Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Blaðsíða 1
XV. árg. Þriðjudagur 7. febrúár 1950 , -7 thl Ráðstafanir Ihaldsins gegn IbúOaskortinum Einn af gæðingum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri tekur stóra 4 herbergja íbúð undir vörulager! Síðan í liaust hefir Oddur Torar- ensen lyfsali haldið stórri fjögurra herbergja íbúð óleigðri í Akureyrar- Apoteki, en fyllt hana af allskonar vörudrasli, en eins og alkunnugt er í bænum rekur lyfsalinn allmikla mangaraverzlun auk lyfsölu sinnar. Hefir húsið Hafnarstræti 99 til langs tíma þjónað því göfuga hlutverki að vera geymsla tóbaksbirgða og sæl- gætis með fleiru, ásamt hinu víð- fræga snyrtilega bakporti bússins. En nú hefir það sem sagt ekki brokk ið lengur til, heldur hefir lyfsalinn lagt heila fjögurra herbergja íbúð stóra undir vörubirgðir sinar, þótt hann eigi nú búðina Baldurshaga tóma út í Brekkugötu. Hér kemur. hinn sanni andi íhalds , mennskunnar og sérgæðingsháttar- ins grímulaust fram, þar sem í engu er skeytt knýjandi íbúðarþörf í íargra fjölskyldna í bænum, heldur ápæt íhúð tekin undir • vörulager. Þe ta er tillag Sjálfstæðisflokksins til 'ausnar húsnæðisvandræðunum. Ei þessi umræddi maður hefir fleira gert á hlut húsnæðisleysingj- anna í bænum en þetta. Það virðist svo sem hann leggi á það sérstaka al- úð að higja innflytjendum í bæinn Fimm kandidatar um bæjarsijórastöðuna V Fimm umsól nir bárust um bæj- arstjórastöðuna hér. Umsækjend- urnir eru þessir: Bergur Sigurbjö.nssön, viðskiptafr. Guðmundur Guð. augsson, forstjóri, Jón Þorsteinsson, lögfræðingur, Stefán Ág. Kristjó \sson, sjúkrasam- lagsstjóri, Steinn Steinsen, bæjarstjóri. íliúð þá, sem hann á yfir BSO. Þetta hefir hann gert tvívegis nú með stuttu millibili — og auðvitað hefir , húsaleigunefnd ekki lireyft hönd né i fót. En almenningi hefir orðið star- sýnt og líðrætt um þessar aðfarir. 1 fám orðum sagt: lyfsalinn og húsa- leigunefnd eru nú undir smásjá bæj- arbúa. Sjálfstæðisflokkurinn og húsa leigunefnd eru í prófmáli. Framsókn velur sam- vinini við ílialdið á Selfossi. Á Selfossi hefir Framsóknarflokk- urinn valið sér samstöðu með íhald- inu í hinni nýkjörnu hreppsnefnd þar, en hafnað samvinnu við Al- þýðuflokkinn og samvinnumenn. -— Kom þetta í ljós á fyrsta fundi hinn- ar nýkjörnu hreppsnefndar á Sel- fossi, sem haldinn var 30. janúar, þegar fulltrúi Framsóknarflokksins kaus oddvita með íhaldinu. Eins og kunnugt er hafði Alþýðu- flokkurjnn og samvinnuinenn sam- eiginlegan lista í kjöri við hrepps- nefndarkosningarnar á Selfossi og fékk listinn 2 menn kjörna, Fram- sóknarflokkuriijn fékk einn mann og kommúnistar einn. Aftur á móti fengu íhaldsmenn 3 fulltrúa í herpps nefndina. Eftir kosningarnar bauð Alþvðu- flokkurinn og samvinnumenn Fram- sókn upp á samvinnu, en Framsókn’- armenn kusu heldur samstöðu með íhaldinu . Alþýðuflokkurinn vann 9 sæti, en tapaði 4. Kommúnistar 2, en töpuön 6, Framsókn 4, en tapaði 1, Sjálfstæðisflokkurinn 2, en tapaði 6. Alþýðuflokkurinn vann 9 sæti af hinum flokkunum (5 af Sjálfstæðisflokknum, 3 af kommúnistum og 1 af Fram- sóknarflokknum) r bæjar- og sveitastjórnum í kosningunum 29. jan. s.l. en tapaði hins veg ar 4 sætum (2 til kemmúnista og 2 til Framsóknarflokksins) Kommúnistar unnu 2. sæti (bæði af Alþýðuflokknum), en töpuðu 6 (3 til AiJjýðuflokks- ins, 2 til Sjálfstæðisflokksins og 1 til Framsóknarfl.). Framsóknarflokkurinn vann 4 sæti (2 af Alþýðufl., 1 af Sjálfstæðisfl., og 1 af komm- únistum), en tapaði 1 (til Al- |Dýðuflokksins). Sjálfstæðisfl. vann 2 sæti (bæði af kommúnistum), en tapaði 6 (5 til Alþýðufl. og 1 til Framsóknarfl.). Alþýðuflokkurinn vann sæti á Akranesi, Húsavík, Seyðis- firði, Eyrarbakka, í Borgar- nesi, Bolungarvík, á Skaga- strönd og á Suðureyri (tvö); en tapaði sæti í Vestmanna- eyjum, á Norðfirði, Eskifirði og á Sauöárkrók. Kommúnistar unnu sæti á Norðfirði og á Eskifirði, en töpuðu sæti á Akranesi, á Ak- ureyri, í ólafsfirði, á Seyðis- fii'ði, í Vestmannaeyjum og í Bolungarvík. Framsóknarfl. vann sæti á Akranesi, í Vestmannaeyjum (tvö), og á Sauðárkróki; en tapaci sæti á Suðureyri. Sjálfstæðisflókkul'inn vanii sæti á Akureyri og í Ólafsfirði en tapaði sæti á Akranesi, Húsavík, Eyrarbakka, í Borg- arnesi, á Suðureyri og á Skagaströnd. Skjaldborgar-bíó í kvöld kl. 9: Glelm-mér-ei ! Allir bæjarbúar þurfa að sjá og heyra söngvarann heims- fræga Benjcimino Gigli. - NYJA BIÓ - í kvöld kl. 9: ÞRJÁR RÖSKAR DÆTUR (Three tlariiig daughters) ' Meu-o Goldwyn Mayer söngya- rnynd í eðlilegum lituin. . Leikendur: Jeannette Mac Doiiald José Jturbi Jane PowelL o. jl. ' ■ ' •- Alþýðuflokksfélögin - á Akureyri halda að Flótel Norðurlandi föstudagiim 10..febrúar kþ 8.30 e. h. Spiluð verð- ur félagsvjst. Verðlaun .veilt. Iýans á eftir til kl. 1. Félagsmenn. eru beðnir að hafa með sér spil og. blýant. A iþýð'ujlokksfélag A kureyrar. Kvenfélag Alþýðujlokksins. Félag ungra jajnaðannanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.