Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 11

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 11
fjárhúsa, liesthúss og fjóss, f'ullkomin erindisleysa, en þó eins og að fullvissa sig um að allt og allir væru á sínum stað — - eins allra veðra væri von, eða dulin óhamingja ógnaði mönnum og málleysingjum. Og þegar hann loksins kom inn aftur, yrti hann ekki á nokkurn mann Hann fann að liúsfreyjan gaf honum gætur á laun. en hún sagði ekkert. Þórður gat farið fljótt yfir sögu úr þessu. Frá þessu var í raun og veru ekki um annað en undan- hald að ræða. Stór-illindalaust að vísu á yfirborðinu þar heima fyrii. Tíðari ferðir húsfreyjunnar til borg- arinnar, og lengri dvalir í hvert skipti eftir því sem lengra leið. Það duldist ekki á hvern hátt þetta myndi enda, en ranimar taugar héldu á móti. Það varð ekki hlaupið bun frá Stóru-Brekku eins og einhverjum stundar-dvalarstað. Tengslin við æskuheimilið — feðra-jörðina — sveitina — urðu ekki slitin sárs- aukalaust. — Og þó var þetta eiginlega að gerast með hverju ári sem leið. Hvers vegna var hann — Þórður á Stóru-Brekku, sem aldrei hafði hlandað sér, ótil- kvaddur, í annara mál, nú farinn að láta sig skipta fiamtíðarmál þeirra hjúa sinna, sem lengst og bezt höfðu þjónað honum. Undir niðri og hak við haft hönd í hagga með gjaforði þeirra Sveins og Laugu - — og jafnvel hálfvegis rekið Palla til að gera alvöru úr margra á;u kunningskap við Láru á Gili. — Og aðstoðað við að útvega þessu fólki lífvænlegt jarð- næði. Var þetta nokkuð annað en einn þátturinn í við- skilnaðinum við Stóru-Brekku — viðskilnaðinum, sem ekki varð umflúinn, þótt hann dragist meðan sætt var? En svo kom það óboðið, sem réði úrslitunum í þessu þófi. Tuttugu vikna lega, lengst af á sjúkrahúsi, og óvissan um heilsufar framvegis, var meir en nægi- legt til að bíta bakfiskinn úr honum, manninum, sem stóð á sextugu. Og reyndar var þetta hugnanlegasta lausnin á málinu. Ekki fullkomin uppgjöf, enda á- þreifanleg sönnun á því að mennirnir þenkja og á- lykta, en annar ræður. Leyniþræðirnir, sem áður höfðu bundið hann svo fast við Stóru-Brekku, höfðu brostið að mestu meðan hann háði stríðið milli lífs og dauða á sjúkrahúsinu. Moldin kallaði ekki eins hátt á hann — hálf-farlama manninn — og hún hafði gjört meðan liann gat svarað henni með óbiluðu starfs- þreki og innsýn í framtíðina. Flutningurinn til borg- arinnar var ákveðinn — þegar ástæður leyfðu. Og þegar til kom var viðskilnaðurinn við Stóru- Brekku ekki eins erfiður og hann hafði búist við. Sami maðurinn keypti jörðina og búið — „allt dautt og lifandi“ —- hafði herppstjórinn ritað í samninginn. Hann þurfti ekki að sjá á eftir skepnunum sinni í hvora áttina Kaupandinn var gæfulegur maður. Ný- giftur stórbóndasonur úr næstu sveit. Stóra-Brekka var með öllum venjulegum ummerkjum þegar hann yfirgaf hana síðasta fardag vorið áður. Engin af þeim kendum, Sem svo oft höfðu sótt á hann áður, að hann væri að svíkjast frá óðali sínu og áhöfn, gerði varl við sig ineðan bíllinn brunaði út eftir sveitinni. Enginn sársauki yfir því að vera að yfirgefa bráðum hálfrar aldar samherja, sem höfðu svo oft sótt til hans traust og styrk. Aftur var Guðrún ekki eins og hún átti að sér að vera. Óvenjulegur klökkvi í rómnum þegar hún talaði, og þegar kom á há-leitið, sem byrgði útsýn að Stóru-Brekku er yfir var komið, bað hún um að stansa, fór út úr bílnum og horfði heim að stór- býlinu um stund. Það truflaði hana enginn með því að yrði á hana, en þegar hún sneri að bílnum aftur stóðu tár í augum hennar, og hún sagði hægt en á- kveðið: „Ég er búin að kveðja.“ Þegar þau höfðu komið sér fyrir í bílnum tók Þórð- ur yfir um herðar henni. Það hafði komið of sjaldan fyrir upp á síðkastið — fannst honum. Lífið í borginni hafði að ýmsu leyti látið honum betur en hann hafði búist við. Þau höfðu keypt 15 ára gamalt timburhús utarlega í horginni, ekki all- langt frá „villu“ sonarins, sem stóð aðeins sér utan við aðalbyggðina. Því hafði verið illa við haldið, en annars vel til þess vandað í fyrstu, og fyrsti mánuður- inn gekk í að gera það upp, eins og smiðurinn, sem það gerði, kallaði það. Þórður vann með eftir getu, og þegar það stóð tilbúið, fannst honum eins og það væri hálfgerður hluti af honum sjálfum, og vel hafði þeim hjónum liðið þar það sem af var. Húsið var alveg við þeirra hæfi. Tvær rúmgóðar stofur, svefnherbergi og eldhús. Góð geymsla í kjallaranum, og þar hjó líka eldri kona, sem vann hjá þeim við hreingerningar og þvott eftir þörfum. Hann hafði fengið starfa, sem nokkurs konar umsjónarmaður við verkfæra- og véla- geymslu hjá einum af stærri verktökum borgarinnar. Það fór vel á með þeim, bæði húshændum og vinnu- körlunum. Að vísu höfðu sumir af þeim síðarnefndu kastað að honum smáhnútum fyrst í stað. Þótti hann óþarflega smá-pössunarsamur um hlutina, en þetta breyttist fljótt og þeir fóru að kalla hann „gamla minn“ og blessaðan karlinn. Þetta átti vel við hann. Hann var að mestu sinn eigin húsbóndi og bar ábyrgð á störfum sínum. Fyrrverandi húsfreyjan á Stóru- Brekku virtist líka kunna lífinu vel í borginni. Hún JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 9

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.