Alþýðumaðurinn - 08.03.1949, Side 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudaginn 8. mai’z 1949
Hvað er blutleysi?
Ettir GyJta
Fátt er þýðingarmeira í opin
berum umræðum en að menn
noti orð og hugtök í einni og
sömu merkingu. Geri menn það
ekki, getur hlotizt af margskon-
ár misskilningur, og stundum
er hugtakaruglingnum e. t. v.
beinlínis ætlað að valda misskiln
ingi. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, hvernig lýðræðis
hugtakið og jafnvel frelsishug-
takið hefir verið notað — og ég
vil einnig segja misnotað — á
síðari árum. Hin gamla og sí-
gilda merking lýðræðis er sú, að
það tákni ákveðna stjórnarhætti
þ. e. a. s. þegar málefnum ríkis-
ins er stjórnað að vilja meiri-
hluta borgaranna, eins og hann
b'rtist í frjálsum kosningum,
eða a. m. k. ekki gegn honum.
Á síðari árum er farið að nota
orðið lýðræði til að tákna allt
annað, t. d. jöfnuð í efnahags-
málum, þótt þeir séu andvígir
þeim stjórnarháttum, sem
grundvallast á stjórnmálafrelsi
og meirihlutavaldi. Nokkuð hlið
stæðs ruglings virðst nú gæta i
opinberum umræðum hér á
landi, að því er snertir hlutleys
ishugtakið. Þeirrar skoðunar
hefir gætt allmikið, að í hlut-
leysi ríkis felist skoðanaleysi,
stefnuleysi, janfnvel kjarkleysi,
í því felist einhvers konar yfir-
lýsing um, að hlutaðeigandi ríki,
stjórn þess og borgarar vilji
enga skoðun hafa á því, sem ger
ist í heiminum; og telji sig það
einu gilda.
Þetta er auðvitað hins mesti
og herfilegasti misskilningur.
HlutleySi ler þjóðréttarhugtak,
og eins og svo mörg önnur þjóð
réttarhugtök hefir það verið
skiigreint á ýmsan veg og mis-
munandi víðtækt. Hinn gamli
hiutleys'.sréttur taldi, að í hlut-
leysi ríkis fælist, að það veitti
hernaðaraðilum enga aðstoð.
Hann taldi ekki það eitt ósam-
rýmanlegt hlutleysi, að veita
hernaðaraðila hernaðaraðstoð,
heldur líka að veita honum að-
stoð með viðskiptum eða fjár-
hagsaðstoð. I þjóðabandalaginu
gamla börðust Norðurlöndin,
sem í þvi voru, fyrir nýjum
skilningi á hlutleysishugtakinu
og nokkuð rýmri. Þau vildu
túlka hlutleysisliugtakið þaanig,
að í því fælist það eitt, að vilja
A Gís/ason
ckki taka þátt í hernaðaraðgerð
um. Þau töldu það hins vegar
ekki ósamrýmanlegt hlutleysi
þjóðar að eiga viðskipti við
stríðsaðila, selja honum mikl-
vægar vörur og jafnvel veita
honum ýmsa aðstoð; einungis ef
þjóðin tæki engan þátt í hernað-
araðgerðum. 1 samræmi við
þetta töldu þau það og ekki ó-
samrýmanlegt þjóðabandalags-
sáttmálanum að áskilja sér hlut
leysisrétt í stríði. Þegar heims-
styrjöldin síðari skall á, reynd-
ust Bandaríkin leggja svipaðan
skilning á hlutleysishugtakið, en
þó enn rýmri, því að þau töldu
sig hlutlaus þar til Japanir réð-
ust á þau 1941, en veittu Banda-
mönnum þó mlkla og mjög mik-
ilvæga aðstoð.
En þótt margar skilgreining-
ar séu til á hlutleysishugtakinu
og margs konar skilningur hafi
verið í það lagður hefir mér
vitanlega enginn þjóðréttarfræð
ingur nokkurn tíma lagt í hug-
takið þann skilning, að í því
íælist, að borgarar, blöð eða
flokkur hlutlauss ríkis mættu
ekki hafa hverja þá skoðun á
utanríkismálum sem þeim sýnd
ist, og láta hana í ljós. Jafnvel i
hinufn gamla hlutleysisrétti hef-
ir það aldrei verið talið felast,
að borgarar, blöð eða flokkar
hlutlauss ríkis mættu ekki halda
frám ákveðnum skoðunum í ut-
anríkismálum. Hlutleysi tákn-
aði þar það eitt, að ríkisvaldið
f-jálft mátti ékkert hafast að, er
yrði til þess að aðstoða hernað-
araðila. Samkv. þeim skilningi,
sem Norðurlöndin lögðu í hlut-
leysi í þjóðabandalaginu og
hlaut staðfestingu Bandaríkj-
anna í verki í upphafi síðasta
stríðs átti það svo t. d. að geta
samrýmzt hlutleysi að skipta
við ófriðaraðila og veita honum
fjárhagsaðstoð, hvað þá að láta
í Ijós samúð eða andúð, einungis
ef staðið væri utan hernaðarað-
gerða, beinna eða óbeinna.
Með tilliti til þessa er augljóst,
að það er varhugaverður hug-
takaruglingur þegar orðið hlut-
leysi er látið tákna skoðanaleysi
eða almennt afskiptaleysi, eða
þegar gefið er í skyn, að hlut-
leysi ríkis tákni, að það sjálft og
jafnvel borgarar þess afsali sér
léttinum til þess að greina milli
réttlætis og ranglætis í heims-
málum, jafnvel til þess að hafa
nokkra skoðun á ágreiningsefn-
um heimsstjórnmálanna. Það
bólaði á þeirri skoðun hér á
landi fyrir stríð og jafnvel eftir
að stríðið skall á. að sökum þess
að við værum hlutlaus þjóð,
ættu íslenzkir menn og íslenzk
blöð ekki að gagnrýna stjórnar-
háttu nazista í Þýzkalandi eða
utanríkisstefnu Þjóðverja. Þessi
skoðun var auðvitað fjarstæða.
