Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.12.1948, Page 2

Alþýðumaðurinn - 07.12.1948, Page 2
2 Þriðjudaginn 7. desember 194S ALÞÝÐUMAÐURINN Ur saniþykktum 21. þings flokksins. VERKALÝÐSMÁL. 1. Alþýðuflokkurinn hefir frá upphafi átt höfuðfylgi sínu að iagna meðal verkalýðsins og annarrar alþýðu og hefir því verið og er eins og samskonar flokkar í öðrum löndum, flokk- ur verkamanna og annarra þeirra manna, er berjast fyrir auknurn réttindum og bættum kjörum. Af því leiðir að sjálf- sögðu það, að flokkurinn lætur verkalýðsmálin verulega til sín taka. Flokksþingið fagnar því, að veldi kommúnista hefir nú verið hnekkt innan Alþýðusam- bands Islands og lýðræðissinnar tekið þar við völdum. Ti’eystir þing'ð því, að þessi merkileg'.i þáttaskipti í alþýðusamtökunum verði til þess að gera þau hæfari og að betra baráttutæki til þess að vlnna að hagsmunum verka lýðsins á vegum lýðræðis og bættra starfshátta að öðru leyti. Þingið telur það sjálfsagt og eðlilegt, að Alþýðuflokkurinn hafi náið samstarf við Al- þýðusamband'ð sérstaklega nú á yfirstandandi erfiðum tím- um til þess að vinna gegn verðbólgunn', tryggja örugga cg nóga atvinnu og lceppa að þvi að skapa traustan grundvöll að ísienzkum atvinnurekstri, þar sem verlcaiýðnum verði trýggð r.em beat kjör, og aðbúnaður, cílir því sern atvinnuhættir, í járhagur og þjóðfélagsástand frekast leyfir. 2. Þingið telur að með dýrtíð- arlögunum hafi mjög verið leit- í,st við að stemma stigu fyrir á- iramhaldandi verðbólgu í iand- inu, og telur þ’.ngið víst að ef þær ráostafanir, sem felast í dýr tiðarlögunum, hefðu ekki veriö gerðar mundi grundvöilurinn fyrir áframhaldandi starfrækslu atv'.nnuveganna hafa lamazt svo að til tjóns hefði orðið fyrir alla landsmenn og ekki hvað sízt íyrir alþýðu manna. Hins vegav telur þing'ð að þær byrðar, sem alþýða manna tók á sínar herð- ar með lögbindingu verðlagsvísi- tölunnar, séu svo stórar, að ekki verði við bætt. Telur þ'ngið að samræming kaupgjalds lækkun verðlags, og örugg atvinna hljóti nú að vera meginkrafa verkalýðsins í hagsmunabaráttu hans, og i fullu samræmi við það lýsir þingið sig andvígt lækkun á gengi ísienzku krón- unnar, og treystir það fulltrúum Alþýðuflokksins á alþingi, að standa sem hingað til gegn hverri tilraun, er fram kynni að koma og gengi í þá átt að skerða kaupmátt krónunnar. Haldi dýrtiðin hins vegar á- fram að vaxa telur þingið að ai- þýðusamtökin eigi ekki annars kost en að krefjast hækkaðs grunnkaups til þess að mæta þeim launaskerðingum, er sí- felld aukning dýrtíðarinnar ó- hjákvæmilega hefir í för með sér. VERÐLAGS- OG GJALDEYRISEFTIRLIT. Flokksþingið leggur áherzlu r að ströngu verðlagseftirliti sé beitt og gerðar verði sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brask og hverskonar óeðliiega og ólögmæta verzlunar háttu og þá sérstaklega þau við- skipti á „svörtum markaði", sem allmikið hefir borið á und- anfarið. Þá telur þingið brýna nauðsyn bera til að skerpa stór- lega gjaldeyriseftirlitið. Meðan gjaldeyrisskortur sverfur svo að þjóðinni, að erfitt er um öflun nauðsynja, teiur þingið óverj- c’ndi að sumar gjaldeyristekjur, svo sem umboðslaunatekjur, komi skki til skila og menn eigi faldar gjaldeyristekjur erlendis. Þess vegna leggur þingið á- herzlu á, að gerðar verði öflug- ar ráðstafan'r til þess að koma í veg fyrir f járfiótta og til þess að það sé tryggt, að öllum gjald- eyri sem íslenzkir ríkisborgarar eignast eða eiga, sé sk'lað til ís- lenzkra banka. Jafnframt telur þingið, að sektir þær, sem þeir hafa hlotið sem uppvís'r hafa orðið að því að brjóta verðlags- og gjaldeyrisiög, séu alltof lágar og að þyngja þurfi stórum við- uriög við slíkum brotum. FÉLAGSMÁL. 