Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1947, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 07.10.1947, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 7. okt. 1947 Hin nýja sköniun. Undanfarin stríðsár höfum við húið við skömmtun ýmsra nauð- synjavara og mjög mikinn skort og algera vöntun á mörgum þeim vör- um, sem nauðsynlegastar t ru til brýn ustu þarfa, þótt ekki hafi verið skammtaðar af opinberum máttar- völdurn okkar þjóðfélagr. Má þar til nefna lnarga vefnaðarvöru svo ' sem léreft til rúmfatnaðar, efni í yfirfatnað karla og kvenna, sem sæmilegt hefir mált teljas' til þeirra nota, efni í klæðnað handa börn- um og unglingum, og tillminn fatn- að á þessa æsku landsins, svo sem sokkaplögg. Ennfremur h- -fir tilfinn- anlega skort búsáhöld. svo sent diska, bollapör oog fleira. Skömmtun þeirra vara, sem fram- kvæmd var á stríðsárunim, stafaði af ótta um, að styrjöldin ieppti sam- göngur til landsins, eða shortur yrði á vörum þessum til kaups á hinum útlenda markaði, svo að skömml- tlnin væri nauðsynleg af þeim ástæð um En vöntun þeirra vara, sem ekki hafa verið skammtaðar, stafaði og stafar enn af vöntun þeirra á heirns inarkaðinum. Fram á síðasta ár hefir þjóðina ekki skort fé til kaupa á algengustu nauðsynjum sínum, utarlands eða innan. Síður en svo. Hún hefir vað- ið í útlendum inneignam og inn- lendu seðlaflóði upp fyri ■ öll skiln- ingarvit, og hefir því hv >rki heyrt. séð eða skynjað á annan hátt annað en að hún myndi verða í þessari paradís sællífis til eilífðar. Nú þegar við erum að átta okkur á, að við v^rðum að lifa eins og annað fólk, sem býr utan við vallargarð Edens verðum við að sjálfsögða að hagk okkur eftir aðstöðunni og lifa í samræmi við efni. Hér verður því ekki sett fram neitt skaj/vonzkuvæl yfir því, þótt nú, og það sannarlega um seinan, sé eyðslu og óhófi sett takmörk með þeirri skömmtun á ýmsum nauðsynjavarningi, sem til landsins er fluttur, ef því fylgir þá, að algerlega sé fyrir það girt, að eylt sé okkar dýrmæta gjaldeyri fyrir það, sem þjóðin getur mjög vel verið án, en að sjálfsögðu fer mikið eftir því, hvernig á þeim málum er haldið, .hvernig almenningur sætlir sig við hnappheldu skommtunarinnar, og hvernig skömmtunin verður fram- kvæmd. Fólk hefir nú fengið í hendur fyrstu skömmtunarseðlana fyrir hina nýju skömmtun og eiga að gilda tíl næsta nýárs fyrir kaupum á mat- vöru, búsáhöldum og vefnaðarvöru, annarri en ytri fatnaði, og verður iiér ekki sett út á fyrirkomulag þeirr- ar skömmtunar sem þar er gerð. Er þár að mestu leyti fylgt sama fyrir- komulagi og lólk liefir áður vanizt óg sælt sig við um þær vörur, sem áður hafa verið skammtaðar, og hin- ir nýju reilir fyrir vefnaðarvöru og ' búsáhöld eru mjúg þægilegir i notkun. Hins vegar virðist sköpunar- gáfa skömmlunaryfirvaldanna hafa misst sjónir á öllum skynsamlegum leiðum, þegar hún er að finna út innkaupaheimild fyrir ytri falnaði karla, kvenna oog yngra fólks, því að þar s,ér hún enga aðra leið en að láta einn af stofnaukum skömmtunar seðilsins þjóna því ætlunarverki, þó að þar verði ekki á neinn hátt kom- izt af með minna en 2 eða 3 reiti fyrir hvern mann, ef nokkur mynd á að verða á framkvaund þeirrár skömmtunar og