Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Page 15

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Page 15
lesið í smásögu fyrir nokkrum áruin. Var ekki móðir- jörð sú eina móðir, sem aldrei hvarf frá hlutverki sínu? Var ekki Stóra-Brekka — þegar allt kom til alls — fósturjörð lians og móðir. Henni hafði hann unnið — gefið henni starfskrafta sína alla og mann- dóm. Myndi hann ekki alltaf eiga þar „heima“ — og hvergi annars staðar?-------- Ómar kirkjuklukknanna bárust inn til hans. Mess- an var úti. Þórður gekk út í dyrnar og svalg kallt kveldloftið. Það róaði og hann vildi verða kominn í jafnvægi áður en konurnar kæmu frá kirkjunni. Þær komu fyrr en hann varði. Þær skildu við garðshliðið. „Og svo komið þið yfir til okkar hálf níu“, heyrði liann ungu konuna segja. „Heilsaðu tengdapabba á meðan“. Guðrún leit athugulum augum á hann þegar hún var alkomin inn. „Þér hefir liðið illa. Þú hefðir átt að fara með okkur í kirkjuna. Það var ágætt að heyra lil prestsins og söngurinn hátíðlegur. — Þú hefir verið heima á Stóru-Brekku meðan ég var burtu. Ég hefði ekki átt að sleppa þér þangað í kvöld. Það er víst annars meira óstandið þar, þykist ég sjá í blaðinu.“ „Þú veizt þá allt saman.“ Þórður var ekki meir en svo raddstyrkur. ,,Það kom drengur með blaðið og bauð það til kaups. Eg keypti það. Líklega í einhverju jólaskyni. Maður kaupir svo margt fyrir jólin, sem ekki er gert aðra tíma. Af hendingu rakst ég á auglýsinguna.“ „Ég liefi hvergi séð þetta blað hér inni“, greip Þórður fram í. ,,Ég lagði það afsíðis,“ svaraði Guðrún hægt, og það brá fyrir — af Þórði vel kunnu — brosbliki í augunum. „Ég ætlaði áð hlífa þér við að frétta þetta fyrir jólin. Ég bað ungu hjónin þess sama, en þá sögðu þau mér að rétt á undan mér hefði komið mað- ur til þeirra, sem vildi hlífa konunni sinni við því sama. — Við höfum aldrei farið á bak við hvert ann- að um dagana. Og okkur tókst það nú ekki betur en þetta þegar við ætluðum að hyrja upp á því. — Við höfum aldrei verið — og verðum vonandi aldrei, un d i rhyggjumanneskj ur. “ Þórður svaraði þessu engu. Hann hallaðist upp að dyrastafnum milli stofunnar og gangsins og horfði fjarrænt á landlagsmynd á veggnum beint á móti. Guðrún settist í legubekkinn. „Kómdu til mín, Þórður, og sestu hjá mér snöggvast“. Þórður hlýddi. Hún stakk höndunum inn í báða lófa hans. Þannig sátu þau þegjandi andartak. „Manstu hvar og hvenær við sátum svona saman í fyrsta sinn? Það var í grænu láginni í 'hlíðinni ofan við Stóru-Brekku, kvöldið sem þú sagðir við mig orð- in, sem mig hafði dreymt um og þráð langan vetur á undan. — Síðan hefir mér fundist meginþáttuf lífs míns vera tengdur þér. Ef þessi þráður slitnaði myndi ég deyja. Stundum hefir mér fundist eins og ég þyrfti að heyja baráttu um hug þinn. Moldin og gróandinn toga á móti. Svo jarðbundinn værirðu, að ekki mætti á milli sjá hvernig sú barátta endaði. Nú hélt ég mig hafa imnið þetla tafl.“ Hún þagði um stund. „Megin- starfi lífs okkar var lokið á Stóru-Brekku. Við höfum gefið henni allt, sem við gátum af mörkum látið. Nú erum við hvað af hverju gamlar manneskjur. Förum að ganga í barndóm sem kallað er. — Þegar við vor- um börn báðum við sérstakra bæna á jólunum. •— Fegurri — hátíðlegri — ljósmagnaðri en venjulega. Ættum við ekki að halda upp á fyrstu jólin í þessu nýja lífi okkar hér — lífi, sem stefnir til barndóms- ins aftur hvort sem okkur líkar betur eða ver — með því að biðja hann, sem jólahátíðin er helguð, að sjá náðugur á okkur, lítilfjörlegum börnum í ríki hans, og lofa okkur enn um stund að njóta samverunnar hvert með öðru, í krafti þeirrar ástar, sem brann í hjörtum okkar kvöldið góða í hlíðinni ofan við Stóru-Brekku, og enst hefir okkur til þessa dags.“ SmælKi. í Búastríðinu tók írskur dáti til fótanna og flúði, Jjegar til átaka kom. Fyrir þaS fékk hann ámæli hjá félögum sínum. En hann varS ekki orSlaus og sagSi, aS þaS væri þó betra aS vera raggeit í 10 mínút- ur en steindauSur alla ævi. * * * Illa klæddur og tötralegur maSur gekk inn á skrifstofu lögreglunnár, kvaSst vera kaldur og hungraSur og baS um mat og næturgistingu þar. Honum var sagt, aS þar væri aSeins verustaSur afbrotamanna, svo að liann gerSi sér hægt um hönd og greiddi yfirlögregluþjóninum rokna löSrung. Hann fékk ókeypis dvöl í fangahúsinu marga sólarhringa. * * * Fyrr á öldum var þýzka mest töluð viS dönsku konungshirðina. Frá því er sagt, að eitt sinn hafi biskup farið frá íslandi til Danmerkur og var í þeirri ferð í gestaboði hjá konungi. Eftir máltíðina gaf drottn* ingin sig á tal við biskupinn og spurði hann frétta af íslandi. Meðal annars spyr hún biskup, hve margar kinder hann eigi — en kinder 4 þýzku er börn á íslenzku (biskup kunni ekki þýzku). Biskup segist eiga 300 kindur, en sumir á íslandi eigi þó fleiri kind- ur. Drottningunni heyrðist biskup segja kinder og blöskraði þessi barnafjöldi, svo aS hún spyr, hvað menn geti gert við þennan ógnar fjölda. Biskup svarar því og segir: „Við skerum þœr og étum.“ Drottningu blöskraði svo þessar voðafréttir, að hún baS guð að varð- veita sig og flýtti sér burtu, því að hún vildi ekki heyra meira frá ís- landi. JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 13

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.