Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1947, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 18.03.1947, Síða 1
XVII. árg. Þriðjudagur 18. marz 1947 11. íbl. Fyrsta stióraarfrumvarpið Iagt fram. Fjárhagsráð með víðtæku valdi taki við öilum störfum nýbygginga- og viðskiptaráðs til að tryggja afkomu atvinnuveganna. Leyfi þess þarf til allrar fjárfestingar- Allar framkvæmdir gerðar eftir fyrir fram saminni áætlun. Fyrirtæki. sem selja vörur sínar ódýrast, skulu sitja fyrir innflutningsleyfum. S. 1. miðvikudag lagði ríkis- stjórnin fyrir alþingi fyrsta frum- varp sitt, sem nefnist frumvarp til laga um fjárhagsráð, innflutn- ingsverzlun og verðlagseftirlit. Er þar svo fyrir mælt, að ríkis- stjórnin skuli skipa fjögurra manna ráð, fjárhagsráð, til að samræma framkvæmdir einstakl- inga og hins opinbera, svo að þróun atvinnulífsins fari fram eftir fyrir fram saminni áætlun. A það að vera eitt aðalhlutverk ráðsins að semja slíka heildar- áætlun fyrir hvert ár, og þarf jafnframt samþykki þess og leyfi til hvers konar fjárfestingar, hvort heldur af hálfu einstakl- inga, félaga eða hins opinbera og hvort sem er til stofnunar nýs at- vinnureksturs, til aukningar á þeim, sem fyrir er, húsabygginga eða annarra mannvirkja. Þá er fjárhagsráði ætlað að starfrækja sérstaka innflutnings- og gjaldeyrisdeild, sem úthluti innflutnings- og gjaldeyrisleyf- um, en hafi jafnframt verðlags- eftirlit með höndum. Verkefni fjórhogsráðs. Ríkisstjórnin skipar 4 manna nefnd, er neínist fjárhagsráð. Hlutverk þess er að samræma framkvæmdir einstaklinga og al- mannavaldsins, meðan hinar miklu framkvæmdir í íslenzku atvinnulífi standa yfir, þannig að þær verði gerðar eftir fyrir- fram saminni áætlun fjárhags- ráðs, er ríkisstjórnin staðfestir. Fjárhagsráð miði störf sín við eftirfarandi: 1. Að pll framleiðslugeta sé hagnýtt til fulls og öllum verk- færum mönnum tryggð næg og örugg atvinna. 2. Að öllum vinnandi mönn- um, og þó sérstaklega þeim, er stunda framleiðsluvinnu til sjávar og sveita, séu tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir óeðlileg sérréttindi og spákaupmennsku. 3. Að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og framleiðendur rekstrarvörur sín- ar á hagkvæmasta hátt og vöru- kaup til landsins og vörudreif- ing innanlands gerð eins ódýr og hagkvæm og frekast er unnt. 4. Að áframhald verði á öflun nýrra og fullkominna fram- leiðslutækja til landsins, eftir því sem gjaldeyrisástæður og vinnuafl leyfir frekast, enda verði tryggt fé til framkvæmd- anna jafnóðum. 5. Að byggðar verði verk- smiðjur og iðjuver til þess að vinna sem mest og bezt úr öllum framleiðsluvörum til lands og sjávar, þannig, að þær séu seld- ar úr landi eins unnar og frekast er kostur, og við staðsetn- ingu verksmiðjanna verði tekið tillit til hvors tveggja í senn, framleiðsluskilyrða og atvinnu- þarfa einstakra byggðarlaga. 6. Að atvinnuvegir lands- manna verði reknir á sem hag- kvæmastan hátt á arðbærum grundvelli og stöðvist ekki vegna verðbólgu og dýrtíðar. 