Það er sitt hvað að vilja standa
utan ófriðar, vilja ekki taka
þátt í hernaðaraðgerðum, þ. e.
a. s. vera hlutlaus, eða að hafa
skoðanir á heimsmálum og
stjórnmálum. Svíar ui’ðu og fyr-
ir því á stríðsárunum; að snúið
var út úr hlutleysisstefnu þeirra
og hún talin jafngilda því, að
þeir vildu ekki gera upp á milli
málstaðar bandamanna og
möndulveldanna. Voru það eink
um kommúnistaflokkar Evrópu,
auk ýmissa bandarískra blaða,
sem héldu þessu fram. Allir
sanngjarnir menn vissu þó og
vita, hve fjarri sanni það var.
Sviár voru ekki hlutlausir af
því, að þeir væru í vafa um,
hverjum þeir ættu að óska sig-
urs, eða þá gilti einu, hver ynni
sigur. Þeir voru hlutlausir, af
því að þeir vildu reyna að kom-
ast hjá því að Svíþjóð yrði víg-
völlur og sænsku blóði yrði út-
hellt. Hlutleysi tákaar heldur
ekki nú í dag, að menn geti ekki
eða vilji /ekki gera upp á milli
málstaða höfuðdeiluaðilanna i
vestri og austri( hieldur að menn
vilji ekki taka þátt í styrjöld
milli þeirra. Sem stefna í utan-
tíkismálum er hlutleysi þjóðrétt
arhugtak, en ekki siðfræði- eða
stjórnmáiaafstaða, Hitt er svo
annað mál, að sem þjóðréttar-
hugtak virðist það engan veginn
skýrt afmarkað og alls ekki ó-
umdeilt. Virðist satt að segja
nægilegt, að um hlutleysið sé
deilt og megi deila sem þjóðrétt-
arhugtak, þótt ekki sé efnt til
enn meiri glundroða með því að
nota það til að tákna atriði, sem
eru á allt öðru sviði.
1 þessu sambandi er rétt að
benda sérstaklega á; að það er
engan veginn nýtilkomið, að
menn gre'ni á um skilning á
hlutleysishugtakinu. Það var á-
líka óljóst og álika umdeilt milli
hinna tveggja heimsstyrjalda og
það er í dag og þó var hlutleysi
tal'ð hyrningarsteinn islenzkrar
utanríkisstefnu, án þess að um
það virðist nokkur ágreiningur
hér á landi. Þrátt fyrir þá ótví-
ræðu samúð, sem allur þorri Is-
lendinga hafði með málstað
bandamanna í stríðinu, and-
mælti enginn málsmetandi aðili
því opinberlega; að ríkisstjórnin
mótmælti hernávni Breta, þar eð
það var talin skerðing á yfir-
lýstu hlutleysi Islands. Þegar
herverndarsamningurinn við
Bandai’íkin var gerður 1941,
hélt enginn því fram á Alþingi,
að hlutleysi Islands væri úr sög-
unni. Ýmsir lögðu hins vegar
sérstaka áherzlu á, að hervernd
arsamningurinn væri samrýman
legur yfirlýstri hlutleysisstefnu
Islands, en það ástand; sem
leiddi af hernámi Breta, var það
ekki, og þeir lögðu um leið sér-
staka áherzlu á, að Island ætti
að halda fast við hlutleysis-
stefnu sína. Meðal þessara
manna var t. d. formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Ölafur Thors,
og annar helzti atkvæðamaður
ílokksins á þingi, Gísli Sveins-
son. Þegar Bandaríkin gerðust
stríðsaðili, var því ekki lýst yfir
af hálfu ríkisstjórnar eða Alþing
is, að hlutleysisyfirlýsingin væri
úr gildi fallin, og engin krafa
mun hafa komið fram um það.
Sannleikurinn er sá, að það hef-
ir aldrei verið staðhæft opinber-
Iega á Islandi fyrr en nú
síðustu mánuðina, að 'ilutleysi
islands væri endanlega og óaft-
urkallanléga úr sögunrii. Hitt er
rétt, að meðan á striðlnu stóð
heyi’ðust um það raddir, að við
ættum að hverfa frá hlutleysis-
yfirlýsingunni. Það kann að virð
ast undarlegt nú, en samt er það
svo, að þessari skoðun skaut
fyrst upp hjá leiðtogum Sósíal-
istaflokksins^ og henni var um
skeið haldið á loft af málgögn-
um hans. Það var um það leyti,
sem Islendingum var fyrst veitt-
ur kostur á inngöngu í Samein-
uðu þjóðirnar gegn því, að þeir
segðu möndulveldunum stríð á
hendur. I umræðunum um það
mál var því haldið mjög á loft
af Sósíalistaflokknum, að við
hefðum ekki verið hlutlausir í
því. Aðrir flokkar tóku litt und-
ir þessi rök, og tilmælunum var
sem kunnugt er hafnað. Nú er
skipt um hlutverk. Nú eru
kommúnistar forsvarsmenn ís-
lenzks hlutleysis, en t. d. 'formað
ur Sjálfstæðisflokksins^ sem á-
kaft varði hlutleysisstefnuna
1941, telur hana nú fjarstæðu,
ef ekki beinlínis hættulega.
Með tilliti til þess, að skoðan-
ir geta verið skiptar um þýðingu
þjóðréttarhugtaksins hlutleysi,
og með sérstöku tilliti til þess,