1. Alþýðuflokkurinn hefir frá upphafi barist fyrir því, að lög- teknar yrðu fullkomnar al- an neytt livers færis t'l að koma því máli áleiðis. Síðasta stóra skrefið, er stigið var í þá átt., var samþykkt almannatrygg- ingalaganna árið 1946. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim á- íangri, er þegar hefir náðst, og framkvæmd laganna síðan þau tóku gildi. Það öryggi, sem lög- in nú þegar veita einstaklingum, sveitafélögum og þjóðfélaginu í heild, einkum á erfiðleikatím- um, telur þingið svo mikilsvert, að á engan hátt megi skerða iryggingarnar, heldur beri að auka þær og efla svo, að við íslendingar séum jafnan í fremstu röð á því sviði. Jafn- framt væntir þingið þess, að við þá endurskoðun laganna, sem nú er hafin, verði tekin upp í lögin þau bótaákvæði,( sem fell'd voru úr frv. mþn. við afgreiðslu iaganna, og aukið við og endur- bætt á þeim sviðum, sem reynsl- an hefir sýnt að mest er þörf endurbóta. 2. Alþýðuflokknum er það íullljóst, að fuhkomið félagslegt óryggi verður eigi tryggt nema séð verði fyrir því, að aliir verk- færir menn eigi jafnan kost á ttvlnnu við sitt hæfi við gagn- leg störf. Fyrir því leggur þingið höfuð - áherzlu á að flokkurinn beiti á riæstu árum allri sinni orku að því að afstýra atvinnuleysi. Tel- nr þingið að meðal þeirra ráð- stafana, sem aðkaliandi er að gera í þessu skyni, sé að koma á fót sérstakri stofnun, atvinmi- stofnim ríkisins, er hafi það höfuðmarkmið að stuðla að þvi að tryggja hverjum verkfærum manni starf við s'.tt lræfi og sem allra bezta hagnýtingu á vinnu- afli þjóðarinnar. Stofnun þessi hafi sem nánast samstarf við þá aðra opinbera aðila, sem vinna að því að hagnýtt sé til fulls fjármagn þjóðarinnar, náttúru- auðæfi landsins og framleiðslu- skilyrði. Stofnun þessi hafi með höndum: A. Skráningu allra vinnufærra manna og atvinnuleysis- skráningar. B. Vinnumiðlun, leiðbeiningar Aljiýðu- um stöðuval, vinnuþjálfun, ungiingavinnu og öryrkja- vinnu. Sérstök áherzia sé lögð á, að sjá öryrkjum, sem eigi hafa misst starfs- orkuna að fullu, fyrir vinnu við þeirra hæfi, svo og ungl- ingum, sem eigi liafa náð l'ullum þroska. C. Samning áætlunar um opinber ar framkvæmdir til þess að tryggja stöðuga atvinnu og yfirstjórn og umsjón allrar atvinnubótavinnu. D. Atvinnuleysistryggingar, að svo miklu leyti, sem til þeirra þarf að grípa. En jafnan skal á það lögð höfuð áherzla að sjá mönnum fyr- ir vinnu við nytsamar fram- kvæmdir fremur en styrkj- um vegna atvinnuleysis. 3. Alþýðuflokkurinn hefir jafnan barist fyrir því, að hið opinbera geri ráðstafanir til þess, að allur almenningur til sjávar og sveita geti átt kost á hentugu og heilsusamlegu hús- næði við hóflegu verði og orðið mik'.ð ágengt í því efni. Telur þingið löggjöfina um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa mikilsvert spor í þessa átt. En jafnframt er þlnginu Ijóst, að hún komi ekki að því gagni, sem til er ætlast, nema gerðar séu ráostafanir til að aflað verði fjár í þessu skyni, og að bankar og aðrar lánsstofnanii beini fjármagninu til slíkra byggingarframkvæmda og að fjárfest'.ngarleyfi og innflutn- ingsleyfi vegna þeirra verði lát- in ganga fyrir. Þing'.ð telur ástandið í hús- næðismálunum, sérstaklega þar sem fólksfjölgunin hefir verið mest svo alvarlegt með tilliti til heilbrigðisskilyrða og óhæfi- legra leigukjara, að ekki verði við unað,og beinir því til stjórn- ar flokksins og þingmanna hans að leggja hið fyllsta kapp á, að úr því verði bætt á næstu árum. Leikföng í fjölbreyttu úrvali. KaupféL Verkamanna

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.