Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Blaðsíða 2
4 ALPÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 4. júlí 1950 tíæjarstjórn Akur eyrar samþykkir aÖ láta setfa föst sæti á hallandi jrólfi í Samkomu* húsinu Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, kom fram á næstsíð- asta bæjarstjórnarfundi tillaga frá Þorsteini M. Jónssyni og Braga 'Sigurjónssyni þess efnis, að bæjar- stjórnin skyldi láta aetja föst sæti á hallandi gólfi í Samkomuhúsið. Var tillögunni vísað til bæjarráðs, en það samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti, og á síðasta bæj arstj órnar- fundi var tillagan svo endanlega samþykkt með 5 atkv. gegn 3 (ekki 3:5, eins og Verkam. segir!). í síðasta tbl. Vm. er þessi ákvörð- un bæjarstjórnar gerð að umtalsefni að venjulegri góðgirni blaðsins. Vill það svo vera láta, að þeir, sem að samþykkt þessari stóðu, hafi látið stjórnast af miður hreinum hugsun- um: fjandskap á dansi, hatri gegn félagsstarfaemi ýmsri, hagsmuna- stefnu fyrir Hótel Norðurland o. fl. o. fl. Vel má vera, að nánustu aðstand- endum Vm. sé það með öllu óskilj- anlegt, að til skuli vera inenn í bæn- um, sem iangi til að búa leiklistinni hér betri skilyrði en verið hefir. Það kann líka að vera að þeir sjái eng- an mun á skyldum bæjarfélagsins við Leikfélagið, sem bindur alla starfsemi sína við Samkomuhúsið, eða önnur félög, sein starfa fyrst og fremst að menningarmálum sínum utan Samkomuhússins. En af skilj- anlegum ástæðum verður Vm. að eiga um þetta ailt við sjálfan sig. Hitt getur Alþm. upplýst blaðið um, að Leikfélag Akureyrar mun áreiðanlega fagna þessari samþykkt um föstu sætin, og ugglaust munu flest ef ekki öll menningarfélög önn- ur í bænum fagna þessu einnig, því að þau munu nú sjá sér betra færi á að bjóða bæjarbúum upp á góðar kvöldskemmtanir, sér til fjáröflun- ar og bæjarbúum til menningarauka, heldur en hingað til hefir verið kost- ur á. Síðasta tromp Vm. er „baráttan við dansinn“. Lætur liann svo, sem hér verði hvergi dansandi nema á Hótel Norðurlandi. Hvernig er það með Hótel KEA? Oft hefir verið EiumgarTiijiun í orði og á horöi Ftamh. af 1. síðu únistarnir eru svosem engir fávit- ar: Þeir vita sem er, að enn er ekki tímabært né ráðlegt að fara út í kaupdeilur. Þeir liafa semsé komizt nákvœmlega að söinu niðurstöðu og stjórn ASÍ. Hvað eiga þá þessi æsingaskrif kommúnistanna að þýða? kann ein- hver að spyrja. Svarið er einfalt: Það á að kjósa til Alþýðusambands- þings í liaust. Og þó erum við komin að einingu konmiúnista á borði: Þeim er ein- ingin ekki meira hjartans mál en svo, að þeir hika ekki við ó einhverri mestu hættu- og prófstund verka- lýðssamtakanna að reyna að læða tortryggni og sundrungu inn í raðir þeirra, sinnandi engu heildarhags- munum þeirra, hugsandi eingöngu um stundarhag sinn. Þetta er sú háskalegasta og ömur- legasta staðreynd, sem nú blasir við íslenzkum verkalýð, og er þá mikið sagt. Ferðajélag Akureyrar fer skemmti- ferð til Suðurlands föstudaginn 7. júlí. Ekið um Reykjavík til Þing- valla, austur í Þjórsárdal og svo að Skálholti, Laugavalni, Geysi, GulL fossi og norður um Kjöl. Farmiðar seldir á þriðjudag 4. og miðvikudag 5. júlí n. k., hjá Þorsteini Þorsteins- syni. Næturvarzla lœkna 4.—14. júlí. 4. júlí Stefán Guðnason. 5. Arni Guðmundsson. 6. Þóroddur Jónasson. 7. Pétur Jónsson. 8. Árni Guðmnndsson. 9. Árni Guðmunds- son. 10. Pétur Jónsson. 11. Þóroddur Jón- asson. 12. Þóroddur Jónasson. 13. Árni Guðmundsson. 