Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.04.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 17. apríl 1951 I _ .r ■_ 1 .. — ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Rilstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. L -■» Hremsnr Var ekki skynsamlegra að þegja Höskuldur? í næstsíðasta tbl. Alþm. var þess getið, að kommúnistar hefðu fengið að gúkna yfir uppskipunarvinnu í fyrrasumar við togaraua, en í síð- asta tbl. var frá því skýrt, að fram- kvæmdarstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa teldi það ranghermi hjá blaðinu, að kommúnisti hefði verið látinn útvega verkamenn iil uppskip- unarinnar. Nú bregður svo við, að í síðasta Vm. getur Höskuldur Egils- son, sendill kommúnista á skrifstofu þeirra í Verklýðshúsinu, ekki látið hjá líða að hera vitni í málinu. Hann segir (leturbr. Alþm.): „Annars er það að segja um aj skipti skrifstofunnar af þessari vinnu, að oft var mjög erjitt að út vega menn, einkum þegar landað var í vöktum, og því elcki um neitt val að rœða, enda tekið fram af vzrkstjóranum, að ekki þýddi að scnda nema fidlhrausla menn í lönd- unina.“ Jæja, hverju á maður nú að fara að trúa? Höskuldur segir, að oft hafi verið erfitt að útvega menn. Hann virðist semsé ekki hafa verið s'aldan við þetta riðinn maðurinn. ,.Og ekki um neitt val að ræða“, enda þurft „að senda“ fullhrausta menn!! Hitt er svo annað mál, að ein- hverra hluta vegana .,völdust“ þeir Björn Jónsson, form. Verkamanna- félagsins, Jóhannes Jósefsson, vara- form. Verkainannafélagsins og Rós- berg nokkur Snædal nær undantekn- ingarlaust í þessa vinnu. Þeir hafa kannske verið „fullhraustari“ en aðrir að dómi skrifslofumannsins, Höskulds Egilssonar? Aðrar ástæð- ur hafa ugglaust ekki komið til greina hjá honum, eða er nokkur að segja annað? Gefurn úfvegað Heimilistæki: Þvoffavélar Kæliskápa Hrærivélar Eldavélar Ryksugur Bónvélar Strauvélar Straujárn Hraðsuðukafla. Einnig ritvélar og reiknivélar. Pantanir þurfa að gerast fyrir 24 þ. m. — Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. 17. apríl 1951. Kaupfélag verkamanna. KarlmannaíOt á kr. 616.80. Unyiingatöt á kr. 507.65. Kaupfélag verkamanna. Þegar uppvakning fer í handaskolum. i Þegar kuklar reyndu að vekja | upp drauga, eftir því sem þjóðsögur > herma, og kunnu ekki mennt sína til fullnustu snérist uppvakningurinn að þeim sjálfum, en varð ekki send- ur þeim mönnum til óþurftar, sem hann hafði verið ætlaður. Þetta virðist hafa verið niðurstað- an með hinn nýuppvakta ritstjóra Vm. Hann heldur því fram x siðasta tbl. sínu, að ritstjóri Alþýðum. hafi brigzlað forrn. Sjómannafélags Akur- eyrar urn að hafa þegið rnútur og séu „umrædd skrif atvinnurógur á háu stigi.“ Já, minna mátti nú ekki höggva! Er það ekki fulllangt geng- ið, Kobbi sæll, að halda því svona opinberlega fram, að atvinna for- mannsins sé sú að þiggja mútur? Oss virðist þetta ósmekklegri og ruddalegri árás á Tryggva Helgason en svo, að vér getum látið henni ó- mótmælt. Viljuxn vér í allri vinsemd ráðleggja „uppvakningnum“ að gefa aðeins út hálft blað næst og vita, hvort blaðið verður ekki bara betra. þegar það er „hálft“ heldur en „fullt“. Má ég ekki mamma, með í leikinn þramma? Venjulegast dettur manni ekki í hug, að í blaði Sjálfstæðisins hér á Akureyri sé nokkuð, sem ástæða sé til að svara. Það er sem sé alkunna, að blaðið hefir munnkörfu. 1 síð- asta tbl. bregður þó að vissu leyti út af þessu, hvort sem það er gert í blóra við ritstjórann, sem þá var ekki heima, eða af öðrum ástæðum. Kanske hefir blaðstjórnin vaknað sem snöggvast og spurt: Má ég ekki, mamma, með í leikinn þramma? En betri hefði þó hin fyrsta ganga mált takast, því að leitun mun að auðvirðilegri málflutningi en þar er hafður, enda þótt haft sé í huga, að þarna sé íhaldið að tala. Þar er semsé reynt að rugla dómgreind al- mennings með því að slá á þá slrengi, að þar sem nú séu harðindi í landi, þá sé það blátt áfram illmennska af verkalýðnum að krefjast fullrar dýr- tíðaruppbótar á laun sín. Rétt eins og verkalýðurinn standi fyrir harð- indunum eða hann þurfi síður á sómasamlegu kaupi að halda, af því að harðindi séu. Það er sannarlega furðulítil tak- mörk fyrir því, hvað þröngsýnin og fávizkan virðist geta látið íhaldssál detta í hug. Rannveigarlína? Talrör Framsóknarflokksins hér í bæ tilkynnir í síðasta Degi, að vel kunni svo að fara, að flokkurinn beili sér fyrir nýjum gerðardóms- lögum, ef verkalýðurinn haldi sig ekki á moltunni og kyssi í auðmýkt á vöndinn og kjaraskerðitigarhúð- svipu ríkisstjórnarinnar. Oss er spurn, hvorl þelta sé línan, sem ung- frú Rannveig Þorstcinsdóttir, sú hin landfræga fyrir orðheldni sína um miskunnarlausa barátlu gegn hvers- konar fjárplógsstarfsemi, liefir fært Framsóknarfélagi Akureyrar, þegar hún var hér á dögunum. Mikið dæmalaust hljóta framsóknarverka- menn að verða ginnkeyptir fyrir því að kjfxsa með flokknum næst! Veskú, ef þið heimtið fulla vísitölu á kaup, þá skellum við á ykkur gerðar- dómslögum! segja foringjarnir. Og ef þið farið að brölta í verkfalli til að knýja fram kröfur ykkar, þá lök- um við hreinlega af ykkur verkfalls- réttinn! bæta þeir við. Ykkar er að ki'júpa, okkar að drollna! Aðalfundur Slysavarna- sveitar karla á Akureyri var haldinn 7. þ. m. Kosin var ný stjórn. Hana skipa: Fonnaður séra Jóhann Hlíðar, féhirðir Þorsteinn Stefánsson, hafnarvörður, ritari Jón Hinriksson, vélstj. Meðstjórnendur: Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari og Stefán Sigurðsson, útvarpsvirki. Varastjórn: Tryggvi Gunnlaugsson, vélstj., Steindór Jónsson, skipstjóri og Stefán Snæbjörnsson, vélvirki. Ákveðið var að stofna landbjörg- unarsveit, sem ávalt væri tilbúin, ef á þyrft að halda. Er þegar hafin undirbúningur. Skorað er á xnenn að gerast með- limir Slysavarnasveitarinnar og styrkja með því starf hennar. Geta menn snúið sér til einhvers úr stjórn inni því viðvíkjandi. Rauði-kross Akureyrar og Slysa- varnasveitir kvenna og karla gang- asl fyrir námskeiði í Hjálp í viðlög- um, og hefst það n. k. fixnmtudag kl. 8 e. h. í íþróttahúsinu. Námskeið- ið verður ókeypis, og er skorað á menn að sækja það vel.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.