Alþýðumaðurinn - 22.03.1949, Síða 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 22. marz 1949
stundin mikla.
Aílantshafssáttmálinn birtur.
Örlaga
„— uk lét gera fjötur þann,
er Gleipnir heitir. — Fjöturinn
varð sléttr ug blautr sem silki-
ræma, en svá traustr ok sterkr
sem nú skaltu heyra.“
Síðastliðinn föstudag var birtur
Atlantshafssáttmálinn svonefndi, sem
svo mjög liefir verið umtalaður und-
anfarna rnánuði. Er sáttmálinn í 14.
greinum. \Því miður hefir sá, sem
þetta ritar, eigi frumtexta sáttmál-
ans í höndum, heldur hefir aðeins
séð þýðingar Alþýðuhlaðsins og
Þjóðviljans á honum, og her þar
nokkuð á milli sums staðar um oröa-
lag, en tæpast svo að merkingar-
munur sé.
Alþýðublaðið túlkar sáttmálann
sem „nánast viljayfirlýsing um sam-
starf lýðræðisþjóðanna“, og verður
því tæpast neitað, að sé svo einvörð-
ungu, þá er dálítið hroslegt fyrir
lýðræðisþjóðir, sem marglýst hafa
yfir samstarfsvilja sínum, að þær
þurfi að gera um slíka viljayfirlýs-
ingu sáttmála til 20 ára.
Þjóðviljinn kallar hins vegar sátt-
málann árásarsamning og talar um
hervarnir og styrjaldarþátttöku „í
Jrágu bandarískra heimsvaldahags-
P —
muna“. Og verður ekki sagt,' að hér
sé skammt öfganna á milli.
Nú um skeið hefir allmikið verið
um það deilt hér á landi, hvort ís-
lendingum væri íáðlegt eða ekki að
ganga í Atlantshafsbandalagið. Hef-
ir að vonum mergur málsins verið
sá, h,vort slíkt yki öryggi landsbúa
eða ekki og hvorl aukið öryggi, ef
Jrað fengist, yrði ])á ekki keypt of
dýru verði.
ETmræður þessai' munu vafalaust
þykja allmerkilegar, Jtegar stundir
líða. Þær hafa verið haröar, en Jjað
er ekki nýtt hjá okkur. Ilitt er at-
hyglisvert, live geysilegri áróðurs-
tœkni hejir verið heitt til að já al-
mennitig til að triia jijví, að ré.tt sé
og sjálfsagt að ganga í bandalagið.
Fyrstu og umhúðalausustu rökin
voru þau, að lsland væri varnarlaust
land gagnvart herveldi Rússa. Hér
yrðu að koma „sterkustu vígvélar og
morðtól til varnar og sóknar“.
Þegar almenningi leizl ekki á
Jjessi „rök“, var enn haldið franr
nauðsyn þátttöku í bandalagi, en
lögð áherzla á, að hér skyldi eigi ljá
máls á „herstöðvum á íriðartímum“.
Loks er svo hálf ríkisstjórnin send
vestur um haf til að „kynna sér
kvaðir og kosti“, og er slíkt raunar
ekki átöluvert, en athyglisverðast í
Jivi sambandi, að allar fréttir um
slíkt fengu landshúar í erlendum
jréttum Ríkisútvarpsins.
Og nú hafa sem sagt hinar 14. gr.
sáttmálans verið hirtar.
Hér er ekki rúm til að hirta allar
greinarnar, en sérstök athygli skal
vakin á 3., 4. og 5. gr. hans.
Þær hljóða svo (þýð. Þjóðviljans
á 3. gr„ Jjar sem hún er hrengluð í
AlþýÖubl., 4. og 5.,gr. þýð. Alþhl.):
„III. gr. Til þess að ná tilgangi
þessa sáttmála á öruggari hált munu
aðiljar hans, hver fyrir sig og í sam-
einingu, heita stöðugri og mark-
vissri uppbyggingu og gagnkvæmri
hjálp til að halda við og auka getu
livers einstaks og allra sartieiginlega
lil að veita mótspyrnu vopnaðri á-
rás.
