Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Síða 5
Þórður, fyrrv. óðalsbóndi að Stóru-Brekku hag- ræddi sér í djúpa setustólnum og lét fara vel um sig. Þetta var fyrsta jólanóttin hans í borginni. Allar aðrar jólanætur hafði hann lifað að Stóru-Brekku. Hann var einn heima. Konan hans hafði farið í kirkju. Vildi endilega hafa það svo — fyrstu jólin í nýju heimkynnunum. Það myndi verða gæfusamlegra fyrir þau, sagði hún. Og tengdadóttirin hafði líka komið í kvöld. Hann var haldinn klökkvakenndum drunga við og tekið hana með sér. Þórður kunni því líka vel að vera einn — einmitt Og víst var lífið dásamlegt í þá daga — óslitinn ástaróður í orði og verki til móður jarðar, sem endur- fp galt af ríkdómi sinnar frjósemi hvert handtak, sem fyrir hana hafði verið gert. Og hreysti, heilbrigði og gleði — voru þetta ekki föst hjú á Stóru-Brekku? Jú — þakkað veri honum, sem veitir allar góðar gjaf- ir, Og ekki neitaði lífið um vonina um framhald ætt- stofnsins. Fráneygur og fagurlimaður einkasonur, gáfaður og góður — heimilis- og héraðsprýði. Og augu allrar sveitarinnar stefndu heim að Stóru- Brekku. Ekki einungis þó þangað þætti sjálfsagt að HALLDÓR FRIÐJÓNSSON: Fyrstu jólin í borginni og hugurinn reikaði víða. En allar þær ferðir enduðu á einum og sama stað — heima að Stóru-Brekku. Og minningarnar hlóðust að honum hver af annari. All- ar hjúpaðar draumfegurð fjarðlægðarinnar, en um leið sársaukakenndar og — ásakandi. Það var eins og þær hvísluðn allar um leið og þær liðu hjá: Hvers vegna yfirgafstu óðal þitt, sveit og samherja? Hvers vegna? Hvers vegna? — Já, hvers vegna?--------- Hvers vegna sat hann hér einn — visnandi jurt í jarðvegi, sem hann gat ekki skotið lífrænum rótum í? Hvers vegna?----------- " Var ekki til þess afar einföld og algeng saga — algeng nú á tímum? Var það svo sem nokkurt eins- dæmi í sögunni að jafnvel traustustu skip lentu í strandi. Steyttu á skerjunum, sem ekki er að finna á algengum siglingaleiðum? Jú — eins dæmi var það ekki — en hefði það þurft svona að fara?----------- Einhvemtíma hefði það ekki þótt sennilegt, að einkaerfinginn að allri Stóru-Brekkutorfunni yfirgæfi óðalið meðan hann var þó svo hraustur, að hann gekk að allri vinnu heima við. Og ósennilegra hefði það þá líka þótt, þegar hann var kominn með bezta kvenkost sveitarinnar sér við hönd og framtíðin virt- ist blasa við björt og fögur — brautin bein til frama og farsældar. v JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 sækja ráð og styrk í vandamálum dagsins. Ekki fyrir það, að þar áltu sér stað þær framfarir og stórvirki í búnaði að heita mætti að jafngilti því, sem unnið væri á öllum bæjurn sveitarinnar samanlagt. Nei, fólkið lá ekkert á því að „Brekkan“ væri það höfuðból, sem ekki ætti sinn líka í landsfjórðungnum. Jörð og hús- bændur væru sómi sveitarinnar — salt hennar og styrkur. Og Stóra-Brekka stækkaði ár frá ári. Túnið stækk- aði úr 50 dagsláttum í 200, og bæjar- og peningshús risu ný á grunr.i gömlu húsanna. Og einkasonurinn óx líka að viti, vænleik og menntun — þar til hann hafði vaxið — frá jörðinni. Stórhugur hans rúmaðist ekki lengur á Stórn-Brekku. Verkfræðimenntun, sem afl- að var innan lands og utan, miðaðist við allt landið, sem kallaði á starfskrafta hans og stórhug allan. Síð- ustu námsárin var hann framandi gestur á Stóru- Brekku. Og nú rak hann stærstu og þekktustu verk- íræði- og leiðbeiningastofu borgarinnar og hafði marga menn í þjónustu sinni. Það var ósögð saga hvernig þeim Brekku-hjónunum var innanbrjósts þegar auðséð varð að hverju stefndi með erfingja jarðarinnar. Þau báru ekki tilfinning- arnar utan á sér. En ótaldar voru þær næturnar, sem þau hvíldu hlið við hlið, svefnvana, en reyndu að villa hvert fyrir öðru með því að látast sofa. Hverju þeirra 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.