Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Page 2

Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Page 2
2 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 26. apríl 1949 Rógsiðjan stoðar ekki Hvað er framundan? Þetta er spurningin, sem brennur á vör- um flestra, er eitthvað skipta sér af gangi þjóðmálanna. Að fiestra dómi virðist útlitið vera skuggalegt og aldrei hafi brotið jafnmikið á boðum kringum þjóðarskútuna og þess vegna megi lítið út af bera, svo að allt steyti ekki á grunni. Almenn- ingi er eðlilega gjarnt að varpa allri sökinni yfir á herðar þeirra; er hlotið hafa það lítt öfundsverða hlutskipti að halda um stjórnarvölinn hérna síðustu ár, enda er vel kynnt undir. af þeim flokki, er nú er í stjórnar- andstöðu, hinum íslenzka Kommúnistaflokki, hans eina von er sú, þótt fávísleg megi teljast að þjóðin fyrr eða síðar kasti sér í náðarfaðm Brynjólfs og Co., er hún sjái, að núver- andi stjórnarsamstarf muni eigi ráða bót á þeim vandkvæð- um, er úrlausnar þurfa hið skjótasta. Aðalskeytum kommúnista hefir verið beint að flokki lýð- ræðissósialista og núverandi stjórn hafa þeir kallað „fyrstu stjórn Alþýðuflokksins“; þótt þessi blekkingartilraun þeirra sé of barnaleg til að nokkur viti- borinn maður geti glapizt til að trúa. Sýnir það vel innrætið og þann anda, er forvígismenn kommúnista hafa til brunns að bera. Nú vita allir, að lýðræðis- sósíalistar hafa ekki nema 2 af 6 ráðherrum í ríkisstjórn, svo að auðsótt er að gera sér grein fyrir, hve mörg prósent af sann- leika er í áðurnefndri staðhæf- ingu kommúnista. Eg held, að þeir viidu ekki; að stjórn sú, er var við völd frá haustinu 1944—1947 yrði kölluð stjórn Sjálfstæðisflokksins, en ef sama mælikvarða ætti að leggja á hinar 2 rikisstjórnir, yrði út- koman sú. Árið 1947 er landið hafði verið stjórnlaust vegna svika kommúnista, tók Alþýðu- flokkurinn það vandasama hlut- verk að sér að gangast fyrir stjórnarsamstarfi og hafa þar forustuhlutverk á hendi. Það hefði að vísu verið léttara og ábyrgðarminna að skerast úr leik og láta aðra taka þann vanda á hendur, en reyna held- ur að nota sér ástandið í póli- tísku hagsmunaskyni. En Al- þýðuflokkurinn sá, að þjóðinni var hætta búin og það mikil; ef eigi yrði komið á hið fyrsta á- byrgri stjórn í landinu, og því hikaði hann ekki að leggja sinn skerf fram, að það mætti takast og þvi gekkst hann fyrir því að fá borgaraflokkana í samstan um stjórn landsins. Alþýðu- flokknum duldist það ekki, að með þessu etjórnarsamstarfi gæti hann ekki hrundið í fram- kvæmd ýmsum stefnumálum sínum, né að sú stjórn, er yrði mynduð; framkvæmdi sósíalist- iskar aðgerðir í ríkum mæli. Til slíks hafði hann ekki nægilega áterka aðstöðu, þar sem hann hafði eigi nema 9 þingmenn af •þeim 42, er stjórnarflokkarnir höfðu. Hins vegar taldi hann, að með því að skerast ekki úr leik, gæti hann fremur hindrað að gengið yrði á rétt alþýðusam takanna í landinu og hann hafði einnig þá trú, að fylgjendur hans myndu skilja þá aðstöðu.er hann hafði. Reynslan sýnir, að með þátttöku sinni í ríkisstjórn, hefir Alþýðuflokknum tekizt svo sem auðið er að vernda hinar vinnandi stéttir gegn ósann- gjörnum kvöðum, en hvort þjóð inni hefir skilizt aðstaða hans, mun koma í ljós við næstu kosn ingar. Eg hefi þá trú á alþýðu landsins, að henni hafi tekizt þi'átt fyrir blekkingar kommún- ista og einnig óvandaðan mál- flutning annars staðar frá; að skilja og meta að verðugu starf Alþýðuflokksins fyrir þjóðina í heild. Það er staðreynd, sem ekki er hægt að rökum að mæla á móti, að með þátttöku sinni í ríkisstjórn hefir Alþýðuflokkur- inn getað hindrað til þessa, að framkvæmd væri stórfelld geng islækkun, aðal óskadraumur Sjálfstæðisflokksins.Sú leið mun ekki verða farin, meðan Alþýðu flokkurinn hefir fulltrúa í ríkis- stjórn; því ef svo færi, má með réttu segja, að flokkurinn hafi varpað hagsmunum alþýðunnar fyrir borð og þá fyrst gæti ég og aðrir sósíalistar efást um, að íorusta flokksins væri á réttri leið og þá fyrst gæti hvarflað að okkur, að andi Mac Donalds réði ríkjum innan miðstjórnar Alþýðuflokksins. Það er einnig staðreynd, að fyrir andstöðu Alþýðuflokksins var horfið frá því