Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.05.1951, Blaðsíða 1
umaíuritux XXI. árg. Þriðjudagur 1. inaí 1951 16. tbl. Sameinaðir stðndum vér, en sundraflir töllum vér. Ef til vill hefir íslenzkum verka- lýð aldrei riðið það á meiru en ein- mitt í dag, að vera minnugur þess, að órofa samstaða er hans aðalvopn í sókn til bættra kjara. Undanfarin ár hefir eigi reynt svo mjög á samtakamáttinn og eggjar baráttuviljans kunna að hafa slævzt. En í dag stendur verkalýðurinn gegn illfúsu atvinnurekendavaldi, sem mun allt reyna til að sundra röðum verkalýðsins í kjarabarátt- unni, og að baki þessu valdi stendur ein sú afturhaldssamasta ríkisstjórn, sem hér hefir setzt í ráðherrastóla, um leið og hún er ein sú ráðalaus- asta, þ. e. a. s. á þjóðholl ráð. Verkalýðurinn verður að minnast þess, að allt mun verða reynt til að eyðileggja árangur samtaka þeirra nú til að fá að nokkru bætta hina stórkostlegu kjaraskerðingu undan- farinna mánaða: Framsóknarflokk- urinn mun æ ofan í æ ala á því við kjósendur sína og flokksmenn í verkalýðsfélögunum, að þeir skuli sitja hjá. Sama leik mun Ihaldið reyna. Reynt mun verða að egna Kommúnista gegn Alþýðuflokks- mönnum og Alþýðuflokksmenn gegn kommúnistum, af því að djúp- stæður skoðanamunur er þar á milli í ýmsum málum. En í þessu tilfelli verður verkalýð- urinn aðeins að horfa á það, að hér er barizt að marki, sem enginn flokkslegur ágreiningur á að geta komið nærri: Það að réttur efna- minnstu stéttanna verði ekki borinn fyrir borð. Minnist þess góðir verkamenn og góðar verkakonur, hvar í flokki sem þið standið, að talpípum Ihalds- og Framsóknarmálgagna skuluð þið ekki trúa í þessum málum, því að stjórnendur þessara flokka hugsa vissulega eins og Mörður Valgarðs- son, ef þeim tekst að rægja verka- lýðinn saman til innbyrðis deilna í þessu máli: „Þeir einir munu vera, er ek hirði aldri þó at drepist." En ef verkalýðurinn ber gæfu til að standa fast og heilhuga saman, getur hann unnið glæsilegan sigur nú á þessu vori, sigur, sem ekki ein- ungis bætir kjörin, heldur sýnir aft- urhaldsöflunum það svart á hvítu, að íslenzkur verkalýður verður ekki kúgaður til auðmjúkrar þjónustu við gróðasjúkar auðstéttir, þótt látið sé smella í hugarsvipum yfir höfði hon- um, eða ógnað með atvinnuleysi, gerðardómslögum og afnámi verk- fallsréttar. Islenzk alþýða er ekki uppreisn- argjörn, en hún krefst réttlætis. Og aí því að hún veit og finnur, að í dag berst hún fyrir réttlæti, þá svell- ur henni móður. Afturhaldsöf I ríkisstj órnarinnar vona, að þau geti brotið þetta skap til hlýðni, en ef við verðum samstillt og samtaka, mun hún komast að raun um, að henni skjátlist stórlega. Verkalýðnum er nú höfuðnauðsyn að sækja í órofa heild fram að markinu: Full dýrtíðar- uppbót á laun. Aðrar launastéttir verða að skipa sér fast að baki honum, því að hann brýtur ísinn fyrir þær til kjarabóta r Avarp frá 1. maí-nefnd verklýðsfélaganna á Akureyri. 1. maí-nefnd verklýðsfélaganna á Akureyri skorar mjög eindreg- ið á alla meðlimi félaganna og alla alþýðu á Akureyri að fylkja sér undir merki alþýðusamtakanna á hátíðis- og baráttudegi verkalýðs- ins þann 1. maí nœstkomandi, með því að taka beinan þátt í hátíða- höldum dagsins og fjölmenna á þœr samkomur, sem verklýðsfélögin standa fyrir. Undanfarna mánuði hafa kjör verkalýðsins verið skert stórkost- legar en dœmi eru til áður. Verðlag í landinu hefir, samfara stór- kostlegum samdrœtti í atvinnulífi landsins og þar með tilfinnanlegu atvinnuleysi, hœkkað svo, að lífsafkoma allrar alþýðu er að komast á það stig, sem var á kreppuárunum eftir 1930. Nú er svo komið, að fjölmörg verklýðsjéWg hafa sagt upp samn- ingum sínum í því augnamiði að fá a. m. k. greidda fulla dýrtíðar- uppbót á kaup meðlima sinna. Almenn þátttaka alþýðu bœjarins í 1. maí-Iiátíðahöldunum að þessu sinni, getur orkað mjbg verulega í þá átt að auðvelda verk- lýðssamtbkunum sigur í vœntanlegri launabaráttu. Með tilliti til þessa má það Ijóst vera, að almenn þátttaka i 1. maí-Iiátíðalwldun- um er nú jiauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Sýnum í verki ciningu og afI verklýóssamrakanna með meiri þárrröku í háríoohöldunum en nokkru sinni fyrr. í 1. maí-nefnd verklýðsfélaganna á Akureyri. BernharS Helgason. Björgvin Einarsson. Rósberg G. Snaidal. Einar Björnsson. Björn Jónsson. Arni Magnússon. Jón Ingimarsson. GuSrún GuSvarSardóttir. Svavar Jóhannesson. Óskar Stejánsson. Kristján Larsen. Jakob N. Halldórsson. Jóhann IndriSason. Olafur ASalsteinsson. Jónas Bjarnason. Marinó Viborg. GuSmundur Armannsson. Lorenz Halldórsson. Jón Gunnarsson. Krislín Isfeld. Tómas Kristjánsson. Stefán Eiríksson. María GuSmundsdóttir. Jón Arnason. Hrafnhildur Ingólfsdóttir. Bragi Sigurgeirsson. Snorri Pétursson. Og með þeirri einlægu von og ósk, að sú verði raunin á, óskar Al- þýðumaðurinn allri alþýðu þessa bæjar og hvar sem er á landinu heilla og hamingju á komandi sumri, sigurs og vaxtar í baráttumál- um sínum fyrir eigin viðgangi og fyrir nýju og betra þjóðskipulagi hér á Iandi. Gleðilegt sumar! Gæfuríkur 1. maí!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.