Alþýðumaðurinn - 07.12.1948, Blaðsíða 1
ftlþúíiumaíi ur iua
XVIII. árg.
Þriðjudaginn 7. desember 1948
45. tbl.
Vansæmandi framkoma ís-
lenzkra stiórnarblaða.
KAUPIR F.ÆRINN
1. des. s. 1. voru 30 ár síðan
lýst var yfir, að ísland væri
frjálst og fullvalda ríki.
Baráttan fram til þessa marks
var löng og hörð og full hetju-
afreka mætustu sona þjóðarinn-
ar, afreka, sem núlifandi for-
vstumenn á sviði þjóðmála
mega aldrei láta sér gleymast.
Virðuleg afmæli mikilia við-
burða eru réttmæt sem áminn-
ing um það, að aldrei skuli beztu
afrek gleymast. Þó eru það ekki
afmælishófin sjálf, heldur sá
hugur; sem þau heidur, er máli
skiptir, og út af fyrir sig eru af-
mæli sjaldnast merkileg.
Sennilega hefði 30 ára afmæli
hins íslenzka fullveldis gengið
sporlaust yfir spjöld íslenzkrar
sögu, ef í sambandi við það
hefði ekki gerzt hvort tveggja í
senn: gleði- og sorgarviðburður.
Gleðiviðburður að því leyti, að
á afmælisdaginn er talað til ís-
lenzku þjóðarinnar af svo heitri
andagift, að lengi munu útvarps
hlustendur, sem á hiýddu i
minnum hafa. Er hér átt við
hina afburðasnjöllu ræðu séra,
Sigurbjarnar Einarssonar:
Haldi Iiver vöku sinni. En sorg
arviðburðurinn gerðist tveim
dögum síðar í leiðurum tveggja
stjórnarblaðanna, Morgunblaðs-
ins og Alþýðublaðsins, er þau
réðust rneð offorsi á séra Sigur-
björn og ræðu hans.
Ekkert er við því að segja,
þótt háttvirtir ritstjórar þsss-
ara blaða hafi aðra skoðun en
séra Sigurbjörn á viðkvæmum
þáttum í utanríkismálum þjóð-
arinnar. I lýðfrjálsu landi er það
hollt og sjálfsagt, að andstæðum
rökum sé teflt fram^ alþjóð til
glöggvunar og skilningsauka.
En sjálfstæðismál lands vors og
þjóðar á að vera langt fyrir of-
an alia flokkapólitik. Séra Sig-
urbjörn Einarsson flutti mál sitt
af dýpstu alvöru og fyllsta
drengskap og prúðmennsku. Því
miður verðiu’ það ekki sagt um
málflutning stjórnarblaðanna
tveggja.
Um máiflutning Morgunblaðs-
ins verðui’' ekki fjölyrt hér.
,,Þar er mér úlfs von, sem ég
eyrum sé,“ eins og máltækið
segir.
Hitt er hollast að segja um-
búðalaust, að þeim, sem þetta
ritar, fannst Alþýðublaðinu —
og séra Sigurbirni — mjög mis-
leggjast hendur, er hin ágæta
ræða prestsins birtist í Þjóðveij-
anum, en hroðyrtur leiðari í Ai-
þýðublaðinu! Séra Sigurbjörn
gaf þeim, sem vilja telja fólki
trú um5 að hann sé kommúnisti
og ríða þannig hsini í eggjar
orðs hans, nýtt vopn í hendur.
Alþýðublaðið gaf þeim, sem
vilja telja það uggvænlega
Bandaríkjasinnað, nýjan rýting
upp í ermina.
21. þing Alþýðuflokksins er
nýafstaðið. Engar þær samþykk
ir voru þar gerðar, sem gefi Al-
þýðublaðinu heimild til að tala
svo fyrir munn alls Alþýðu-
flokksins í viðkvæmu þjóðmáli
og það gerir í fyrrnefndum leið-
ara. Það er alkunnugt, að skoð-
anir flokksmanna eru hér all-
cieildar sem og annarra flokka.
Eg, sem þetta rita, ætla mér
ekki þá dul að tala fyrir munn
eins eða neins nema sjálfs mín.