hún á ekki að valaa þeim,'sem hana þurfa að nota, sér- stökum óþægindum, sem þó er mjög auðvell að komast hjá með öðru fyrirkomulagi. Kunnugt er hverj- um manni, að yfirfatnaður karl- manns er samsettur af jakka, vesti og buxum, en fyrir • þetta þrennt á aðeins ein innkaujiaheimild að gilda. Þó það sé að sönnu algengt, að allar þessar þrjár flikur séu keyptar í einu lagi sem alfatnaður, er hitt og algengt, að jakki er keyptur á ein- um stað og buxur á öðrum,, endá hafa verzlanir karlmannafatnað sundurlausan lil sölu á þann hátt og algengt er. að inenn fái saumað á sauinastofum eill fal af þeim þremur, er alfatnaður karlmanns er saman- seltur af. Það er og algengt, að yngri ^nenn kæra sig ekki um vesti í sínum ylri falnaði, jió að eldri menn vilji liafa það, en nota oft í stað vestis prjónaða jjeysu, sem saumastofur hafa ekki að bjóða, en ástæðulaust virðist, að meina einum eða öðrum að breyta ytri klæðnaði sínum á þann hátt, ef hafin óskar jjess, eða fá auka buxur með jakka í stað vestis, ef hann kysi það heldur, en ekki verð- ur séð, að hægt sé að verja stofn- aukanum á þann hátt. • Kaupaheimild karlmanns fyrir al- fatnaði á því að vera í þrennu lagi, svo að hverjum manni sé í sjálfs- vald sett hvað áf þeim þremur flík- um, sem fatnaðinn mynda, hann kaupir, og heimilt sé að fá tvennar buxur með jakka, ef vesti er sleppt, eða til að kaupa peysu í stað vestis. Fyrir yfirhöfn þyrfti þá að láta 3 fatnaðarreiti, til jíess að engin breyt ing yrði á magni því af fatnaði, sem skömmtunarstjórnin hefir ákveðið. Engu mini>i fjarstæða er það að lála eina iimkaupaheimild gilda fyr- ir tveimur kvenkjólum, því að með jjví er kona sú, sem þarf að fá sér kjól, neydd lil að kaupa annan um leið, Jjó að Kenni sé ekki jjörf á hön- um Jjá strax, þar sem hún hefir ekki nema eina kaúpaheimild fyrir báð- um kjólunum, og verður að sjálf- sögðu að afhenda hana í hendtfr þeim, sem selur henni fyrri kjólinn. Þá getur hún ekki keypt sinn kjól- inn í hverri búðinni, þar sem ekki er hægt að skipta stofnaukanum, sem sem gildir fyrir kjólakaupunum, milli tveggja kaupmanna. Þessi ráðstöfun skömmtunaryfirvaldanna spyrnir einnig beint á móti þeim tilgangi skömmtunarfyrirkomulagsins að dreifa þeim vörum, sem til eru i landinu á hverjuin tíma, á milli sein flestra, og sézt það á mjög einföldu dæmi sem því, að ef nú væri til einn kjóll í landinu á hvern íullvaxinn kvenmann, gæti þó ekki nema önnur hver kona landsins eignast kjól, af því að kaupa verður tvo kjóla út á stofnauka kvennanna eða engan ella. Onnur hver kona landsins yrði þá að bíða til seinni tíma eftir að eignast kjól, þó að sumar nágranna konurnar hefðu getað náð sér í tvo kjóla. Eins mætti ætla, að allar kon- ur landsins þyrftu að eignast kjól nú fyrir jólin, og úr því yrði bætt með innflulningi þessarar vöru og í samræmi við skömmtunaifyrirkomu- lag það, seiíi hér hefir verið talað um, og yrði þá strax á þessu ári að flytja inn þessa vöru, sem Jjó ætti að endasl til ársloka 1948, en í gjald- eyrisvandræðum þjóðarinnar nú myndi vera full ástæða til að geyma það af Jjessum innflutningi, sem skað laust væri, til næsta árs. Þá er og sjálfsagt að miða hvorki innkaupa- heimild fyrir karlmannafátnaði, kvenfatnaði