Alþýðumaðurinn - 09.12.1947, Qupperneq 2
1
AL>'?DUMAÐ¥RINN
Þriífjudagur 9. desember 1947
Æskan mun hafna
öfgastefnnm.
Á síðu ungra Sjálfstæðismanna í
,.Isafold“, gaf nú fyrir nokkru *að
líta eftirfarandi klausu: „Æskan
veit, að Sjálfstæðisflokkurinn er öfl-
ugasti málsvari frelsis og framfara
meðal þjóðarinnar. Hún veit, að
með því að efla Sjálfstæðisflokkinn
býr hún bezt í haginn fyrir sjálfa sig
og tryggir sjálfstæði þjóðarinnar.“
Fallega er nú komizt að orði, en
væmið er það engu að síður. Saga
Sjálfstæðisflokksins til þessa sýnir
nú því miður hið gagnstæða, hún
birtir okkur þau beisku sannindi, að
einmitt þessi flokkur hefir hvað eftir
annað traðkað á rétti alþýðunnar í
landinu, hann hefir, að því er virð-
ist, haft það fyrir ófrávíkjanlega
skyldu, að berjast á móti hverju ein-
asta framfara-. og réttinda-máli verka-
manna og annarra alþýðustétta, en
þó er höfundur áður nefndrar klausu
svo fífldjarfur, að bera það blákalt
fram, að þessi flokkur sé einmitt ör-
uggasti málsvari æskunnar. Ja, heyr
á endemi! Ætli verði ekki farið að
segja það, að Hitler hafi verið skel-
eggasti liðsmaður friðarins á sínum
tíma? Væri það svipaður málflutn-
ingur og hjá höfundi fyrrnefndrar
Isafoldargreinar. Eg ætla að gamni
mínu að drepa hér á eftir á nokkur
atriði úr stjórnmálasögu Sjálfstæðis-
flokksins hin síöustu ár. Hygg ég,
að þessi sýnishorn, þótt fá verði,
leiði í Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn
er og-- hefir verið hin kalkaöa gröf
þröngsýnis, skilningsleysis og rammr
ar einstaklingshyggju, að hann hefir
vei;ið og er baráttutæki auövaldsins
gegn alþýðunni.
Árið 1927 lét aðalforustumaður
íhaldsins svo um mælt á Alþingi:
„Það er fariö fram á að fella burt
það skilyrÖi fyrir kosningaréttinum,
að menn séu ekki í skuld fyrir þeg-
inn sveitastyrk og einnig er aldurs-
takmarkið fært niöur í 21 ár. Mér
sýnist ekki rétt að fara að breyta
þessu.“
Bera þessi ummæli vott um frjáls-
lyndi og framfarahug? Nei, þetta er
raust afturhaldsins, og ef þess sjón-
armið hefðu borið sigur af hólmi í
þessu máli, væri fátæklingum enn
meinað kosningaréttar, og æsku-
mönnum einnig til 25 ára aldurs.
Árið 1926 komst einn af áhrifa-
mönnum íhaldsins þannig að orði:
„En hitt segi ég, að mér litist svo á
þessa atvinnugrein (síldveiðarnar),
að enginn skaði hefði verið fyrir
þjóðina, þótt hún hefði aldrei rekin
verið----------enda stunduÖ af rusl-
aralýð og landshornafólki.“ Hvað
sýna þessi unnnæli? Er hér um frjáls
lyndi og framfarir að ræða? Nei, en
þannig var andinn í forkólfum íhalds
ins á þeim árum til þeirrar atvinnu-
greinar, er öðrum fremur hefir fært
þjóðinni björg í bú. Þótt þeir hins
vegar nú prísi og lofi þann starfa,
er síldveiðarnar hafa átl í uppbygg-
ingu betri lífsafkomu á íslandi, en
auðvitað vita þeir mætavel sjálfir,
að í slíkt hefði aldrei verið ráðizt,
ef þeirra vilji hefði orðið yfirsterk-
ari í þessu máli, en um það má ekki
ahnenningur vita, það á að falla í
gleymsku og því er tranað fram yfir-
lætislegum stefnuskrám, er eiga að
bera vitni um framfarahug höfund-
anna. Árið 1926 var verkafólk lands-
ins ruslaralýður og landshornafólk
að dómi hinna sömu manna, og við
skulum vart trúa, að sá hugsunar-
háttur hafi breytzt. Þessari illkvittnis-
legu nafngift má ekki og á ekki al-
þýðan að gleyma. Hún á að vera
þess minnug, er arftakar höfundar-
ins koma smjaðrandi, er kosningar
fara í hönd. biðjandi um kjörfylgi
og hrópandi: „Sjálfstæðisflokkurinn
er flokkur allra stétta“, eða einhver
álíka slagorð. Þá er auövelt að borga
fyrir nafngiftina á réttan hátt.
