Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.03.1949, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 22.03.1949, Qupperneq 1
11. tbl. Fjárbagsáætlun Akureyrar bæjar afgreidd. Útsvarsupphæðin ákveðin kr. 5,042,160 í ár. S. 1. þriðjudag hélt bæjarstjórn Akureyrar fund og gekk þar til fulln- ustu frá fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Sanikvæmt venju voru tvær um- ræður um áætlunina, en' hún er sam- in af bæjarráði og bæjarstjóra. Var fyrri umræða í janúar og skvldi breytingartillögum við áætlunina vera skilað til bæjarstjóra fyrir 1. febrúar s. 1. Lesendum til glöggvunar skal á það minnl, að bæjarráð er skipað 4 mönnum, sínum frá hverjum flokki, sem fulltrúa á í bæjarstjórn, og hafa flokkarnir því jafna aðstöðu í bæj- arráðinu til að koma sjónarmiði sínu varðandi fjármálastjórn liæjar- ins að. Það.mætti því ætla, að bæjarráðs- menn hefðu samráð við meðfulltrúa sína v bæjarstjórn um samningu á- ætlunarinnar, og því kæmu litlar sem engar breytingartillögur síðar fram. Þessi varð þó ekki raunin á nú, og hefir raunar ekki verið áður, þótt stórfelldastar væru að þessu sinni. Var þetta þó mjög eftir flokkum: Alþýðuflokkurinn bar engar breyt- ingartillögur fram; Framsóknar- flokkurinn 2 í hækkunarátt gjalda- megin; Kommúnistar 3 hækkanir tekjumegin, 8 lækkanir gjaldameg- in, en 3 hækkanir, og stóðu metin jöfn eftir; Sjálfstæðisflokkurinn 3 hækkanir tekjumegin, en 10 lækk- anir gjaldamegin. Voru tillögur Sjálfstæðisflokksins (Svavars Guðm. og Jóns Sólnes) stórfelldar breytingartillögur, því að útsvör mundu hafa lækkað verulega, ef þær hefðu allar verið samþykktar. Voru þær róttækastar, að lán skyldi tekið til kaupa á hlutabréfum í Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. að upphæð kr. 215.000.00, framlag til byggingasjóðs, kr. 200 þús., fellt niður og sömuleiðis framlag til brú- ar á Glerá 100 þús. kr. En fleiri lækkanir allverulegar var þar lagt til að gerðar væru, m. a. að fella niður kr. 50 þús. íil Matthíasarbókhlöðu, og voru kommúnistar einnig með það. Umræður um áætlunina urðu nokkrar, en þó eigi verulega langar né harðar. Gerði Steindór Steindórs- son grein fyrir sjónarmiðum Al- þýðuflokksins varðandi áætlunina, Marteinn Sigurðsson mælti f}'rir munn Framsóknarfulltrúanna, Jón Ingimarsson (en fyrir kommúnista mætti enginn af aðalfulltrúunum) talaði af liálfu kommúnista, cn Svav- ar Guðmundsson og Jón Sólnes fylgdu breytingartillögum sínum úr hlaði. Bæjarstjóri, Steinn Steinsen, skýrði frá því, að sér hefði eigi tek- izt að fá áreiðanleg loforð fyrir láni iil kaupa á iogarahlutabréfunum, og greiddu því allir fulltrúanna atkvæði með því að jafna þeirri upphæð nið- ur — nema Svavar, Jón Sólnes og Þorsteinn M. Jónsson. Hins vegar upplýstist, að hægt mundi að fá lán til Glerárbrúar, og samþykktu því allir að fella þá nið- urjöfnunarupphæð niður. Athyglisverðar voru þrjár lækk- ! unartillÖgur kommúnista: 1. Laun garðyrkjuráðunautar skyldu lækka úr 24 þús. kr. í 15 þús. krónur. 2. Ekkert skyldi lagt til hliðar til byggingar bókhlöðu. 3. Lækka skyldi um 45 þús. kr. framlag bæjarins til Byggingafélags Akurfeyrar. Fylgdu engir þeim að málum hvað 1. og 3. lið snerti, enda mun öllum liafa verið augljóst, livað þar fólst að baki, en um 2. lið sameinuðust kommúnistar, Svavar og Sólnes — og Þorsteinn M. Jónsson. Aðeins fulltrúar Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn því. Að öðru leyti en því, sem nú hefir verið frá sagt, voru nær allar breyt- ingartillögur kommúnista og flestar tillögur Sjálfstæðismanna felldar. Þó lækkaði útsvarsupphæðin alls um 82 þús. kr. i þessari síðustu umferð, og segir sagan, að slíkt sé eins dænn. Hér er ekki rúm iil að geta ítar- lega helztu tekju- og gjaldaliða, sem þó væri bæjarbúum til verulegs fróðleiks. Aðeins skal hér stiklað á því stærsta: Helztu tekjuliðir: Kr. Skatlar af fasteignum . . 264.000 Tekjur af fasteignum .. 130.000 ð msar tekjur ............. 469.450 Útsvör .................. 5.042.160 Helztu gjaldaliðir: Kr. Stjórn kaupstaðarins .... 274.500 Löggæzla .................. 185.000 Heilbrigðismál ............. 84.200 (mun þykja furðu lágt) Þrifnaður ................. 292.200 Vegir og byggingamál . . 278.800 Nýir vegir o. fl........... 654.400 Eldvarnir ................. 157.200 Fasteignir ............... . 155.000 Lýðtrygging og lýðhjálp . . 860.000 Framfærslumál ............. 512.200 Menntamál ................. 655.900 Til bvggingasjóðs bæjarins 200.000 Til byggingafél. Akureyrar 120.000 Til togarakaupa ........... 215.000 Lán iil Krossancsverksm. 250.000 Til nýbyggingar við sundst. 100.000 Til Sjúkrahúss Akureyrar 150.000 Til dráttarbrautar ........ 150.000 Á það var bent í umræðunum um Skjaldborgarbíó Aðalmymd vikunnar: Eignkoaa annars manns Hin snilldarlega vel gerða finnska kvikmynd, sem talin er vera með albeztu myndum, sem hér hafa sézt í mörg ár. Aðalhlutverk: Hin fagra og mikla karakterleik- kona: HELENA KARA. L e i f W a g e r. Bönnuð yngri en 14 ára. «\ÝJA-BÍÓ Fimmtudaginn kl. 9: Rakarinn frá Sevilia Itölsk lónlistarkvikmynd frá Tespi Produstion, Rómaborg. I aðalhlutverkúm: Ferruccio Tagliavini, Tito Gobhi, Nelly Corradi, Italo Tajo. fjárhagsáætlunina, að vatnsgjöld væru hér furðu lág miðað við ann- ars stáðar. Einnig var rætt um, að vel mætti hækka lóðarleigur. Loks var drepið á það, hvort eigi bæri að taka upp mánaðarlega innheimtu á útsvörum. Kom þetta fram í sam- bandi við þær upplýsingar Svavars Guðmundssonar, að bærinn hefði átt inrii á hlaupa- og sparisjóðsreikn- ingum um s. I. áramót í Útibúi Landsbankans hér rúmar 2 millj. kr., en bæjarstjóri kvað slíkt nauðsyn- legt reiðufé til að mæta greiðslum fyrri hluta ársins. \

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.