Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.12.1948, Qupperneq 6

Alþýðumaðurinn - 07.12.1948, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 7. desember 1948 Greinargerö um útboð ð nýju happ- drættisláni ríkisins. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota nú þegar heimild laga nr. 82, 13. nóv. 1948 til lántöku fyr- ir ríkissjóð á þann hátt að bjóða út nýjan flokk happdrættis- skuldabréfa. 1 lögum þessum er ríkisstjórninni heimilað að taka alit að lö.milljón króna innan- ríkislán. Verður öll lántöku- heimildin notuð, og hið nýja happdrættislán verður því jafn stórt hinu fyrra. Tilhög- un og upphæð vinninga verður e'nnig hin sama. Dregið verður í fyrsta sinn í þessum flokki happdrættislánsins þann 15. janúar 1949. BRÉFIN SELDUST ÖLL Á EINUM MÁNUÐI. selt á öðrum sölustöðum. Eng- inn happdrættisvinningur féil á þessi bréf, svo að allir vinning- ar'nir komu til útborgunar. Vinningarnir dreifðust um land- ið, nokkurn veginn i samræmi við sölu bréfanna. Til fróðleiks skal hér getið heildarsölu skuldabréfanna í þús. kr. Reykjavík 7 millj. og 800 þús. kr., Borgarfjarðar- og Mýra- sýsla 295 þús.; Akranes 275 þús., Snæfellsness- og I-Inappa- dalssýsla 175 þús., Dalasýsla 75 þús., Barðastrandarsýsla 254 þús., Isafjarðarsýslur' 283 þús., Isafjörður 375 þús.( Stranda- sýsla 150 þús., Húnavatnssýslur 243 þús., Skagafjarðarsýsla 269 þús., S'glufjörður 457 þús., Ólafsfjörður 64 þús., Eyjafjarð- arsýsla 218. þús., Akureyri 911 þús., Þingeyjarsýslur 300 þús., N.-Múlasýsla og Seyðisfjörður 226 þús., S.-Múlasýsla 254 þús., Norðfjörður 96 þús., Skaftafells sýslur 220 þús.; Vestmannaeyj- ar 309 þús., Rangárvallasýsla 214 þús., Árnessýsla 488 þús , Gullbringu- og Kjósarsýsla 310 þús;t Keflavík 230 þús. og Hafn- arfjörður 510 þús. kr. NÝ LÁNTAKA ÓH J ÁK VÆMILEG. I greinargerð fyrir fyrra happ drættisláninu var þess getið, að Aiþingi hefði^ í sambandi við ýmsar hinar umfangsm'.klu og kostnaðarsömu framkvæmdir ríkisins síðustu árin, lagt á rik- isstjórn þá kvöð að afla fjár til framkvæmdanna með lántökum innanlands. Ekki hefir reynzt tuðið að afla nema nokkurs hluta nauðsynlegs lánsfjár hjá iánastofnunum í landinu. Héfir því ríkissjóður sjálfur oi’ðið að leggja fram mikið fé, umfram h'.n föstu útgjöld sín, og auk þess orðið að greiða háar upp- hæðir vegna ábyrgðarskuldbind inga sinna. Þetta leiddi af sér yf'.rdrátt á reikningi ríkissjóðs í Landsbankanum, sem í sumar nam um 68 millj. kr., en hefir nú lækkað í 39 millj. kr. Allmik- :ð af þsssari upphæð stafar frá rekstri ríkisins í ár og greiðist \ æntanlega, þegar allar tekjur ársins hafa verið innheimtar, en svo mikill hluti lausaskuldarinn- ar við Landsbankann er þó til orðinn vegna útgjalda ríkissjóðs í sambandi við aðrar lögboðnar framkvæmdir, sem ekki hefir tekizt að afla fastra lána til, að óhjákvæmilegt er að bjóða út nýtt 15 miiljón kr. innanríkis- lán til þess að losna við þessa lausaskuld, sem er mjög óhag- stað fyrir ríkissjóð, auk þess sem hún hamlar mjög annarri lánastarfsemi bankans. Þótt væntanlegu lánsfé sé þannig ætlað að greiða lausa- skuldir ríkissjóðs; er hér raun- verulega verið að afla fjár' til m'kilvægra framkvæmda í land- inu, sem eru mikils virði fyrir alia þjóðina og hún hefir sjálf óskað eftir. Má þar nefna smíði skipa og verksmiðja, fiskiðju- ver og hafnai’gerðir, raforku- framkvæmdir o. fl. Þjóðin verð- ur að sjálfsögðu sjálf að bera kostnaðinn af þessum fram- Lvæmdum, og hann verður ann- að hvort að gre'ðast með lán- tökum eða auknum sköttum. Ríkisstjórnin kýs fremur að afla fjár til þessara fram- kvæmda, sem þegar hafa verið unnar að öllu eða miklu leyti, með frjálsu lánsútboði en þv'.ng- unarráðstöfunum. Væntir ríkis- stjórnin þess, að sú stefna sé í samræmi við viija alls þorra þjóðar'.nnar. Sú lántökuaðferð, sem valin hefir verið, er aul: þess mjög hagkvæm fyrir kaup- endur skuldabréfanna, þar sem þeim