, að sama verð hafi gilt hjá KEA allt sumarið. Og hvernig má það ske, að meðal- verð á tómötum hjá KEA hafi verið langt undir Reykjavíkur- verði, þegar kaupmannsverslan- ir hér sáu sér fært að flytja tó- mata að sunnan og selja? 8. Félagið okri á kjöti, sem engin verðlagsákvæði eru um. Vörn Dags er sú, að KEA hafi þó verið skárra í þessu en Reykjavíkurverslanir. Síðan prentar hann verð KEA, og hvað kemur upp úr dúrnum? Á. nautakjöt í súpu...... — í steik — í smásteik, be — í buff .. Það er vissulega ljóta varan, sem dýrara er orðið að selja en að framleiða. en hér er sjálfsagt Á Sunnudaginn fór fram at- kvæðagreiðsla á hernámssvæð- urri Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna í Þýskalandi um það livort jafnaðarmenn vildu taka því tilboði Konnnúnista, að þeir gengu saman í einn flokk. Sameiningunni var liafn- að algerlega. Með voru ca. 15 af hverjum 100. Aftur greiddi meiri hluti kjósenda atkvæði með því að haft skyldi samstarf við kommúnista að endurreisn- arstarfi í landinu, ef sanmingar tækjust um það. Engin atkvæðæ greiðsla fór fram á hernáms- svæði Rússa. Rétt eftir opnun kjördeilda um morguninn komu rússneskir hermenn á vettvang og lokuðu kjörstöðunum. Bera Rússar því við, að nægan undir- búning liafi skort, en líklegra er talið að þeir hafi ekki þorað að láta það koma í ljós hve fylg- islausir þeir eru jafnvel á þeirra eigin hernámssvæði. Þing franskra jafnaðarmanna, sem hóf störf sín á Sunnudag- inn, neitaði með stórum meiri- hluta atkv. að taka samfylking- artilboði kommúnista við næstu kosningar. á ferðinni einhver dularfullur búhnykkur bæði fyrir framleið- andann og kaupandann. 9. Félagið noti almennings- eign til að halda úti blaðakosti fyrir sérstakan flokk. Þetta segir Dagur þvætting vera. Hann t. d. standi sjálfur undir rekstri sínum. En hvernig yrði afkoman, Dagur góður, ef KEA og SÍS hættu að auglýsa hjá þér? Þú kveður það euga hættu, því að KEA vilji helst auglýsa hjá þér, af því að þú sért því svo vinveittur. Já, satt er það, þú túlkar alltaf stefnu þeirra, sem auglýsingum KEA ráða. 10. „boðorðið“ skilur Dagur alls ekki. En hvernig er það moð öll hlutafélögin kringum KEA og atvinnurekendavaldið í sam- bandi við þau? Að lokum þetta‘ Að minrii hyggju hefir ekki annað verslun- arform verið reynt hagkvæmara hér á landi en samvinnufélögin. En því meiri „synd“ er að mis- nota þau. Þetta hafa kommún- istar gert á Siglufirði og í Rvík og þetta gera Framsóknarmenn hér. En það verður þó að segja þeim til liróss fram yfir komm- únista, að þeir hafa það bú- er álagningin 27,27% — 81,80% ' 1. - — 118,20% — 172,70% mannsvit, að þeir láta kúna ekki mjólka af sér holdin! Br. S.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.