Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 21

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 21
spesíur fyrir eina'Biblíu, en ekki getað fengið hana. Frá Akureyri reið Henderson til MöSruvalla, og síðan að Auðbrekku. Þar bjó þá síra Jón Jónsson liinn lærði. Fylgdi hann Henderson íram að Steinsstöðum en þar gisti hann hjá síra Hallgrími Þorsteinssyni, föður Jónasar skálds. Um íerðina að Steinsstöðum segir Henderson meðal annars: Vér riðum meðfram hlíðum fjallanna. Ég var svo hrifinn af samtalinu við hinn gáfaða förunaut minn, að ég gleymdi vegalengdinni, og veitti enga eftirtekt hinu stórfenglega og hrífandi landslagi, sem áreiðan- lega hefði annars dregið að sér verulegan hlut athygli minnar. Vér vorum varla komnir inn í hinn fagra dal, sem kallast Öxnadalur, þegar séra Jón nam snögg- lega staðar og benti mér á bæ, hinum megin árinnar og sagði mér, að þar væri bústaður hins fræga skáids þeirra (Jóns Þorlákssonar). „Hvað segir þér,“ kall- aði ég upp hálfundrandi, „er það þarna; sem þýðandi Miltons býr.“ ,:Já“, svaraði hann, „hann er enn á lífi og hefir nú fyrir nokkru lokið þýðingu þessa háleita kvæðis.“ Ég stöðvaði hestinn og var á báðum áttum, að ráða við mig, hvort ég ætti heldur að heimsækja skáldið þá um kvöldið, eða fresta heimsókn minni til næsta dags; er ég kæmi framan úr dalnum, en ég neyddist til að taka síðari kostinn, því að áburðar- hestar mínir voru komnir fram úr okkur. Daginn eftir reið ég ásamt séra Jóni og séra Hall- grími til Bægisár,, til þess að heimsækja skáldið séra Jón Þorláksson. Eins og flestir embættisbræður hans um þetta leyti árs, var hann á engjum að heyvinnu með fólki sínu. Þegar hann heyrði um komu okkar, flýtti hann sér heim eftir því^ sem aldur hans og heilsa leyfði. Hanp bauð oss velkomna í hin fátæklegu híbýli sin og vís- aði okkur inn í húsið, þar sem hann þýddi kvæði landa míns á íslenzka tungu. Dyrnar á húsinu eru naumlega 4 fet á hæð, og herbergið allt um 8 fet á lengd og 6 á breidd. Við innri gafl hússins er rúm skáldsins, en nær dyrunum undir glugga, sem ekki er yfir 2 ferfet á stærð, er borð, sem hann situr við þeg- ar hann vinnur að ritstörfum og skáldskap. Þegar ég sagði honum, að hvorki landar mínir né ég sjálfur, mundu hafa getað fyrirgefið mér. það, ef ég hefði ekki heimsótt hann, þegar leið mín lá um þessar slóð- ir, svaraði hann, að þýðingin á Milton hafi veitt sér marga ánægjustund, og hefði honum þá oft orðið hugsað til Englands. En þar sem hann byggi svo af- skekkt og væri orðinn svo gámall án þess nokkru sinni að hafa séð samlanda Miltons, hefði sér sízt af öllu komið. til hugar, að hann nokkru sinni yrði þeirrar gleði aðnjótandi. Einungis 3 fyrstu bækur af þýðingu séra Jóns á Paradísarmissi hafa verið prentaðar í 13., 14. og 15. bindi Lærdómslistafélagsins.10) En þegar félagið hætti störfum 1796 var lokað hinni einu leið, sem skáldið hafði opna, til að kynna almenningi ritverk sitt. Enginn möguleiki var á að hann gæti látið prenta kvæðið á eigih kostnað, þar sem allar tekjur hans af Bægisár- og Bakkasóknum ná ekki 30 dölum á ári, og af þessum litlu laurMm verður hann að gjalda að- stoðarprestinum, séra Hallgrími,. næstum helminginn. Hann hefir ort eftirfarandi vísu um fátækt sína, hið venjulega hlutskipti skáldanna: Fátæktin er mín fylgikona, frá því ég kom í þennan heim. Við höfum lafað saman svona sjötíu vetur, fátt í tveim. En hvort við skiljumst héðan af Hann veit, er okkur saman gaf. Það er tjón fyrir norrænar bókmenntir, að Para- dísarmiss skuli ekki vera allur prentaður. Það er ekki einungis, að þýðing séra Jóns sé betri öllum öðr- um þýðingum á Milton, heldur stendur hún jafnfætis frumkvæðinu, eða er því jafnvel fremri sumstaðar, þar sem Eddu-kenningar eru viðhafðar. Séra Jón fylgir efni kvæðisins,. eins og hverjum þýðanda er nauðsynlegt, en hann hefir einnig mjög fagurlega náð sérkennum þess og einstöku blæbrigðum. Að vísU hefir honum stundum misheppnast að fylgja frum- kvæðinu í einstöku atriðum, en hann gerir miklu meira en bæta það upp með hinum fjöhnörgu, snjöllu samlíkingum, sem engan sinn líka eiga í frumkyæð*- inu, sem þakka má auðlegð og þjálfun íslenzkunnar sem skáldamáls, og því fullkomna valdi, sem hann hefir á móðurmáli sínu.------------ Ég var svo heppinn að komast yfir Paradísarmissi á íslenzku, í góðu afriti, sem þýðandinn hafði sjálfur yfir farið og leiðrétt, svo telja má það jafngildi eigin- handrits. Ef heppnin er með, ætla ég mér ef til vill síðar að koma kvæðinu á prent í Englandi. Fyrir nokkrum árum tók séra Jón til við að þýða Messíasarkviðu Klopstocks.11) Hefir hann þegar lokið 14 bókum og er byrjaður á hinni 15. Hann fullyrti að sér yrði ómögulegt að fylgja Klopstok í hinu furðu- lega skáldaflugi hans eins vel og sér hefði tekizt við Milton, þar eð hann væri nú kominn fast að sjötugu. Um helti sína sagði hann í gamansömum líkingatón, að ekki væri að undra þótt hann léti á sjá, þar sem Milton hefði haft sig að reiðhesti árum saman og þeytt sér um ómælisvíddir Ginnungagaps, himnarikis og helvítis.---------- Bær séra Jóns liggur í mjög skáldlegu umhverfi. Hann liggur á mótum þriggja fagurra dala, Hörgár- dals, Öxiiadals og Bægisárdals. Árnar úr dölum þess- um renna saman þar í grend og mynda breitt og straumhart vatnsfall. 1 hlíðinni upp undan bænum JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 19

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.