Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 9
mö.niium. Þessi ferðalangur liafði annan sið. Ung kona hoppaði út úr bílnum og opnaði hliðið. Bíllinn renndi inn fyrir, stúlkan lokaði hliðinu að baki honum og vatt sér upp í hann aftur. Svo sveigði bíllinn út úr troðningnum og renndi á ská upp brekkuna og svo í hálfhring inn á flötina framan við húsið. Þórður bóndi stóð úti við og fylgdi háttum hins nýja gests eftir með athygli. Hann eins og hálf kenndi til með grasinu, sem marðist undir hjólbörðunum. En Þórði gafst ekki tóm til að finna lengi til með grasinu. Hann renndi þegar grun í hverjir þarna voru á ferð. Og í næsta augnabliki kom yngri Þórður út úr bílnum öðru megin, en hinu megin stúlkan, sem opnað hafði hliðið. Þau litust snöggvast á. „Pabbi“, sagði yngri Þórður, og stúlkan gekk til Þórðar, rétti iram báðar hendur. ,,Komdu sæll!“ Svo tilti hún sér á tá og greiddi honum ósvikinn koss á hægri kinnina. I þessu kom húsfreyjan út. „Mamma“, kynnti yngri Þórður. Stúlkan líkara flaug en gekk til hennar. „Mamma! — elsku mamma“ — og nú erum við komin. — Og þú ert alveg eins og ég hugsaði mér að þú værir — falleg :— yndisleg — góð —“. Og þessu fylgdu faðmlög og kossar í svo ríkum mæli, að gamla konan gerði ekki betur en standast áhlaupið. En hún lók utan um gestinn og sagði með dálitlum klökkva í íómnum: „Vcrtu velkomin, barnið mitt. Við ættum að geta komið okkur saman“. Svo lagði unga stúlkan vangann á öxl húsfreyjunnar eins og barn, sem er að huggast, en hún endurgalt með því að þrýsta henni enn fastar að sér en áður. Báðar táruðust í hljóði. Yngri Þórður haíði ekki af þeim augun. „Við losn- um við að bera sáttarorð hér á milli. Eg vissi það fyrirfram: Eg þekki þær báðar.“ Hann sagði þetta til föður síns, en þó ekki fullum rómi. Bóndinn á Stóru- Brekku andaði léttara. Það þarf ekki að ræða það frekar. Beiskjan í hug og hjarta húsfreyjunnar á Stóru-Brekku hvarf næstu daga eins og dögg fyrir sólu. Samrýmdari móður og dóttur gat ekki. Þórðarnir voru hálfgerðir utanveltu- ínenn á heimilinu þá daga, sem unga parið dvaldi þar. Yngri Þórður drap á þetta við föður sinn eitt sinn daginn áður en hann fór — og kýmdi við. Gamli maðurinn, eins og hann var kallaður þessa dagana, svaraði fáu til Hann var þegar farinn að óra fyrir því, að allt þeita myndi eiga sín eftirköst. Og sá grun- ur varð að vissu eftir því sem lengur leið. Tíðar bréfa- skriftir höfðu sín áhrif. För í brúðkaupsveizluna. Lengri dvöl I borginni en áætlað var í fyrstu, því „tengdamanna“ varð endilega að líta í kringum sig, sagði unga frúin. Ekki einu sinni ár þar frá þar til skeyti kom: Fædd dóttir — afskaplega lík tengda- mömm. — Og bréf rétt 'á eftir. „Tengdamamma“ varð endilega að koma til að halda litlu dótturinni undir skírn. Hún var svo lík henni. Og hún átti að heita eftir henni. Og húsfreyjan á Stóru-Brekku lagði af stað sjóleiðis um hávetur til borgarinnar. Og Þórð- ur fór í alvöru að velta því fyrir sér hvort það myndi ekki reka að því fyrr eða síðar, að hann yrði neydd- ur til að taka sér ráðskonu í viðlögum. Honum fannst nefnilega, að það vantaði anzi mikið í Stóru-Brekku- búið þegar húsfreyjan var fjarverandi. A hinn bóginn fann hann það að vel gat svo farið, að annað og meira gat komið í kjölfar þessa nýja sambands við borgina. Það var óútieiknanlegt þetta kvenfólk. Gat ekki svo farið að fundið yrði upp á því, að Stóra-Brekka yrði gefin upp á bátinn einn góðan veðurdag og borgin gleypti þau gömlu hjónin, eins og svo marga aðra. Hún gat fundið upp á öllu, þessi unga kona. — Og hann þekkti manna bezt hvert lamb hún var að leika við, hún Guðrún á Stóru-Brekku, þegar hún tók eitt- hvað í sig, þó hún væri hversdagsgæf, blessunin. Og þess var ekki langt að bíða að hann fengi dembuna yfir sig. Að vísu kom húsfreyjan ekki aftur fyrr en röskur mánuður var liðinn. Og það var ekki sjáanlegt að sjó- íerðirnar hefðu þjakað henni mikið. Unglegri kom hún aftur en hún hafði lagt af stað, ef nokkuð var. Og svo þá þetta litla bréf frá tengdadótturinni. Hrein- asta áhlaup beint í fangið á honum. — Fyrst heil mælgi um það hvaða stormandi lukku tengdamamma hafði gert í borginni. Ollum þótti hún falleg. Allir litu upp til hennar eins og drottningar. Hún var líka sannarleg drolming. Og allar vinkonur hennar öfund- uðu hana, tengdadótturina, af því að eiga svona yndis- lega tengdamömmu. — Og svo áætlunin áfram — bein og markviss. Þau yrðu nú hvað af hverju of göm- úl og slitin til að búa á svona stórri jörð. Nóg efni til að lifa á, böfðingjalífi, þó þau yrðu bæði 100 ára, sem hún óskaði og vonaði að þau yrðu. Og síðast gælinn orðaleikur um að hún vissi að „tengdapabbi“ athugaði þetta, og hann myndi komast að raun um að þetta yrði þeim öllum til ánægju og góðs — og Doddi væri alveg á sama máli. Þórður fann að augu konu hans hvíldu oft á hon- um, meðan hann las bréfið. Hann sagði ekkert en gekk út. — Og kom ekki inn aftur fyrr en langt var liðið á vöku. Eiginlega hafði hann ekkert sérstakt að sýsla, en það dvaldist svona fyrir honum. Rölt á milli JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.