Einn ber ég ábyrgð á orðum
þessum.
Hins er ég fuliviss, að fjöl-
margir Alþýðufiokksmenn víðs-
vegar um land munu taka af
heilhug undir þsssi lokaorð mín:
Þökk yður, séra Sigurbjörn,
fyrir hina ágætu ræðu yðar
Haldi hver vöku sinni —
enda þótt yður henti sú skyssa
,að leyfa Þjóðviljanum hana tii
birtingar, sem hann að mínu á-
liti gerði einungis tl að bi’egða
guðvefjarskikkju yfir ilihæru-
öúkinn, sem innstu klæði hans
eru skorin af!
Br. S.
SORPBRENNSLUOFN ?
Á fundi sínum 3. nóv. s. 1.
beindi heilbrigðisnefnd Akur-
eyrar þeim tilmælum til bæjar-
stjórnar, að hún athugaði um
kaup á sorpbrennsluofni fyrir
bæinn til brennslu á bréfarusli
og lífrænum efnum úr sorpi. —
Telur nefndin, að slíkt yrði stórt
spor í þrifnaðai’átt og mikils-
verður liður í baráttunni gegn
rottuplágunni.
TVeir togarar stranda íyrir
Vestíjðrðum.
Elleíu hrezkir sjömein farast.
S. 1. miðvikudag gekk ofsa
veður með hríð yfir Vestfii’ði.
Strönduðu tveir togarar þar
vestra í þeim gai’ði: Togar'.nn
Júní fi’á Hafnai’fii’ði og Sai’gon
frá Hull. Strandaði Júní um
há’f sjö á miðvikudagskvöld inn
anvert við Sauðanes utarlega
við önundarfjörð, en Sai’gon ut-
aiiega við Patreksf jörð að sunn
an, nálægt Hafnarmúla, senni-
: lega um likt leyti og Júní.
I Björgun manna af Júni tókst
g'.ftusamlega. Var áhöfnin 26
manns og bjöi’guðust allir, þótt
; eigi lyki því starfi fyrr en um
hádegi dag'nn eftir að skipið
strandaði. Var flestum skip-
verja bjargað af skipshöfn tog-
arans Ingólfs Arnarsonar, sem
fann hið strandaðá skip með
x’adartækjum sínum. Fór björg-
unin fram með þeim hætti, að
mennirnir af Júní voru selfluttir
á björgunarfiek'a yfir í björgun-
j ai’bát frá Ingólfi Arnarsyni.
Einn mann tók út af flekanum
og bjargaði mótorbáturinn Garð
ar honum. Tveim mönnum,
þeim síðustu, skipstjóra og
stýrimanni, varð eigi bjargað á
þennan hátt,- en björgunarsveit
úr Súgandafix’ði tókst að bjarga
þeim í land. Leið allri áhöfn vel
eftir björgunina.
Eigi tókst jafnvel um brezka
íogai’ann. Varð engri björgun
komið við af sjó; en björgunar-
sveitin Brásðrábandið, sem kunn
er fyrir björgun áhafnarinnar af
Dhoon, tókst um lxádegi eftir
strandið að ná sex af áhöfninni
í land, mjög þrekuðum, en 11
höfðu farizt. Hafði einn tekið út
um nóttina, en hinir dáið úr vos-
búð og kulda( þar eð sjór hafði
gengið yfir skipið alla nóttina.
Jafnaðarmenn
stórvinna á.
S. 1. sunnudag fóru bæjai’-
stjórnarkosningar fram í Berlín
þrátt fyiir andstöðu hernáms-
yfirvalda Rússa og mikinn áróð-
ur kommúnista gegn þeim. —
Beipdist áróður kommúnista
fyrst og fremst að því að fá
rnenn til að sitja heima.
Samkvæmt fréttum um há-
öegi í gær höfðu 86% atkvæða-
bærra manna neytt kosninga-
í’éttar síns við þessar kosningar,
og var talið að jafnaðarmenn
hefðu fengið 60% atkvæðanna.
Kristilegir 19% og Fi’jálslyndir
16%.