Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1947, Page 1

Alþýðumaðurinn - 09.12.1947, Page 1
XVII. árg. Þriðjudagur 9. deseniber 1947 46. tbl. Frá bæjarstjðrnarfnndi. NÝJA-BÍÓ Næsta mynd: KONA MANNS („MANS KVINNA“) Sænslc stórmynd frá Svensk film- industri byggð á sanmefndri skáldsögu eftir Wilhelm Moberg Stjórnandi: GUNNAR SKOGLUND. Aðalblutverkin leika: Edvin Adolphson Birgit Tengroth Holger Löwenadler SkjalcLborgarbíó „EG HEFÆTÍÐ ELSKAÐ Þ!G" \ Fögur og hrífandi músík- og litmynd. Sýnd í kvöld og næstu kvöld. wi&tmwammmismsssMsimBSSBMSSí ,,Eg heji œtíð elskað þig“ er ákaflega fögur og mikil músík- mynd. Var hún frumsýningarmvnd í Austurbæjarbíó í Reykjavík og munu um 20 þús. manns hafa séð myndina þar. Píanósnillingurinn Art ur Rubinstein leikur mörg lögin í myndinni, án þess þó að koma fram á sjónarsviðið. CAROLINE REST RIFIN Á síðasta bæjarráðsfundi var sam- þykkt að hefja nú þegar niðurrif Caroline Rest. Þá var einnig samþykkt að hækka og treysta Glerárgarðinn og nota til þess grjót úr Reslbyggingunni. Enn- frernur var ákveðið að grjótpúkka framhald Glerárgötu norður með Eiðsvellinum og leggja holræsi í göt- ur norður á Eyrinni. Þá samþykkti bæjarráð að segja upp lóðarleigu timburskúranna vest- an Skipagötu frá 1. maí að telja, svo að þar yrði hægl að hafa bifreiða- stæði. S, 1. þriðjudag var bæjarstjórnar- fundur, og lágu ýmis mál fyrir, m. a. tillaga lil ályktunar í gjaldeyris- og innflulningsmálum bæjarins, álykt- un frá vinnumiðliuiarstjórn um at- vinnuaukningu í bænurn, svo og bréf frá Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar um sama efni. Bæjarráð hafði sarnið ályktun í innflutnings- og gjaldeyrismálunum, en að ósk og tillögum Svavars Guð- mundssonar, sem er upphafsmaður að umræðum þessa rnáls í bæjar- stjórn, var samþykkl önnur ályktun svohljóðandi: A. Bæjarstjórn Akureyrar telur núverandi tilhögun á veitingu inn- flulningsleyfa og gjaldeyrisúthlutun óviðunandi fyrir allflest byggðarlög utan Reykjavíkur. Með núverandi fyrirkomulagi er bersýnilega að því stefnt að flytja til Reykjavíkur alla verzlun lands- manna. Er þegar svo komið, að fjöldi manna i öllum byggðarlögum verður að Jeita til smásala í Reykja- vík um kaup á margs konar nauð- synjavörum, sökum vöruskorts hjá verzlunum á staðnum. Af þessum ástæðum fer bæjar- stjórn Akureyrar þess á leit, að þeg- ar verði tekin upp sú regla að skipta innflutningi milli verzlunarstaða í hlutfalli við íbúatölu og þarfir hvers verzlunarsvæðis. B. Þá átelur bæjarstjórn Akureyr- ar það ástand, sem nú ríkir í sigl- ingamálum og skorar á Eimskipafé- lag Islands að laka nú þegar upp beinar samgöngur milli útlanda og aðalhafna á landinu eftir fastri áætl- un. Telur bæjarstjórn, að minnstu krýfur í þessum efnum séu: a. Mánaðarlegir ferðir milli Norð urlanda og Englands til austur- og riorðurlands. b. Mánaðarlega ferðir frá Ame- fíku vestan um land til Akurevrar. Akveður bæjarstjórn að fela bæj- arráði eða einum manni úr hverjum flokki, að vinna að þessum málum við Fjárhagsráð og ríkisstjórn, og Alþingi, ef þörf gerist. Við umræður, sem urðu um ýms- ar fundarsamþykktir bæjarráðs, var upplýsl, að búið vœri að selja skulda- bréj Krossanesverksmiðjunnar jyrir 530 þús .kr., eða alla víxilupphœð þá, sem tekin var að láni í Lands- bankanum til að greiða kaupverð verksmið'junnar. Þá kom einnig fram, sem