eða unglingafatnaði ein- göngu við tilbúinn fatnað, heldur einnig við efni í fatnaðinn, Jjar sem möguleiki er á ýmsum þeimilum til þess að vinna fatnað úr efninu. Af því, sem hér hefir verið sagt, er ljóst, að sama gildir um kaupa- heimild fyrir unglinga og börn og fyrir fullorðið fólk á fatnaði þeirra eða efni til^ fatnaðar, að heimildin verður að vera bundin við einstaka flík eða efni í hana, ef nokkur leið á að vera að framkvæma þessa fatn- aðarskömmtun á viðunandi hátt. Er Jjví Ijóst, að skömmtunaryfirvöldin mega á ný setjast í sína fínu stóla og gjöra bragarbót á fyrri skáld- skap, og er það fremur létt verk, þó að þeim tækist ekki að finna rétta leið í fyrstu. Ekki er annar galdurinn en að kalla inn alla stofn- auka, sem nú eru ætlaðir fyrir fatn- aði, og afhenda gegn þeim hverjum karlmanni 3 innkaupareiti, er gildi stofnaukinn gildir nú. Konur þurfa allir samanlagt fyrir því sama og að fá 2 reiti fyrir sinn stofnauka og unglingar og börn eins, og gildi reit irnir hvort sem heldur er fyrir tik búnum fötum eða efni í þau, og fer sjálfsagt fyrir yfirvöld þessi að gjöra þetla nú þegar. Gersamlega er sú breyting óhaf,- andi, sem skömmtunaryfirvöldin hafa gjört á úthlutun innkaupaleyfa fyrir ýmsum varningi, sem nú er skammtaður, sem sé sú, að leyfi þessi skuli nú þurfa að sækja til Reykja- víkur, þó að þau væru áður gefin út í hverju hreppsfélagi og bæ, með- an skömmtunin var miklu fábreyttari en hún er nú. Er það stórfurðulegt, að viti bornum mönnum skuli koma i til hugar, að skömmtunarskrifstof- an í Reykjavík geti annað því að afgreiða allar beiðnir, sem til hennar liljóta að ber^st af öllu landinu um leyfi til kaupa á vörum í stærri og smærri stíl, þó að hún hafi ekki áður haft með höndum nema yfirstjórn skömmtunarmálanna, meðan miklu færri vörur voru skammtaðar. Nær þessi villeysa svo langt, að verzlanir hér á Akureyri verða nú að sækja leyfi til skrifstofunnar í Reykjavík til kaupa á vörum, sem seldar eru af heildsölum á Akureyri eða fram- leiddar hér, þó að leyfi fyrir slíkum vörum hafi áður verið afgreidd hér. Séistök leyfi þarf fyrir umsóknir slíkra leyfa, scm út eiga ao vera gefin af skömmtunaryfirvöldum höf- uðstaðarins, en eyðublöð þessi hafa ekki sézt hér enn, þó að skömmtun- in sé komin til framkvæmda fyrir nokkru, og má af Jjví nokkuð marka, hvernig afgreiðsla muni verða á leyfum þeim, sem nauðsynleg eru til þess, að einhverja vöru sé hægt að láta af hendi við kaupendur. Það, sem hér hefir verið sagt, er ekki sagt í mótmælaskyni við þá ráð- stöfun, að sett sé skömmtun á aðflutt- ar vörur til landsins. En fyrirkomu- lag skömmtunarinnar og fram- kvæmd hennar verður að vera þann- ig, að þeir, sem við hana þurfa að búa, hafi ekki af henni sérstök al- gerlega óþörf óþægindi og erfiði. Þeir, sem við verzlun fást á skömml- unarvörunum eiga fullkominn rétl á því, að erfiði það, sem skömmtun- in veldur þeim, sé ekki margfaldað með firrum skrifstofuvalds í höfuð- stað landsins, eins og sýnilega er gjört með því að draga allar leyfa- veitingar þangað úr höndum góðra manna hér, eða ganga svo frá skömmtunarseðlum, að ekki sé við tmandi. Erlingur Friðjónsson

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.