14. Stefán Guðnason. dansað þar. Þá má ekki gleyma því, að verulegur hluti þess unga fólks, sem fyllt hefir samkomuhúsin í bæn- um á dansleikjum undanfarna vet- ur, er í einhverjum hinum 4 fram- haldsskólum bæjarins, sem allir hafa góða aðstöðu til að gefa nem- endum sínum kost á dansleikjum í eigin húsakynnum, og mundi áreið- anlega enginn skaði skeður, heldur hið gagnstæða, að skóladansleikir yrðu nemendum meiri skemmtivaki en verið hefir um sinn. JúnsmessuþanKar Framhald af 2. síðu eða komizt yfir erlendan gjald- eyri innanlands og þurftu aö koma honum undan eða eyða hon um í dýrar lystireisur með er- ltndum þjóðum. Vegna þessara tiltölulega fáu manna var gjald- eyriseftirlitiö afnumið, og vegna þessara manna var einnig leyft að flytja inn bifreiðar, ef menn aðeins höfðu ráð á nægi- legum erlendum gjaldeyri til þess, þótt hann væri fenginn fyrit' framleiðslu þjóðarinnar í heild og hún. ætti þvi fullan ráðstöf- unarrétt á honum til sinna nauð- synja. Það er í þessu sambandi kát- broslegt að minnast þess, að al- þingi hefir hin síðustu árin verið að burðast við að samþykkja innkaupaheimildir fyrir jeppa- bifreiðum vegna landbúnaðarins, vitandi það fyrirfram, að ekki yrði liægt að flytja inn eitt ein- asta stykki af þessari vöru. Fyr- ir þessum samþykktum hafa fyrst og fremst staðið Framsóknar- og Sjálfstæði'smenn. Lengra hefir það mál svo ekki náð. Hins vegar hafa þeir horft upp á það, og jafnvel sjálfir tekið þátt í því, að lúxusbifreiðar séu fluttar inn í stórum atíl, þjóðinni allri að þarflausu og verra en þaö. Ætli það hlefði ekki verið nokkur bót, að einhver afdalabóndinn hefði fcngið jeppa í staðinn fyrir hvern lúxusbíl, sem fluttur hefir veriö inn síðan um síðustu áramót? í ofanskráðum línum hefir ver ið minnst lítillega á þann öfug- uggahátt, sem ríkir í þjóðlífi okkar á þessum erfiðu og viðsjár verðu tímum. Það verður sjálf- sagt erfitt og vanþakklátt verk að bæta úr því, sem aflaga ffer, og koma á réttlátri skiptingu arðs og afla, og til þess verður íslenzk alþýða að standa fast saman. Ekki með ópum, óhJjóð- um og skefjalausum yfirgangi, heldur með samstilltum hnitmið- uðum átökum, sem byggð eru á réttlæti og þteim bróðuranda, sem telur sér ekkert mannlegt böl ó- viðkomandi. Vafalaust hafa íslendingar úr öllum stéttum þjóðfélagsins farið meira og minna illa með fé sitt á undangengnum velgengisárum. Nú teru þeir tíma.r liðnir, að slíkt sé hægt. Þjóðin verður í Finnska söngkonan Aulikka Rautawaara syngur á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar í Nýja-Bíó í kvökl kl. 7. Jussi Jalas aðstoðar. — Söngkon- unni var tekið forkimnarvel í Reykjavík og er ekki að efa, að Ak- ureyringar noti sér þetta tækifæri til að hlusta á söng liennar. heild að spara við sig öll ónauð- synleg útgjöld til þess að stöðva það hrun, sem yfir vofir. En hún á ekki að spara, til þess a'ð riokjcr- ir fjárplócjsmenn og spilalcóngar geti lifað hátt á kostnað hennar, heldur til þess að geta sjálf lif- aö heilbrigðu og mannsæmandi lífi án aðstoðar frá öðrum þjóð- um í því landi, er lnin hefir erjað og byggt á liðnum öldúm. Alþýðumaðiir. • • • • Frá kvenjélaginu Hlíf. í tilefni af vígslu dagheimilisins Pálmholts bár- ust eftirfarandi gjafir: Frá ýmsum kr. 945.00; frá ónefndri konu til minningar um látinn son sinn, kr. 500.00; frá frú Soffíu Jóhannes- dóttur og Kristjáni Jakobssyni (vinna og akstur vegna rörlagninga) kr. 1229.25 — allt frá Akureyri. — Einnig þakkar Hlíf séra Pétri Sigur- geirssyni, kirkjukórnum, Lúðra- sveit Akureyrar, ásamt stjórnanda hennar Jakobi Tryggvasyni, og svo öllum, sem með nærveru sinni gerðu daginn hátíðlegan. — Kærar þakkir. —- Stjórnin. Hjónaejni: Nýlega hafa opinberað tró- lofun sína ungfró Halla Hallgrímsdóttir, stódent, Akureyri og Björn Jónsson, guð- fræðincnii, Skagafirði. Nýlegá opinberuðu trólofun sína Helga Leósdóttir, tannsmíðanemi og Snorri Kristjánsson, bakarameistari, Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.