IV. gr. SamningsaÖilar skulu
ráðgasl við, hvenær sem friðhelgi
lands, pólitísku sjálfstæði eða ör-
yggi einhvers Jieirra er stofnaö í
hættu, að áliti livers jteirra sem vera
skal.
V. gr. Samningsaðilar eru ásáttir
um, að vopnuð árás á einhvern eða
einhverja Jteirra, í Evrópu eða
Norður-Ameríku, skuli skoðast árás
á þá alla, og íyrir því eru þeir ásátt-
ir um, að verði slík vopnuö árás
gerð, skuli hver Jjeirra með skírskot-
un lil réttarins til sjálfsvarnar, hvers
einstaks eða margr'a sameiginlega,
sem viðurkénndur er í 51. gr. sátt-
mála S. Þ., konta Lil' hjálpar Jjeim
samningsaðila eða aðilum, sem
þannig er á ráðist, með ]>ví að gera
þegar í stað, hver um sig og ásamt
hinutn samningsaðilunum, Jjær ráð-
stafanir, sem hann ályktar að nauð-
synlegar séu* til að koma aftur á og
* Alar leturbr. mínar. — Br. S.
varðveita öryggi á N-Atlantshafs-
svæðinu, og telst Jjar til beiting
vopnavalds-----------
í 9. gr. er svo ákveðið, að stofna
skuli sérstakt ráð, sem sjá skuli um
framkvæmd samningsins. A þar
hver aðili fulltrúa, en Jró skal það
þannig skipað, að það geti komið
saman í skyndi.
Nú verður oss íslendingum á að
sp.yrja: Hvernig verður „haldið við
og aukin geta vor til að veita mót-
spyrnu vopnaðri árás“ (III. gr.), ef
hér er hvorki herskylda, erlendur
her né nokkur herstöð á friðartím-
um? Eða ætla íslenzkir fylgjendur
bandalagsins eftir allt saman að
ganga frá fögru yfirlýsingundm?
Eftir 4. gr. er ákvörðunarréttur-
inn tekinn af sanmingsaðilum um
það, hvenœr þeim er ógnað, sarnan-
ber niðurlag greinarinnar. Þetta er
aðeins hættulegt fyrir smáþjóðirnar,
stórþjóöirnar geta í reynd alltaf á-
kveöið slíkt sjálfar.
Og eftir 5. gr. ráða samningsaðil-
ar því sjálfir, hver jyrir sig, hvaða
hjálparráðstafanir þeir gera, ef á eitt
ríkis er ráðizt, }j. e. samkvæml henni
er engin skýlaus yfirlýsing stórveld-
anna um vopnaða vernd sntájjjóðun-
um til handa.
Oss verður nú á að spyrja: Hvað
er nú unnið við, að ísland gangi í
Jjetta handalag?
Samkvæmt aldagamalli hefð .vit-
um vér, að Bretland leyfir engu sér
óvinveittu ríki að ná herstöðu hér á
landi, geti Jjað spornaö við því.
Bandaríkin hafa lýst Jrví skýlaust yf-
ir bæði 1941 og aftur 1945, að þau
gætu ekki vegna eigin öryggis J)ol-
að, að nokkurt ríki Jieim óvinveitt
næði Islandi á silt vald, en J)essi tvö
ríki, Bretland og Bandaríkin, eru
þau einu af bandalagsríkjunum, sem
veitt geta oss vopnavernd. Það er
því augljóst, að ekki Jmrfum vér að
gerast aðilar að handalaginu iil að
iiðlast ])á vissu, að Bretar og Banda-
ríkjamenn vaki yfir J)ví, að Rússinn
taki oss ekki herskildi.
