Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 3. apríl 1951 ■ ■ uveriir eru blindir? „Elsku vinunum“, íslendiugi og Degi, verður hina síð'ustu og verstu tíma mjög hugsað" til verkfalla, sem AlþýðuíL sé í blindni sinni að slofna til. Þreytast þeir ekki á að túika um- hyggju sína fyrir verkalýð landsins, hvílík bölvim verkföll séu honum og hve miklu sé affarasælla að lúta yfirganginum en rísa gegn honum. í þessu samhandi vitna bæði blöðin mjög til þess, að eins konar hag- fræðingaálit, sem A. S. í. og B. S. R. B. hafi staðið að um gildi kaup- hækkana, hafi fallið á þá lund, að þær mmidu ekki koma launþeguin að haldi nema skannna hríð. Blaðið Islendingur, málgagn alþingismanns okkar, er meira að segja svo „heið- arlegt“ í málflutningi að' kveða álit- ið hafa sagt, að allsherjarverkfalls- alda yrði ekki til þess að auka \ ar- anlegan hlut launþeganna af þjóðar- tekjunum(I) Ilér þarf náttúrlega elcki að' taka fram, að í málflutningi Dags og Is- lendings er alltaí stungið undan veigamiklu atriði, þvi, ao lauuþcga- samtökin hafa alltaf haldið því fram, ao affarasœlla og ajfaradrýgru vœri að' ná góðum kjörum fyrir launþega með því að HALDA NIÐRI dýrtíð en að krefjast lcaupha;kkana. Þelta var líka stefna fyrrverandi rikis- stjórnar. Hún gerði veruleg átök til að halda dýrtíð' nið’ri og vann sér á þann hátt nokkurn siðferðilegan rétt til að skerða vísitölugreiðslur á kaup. Núverandi ríkisstjórn hefir ein- hliða veitzt að launastéttum landsins og efnaininni framleiðendum. Hún hefir ekkert gert til að lialda niðri dýrtið, heldur þvert á móti látið liana stórvaxa af beinurn rikisstjórn- araðgerðum. Þess vegna hefir þessi ríkisstjóm engan siðferðilegan rétt til að heimta þær gífurlegu fórnir, sem hún krefst nú af efnaminni stétt- mimn. Þess vegnn er það HÚN, sem er að etja verkalýðsfélögunmn út í nauövörn sína, VERKFÖLL TIL AÐ KNÝJA FRAM LEIÐIiÉTT- INGU. Almenningur hlær að þeim rökum afturhaldsins, að full vísitölugreiðsla sé atvinnuvegunum ofurefli, hann hlær Iíka að’ þeirri fullyrðingu, að full vísitöiugreiðsla sé ekki skárri hlutur en skertur. Hví ælti þá hækk- uð álagning verzlana ekki að vera hvorttveggja í senn ofviða atvinnu- vegunum og verzlunum engar hags- bætur? Hví ætti þá 50% álagið’ á bátagjaldeyriun ekki að vera útvegs- mönnum engar tekjubælur? Hví ætti bændum þá að vera nokkur tekjuauki að hærra afurðaverði? Og svo mætti lengi telja. Enn er síðasti íslendingur með þá blekkingu, að Logaraverkfallið í fyrra hafi veriö Alþýðufl. að kenna. En hvernig stóð á því, að togarafé- lögin VILDU ekki semja? Ekki var það vegna þcss, að' þau gætu ekki greitt betri kjör, því að upp á það sömdu þau síðar. Nei, sannleikurinn var sá, að þau ætluðu að reyna að svelta sjómennina til hlýðni, en urðu að lokutn að hverfa frá því. Þau háru því ábyrgðina á hinu langa verkfalli. Alveg sérstaklega tekur út yfir all- an þjófabálk að sjá þessar aðdrótt- anir í garö Alþýðuflokksins í ísl. jafnhliða hláturhiksta yfir því, hví- líkan leik kommúnistar léku í verk- falli þessu. Væri elcki úr vegi, að rit- stjóri íslendings, sem væntanlega hefir ritað umrædda grein (eða var það alþingismaðurinu?) grennslað- ist eftir því í eigin herbúðum, vegna hvers framkvæmdarstj óri Ú. A., en liann er Sjálfstæðismaður, svo sem kmmugl er, hafi tekið upp þarm hátt, eftir að Tryggvi Helgason hafði svikið í sjómanna- verkfallinu, að lóta komm- únista róða nær eintóma kommúnista til allrar upp- skipunarvinnu við togar- ana í fyrrasumar, kommún- ista annast útborgun upp- skipunarvinnunnar fyrir sig og greitt honum þóknun fyrir? Það er náttúrlega skiljanlegt, að í svona herbúðum sé talað af vandlæt- ingu mn „kiatana“, sem láti „komm- ana“ etja sér út í verkföll, „konun- ana“, sem svíki (ef það skyldi svo hafa verið Sjálfstæðið sem mútaði „kommmium“ til að