Er lögin um verkamannabústaði
voru til umræðu á Alþingi, sýndu
þingmenn Sjálfstæðisflokksins á-
þreifanlegar en nokkru sinni fyrr,
hvers hinar vinnandi stéttir mega
frekast vænta úr þeirri átt. Þykir
mér vel við eiga að birta tvær glefs-
ur úr ræðu, er núverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors,
hélt, er málið var á dagskrá þings-
ins. Hann sagði m. a.: „Frumvarp
hæstvirts 2. þingmanns Reykvíkinga
er því ekki aðeins gagnslaust, heldur
hreint og beint skaðlegt og aðeins
flutt til þess að sýnast“, og Ólafur
heldur áfram: „Það er hægt að
þenja sig og grenja um dimmu,
köldu og röku kjallaraholurnar“ o.
s. frv. Slíkur var nú áhugi Ólafs
Thors fyriribættúm húsakynnum til
handa verkamanna, fyrir nokkrum
árum.
Um sama mál sagði Magnús Jóns-
son: „Það er rétt, að það er mest
um vert að byggja ódýrt. En ég held,
að bezta ráðið að því marki sé að
gera engar ráðstafanir“. Ja, þvílíkur
framfarahugur, frændi sæll! Var ekki
Sjálfstæðisflokkurinn á móti togara-
vökulögunum, orlofslögunum, full-
komnum almannatryggingum, auk
þeirra mála, er ég hefi getið um hér
að framan? Sem sagt, Sjálfstæöis-
flokkurinn hefir barizt með oddi og
egg gegn öllum þeim framfaramálum,
er borin hafa verið frain til bættrar
og öruggari lífsafkomu íslenzkrar al-
þýðu, sem er þó meirihluti þjóðar-
innar, og flokksbroddarnir hafa ckki
látið undan síga af þeirri ástæðu, að
þeim hafi snúizt hugur, heldur hafa
þeir óttast dóm þjóðarinnar, þess
vegna hafa þeir gripið til þess ör-
þrifaráös að villa á sér heimildi'r og
látast vera annað og betra en þeir
eru. Það vita allir, eða ættu að vita,
hverjir ráða lögum og lofum í Sjálf-
stæðisflokknum. Það eru auðmenn-
irnir á íslandi og þeir herrar híða
eftir fyrsta hentugleika til að skerða
þau réttindi, er hinar vinnandi stétt-
ir hafa hlotið fyrir baráttu Alþýðu-
flokksins á liðnum árum og það
tækifæri getur komið fyrr en varir,
ef meirihluti þjóðarinnar verður ekki
vel á verði gegn því skrumi og óheil-
indum, er forustumenn íhaldsins láta
sér sæma að nota til að blekkja hátt-
virta kj ósendur.