ráði að lög- binda vísitöluna við 280 eða jsfnvel 250 stig, eins og forvíg- ismenn borgaraflokkanna kröfð ust í fyrstu og eitt atriði vil ég benda á enn, og ekki það veiga- minnsta. Hvernig hefði tekizt að mynda löglega stjórn í landinu án atbeina Alþýðuflokksins? — Væri það ómögulegt, að fimmta herdeildin, er stóð fyrir grjót- kastinu á Alþingi þann 30. marz síðastliðinn, væri nú þegar búin að hreiðra um sig í valdastólum íslenzka lýðveldisins og íslenzka þjóðin væri nú þegar búin að hljóta þau lítt glæsilegu örlög, er féllu í hlut tékknesku þjóðar- innar fyrir rúmu ári síðan? — Nei; þótt okkur sósíalistum hafi ekki að öllu leyti líkað, hvernig á málum hefir verið haldið af núverandi ríkisstjórn, þá meg- um við ekki ganga fram hjá þeim sannindum, að með þátt- töku sinni hefir Alþýðuflokkur- inn getað hindrað það, að is- lenzka auðvaldið, næði því tak- marki að traðka miskunnar- laust á rétti og hagsmunum al- þýðunnar; og hann hefir einnig hindrað að kommúnistar gætu hafizt til valda, með því að hafa forgöngu að því, að ábyrg stjórn væri mynduð og útiloka þannig að öllu, að kommúnistar gætu notað sér slíkt öngþveiti til að ná völdum með ofbeldi og svikum. Það virðist einnig vera lítil sanngirni í því að sækja Al- þýðuflokkinn til saka í einu og öllu fyrir það ástand; er nú ríkir í atvinnumálum okkar vegna dýrtíðarskrúfunnar. Vilja ekki þeir góðu menn, er slíkt gera, c thuga þingmannatölu stjórnar- flokkanna hvers fyrir sig, og að þeirri athugun lokinni gera það upp við sig, hver beri í rauninni meiri ábyrgð: sá flokkur; er hef ir 19 þingmenn, eða sá er hefir 9, og hver hafi eftir þessum stærðarhlutföllum sterkari að - stöðu til að setja sinn svip á af- greiðslu mála, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi? Alþýðuflokjíurinn hefir oftsinnis birt þjóðinni stefnuskrá sína og hann hefir lagt hana undir dóm þjóðarinn- ar; en hún hefir ekki til þessa gefið honum umboð til að koma henni í framkvæmd. — Þrátt íyrir þá staðreynd, hefir Alþýðu flokkurinn ekki skirrzt við að taka á sig ábyrgð af stjórn lands ins, er hann hefir verið kvaddur til þess. Ilann hefir gert það í þágu þjóðarinnar og sýnt með því á áþreifanlegan hátt, að hann er og vill vera ábyrgur flokkur að það er fjarri honum að skorast undan skyldunni, þótt hann með starfi sinu geti ekki hrundið í framkvæmd þeirri hugsjón, er hann fyrst og fremst berst fyrir; en hann ber það traust til þjóðarinnar, að hún sjái að lokum, að öruggasta leiðin út úr ógöngunum er sú, er hann hefir helgað baráttu sína frá því fyrsta: lýðræðis-sósíai- isminn. Og er ekki komin tími til fyrir þjóðina að gera sér þetta ljóst í stað þess að ásaka forustumenn Jafnaðarstefnunn- ar án raka? Eg segi án raka, því að hvenær hefir þjóðin gefið þeim tækifæri til að sýna, að það fylgir hugur máli? Aldrei. En það er eins og þjóðin skilji ekki þessa einföldu staðreynd, enda reyna andstæðingarnir ó- spart að villa hana með stað- lausum blekkingum og fúkyrð- um. Vegna núverandi stjórnar- samstarfs er geyst fram á orr- ustuvöllinn af andstæðingunum og reynt að sverta sem hægt er forustumenn Alþýðuflokksins.— Slagorðin aðstoðaríhald, sósíal- fasistar og önnur álíka eiga að hrífa, og einnig er það básúnað út, að flokkurinn sé klofinn. En til hrellingar fyrir rógberann vil ég fullyrða, að Leitis-Gróu- mennskan mun ekki stoða þeim , 3 baráttu sinni til að ganga af lýðræðissósíalismanum dauðum a Islandi. Alþýðuflokkurinn hef- ir staðizt 2 klofningstilraunir og hann mun ekki verða lagður að velli, þótt maður að nafni Skúli Benediktsson æpi sig hásan á slagorðinu , aðstoðaríhald“, og hann mun einnig standast öskr - ið um „sósíalfasista“, sem tal- kór kommúnista kyrjar óaflát- anlega. Hann mun heldur ekki verða bergnuminn, þótt flírugt smetti íhaldsins setji upp það andlitið, sem sakleysislegast lit- ur út. Alþýðuflokkurinn er þeg- ar búinn að skjóta svo traustum rótum í íslenzku þjóðlífi, að meira þarf að ske en að framan getur, ef takast á að slíta upp rætur hans. Hvað klofning inn- an flokksins nú viðvíkur, verð j ég því miður að hrella þá, sem i hæst hrópa út þá fullyrðingu

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.