7. Að húsnæðisskorti og heilsu- spillandi íbúðum, hvar sem er á landinu, verði útrýmt með bygg- ingu hagkvæmra íbúðarhúsa. Áaetlun um framkvæmdir. Fjárhagsráð semur fyrirfram fyrir ár hvert áætlun um heild- arframkvæmdir. Fyrir yfir- standartdi ár semur ráðið áætl- un þessa svo fljótt sem auðið er og að svo miklu leyti sem við verður komið. í áætlun þessari skal gerð grein fyrir kostnaði við hverja framkvæmd, svo og með hverjum hætti fjár skuli aflað, enda skal kveða á um það, í hverri röð íramkvæmdir skuli verða, svo að vinnuafl og fjár- magn hagnýtist þannig, að sem mest not verði að. Enn fremur semur fjárhags- ráð fyrir ár hvert heildaráætlun um útflutning og ipnflutning þess árs, magn og verðmæti. Skal á- ætlun þessi miðast við það, að hagnýta sem bezt markaðsmögu- leika og fullnægja sem hagkvæm- ast innflutningsþörf landsmanna. Fjárhagsráð leitar samvinnu um samning heildaráætlunar við opinberar stofnanir, félög og ein- staklinga, sem framleiðslu, verzl- un, iðnað eða annan atvinnu- rekstur hafa með höndum, er fjárfestingu þarf til. Skulu þess- ir aðilar senda fjárhagsráði fyr- ir þann títtia, er það ákveður, á- ætlun um stofnfjárþörf sína, lánsfjárþörf, gjaldeyrisþörf og vinnuaflsþörf. Enn fremur skal fjárhagsráð hafa samvinnu við lánsstofnanir í landinu um samning fjárfest- ingaráætlunar, og ber þeim að skýra fjárhagsráði frá fjármagni því, er þær ha*fa yfir að ráða. Jafnhliða því sem fjárhags- ráð semur áætlun þá um heild- arframkvæmdir, er áður grein- ir, skal það og gera sérstaka á- ætlun úm framkvæmdir ríkisins áður en fjárlög eru ákveðin ár hvert, og sé við samningu þeirr- ar áætlunar, er ríkisstjórnin og Alþingi geti haft til hliðsjónar, stefpt að því að tryggja lands- mönnum öllum næga atvinnu, en koma jafnframt í veg fyrir of- þenslu. Leyfi til framkvæmda, Til hvers konar fjárfestingar, einstaklinga, íélaga og opinberra aðilja, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnureksturs, til aukning- ar á þeim, sem fyrir er, húsbygg- inga eða annarra mannvirkja, þarf leyfi fjárhagsráðs og gildir þetta éinnig um framhald þeirra framkvæmda, sem þegar. eru hafnar. Þó skal ákveðið í reglugerð, að tilteknar minni háttar fram- kvæmdir séu heimilar án. fjár- festingarleyfis. Nánari ákvæði um fjárfestingarleyfi séu sett í reglugerð. Fjárhagsráð skal beita sér fyrir samvinnu atvinnurekenda og verkamanna um bætta að- . stöðu verkafólks á vinnustöðum, betri hagnýtingu vinnuafls og aukin vinnuafköst. Fjárhagsráði er heimilt að leggja fyrir vinnumiðlunarskrif- stofur landsins, að láta fara fram skrásetning verkafólks almennt eða í einstökum starfsgreinum á þeim tíma og eítir þeim regl- um, er fjárhagsráð ákveður. Ríkisstjórnin í heild hefir yfir- stjórn fjái'hagsráðs og tekur á- kvarðanir um höfuðatriðí og sker úr um ágreiningsmál, sem ein- hver fjárhagsráðsmaður skýtur til hennar. Ríkisstjórnin setur með reglu- gerð ákvæði um skipan, stjórn og starfssvið hinna einstöku deilda fjárhagsráðs, að fengn- um tiilögum þess. Þá er akvæði um, að 15% af andvirði útflutnings hvers árs skuli eingöngu verja til kaupa á framleiðslutækjum. Útfilutun gjoldeyrisleyfa. Fjárhagsráð starfrækir inn-

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.