ÁSurnefndur greinarhöfundur fer
mörgum hörðum orðum um komm-
únista og ætla ég sízt að lasta það,
en vil aöeins minna hann á, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir ekki skirzt við
að leggja lag sitt við kommúnista, er
liann hefir álitið, að eitthvað mætti
á því græða. Má minna á hjálp Sjálf-
stæðisflokksins við kommúnista til
að kljúfa verkalýÖssamtökin. Það var
þeirra áhugamál, að baráttusamtök
alþýðunnar yrðu sundruð, því að
ef slíkt heppnaðist, ættu verkamenn
öllu óhægara að gæta réttar síns við
atvinnurekendur. Þess vegna var
gengið í bandalag við kommúnista í
því skyni að eyðileggja Alþýðuflokk
inn. Árangurinn af því bandalagi
hefir komiö fram og er hann til lít-
illa lieilla fyrir þjóðina.
Það standa hörð álök yfir um sál
æskunnar. Áróðursvélar beggja öfga
flokkanna til hægri og vinstri, eru í
fullum gangi og ekkert er látið ónot-
að við veiöarnar: Það er dorgað,
duflað, beitt kjassmælgi, fagurgala,
ofstæki og lygi, allt eftir því hvað
lientar bezt í hvert skipti. Því miður
hafa margir æskumenn látið blekkj-
ast, látiö teyma sig inn í raðir komm-
únista eða auðvaldsflokksins, án þess
að vita um stefnu þessara flokka eða
markmið. Þeir voru hrennndir af
veiðimönnunum á mismunandi hátt,
sumir kannske á dansskemmtunum,
aðrir í grautarveizlu á hóteli og enn
öðrum var lofað gulli og grænum
skógum, bara ef þeár vildu skrifa sig
á meinleysislegt skjal o. s. frv. En
allt hefir sinn enda og einnig árangr-
ar slíkrar veiðimennsku. Því fyrr því
betra.
Sem betur fer hefir æskulýður
landsins um fleiri stefnur að velja
en kommúnisma eða afturhaldsstefnu
Sjálfstæðisflokksins. Eg er þess full-
viss, að hin uppvaxandi æska mun
fara meöalveginn, hún mun sjá, að
sósíalisminn á vegum lýðræðisins er
rétta leiðin, leið framfaranna og rétt-
lætisins, leiðin, sem tryggir þjóðfé-
lagsþegni jafna aðstöðu í lífsbarátt-
unni, þar sem engin forréttindi eru
liðin eða aðrir megingallar kapital-
ismans, þar sem einræði og önnur
markmið kommúnismans, er leiða til
áþjánar, er útilokuð.
Síðustu kosningar sýndu, að æsk-
an er að koma auga á þetta. Fylgis-
aukning Alþýðuflokksins þá var
fyrsta sporið, en ekki það síðasta. —
Æskan mun efla jafnaðarstefnuna
markvisst og ákveðið, hún mun
hyorki láta blekkingar kommúnista
eða íhaldsins trufla dómgreind sína,
því að hún ætlar sér hvorki að verða
hlýðinn þræll komraúnismans né auð
valdsins í framtíði»ni.
Sigur/ón Jóhannsson.
Frétta-
tilkyrming.
Nýlega var undirritað í Haag sam-
komulag um aukin viðskipti milli
Hollands og ísland«. Samk-væmt sam
komulaginu munu íslendingar selja
Hollendingum frysUn fisk, fiskimjöl,
síldarlýsi, söltuÖ þorskflök og síldar-
lýsi, en frá Hollsndi munu verða
keyptar ýmsar nanðsynjavörur.
Þetta samkomulag er árangur af
viðræðum, sem fóru fram í Reykja-
vík í september milli hollenzkrar og
íslenzkrar verzlunarnefndar og sem
síðan var lokið í Haag.
Af íslands hálfu gengu frá sam-
komulaginu Eggert Kristjánsson,
stórkaupmaður, Hulgi Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, og Þórhallur Ás-
geirsson, fulltrúi.
U tanríkisráð uneytið,
Reykjavík, 29. nóv. 1947,