Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.01.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.01.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Föstudagur 19. janúar 1951 Kosningarnar f VerKamannafél. Framhald af 1. síðti. ið sjálfum eða þeir gætu a. m. k. eignað sér. TILLAGA KOMMÚNISTA. Meirihluti uppstillingarnefndar (kommúnistar) lagði lil, að komm- únistar skipuðu 2 menn í stjórn, en lýðræðissinnar 2. Síðan yrði kosið áð viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu um oddamanninn. Vissi enginn fundarmanna dæmi til slíks stjórnarkjörs, en þessi tillaga komm- únista sýnir ef til vill hvað greini- legast tvöfaldan ótta þeirra: að þurfa einir að stjórna, cða missa af allri stjórn. Verður að segja eins og er, að vissulega eru þeir brjóstum- kennanlegir, þegar allir kostir eru þeim vondir. Björn Jónsson talaði fyrir tillögu þessari og fræddi lýðræðissinna á því, að auðvitað léti HANN þá hafa meirihluta í stjórn, ef þeir ynnu kosningu oddamannsins! Var hon- um þakkað kærlega fyrir svo hóg- værar upplýsingar. TILLAGA LÝÐRÆÐISSINNA. Tillaga minnihluta uppstillinga- nefndarinnar var á þá leið, að þar sem ekki hefði náðst samkomulag um uppstillingu í stjórn og trúnað- armannaráð, skyldi fara fram lista- kosning að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Kommúnislar sáu nú fram á, að þeir fengju enga lýðræðissinna í sljórn með sér lil að fremja brögð sín á bak við og ekki yrði hjá alls- herjaratkvæðagreiðslu komizt. — Drógu þeir því tillögu sína til baka. En í stað þess að bera nú tillögu minnihluta nefndarinnar upp til at- kvæða, þar sem þessar tvær tillögur voru einar til umræðu, leyfði for- maður sér það gerræði að breyta lítillega orðalagi — en ekki efni -— tillögu minriihlutans, telja sína orðalagshreytingu breytingartillögu og bera hana siðan — án umræðna — undir atkvæði! En að henni sam- þykktri taldi hann svo tillögu minni- hlutans ekki koma til atkvæða. Þegar formaður var spurður, hver munur væri á tillögu minnihluta uppstillinganefndar og hans, kunni hann engu að svara, en fundarmenn glottu að aumkunarverðri tilraun nannsins til að forðast þann voða- ósigur, að tillaga andstæðinga hans íæði samþykkt á fundi! Hans til- laga varð að samþykkjast. þótt hún ’æri efnislega eins! Hér hefir verið lýst að nokkru vinnubrögðum, sein bæjarbúum mörgum niun þykja furðulegt, að enn skuli beitt á miðri 20. öldinni í einum voklugustu félagssamtökum þessa bæjar. Þetta hefir verið rakið til að.sýna öllum, sem ekki þekkja til, að með svona manngerð, eins og Birni Jónssyni, er ekki hægt að starfa fyrir heiðarlega verkamenn. Annaðhvort verður hann a5 bera linn með sálufélögum sínum ábyrgð á afglöpum sínum og félagslegri ómenningu eða vera settur til hliðar. Hvoil kjósið þið, akureyrskir verkamenn, heldur? Við þurfurn ekki að spyrja: Þið kjósið sterkt, áhrifamikið og menningarlegt verka- mannafélag. Vinnið samstillt að sigri þess! Hvað þá með verkstjórann Guðmund Baldvinsson? Kommúnistar nota það í áróðri sínurn gegn B-lista(num í V.A., að Daniel Guðjónsson sé verkstjóri og eigi ekki lengur heima í Verka mannafélaginu. Hvað þá með Guðmund Baldvinsson, verkstj. hjá bænum? Honum stilla komnr únistar í aðalstjórn! Konráð Sigurðsson á að vera í Iðju, segja þeir sömuleiðis vegna starfs síns. En ef svo er, hví er þá Jón Ingimarsson, sem nú er starfandi bílstjóri, ekki bara í Bilstjórafélaginu heldur líka í Iðju? Lýðræðissinnar í Verkamannafél. Ak.kaupst. Munið að kjósa snemma, það auðveldar kosninga- slarfið. Kosning stendur yfir föstudaginn 19. janúar kl. 4—12 s.d., laugardaginn 20. janúar kl. 2—10 s.d. og sunnudaginn 21. janúar kl 10—12 f.h. Okkar listi er B-listi. X fyrir framan B-listann. B-listinn. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar, Helgi Kolbeinsson, andaðist að heimili sínu Laxagötu 2, Akureyri, föstudaginn hinn 12. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi og hefst kl. 1 eftir hádegi. Iðgjöld til almannatrygginga árið 1951, eru sem hér segir: Á AJcureyri (I. verðlagssvæði): Kvæntir karlar ...... kr. 423.00 Ókvæntir karlar ..... kr. 380.00 Konur ............... kr. 282.00 / Eyjafjarðarsýsla (II. verðlagssvæði). Kvæntir karlar....... kr. 336.00 ókvæntir karlar ..... kr. 304.00 Konur ............... kr. 228.00 Helmingur iðgjaldsins fellur í gjalddaga í janúarmánuði en annar helntingur á manntalsþingi. Gjaldendur eru áminntir um að greiða gjöld þessi á skrifstofu minni eða til viðkomandi hreppstjóra. Skrifstofu Akureyrar og Eyjarfjarðarsýðlu 16. janúar 1951. AUGLÝSING um hlutafjárútboð til áburðarverksmiðju, samkv. 13. gr. laga nr. 40 23. maí 1949. Þar sem ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota heimild þá, er um getur í 13. gr. laga um áburðarverksmiðju að leita eftir þátttöku félaga og einstaklinga um hlutafjárframlög til stofnunar áburðar- verksmiðjunnar og falið stjórn verksmiðjunnar að sjá um hluta- fjárútboðið óskar hún þess hér með, að þeir, sem hafa hug á að leggja fram hlutafé til stofnunar áburðarverksmiðju samkv. því, sem um getur í 13. gr. fyrrnefndra laga tilkynni um hlutafjárfram- lög til stjórnar ábruðarverksmiðjunnar. Lækjargötu 14 B, Reykja- vík, fyrir 20. þ. m. Athygli skal vakin á því, að samkv. ákvæðum laganna verður hlutafélag því aðeins stofnað til byggingar og reksturs verksmiðj- unnar, að hlutafjárframlög nemi minnst 4 millj. kr. í stjórn Áburðarverksmiðjunnar. Bjarni Asgeirsson, formaður. Jón Jónsson. Pétur Gunnarssön.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.