Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Síða 17

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Síða 17
Bægisá Akureyri - Ytri ...Úr ferðabók Hendersons Á árunum 1814—1815 ferðaðist enskur menntamaður Ebenezer Hen- derson um Island. Hann var erindreki hins brezka Biblíufélags og átti að útbreiða biblíur og kynnast trúarástandi landsmanna. Ilann ferðað- ist víða um land og skrifaði bók um ferðir sínar á ensku, og kom bún út 1818. Henderson var maður lærður vel, góðgjarn og glöggsýnn. Hefir ferðabók hans jafnan þótt bin merkasta bæði um land og þjóð. Þor- valdur Thoroddsen telur hana „meðal hinna beztu, sem ritaðar hafa verið um Island, og langbezt er hún af öllum enskum ferðabókum er ég þekki.“ Hér fer á eftir þýðing á stuttum kafla úr bók Henderson um komu hans til Akureyrar og heimsókn til Jóns Þorlákssonar að Bægisá. Til Eyjafjarðar kom Handerson sunnan fjöll. Varð hann samferða Scheel mælingamanni. Fóru þeir Kjöl og síðan norður Eyfirðingaveg og niður yfir Vatnahjalla, að Tjörnum í Eyjafirði. Hefst kafli þsesi á komu hans að Hrafnagili. Smákaflar eru felldir niður í þýðingunni, og eru þeir merktir með Nokkru síðar komum vér að Hrafnagili, þar sem Magnús prófastur Erlendssoni) situr. Ég færði hon- um bréf frá biskupi. Þegar hann hafði lesið það, sagði hann, að þótt ég engin meðmæli hefði haft frá biskupi mundi hann hafa látið mér í té alla þá aðstoð, sem í hans valdi stæði, til að greiða fyrir því þarfa og góða staríi, sem ég ynni að. Næsta dag var hann að leggja af stað í yfirreið um prófastsdæmið. Hét hann því að benda prestunum á hina nýju biblíuþýðingu, og láta þá kynna hana í sóknum sínum og safna sam- an pöntunurn svo að nægilega mikið yrði sent af biblíunni um héraðið. Vér komum síðan til Aliurej rar kl. 4. Kapteinn Sclusel2) bauð mér heim til sín og kynnti mig konu sinni, sem þegar tók að búa mér öll hugsanleg þæg- indi í fæði og húsnæði, sem kom sér harla vel eftir hina þreytandi öræfaferð. Akureyri er helzti verzlúnarstaðurinn á norður- strönd Islands, og liggur á vesturströnd Eyjafjarðar. Allur kaupstaðurinn er einungis þrjú verzlunarhús, nokkrar vöruskemmur og fáeinir torfkofar, alls 18 eða 20 hús. Verzlunin er með sama hætti og annars staðar, þ. e. vöruskiptaverzlun, þár sem landsmenn kaupa kornmat og aðrar erlendar vörur fyrir ull, prjónles, saltkjöt o. s. frv. Áður var Akureyri nafn- kennd fyrir síldveiði. Svo miklar síldartorfur gengu í fjörðinn, að ekki var óvanalegt að fá 130—200 tunn- ur í einum drætti. nÁ síðustu árum hefir síldi horfið að mestu, til mikils tjóns fyrr bændurna í hér- aðinu, sem gátu birgt sig af síld fyrir einn dal tunn- una. Dönsku liðsforingjarnir Sch©el og Frisak3) hafa haft aðsetur sitt á Akureyri ásamt fjölskyldum 'sín- um, þann tíma sem þe:r hafa dvalizt á Islandi. Frisak var nýfarinn til Kaupmannahafnr, en Scheel var að búast til ferðar með skipi, er lá á höfninni. Við súm húsin eru örsmáir garðar, en í brekkunni fyrir ofan bæinn eru allstórir garðar, sem liggja móti suðri. 1 þeim rækta menn aðallega gulrófur og kartöflur. Meðan ég dvaldist á Akureyri voru fyrstu kartöflurn- ar teknar upp á því sumri, og þótti það óvanalega snemmt á Islandi. Hinn 5. (ágúst) fékk ég færi á að leysa af hendi erindi, sem Vídalín biskupa) hafði falið mér. Mála- vextir voru þeir, að áður en ég fór úr Reykjavík hafði hann sagt mér á sinn gamansama hátt að þegar ég kæmi til Norðurlandsins, mundi ég vera fær um' að leysa úr deilumáli milli tveggja klerka, og gæfi hann mér fullt umboð i því efni. Deiluefnið var eintak af Biblíunni, sem lánað hafði verið úr kirkju í landi út til Grímseyjar, þar hafði Biblían nú verið svo lengi, að Grímseyjarprestur5) neitaði með öllu, að skila henni aftur. Það var raunar ekki undrunarefm þótt hann vildi ekki láta slíkan grip af hendi, þegar á það er litið, að þetta var eina biblían, sem til var í eynni, sem liggur um 60 mílur0) undan landi, að því við- bættu að meðal eyjarskeggja var naumast nokkur, sem hfaði efni á að kaupa sér biblíu, jafnvel þótt hún væri ódýr, og það sem sjaldan skeður, að biblían væri fáanleg nokkurs staðar norðanlands. Þar eð ég komst að raun um, að presturinn var sárfátækur, þá gaf ég ekki einungis kirkjunni bibliu, heldur einnig honum sjálfum, í því trausti að án daglegs lestrar í heilagri ritningu mundi hann vera harla lítt fær um að upp- fræða sóknarbörn sín í hreinu guðsorði. Sama kvöldið seldi ég bónda einum úr nágrenni Akureyrar Bibliu og Nýja testamenti, en hann hafði gert sér ferð þang- að í þeim tilgangi einum að kaupa þetta. Kona hans hafði farið í kaupstaðinn um morguninn, og hafði henni þá verið sagt að bíða þangað til útdeiling hinna heilögu rita færi fram meðal almennings. En þegar hún kom þannig bónleið heim til sín, var löngun heimafólksins eftir bókunum svo sterk, að bóndi JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 15

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.