Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. apríl 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUM AÐ15 R! N N Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Aktireyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjðnsson, Bjarkarstig 7. Sími 1604 : VerS kr. 20.00 á ári. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Svínbeygða ek nli þann Framhald af 1. síðu. hann Bjöni Ólafsson, viðskiptamála- ráðherra, brjóta gengislœkkunarlög- in á launþegum strax í fyrrasumar, af andlegri leti lætm' hann meðráð- herra sína hafa sig til þess að leiða alla samvinnu við launþegasamtökin hjá sér, og af andlegri leti lætur hann loks haía sig til þess að ganga með Birni Ólafssyni, einum harð- svíraðasta iaaldsjálki íhaldsins, á ráðstefnu stóratvinnurekenda lands- ins, þar sem liði skal fylkja gegn kröfum launþega um fulla vísitölu- uppbót á lami. Og þar með var niðurlæging Fratnsóknarflokksins f ullkonmuð: Einn síðasli merkisberi kjörorðsins gamla „Allt er betra en íhaldið“, hefir nú látið það til jarðar falla, gengið fyrir kirkjudyr íhaldspáf- anna og þolað þar opinbert húðlát, meðan biskupar og höfuðklerkar afturhaldsins hafa glott ánægjulega s’egg sín og taulað í barm sér: „„Svínbeygða ek nú þann, er Sví- anna er ríkastur.“ Hann hefir einnig gerzt ævifélagi hjá oss.“ En yfir hinu niðurlægða liði Framsóknar blakt.r nú elnrátt það merikið, sem Eysteinn skaut upp í Ivveldúlfsmálinu, Hermaim gekk und ir með setningu gerðardómslaganna og Steingrímur hefir nú svarið hoU- ustu: ASÍIl fyrir Éhaldið. Fró SSysavarnosvest karla Fyrir nokkrum árum starfaði Slysavarnasveit karla hér á Akureyri af talsverðum dugnaði, safnaði t. d. nokkurri fjárupphæð til Björgunar- skútu Norðlendlnga, en nú um skeið hefir starf sveitarinnar legið niðri. Nú hefir verið ákveðið að cudur- vekja sveitina, því að margv'sleg verkefni eru fyrir hendi, t. d. áfram- haldandi fjársöfnun til Björgunar- skútunnar og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hún komi, ásamt ýmsum öðrum slysavarnamál- um. Verður aðalfundur slysavarna- sveitarinnar haldinn n.k. laugardag kl. 5 e.h. að Túngötu 2. Er skorað á aUa karhnenn, sem áhuga hafa fyrir slysavarnamálmn að mæta á fundin- um og gerast félagar. TAKIÐ EFTIR Afgreiðsla snjóbílslns verður hér eftir á Vörubílastöðinni Stefnir s.f. slmi 1218, en ekki hjá Vegagerð ríkisins eins og vexið hefir. KARL FRIÐRIKSSON Fataetni útlend — nýkomin, í fermingarföt1, samkvæmisföi', sumarföf. Saumum einnig úr tillögðum efnum: kvcnfrakka og dragtir, karlmannaföt og frakka. Saumastofa K. V. A. AUGLf SING wesi-»- nr. 5/1951 fró skömmtunarstjóra. Samkvæint heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23 sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. apríl 1951. Nefnist hann „Annar skömmtunarseðiU 1951“, prentaður á hvítan pappir, í svörtum og grænum lit, og gildir hann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Srnjötiíki 6—10 , 1951, (báðir meðtaldir) glldi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Reitir þessir gilda tU og með 30. júní 1951. „Annar skömmtunarseðill 1951“, afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „Fyrsta skömmtun- arseðli 1951“, með áletruou nafni og heimilisfangi, svo og fæð- ingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Fólki slcal bent á eflirjarandi: „Skammtur 18“, (fjólublár litur) af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, fyrir 250 grömmmn af smjöri, og „Skammtur 2“, (rauður litur) af „Fyrsta skömmtunarseðli 1951“, fyrir 500 grömmum af smjöri, gildi báðir, eins og áður hefir verið auglýst til apríl loka 1951. Sykurreitir, 11—20, 1951, af þessum „Oðrum skömmtunarseðli 1951“, eru með öllu ógildir, þar sem sykurskömmtun er hætt. Geymið vandlega „Skammta 6—9”, ef þessum „Öðrum skömmt- unarseðli 1951“, ef til þess kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. marz 1951. Skömmtunarstjóri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.