Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Qupperneq 19

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Qupperneq 19
hennar hafði enga ró í sínum beinum, nema að reyna, hvort honum tækist ekki betur. Ég reyndi að telja hann á að bíða, þar sem ég nú hefði svo fá eintök meðferðis. En hann sagði; að ef ég léti hann ekki fá Biblíuna þá þegar, yrði ég að minnsta kosti að taka við greiðslu fyrir hana, svo að tryggt væri, að hann fengi hana síðar. Ég lét honum hana því í té, en auk þess pantaði hann sex Nýjatestamenti, svo að börn hans gætu eignast sitt eintakið hvert. Daginn eftir naut ég þess heiðurs að amtmaðurinn á Norðurlandi Conferensráð Thorariensen7) heimsótti mig. Eftir að hann hafði boðið mig velkominn til Is- lands, lýsti hann með mörgum fögrum orðum á- nægju sinni yfir ferðalagi mínu og tilgangi þess. Hann skýrði mér frá( að hann hefði fengið tilkynningu frá sýslumanni einum austanlands um, að sending af Biblíum og Nýjatestamentum væri komin þar á einn verzlunarstaðinn. Eftir að hafa ráðfært mig við amt- manninn og kaptein Scheel um framhald ferðar minn- ar, afréð ég að breyta hinni upprunalegu áætlun. 1 stað þess að fara vestur um land til Reykjavíkur ákvað ég nú að fara austur um. Ég hafði enn nægi- legan tíma til þeirrar ferðar, og fékk vissu um, að árnar, sem eru margar og miklar á þeirri leið, væru mun betri yfirferðar á haustin en vorin. Þenna dag komst ég í ánægjulegan og mér dýrmæt- an kunningsskap við Briem8) sýslumann. Ég fór með honum um kvöldið heim til hans að Kjama, sem ligg- ur um tvær mílur suður frá Akureyri. Bærinn liggur mjög fagurlega. Megindalur Eyjafjarðar blasir þar við, en einnig sér þar til nokkurra smádala, sem ganga út frá honum til vinstri handar. Verið var að gera við húsakynnin. Garður var við bæinn, honum var skipt í tvo hluti, og mjög smekklega frá honum gengið. Vatn var leitt í hann til vökvunar frá smálæk þar í grend, og yfir garðshliðið voru skráðar setning- ar siðfræðilegs efnis. Ég kom fyrst inn i skrifstofu sýslumanns. Þar var dálítið af bókum, en ekki voru þær mikils virði, dagbækur og alls konar samsafn. Or skrifstofunni var ég leiddur inn í setustofuna. Þar voru tveir bókaskápar, í öðrum voru rit um lögfræði, stjórnmál og hagvísindi og þessháttar en í hinum kendi margra grasa, en allt voru það ágætar bækur og mikilsverðar. Eftir skamma hríð kom frú Brienf') ásamt öðrum meðlimum fjölskyldunnar inn. Var hinn mesti myndarsvipur á allri fjölskyldunni. Þegar ég hafði borðað bláber og rjóma var mér boðið upp á loft, til að skoða bókasafn frúarinnar. Það er geymt í litlu, snotru herbergi, því er vel fyrir komið, og er að mestu leyti íu’vals bækur um guðrækileg efni. Frú Briem er víða kunn fyrir guðrækni og menntun. Enda þótt hún veiti f jölmennu heimíli forsjá, ver hún samt miklum tíma til að uppfræða börn sín og auðga anda sinn. 1 bókasafni hennar eru um 100 bindi. Þar voru danskar og íslenzkar þýðingar af enskum ritum, svo sem: Hugleiðingar Heweys; rit Newtons um Spádóm- ana, Blairs um Fjallræðuna og Sherlocks um Dauð- ann. Þýðingar Guldbergs og Bastholms af Nýjatesta- mentinu og hinir ágætu Biblíulestrar Balles voru þar einnig. Mér þótti ánægjulegt að sjá þar eintak af Nýja-testamentinu frá 1807, sem bar þess glöggar minjar að hafa verið lesið mikið og með athygli. — Sýslumaður á tvær íslenzkar biblíur í arkarbroti, en engu að síður vildi hann kaupa nokkur eintök af hinni nýju útgáfu, sem hann taldi að væri aðgengilegri fyrir börnin en hin eldri. tJr þessu litla, skemmtilega herbergi var mér fylgt inn í stórt hús, sem lá fast að því, en það var dvalar- , og svefnherbergi vinnufólksins. Rúmin voru hreinleg og snoturlega uppbúin( og loftræsting var þar góð, sem því miður er alltof sjaldgæft á Islandi. Það vakti og ánægju mína, er mér var sagt að hús þetta væri einnig einskonar kapella heimilisins. Á hverju kvöldi safnaðist heimilisfólkið, um 20 manns, þarna saman, þá er sunginn sálmur, síðan er lesinn kafli úr biblí- unni og að lokum beðin viðeigandi bæn. Húsbóndinn annast þessa guðsþjónustu, en auk þess les sýslumað- ur eina til tvær stundir á hverju kveldi á veturna fyrir fólkið, meðan það situr að vinnu sinni í baðstof- unni. En það sem mest er um vert( og varla verður nægilega hrósað, er að hann les úr hinum sögulegu ritum Biblíunnar, í stað fornsagnanna, sem áður voru almennt lesnar,, og enn eru eftirlætislestur flestra bænda. Fornsögurnar íslenzku eru áreiðanlega mjög merkilegar, þar sem í þeim er að finna fjölmargan fróðleik um sögu norrænna þjóða, sem annars væri gleymd og grafin að mestu. 1 höndum lærðra manna' gætu þær þannig verið gagnleg og góð lesning. En að hvetja alþýðu manna til að lesa þær, mundi einungis verða til að þróa það sæði hjátrúar og hindurvitna, sem almenningur er allt of hneigður til að ala með sér, en slíkt mundi hafa hin bölvænlegustu áhrif á skaphöfn manna og lífsvenjur. Húslestrar em annars ræktir á næstum hverju ein- asta islenzku heimili frá Mikaelsmessu til páska. Á sumrin hins vegar er heimilisfólkið svo freift við hin, daglegu störf, og tómstundir frá þeim svo fáar ogj sundurslitnar, að það er næstum ókleift að safna því; öllu saman,, til sameiginlegrar guðræknistundar. Samt eru mörg heimili svo guðrækin, að húslestrar eru lesnir þar allt árið. Eyfirðingar og nágrannar þeirra í næstu sveitum eru gáfaðir og betur menntir en fólk í öðrum héruðum landsins. Þeir gera sér mikið far um að uppfræða börn sín, og þar sem náttúra lands- ins er gjöfulli við þá, en í öðrum héröðum( veitist þeim léttara að afla sér nauðsynlegra fræðibóka í þeim tilgangi. En jafnvel hérna er Biblían sjaldséð bók. Og þess eru dæmi að bændur hafi boðið 5—6 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 17

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.