raunar var vitað um, að bæjarstjóri hafði afhent Indriða Helgasyni, skv. mjög hæpinni heimild, öll leyfi bæjar- ins, 30 að tölu, til þvottavélakaupa, Indriði síðan sent þáu heildsala í Reykjavík, sem neitaði að skila þeim, þótt Viktor Kristjánsson hefði lagt fram skýlausar sannanir fyrir, að hann gæli útvegað þvottavélar þegar í stað hingað, ef leyfin fengjust af- lient. Munu allir bæjarbúar furða sig á framkoinu Indriða í máli þessu, sem annars hefir rekið hér verzlun um fjölmörg ár án þess að fá vafasamt orð á sig, svo að umtalsvert þætti. Á fundinum voru samþykkt ýmis götunöfn vestan Þórunnarstrætis. Voru þau þessi: Mýravegur, Byggða vegur, Suðurbyggð, Ásabyggð. Goða byggð og Norðurbyggð, Kvenna- brekka, Álftamýri, Flugumýri og Fífumýri. Eins og fyrr segir lágu fyrir fund- inum tillögur Vinnumiðlunarstjórn- ar og Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar um atvinnuaukningu i bænum yfir vetrarmánuðina. Tillög- ur þessar voru birtar í síðasta Al- þýðumanni. Er þær voru teknar til umræðu, reis Björn Jónsson, sem mættur var sem varamaður á fundinum, úr sæti sínu og skemmti bæjarfulltrúum með því að lesa tillögur fulltrúa Sósíalista ílokksins í máli þessu. Máttu þær heita nær orði til orðs íillögur Vinnu miðlunarstjórnar. Brugðust bæjar- fulltrúar Sósíalista hinir reiðustu \ ið, >er bent var á hið skoplega í vinnubrögðum þeirra, -og voru túlk- anir þeirra á nauðsyn kúnsta þeirra hinar kátbroslegustu. Gengu þeir hver undir annars hönd til að koma sér úr þessari broslegu sjálfheldu, „True Knot” hlekkist á. Ameríska flutningaskipið „True Knot“, sem fengið hefir verið til síldarflutninga, hlekktist á síðastlið- inn fimmtudag úti fyrir Vestfjörð- um. Var það á leið til Siglufjarðar frá Reykjavik með 35 þús. mál síld- ar og lenti í slæmu veðri, norð- austan stormi og hríðarbyl. Um kl. 6 síðdegis var skipið statt út af Barða við Onundarfjörð, er skilrúm mun hafa brostið í Iest skipsins, svo að farmurinn kastaðist til. Lagðist það á hliðina og virtist ekki ætla að rétta sig við. Togarinn Surprise frá Hafnarfirði kom fyrstur að til hjálpar, en síðar Ingólfur Arnarson. Fylgdust þeir síðan með skipinu til Patreksfjarð- ar, en þangað var leitað hafnar, og komst True Knot það af sjálfsdáðun. 1 sama garðinum hlaut skipið Sig- ríður, er einnig var í síldarflutning- um, áfall út af Horni, svo að henni kastaði á hliðina. Þó tókst skip- verjum að koma skipinu í var á Að- alvík og rétta það þar að fullu. Búast má við, gð bæði þessi slys, þótt ekki yrðu að mann- né skip- tjóni valdi verulegum töfum við síldarflutningana. Er talið alls óvíst, að „True Knot“ fari aðra ferð norð- ur, en við það skip einmitt munu all- miklar vonir hafa verið bundnar um greiða flulninga á síldinni norður. sem þeir höfðu flónskazt í, en tókst ekki. Virðist rilstjóri Vm., sem sat og hlýddi á umræður, fá gullkorn hafa f.undið í ræðum félaga sinna, því að hann birtir ekkert úr þeim, nema dálitla klausu eftir Tryggva Helgasyni, sem gerði virðingaverða tilraun til að vera fyndinn í síðustu ræðu sinni. „Tillögur“ fulltrúanna birtir Vm. ekki! Eftir nokkurt þref var tillögum Vinnumiðlunarstjórnar og Verka- mannafélagsins vísað til bæjarráðs lil athugunar, en tillögur þremenn- inganna þóttu ekki gefa tilefni til nokkurrar ályktunar eða ^amþykkt- ar.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.