Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.01.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.01.1951, Blaðsíða 1
untux XXI. árg. Föstudagur 19. janúar 1951 2 tbl. Hreinar línur í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar Allsherjarkosning fer fram um stjórn- ar- og trúnaðarráðsmanua kjOr. Kosið milli iföræSissinna og kommúnista. Engir, sem ekki eru konimúnistar, vilja lengur vera í stjórn og trúuaðarnianiiaráði meí þeim. Að undanförnu hefir verið sam- bræðslustjórn í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar skipuð tveim- ur lýðræðissinnum og þremur kommúnistum. Að vísu var svo um samið á s.l. ári, að stjórnin skyldi skipuð tveim lýðræðissinnum og tveim kommúnistum, en sá fimmti eins konar miðlari mála, ef á milli bæri, og var til þessa valinn af báð- um aðilum Svavar Jóhannesson. En þó hann sé flokksbundinn Fram- sóknarmaður, reyndist hann svo, að hann fylgdi kommúnistum að einu og öllu í ágreiningsmálum og lét þá að síðustu bjóða sig fram til full- trúakjörs á Alþýðusambandsþing í haust, gegn flokksbræðrum sínum meðal annarra. Og enn stilla kommúnistar Svav- ari með sér við stjórnarkjör það, sem nú stendur yfir. Eins og sjá má hér á öðrum stað í blaðinu, gefur einn, er kommún- istar stilltu á lista sinn að honum fornspurðum, yfirlýsingu þess efnis, að hann styðji ekki lista kommún- istanna. Kemur ekki yfirlýsing frá Svav- ari? spyr fólk. En það er óhætt að svara því strax neitandi. Svavar er kommúnisti, þótt hann þykist Fram- sóknarmaður. Af fyrrgreindri reynslu af stjórn- arsamstarfi með kommúnistum hefir nú leitt það, að engir, sem ekki eru kommúnistar, vilja með þeim sitja í stjórn, heldur segja sem augljóst er: Annaðhvort stjórnið þið einir og berið þá einir ábyrgð á gerðum ykkar, ellegar við stjórnum einir án ykkar hlutdeildar og berum einir ábyrgð á stj órnarstörfum. Það er bezt að félagsmenn kjósi hreinl á milli. Rétt er að geta þess, að nefnd var skipuð til að freista samkomulags, en þar sem kommúnistar vildi ekk- ert samkomulagstákn nema Svavar og þannig fortakslaust hafa meiri- hluta, varð ekkert samkomulag. — Skilaði nefndin tveim álitum á fundi í V. A. s.l. sunnudag. ATHYGLISVERÐUR FUNDUR. Þessi fundur varð um margt all- athyglisverður. Björn Jónsson, for- maður félagsins, setti hann og stjórnaði honum, að svo miklu leyti sem hægt var að gefa því það nafn. Hvað eftir annað veitti hann sjálf- um sér orðið og talaði sig svo æst- an, að jafnvel flokksbræðrum hans ofbauð háttalag hans. Sagði hann, að með því að krefjast allsherjarat- kvæðagreiðslu í félaginu um tvo lista til stjórnarkjörs, væri verið að hefja klofning í félaginu (!!). Með þessu má segja, að hann hafi lýst því yfir, að hann og fylgifiskar hans mundu segja sig úr V. A., ef þeir löpuðu kosningunni, því að setið hafa lýðræðissinnar kyrrir, þótt þeir hafi ekki haft stjórnarmeirihluta í félaginu undanfarið, og því ljóst, að þeir mundu eigi fara frekar nú, enda þótt kommúnistar héldu stjórnar- taumum áfram. Á þetta var kommúnistum ský- laust bent á fundinum, og sáu þeir loks sitt óvænna með þessar blekk- ingar. Sannleikurinn er sá, að Björn Jónsson og félagar hans óttast það litlu eða engu minna að sitja einir að stjórn félagsins en að tapa kosn-~ ingunum með öllu. Manndómur til ábyrgðar hefir þar aldrei verið stór. Brostu ýmsir fundarmenn, er Björn sagði, að það veikti 'samtökin, ef kommúnistar þyrftu að fara einir með stjórn. Hafði hann þó áður lýst því yfir, að lýðræðissinnarnir tveir, sem setið hefðu í stjórn með hon- um og sálufélögum hans, hefðu ver- ið liðónýtir! Nú varð það allt í einu sáluhjálparatriði fyrir félagið, að þeir fengjust til að sitja í stjórn með kommúnistum áfram! Það kom greinilega í ljós á fund- inum, að lýðræðissinnar voru allir á einu máli um það, að ógerlegt væri að sitja með kommúnistum. í stjórn. Hvenær sem þeir vildu gera skoðan- ir s-rnar gildandi, kæfðu kommúnist- ar slíka viðleitni og vildu engu koma fram, sem ekki væri frá þeim runn- Framh. á 4. síðu. Yfirlýsing Vegna ummæla Dags fró 17. janúcr 1951, að kommúnsrar síilíi upp „hreinum fiokkslista" vil ég taka það fram, að nafn mitt er tekið á þann lista að mér fornspurð- um, og mun ég ekki styðja þann lista. Hins vegar er mér stillt á lista iýðræðissinna samkvæmt viðtali við mig, enda mun ég styðja að því eftir getu, að sá listi hljóti kosningu. Kristinn Arnason, Hafnarstræti 82 Leiðrétting Á síðustu stundu breyttu komm- únistar lista sínum — A-lista — til stjórnar- og trúnaðarmannaráðs í Verkamannafélaginu, og settu nafn Sölva Antonssonar á hann í stað Kristins Árnasonar. Höfðu þó kommúnistar látið samþykkja lista sinn eins og hann er birtur hér á öðrum stað í blaðinu á fundinum &¦ sunnudaginn var. En eins og yfir- lýsing Kristins ber vitni með sér, vildi hann ekkert hafa með A-listann að gera, og Sölvi vill það ekki held- ur, svo sem eftirfarandi yfirlýsing ber með sér. Yfirlýsing Ég, undirritaður, lýsi því hér með yfir, að ég styð ekki A-listann, þó að nafn mitt hafi verið sett á hann. Sölvi Antonsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.