Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Qupperneq 7

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Qupperneq 7
um sig fannst ekki á bætandi fyrir liinu. Til hvers var allt þeirra starf orðið? Hvers virði allir hinir gullnu framtíðardraumar, ofnir utan um hann, sem óðum fjarlægðist jörð feðra sinna. Þannig spurðu þau. Þessum og þvílíkum spurningum hvísluðu hinar óra- löngu, myrku andvökunætur í eyra þeirra. í önnum dagsins viku þær frá. Blessun starfsins og umgengnin við menn og dýr drógu sviðann úr undinni, sem alltaf lók sig þó upp aftur að dagsverki loknu. Hver hefði trúað því að húsfreyjan á Stóru-Brekku myndi óska sér hlutskiptis ekkjunnar í Gröf, þegar hún — með fjögur ung böm á gólfinu — missti einu mjólkandi kúna úr fjósina um hávetur. Þau fréttu þetta, Brekku- hjónin, daginn eftir. Þórður var að sýsla eitthvað úti við, þegar bóndinn á Gili kom með fréttirnar. Þeir stóðu á flötinni framan við húsið og ræddu um hvað gera skyldi. Þá kom Guðrún út í dyrnar, eins og af iilviljun. Henni voru sögð tíðindin. Hún sagði ekki margt frekar en vant var. ,,Þú sendir hann Palla með hana yngri Skjöldu ofan eftir í dag.“ Svo sneri hún inn, eins og þetta væri úttalað mál. Þegar Þórður kom inn á eftir til að ráðg- ast um hvernig ætti að útbúa Skjöldu til ferðarinnar, því kalt var í veðri, lét hann þau orð falla, að bágt ætti ekkjan í Gröf — og fá svo þetta áfall ofan á allt annað. Guðrún leit ekki á hann. „Hún á gott.“ Svo helti hún kaffi í bolla handa honum. „Hún hefir fyrir einhverju að berjast.---------Hún er ekki búin að missa börnín sín — ennþá.“ Þetta síðasta sagði hún eins og við sjálfa sig. Já — ekkjan í Gröf var öfunds- verð. Hún átti börnin sín — og baráttuna fyrir lífi þeirra framundan. — Þetta var álit húsfreyjunnar á Stóru-Brekku veturinn þann. Hún kastaði þessu ekki fram, svona til að segja eitthvað, eða ganga fram af manni. Hún meinti þetta. — Og þótt Þórði fyndist orðin eins og hnífsstunga í hjartað, þegar þau voru sögð, gat hann ekki neitað því að eitthvað þessu líkt hefði hvarflað að honum þenna vetur. Sá, sem var dá- iiin Stóru-Brekku var dáinn honum líka. En eins og geislar vorsólarinnar seiða lífið fram af moldinni og breyta kalsárum í blómabeði, svo virðist líka mannlífið ráða yfir — jafnvel einföldustu ráð- um til að þýða klakann úr sálum mannanna. Það hefði einhverns staðar þótt gleðitíðindi þegar Þórður yngri, eins og hann hét enn í dag í munni sveitung- anna, sendi foreldrunum skeyti um vorið og tilkynnti, að hann hefði deginum áður fastnað sér lífsförunaut og hann myndi í bréfi segja þeim nánar frá þessari mik- ilvægustu ákvörðun í lífi sínu. En þetta vakti enga gleði á Stóru-Brekku. Og svo kom bréfið, stílað til móðurinnar. Yfirdrifin lofgjörð um þá yndislegustu konu, sem hann hafði fyrirhitt fyrr og síðar. Það var ekki verið að dylja það, að móðirin var horfin í skuggann af hinni glæsilegu draumadís framtíðarinn- ar Þórður las bréfið fyrst og rétti það konu- sinni, án þess að mæla orð. Hann hafði ekki af henni augun meðan hún las. Á andliti hennar sá enga breytingu. Drættirnir við munninn urðu aðeins dálítið skarpari. Að loknum lestri lét hún höndina síga í skaut sér. Svo sagði hún eftir litla þögn: „Hann kallar mig hvergi mömmu nema í ávarpinu.“ „En þú ert ekki búin með bréfið,“ skaut Þórður inn í. „Það ei líka skrifað á öftustu síðuna. Guðrún kipptist við og fletti blaðinu við. Þar stóð skrifað með fagurri, stílhreinni kvenhönd: „Elsku mamma mín! Doddi hefir leyft mér að kalla þig mömmu. Þú veist ekki hvað ég er glöð yfir því að mega þetta strax, áður en við erum gift. Eg hefi aldrei átt „mömmu“ fyrri. Móðir mín dó þegar hún ól mig. En hér eftir á ég þig og þú átt mig. Og Doddi segir að þú sért bezta mamman í heiminum. Og mig langar svo ósegj- anlega mikið til að fá að koma til þín og mega segja þetta töfraorð við þig sjálfa. Fá að faðma þig og segja þetta yndislegasta orð í málinu — mamma. En Doddi segir að ég verði að bíða þangað til vegirnir þorni. Hann vilji ekki leggja nýja bílinn sinn í vonda vegi. En við komum — og þá skal ég sýna þér að stúlkan þín er þess verð að eiga þig fyrir mömmu.“ Undir var fagurlega dregið nafn, — en, því miður að þeim hjónunum fannst, ólæsilegt. Líklega gælu- nafn. Guðrún braut bréfið saman og lagði það upp á hillu í eldhúsinu. „Hún kann að draga til stafs,“ sagði Þórður eftir drykklanga stund. „Blessað barn, held ég,“ sagði Guðrún. Svo gekk hún út úr eldhúsinu. En þegar Þórður gekk þar fram hjá nokkru seinna, sá hann Guðrúnu standa við eldhúsborðið með bréfið í hendinni. Og eins og annars hugar brá hún svuntu- drorninu upp að augunum eins og hún væri að þerra þau. Svo var það í miðjum júní, að, áður óþekktur bíll þar í sveitinni, brunaði eftir þjóðveginum inn með ónni. Gegnt Slóru-Brekku beygði hann inn á útleggj- götuslóðann, ef ferðafólkið vildi hafa tal af heima- arann og upp að girðingunni neðan við túnið. Venja var að bílum væri lagt utan við hliðið, og gengið heim JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.