Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 10. apríj 1951 Blómgun landbúnaðarins Því fleiri traustar stoðir, sera und- ir framleiðslu íslenzku þjóðarinnar renna, því meiri líkur eru fyrir vel- sæld hér í landi. Þess vegna hlýtur það að vera kappsmál öllum, sem þjóðarhag unna, að atvinnuvegirnir blómgist: sjávarútvegurinn, iðnað- urinn og landbúnaðurinn, en þessir atvinnuvegir eru nú meginstoðirnar undir þjóðarbúinu. Sjávarútvegurinn hefir fengið mörg skip og fríð í sinn hlut undan- gengin hagsældarár, iðnaðurinn miklar byggingar og margar vélar, landbúnaðurinn aukinn vélakost og stórum betri markaðsskiþ rði. Samt sem áður er það svo að ýmsa erfiðleika þarf að yfirstíga í hverri þessari atvinnugrein, svo að þannig hátti um hana að svo sé orð- ið, sem beztu verður á kosið. Ef við t. d. lítum á landbúnaðinn, rekum við, sem eigi vinnum lengur við hann, fyrst augun í það, hve stórstígar framfarir hafa orðið þar á fáum árum. Okkur er ljóst, að margt veldur þessa: atorka bænda- stéttarinnar, hin merkilegu félags- samtök þeirra um verzlun og afurða- sölu, bælt markaðsskilyrði vegna aukinnar velmegunar í bæjunum og svo nú á slðari árum hinn stórum aukni vélakostur bændanna, en hann má telja afleiðing fyrrgreindra or- saka svo og nokkuð nú allra síðustu árin Marshallaðstoðarinnar. En við nánari athugun, sjáum við fljótt, að hér þarf alla gát á. Hvert hafa nú vélarnar fyrst og fremst Ient, þær sem í eigu einstaklinga Jiafa komið? Hvaða bændur hafa getað bezt búið sér í haginn með auknum byggingum, aukinni tækni? Fyrst og jrernst þeir, sem mest fjármagnið haja haji. Efnahagur bænda hefir því sennilega ójafnast mjög hin síðari ár, atriði, sem þjóð- arheildinni er ekki hagkvæmt. í öðru lagi hafa bændur mjög misst tök á hagsmunasamtökum sínum um verzl- un og afurðasölu, svo að nú er það skrifstofuvald þessara stofnana, sem þeim ráða að mestu. Þetta getur orðið bændum örlagaríkt og hefir þegar sett þá í spor þjónsins í stað húsbóndans. En langalvarlegasta \ vandamál landbúnaðarins nú og þar j með þj óðarheildarinnar í sambandi ! við þannan atvinnuveg er það, hve j erfitt það er orðið ungu fólki, sem * 1 2 3 til búnaðar vilja efna, að kljúfa þann : kostnað, sem því er samfara. Jörð, | húsakostur, áhöfn og vélakostur er | orðið svo dýrt, að eigi er á færi I nema fjársterkra manna að hefja ; búskap, en hins vegar er megin- j hluti þeirra, sem viljann hafa lil þess, efnalítið fólk. Hér er ein meginorsök þess, að jarðir leggjast í eyði og efnilegir bændasynir og bændadætur flytjast á mölina. Þeir, sem því leystu þetta efnahags spursmál vel og viturlega, mættu í réttu lagi kallast velgerðarmenn þjóðarinnar, því að fólksflutningar um of í bæina sem og fólksþurrðin til sveita er alþjóðarvandamál. Furðu lágt er nú haft um hug- myndina um byggðahverfi. Er þar þó um merkilega hugmynd að ræða, sem vert væri að hrinda í fram- kvæmd. Þó er hún engin allsherjar- lausn á þessum vanda. Stórkostlega mundi það létta ungu fólki að efna til landbúnaðar, ef jarð ir væri hægt að fá á erfðafestu gegn sanngjarnri leigu hjá t. d. jarðeigna- sjóði ríkis, húseignir hjá húseigna- sjóði og vélar hjá vélasjóði. Þyrftj það þá ekki að leggja fram fé nema fyrir bústofni og yrði slíkl flestum viðráðanlegt. Þessu yrði auðvitað ekki hægt að koma svo fyrir nema smátt og smátt. vegna þess að bolmagn ríkis eða sjóða þess í þessu augnamiði yrði að smáþróast, en sennilegast er, að þessi úrlausn eða lxk verði affara- sælust. SKÝRINGAR MEÐ MYNDUM: 1. Framrœdan er mikilsverður þáttur í rœktuninni. 2. Margar hendur vinna létt verk með hjálp vélanna. 3. Heyhleðsluvél. ■ í <-i Ssi liililli ■

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.