Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 13
hafði þegar eignast margar kunningjakonur, sem voru alltíðir gestir hjá henni þegar hann var að heiman. En aðal sólskinsstundimar átti hann á heimili tengda dótturinnar. Þær unnust blátt áfram. Og samlífið við litlu nöfnu hennar var henni líka óþrjótandi náma ánægju og gleði. í samlífi við þessa bláeygu, gull- hærðu og símasandi smámey virtist hún lifa upp aftur sína eigin æsku að nokkru leyti. — Já, það var svo sem yfir engu að kvarta. En svo var það í gærdag að reiðarslagið reið yfir hann. Hann var staddur á rakarastofu niðri í bæ. Þá var lagt þar inn annað aðal blað borgarinnar. Hann leit yfir það á meðan hann beið. Þegar hann renndi augum yfir aðal auglýsingasíðuna vakti orðið Stóra-Brekka athygli hans. „Til sölu á næsta vori“. Jörðin Stóra-Brekka, sveit og sýsla; ein af stærstu jörðum landsfjórðungsins, vel hýst, kosta jörð o. s. frv. Ju, hann kannaðist við þetta allt — það var satt. Svo kom sérstök málsgrein neðst: „Til eins af aðalkostum jarðarinnar má telja það, að á næsta ári má telja nokkurn veginn víst, að fyrir landi jarðarinnar verði um að ræða laxveiði vegna aðgerða neðar í ánni með það fyrir augum að opna laxinum leið alla leið upp að Litla-fossi nokkru ofar í dalnum. Sérstakt tækifæri fyrir áhugasama laxveiði- menn.“ Svo — semja má við eiganda jarðarinnar o. s. frv. Einnig málafærslustofnun í borginni. — Þórður gleymdi snöggvast hvar hann var stadd- ur. Hann spratt á fætur, en gáði þá að sér og settist niður aftur. Hann las auglýsinguna yfir aftur. Svona var þá komið fyrir nýja bóndanum á Stóru-Brekku. Að vísu hafði hann heyrt „að heiman“ að ráðsmaður- inn hefði farið burtu á miðjum slætti. Að hitt fólkið myndi allt fara með haustinu. En þetta var nú ekki að verða sérstök nýlunda í seinni tíð, þó það hefði aldrei átt sér stað á Stóru-Brekku í hans tíð eða feðra hans. Og sú ósvífni í auglýsingunni! Varla að sagt -væri frá því að jörðin gæti afarvel framfleytt fjórum fimm manna fjölskyldum, ef vel var á haldið. Ekki getið um að á henni væri stærsta og töðusælasta tún sýslunnar. Byggingar, sem varla áttu sinn líka í öll- nm landsfjórðungnum. Nei — allt lífsstarf hans var ekki frásagna vert móts við tálbeituna — vonina í laxveiðinni, sem líklega myndi aldrei eiga sér stað. Hér var ekki verið að tala til þjóðhollra bænda. Ekki stórhuga ungra manna með fangið fullt af vonum og þrá til að láta gott af sér leiða, eins og hann þegar hann hóf lífsstarf sitt fyrir 35 til 40 árum. Nei, hér JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1'948 átti að fleka einhvern stóreignamann til að ná eignar- haldi á jörðinni, til að stunda þar „laxveiði“ svo sem mánaðartíma að sumrinu, meðan aðrir sveittust við að framleiða verðmæti til lífs þjóðinni og heilla. Hví- líkur maður var það, sem hann hafði fengið arfleifð feðra sinna í hendur! „Gjörið þér svo vel“. Þetta var í þriðja sinn, sem rakarasveinninn talaði til hans. Honum fannst það taka óratíma að klára klippinguna, höfuðbaðið og laksturinn, Hann þráði að komast úl undir beran him- ininn. Hlaupa sig sveittan. Jafnvel kasta sér niður og grenja sig hásan. En þegar út kom varð sú hugsun yfirsterkari öllu öðru. Þetta má Guðrún ekki fá að vita fyrir jólin. Það rænir hana ef til vill allri jóla- gleðinni. Hann var ekki búinn að gleyma tárunum hennar þegar hún snéri baki að Stóru-Brekku síðast. Og hann tók á sig krók heim til ungu hjónanna og bað þau að hafa ekki orð á þessu, og sjá um að blaðið yrði ekki á vegi Guðrúnar. í nótt svaf hann lítið.. Og nú gekk hann um þar heima á Stóru-Brekku. Atburðirnir ráku hver annan eins og í kvikmynd. Hann sá þau hjónin og litla Þórð sitjandi við jóla- borðið með hinu heimilisfólkinu. Hvert andlit með jólasvip. Allir eins og ein fjölskylda. Jólasiðirnir þeir sömu og þegar hann mundi fyrst eftir sér, nema hvað breytt húsakynni í seinnni tíð gáfu þeim mun dýrð- legri Ijóma. Og það var ekki fólkið eitt, sem bar jóla- svipinn. Allur bærinn — útihúsin —- skepnurnar — já, blessaðar skepnurnar — hvað var nú um þær? „Heima“ voru öll húsin sópuð og loftuð fyrir jólin, kýrnar stroknar og hestunum kembt. í rökkrinu færði liann þeim sjálfur aukatuggu, tekna úr miðju töðu- stálinu. Og Guðrún gleymdi ekki kúnum. Um leið og þær voru mjólkaðar, sem gert var í fyrra lagi þetta kvöld, fékk hver þeirra væna köku af brauðdegi — og kálfurinn spenvolga nýmjólk í stað undanrennunn- ar. Hver skyldi muna eftir þeim í kvöld? Skyldu þær kalla á nokkurn eins og þegar þær heyrðu málróm Guð- rúnar úti fyrir. Vafalaust ekki. Málrómur húsfreyj- unnar á Stóru-Brekku hljómaði þar ekki lengur.- Hlý- leikinn, nákvæmnin og skilningurinn á óskum og þörf- um sk*epnanna líklega jafn fjarlægt. Engin jól hjá gömlu vinunum þar heima. Þórður andvarpaði djúpt um leið og stóð á fætur og tók að ganga hratt um gólf. Og hvernig voru og yrðu jólin hjá þeim hjónunum — í þetta sinn? Mundu þau ekki verða jól útlagans, sem á sér enga fósturjörð lengur? „Engin jól án mömmu“, hafði hann 1 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.