svíkja!). ,Tá, svona getur baráttan gegn áhrifuin kommúnista í þjóðfélags- málum lekið á sig furðulegar mynd- ir hjá floklc, sem kennir sig við Sjálf- stæði! Launþegasamtökin undir forystu Alþýðuflokksins, en einróma sam þykki fulltrúa annarra flokka í þe!m, hafa hvað eftir annað farið þess á leit við uúverandi ríkisstjórn, að hún reyni að halda framfærslukostn- aði í skefjum. Þessari málaleitan hefir ekki verið anzað, heldur hvei árásin af annarri gerð á launþega. Nú er mælirinn fullur. Nú hafa launþegasamtökin sagt: Hingað, en ekki lengra. Þau hafa sýnt mikið langlundargeð, ríkisstjórnin hefir sýnt mikinn ójöfnuð. Ef og þegar til átaka kemur, livor á þá fyrirleikinn, sá sem fyrir árásunmn stendur eða hinn, sem fyrir vörnunum binzt? Við þurfiun ekki að velta því svai' fyrir okkur. Það eru ekki verkalýðs- samtökhi, sem eru blind, það er ekki Alþýðuflokkurinn, sverð og skjöldur þeirra, sem eru blindur. Það er rík- isstjórnin og lið hennar, sem er blint. Innisetur Framh. af 1. síðu. lil að afplána sektina, ef honum þótti betur henta.“ Engum getum skal leitt að því, hvað fyrir koimnúnistum vakir með inniselum sínuni og brambolti í sam bandi við þær. Ekki hafa þeir treyst sér til að halda því fram, að dómarnir væru rangir saxnkvæmt lögum. Ekki geta þeir borið fátækt sinni við. Scktir Þóris bar að greiða af rekstursreikn ingi Verkamannsins, eða ekkert var a. m. k. eðlilegra. Sekt Björns hefði Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna hér seimilega greil t, hefði hann • óskaö þess. Einu skynsömu kröfur kommúii- ista í máli þessu hefðu verið þær, að kiefjast breytiuga á meiðyrðalög- | gjöfinni. Hún er um margt furðu- | lega hispursleg og mætti gjaman ! Iagfærast. En meðan hún er enn í | gildi og meðan mál eru kærð eftir henni, getur dómsvaldið vitanlega eklci aimað en dæmt eftir henni, og dæraduni dómmn í opinberum mál- mn verður valdstjórnin vitanlega að frainfylgja, annars yrði ísleuzkt rétt- arfar ein hringavitleysa, eins og öll- um má vera ljóst. Opinbert mál. í tilefni af störfum Gísla Kristjáns- sonar, Helgamagraslr. 28, Akureyri, vlð byggingu dráttarbrautarinnar á Oddeyri, birtist í 29. tbl. Verka- mannsins, sem út kom föstud. 9. desember 1949, greiu með fyrirsögn- inni „Var þetta máske allur sann- leikurinn“. Greinin var meðal ann- ars dylgjur og aðdróttanir, sem fóru í þá átt að svívirða störf Gísla við áöurgreint. Krafðist Gísli að höfðað yrði mál af réttvísarinnar hálíu, gegn Þóri Daníelssyni, ritstjóra vikublaðsins Verkaniaimsins hér í bæ, fyrir brot gegn 108. gr. 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 12. febr. 1940, til hegningar og greiðslu málkostn- aðar, og til að þola unnnæli, varð- andi störí Gísla, dæmd dauð og ó- merk. Dómur í málinu féll 2. sept. síðastliðinn á þessa lmid: Dómsorð. Ákærður, Þórir Danielsson, greiði kr. 300,00, selct til ríkissjóðs og komi 5 daga varöhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 daga frá birtingu dóms þessa. Ákærður greiði kæranda, Gísla Kristjánssyni, kr. 90,00 til þess að standast kostnað af birtingu dóms þessa, innan sama tíma. Unnnæli undir 1., 4. og 5. skulu vera ómerk. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Kristján Jónsson, settur. Dómurin var Iesinn upp í heyr- anda hljóði í réttinmn. Rétt slitiö. Kristján Jónsson, settur. Vottar: Marteinn SigurÖsson H. Vilhjálmsson. (Birt samkvæmt beiöni Gísla Kristjánssonar). Svemafélag jái'néðnaSarmanna hélt nýlega aðalfund sinn. — Þessir menn skipa nú stjórn félagsms: Stefán Siiæbjömsson, formaður Hrafn Sveinbjörnsson, varaform. Jóhann Indriðason, ritari Tryggvi Samúelsson, gjaldkeri jónas Bjarnason, spjaldskr.rilari. Varastjórn skipa: Björn O. Kristinsson, vararitari, Þorsteinn Pálmason, varagjaldk. Karl Magnússon, varaspjald.ritari

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.