er gefinn kostur á að vinna m'klar fjárupphæðir al- gerlega áhættulaust. Jafnframt getur fólk á þenna hátt sa'fnað sér öruggu sparifé, sem er sér- staklega mikilvægt á þeim tím- um; þegar peningavelta er mik- .1, en vöruframboð litið. Þegar þess er gætt, að þjóðin kaupir árlega tóbak og áfengi fyrir 60—70 millj. kr., ætti það ekki að vera of m'kil bjartsýni að gera ráð fyrir, að hún sé fús að kaupa fyrir 30 millj. kr. happ- orættisskuldabréf, sem bæði eru öruggur sparisjóður og geta auk þess fært eigendum sínum mikla fjárupphæð^ áhættu- og fyrir- hafnarlaust. TILHÖGUN IIAPPDRÆTTISLÁNSINS. Tilhögun þessa happdrætti: - láns verður sú sama og fyrra lánsins. Hvert skuldabréf er að upphæð eitt hundrað krónur og eins og eldri bréfin að öðru leyti en því, að liturinn er annar, og þessi bréf eru merkt „Skulda- bréf B“. Vinningar eru jafn margir og jafnháir og í A- flokki. Sömu umboðsmenn ann- ast solu þessara bréfa og hinna íyrri, en annars er nánar skýrt frá tiihögun lánsins í auglýsingu r. öðrum stað hér í blaðinu. ........ ..v^ ’ DREGIÐ 15. JANÚAR. Dregið verður í fyrsta sinn í happdrætti B-flokks happdrætt- isláns þann 15. janúar 1949. Þai sem samgöngur við ýmsa staði á landinu eru nú erfiðari en í haust, þegar A-flokks bréfin voru seld, er nauðsynlegt, að sölu þessara bréfa verði að mestu lokið um áramót, því að erfitt getur reynzt að senda bréf in á milii sölustaða síðustu dag- ana. Almenningi býðst hér enn óvenju hagstætt tækifæri til þess að safna sér öruggu spar'- fé, sem vel getur ávaxtast ríku- lega, um leið og það stuðlar að auknum framförum í landinu. Með því að 'eiga bréf í foáðum flokkum liappdrættislánsins,. fá n.i’nn fjórum sinnum á ári foverju að keppa .um samtals 1844 happdrættisvinninga að tjárhæð 1.5 millj. kr. en heild- artala vinninga í báðum flokk- nm liappdrættislánsins er 27.660. Til þess að fá þetta óvenju- lega tækifæri, þarf fóik aðeins að lána ríkinu andvirði bréf- anna, því að eftir 15 ár fæst það að fuilu endurgreitt. Mjög mik'.ð af fyrri skulda- bréfum fyrra happdrættisláns- ins var keypt handa böxmum, enda er sérstaklega heppilegt að safna þeim sparifé á þenna hátt. Þar sem dregið verður í happ- drætti hins nýja láns um imiðjan janúar, eru happdrættisbréf þess mjög vel fallin til jólagjafa, enda eru þau bæði gagnleg og skemmtileg gjöf. Loks er rétt að vekja athygli fólks á því að di’aga ekki úr hófi að tryggja sér happdrættis- skuldabi’éf í þessu nýja láni, svo að það verði ekki urh seinan, því að margt bendir til þess; að þessi happdrættisbréf muni einn ig seljast á skömmum tíma eins og fyrri bréfin. Ástæðan til þess, að ákveðið hefir verið að bjóða nú þegar út nýtt hanndrættislán, er sú, að hin mjög mikla eftirspurn eftir skuldabréfum fyrra happ- drættislánsins leiddi í ljós, að auð'.ð hefði verið að selja ckuldabréf fyrir miklu hærri upphæð. Strax eftir að dregið hafði verið í happdrættisláninu, tók að berast fjöldi fyrirspurna um þao( hvort ekki væri ætlun- ir. að bjóða út annað happdrætt- islán. Þar sem fjárþörf í’íkisins ér mikil, vegna hinna óvenju miklu fi’amkvæmda síðustu ár ■ in, var talið rétt að nota þetta iækifæri til lántöku. Þar sem ekki hefir verið birt ■ nein fullkomin gre'.nargerð um sölu skuldabréfa fyrra happ- drættislánsins, þykir í’étt að gera það hér í stuttu máli. Sala bi’éfanna hófst þann 15. sept. s. 1. og lauk. 15. okt. Nokkrum ciögum áður höfðu reyndar ÖM bréf selzt hjá flestölium um- boðsmönnum lánsins, en eftir- spurn'n var langmest síðustu dagana. Hafði fjöldi fólks dreg- ið að kaupa bréf í þeirri trú, að tilkynningarnar um sölu bréf- j) anna væru ýktar^ en þær voru ætíð í samræmi við það, sem - . -<iliEkt vai-ð komizt um gang söl- mnnar. Þegar sölu bréfanna lauk þann 15. okt. voi’u óseld sam- tals 330 happdrættisbréf í Norður-Múlasýslu og Barða- strandarsýslu, en hvert einasta

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.