Um samstarfsvilja þeirra þjóða,
sem að Atlantshafssáttmálanum
standa, hæði á sviði efnahags-,
menningar- og mannréttinda-mála,
efumst vér ekki sáttmálalaust. Þess
vegna þurfum vér ekki að hinda oss
þar til 20 ára.
Gagnvart Vestur- og Noröur-Ev-
rópuríkjunum og Vesturálfu hefir
íslenzka Jtjóðin ætíð sýnt það Ijós-
lega, að hún muni aldrei vega að
haki ])eim. Þess vegna þurfa ]>au
engan 20 ára sáttmála um slíkt af
vorri hendi.
Þórólfur Nefjólfsson hað Jjess
fyrst fyrir liönd erlends konungs af
íslendingum, að þeir gæfu land og
J)jóð á lians vald, þar næst Grimsey
eina og loks það eitt, að helztu höfð-
ingjar landsins kæmu á konungs-
fund.
íslendingar neituðu þessu öllu, en
sendu 4 höfðingjasonu utan. Þeir
hundust engu, en sýndu fyllstu vin-
áttumerki.
Nefjólfssynir nútímans hafa fyrst
heiðst þess af þjóðinni, að hún gerði
land silt „áð sterkasta víghreiðri“,
næst að hún bindist í samtök, sem
ekki skuldhindu hana ])ó til her-
stöðva á friðartímum, loks að hún
undirriti „nánast viljayfirlýsingu
um samslarf lýðræSis])jóðanna“.
(Al])bl. 19. marz 1949.)
Islendingar eru vopnlaus ])jóð,
sem lýst hcfir yfir ævarandi hlut-
leysi í hernaöi. Þeir eiga sér ntenn-
ingararf, sem hver þjóð má vera
stolt af. Þeir hafa barizt fyrir sjálf-
stæði sínu um aldaraðir og loks end-
urheimt ])að fyrir skönnnu. Sú bar-
áttusaga ætti að vera oss leiðarljós.
Islenzka þjóðin á nú innan
skamms að taka örlagaríka ákvörð-
un um 20 ár fram í tímann. Nú ríð-
ur á, að hún velji rétt. Nú ríður á,
að hún dragi dæmin af sögu sinni
og horfi vel í skuggsjá dæmisagna
sinna. Hvort man nú engin söguna
um fjöturinn Gleipni, sem enginn
fjötur sýndist, en þó hélt öllum
böndum hetur?
Ilvort man nú enginn lengur, að
eitt sinn var íslenzkri þjóð talin trú
um, að Gamli sáttmáli væri henni
beinlínis hinn hagfelldasti öryggis-
sáttmáli?
Hér mega engin annarleg sjónar-
mið rugla íslenzka ])jóö, Jiegar á-
kvörðun verður tekin í því, hvort
hún skuli gerast aðili að Atlants-
hafssáttmálanum eða ekki. Aðeins
íslenzkt sjónarmið á að ráða, það,
hvað íslenzku Jijóðinni er hezt og
affarasælast. Verði svo, er enginn efi
á svarinu: I ér neinum Nefjóljssoji-
um um bæn Olajs digra, vér neiturn
hojiurn um Grímsey, vér neitum því
að geja beztu höjðingja vora á vald
honum, en vér viljum gjarnan að
öðru leyti sýna honum fullt traust,
meðan hann sýnir sig j>ess verðug-
an. Vér viljum gjarnan senda beztu
sonu vora: íslenzkan höfðingsskap,
manndóm og brœðralagsvilja utan
til grannþjóða vorra, svo að þeijn
leiki enginn eji á, að vér erum jylgj-
endur FRELSIS, JAFNRÉTTIS og
BRÆÐRA LA GS. En vér höfum
jengið nóg aj gömlum og nýjum
sáttmálum. Vér höjum fengið nóg
af jjötrinum Gleipni.
Þess vegna segjum vér
N E I.
Br. S.