Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Síða 1
XXI. árg. Þriðj udagur 21. ágúst 1951 29. tbl. íslandsmeistararnir í knattspyrnu koma til Akureyrar Meistarajlokksltðið skipa þessir menn í ejri röS jrá vinstri eru: Guðmundur Jónsson, Pétur Georgsson, Þórður IJórðarson, Dagbjartur Hannesson, Rík- harður Jónsson og Halldór Sigurbjörnsson. Neðri röð jrá vinstri: Sveinn Tcilsson, Svcinn Bcnediktsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson og Guðjón Finnbogason. Nánar á 4. síðu í „Aj leikvanginum . Karíavinnslu er nú hætt í Krossanesi um sinn Aflinn skiptist sem næst þann- ig á togarana: Verksmiðjan hefir tekið á móti 11 þús. tonnum fiskjar til vinnslu og framleitt 2200 tonn af mjöli og 550 tonn af lýsi Karfavertíð Akureyrartogar- ana er nú úti að sinni, og búazt )garar Útgerðarfélagsins á ísfisk- 3Íðar, en Jörundur er enn á ldveiðum, svo sem kunnugt cr. Krossanesverksmiðjan hefir alls þessari vertíð tekið á móti frá igurunum um 11 þús. tonnum skjar og framleitt úr aflanum 200 tonn af mjöli og 550 tonn E lýsi. Harðbakur Kaldbakur Svalbakur jörundur 3.300 tonn 3.300 — 3.200 — 1.200 — Eins og fyrr er getiö, hefir Jörundur gengið á síldveiöar í sumar, og er veiðitími hans við karfann því mikið styttri en hinna togaranna. Akureyrar Úthlutað náms- styrkjum ❖ úr Menningar- og minn- ingarsjóði kvenna A'ýlega hejir verið úthlutað styrkjum úr Menningar- og minn- ingarsjóði kvenna. Til úthlutunar komu að jtcssu sinni kr. 18000.00, en umsœkjendur voru 27. Náms- slyrki hlutu 13 ejtirtaldar Itonur: Ásdís Elísabet Ríkarðsdóttir, Reykjavík, til söngnáms í Svíþjóð kr. 1500.00. Björg Hermannsdótt- ir, Seyðisfirði, til náms í uppeld- is- og sálarfræöi í Danmörku kr. 1200.00. Guðríður Katrín Ara- dóttir, Reykjavík, til skjalaþýð- andanáms í Danmörku kr. 1000.00. Guðrún Friðgeirsdóttir, Akureyri, til náms í uppeldis- fræði og rekstri barnaheimila í Noregi kr. 1000.00. Högna Sig- urðardóttir, Vestmannaeyjum, til náms í arkitektur í Frakklandi kr. 1500.00. Ingveldur Helga Sig- urðardóttir, Patreksfirði, til nárns í handavinnu í Danmörku kr. 1200.00. Jónbjörg Gísladóttir, Hafnarfirði, til náms í lyfjafræði í Danmörku' kr. 1500.00. Sigrún Guðjónsdóttir, Bíldudal, til náms í faguríræði í Frakklandi, kr. 1000.00. Sigríður Aðalheiður Helgadóttir, Reykjavík, til náms í slavneskum málum í Svíþjóð, kr. 2000.00. Sólveig Arnórsdótt- ir, Suður-Þingeyjarsýslu, til handavinnukennaranáms í Sví- þjóð, kr. 1000.00. Steinunn Guð- mundsdóttir, Isafirði, til fram- haldsnáms í húsmæðrakennara- fræðurn í Danmörku, kr. 1200.00. Svava Jakobsdóttir, Reykjavík, lil náms í enskum bókmenntuin F ramfær sluví sitalan 144 stig, kaupgjalds- vísitalan 139 Framfærsluvísitalan fyrir ágúst hefir verið reiknuð út, og er hún 144 stig, en kaupgjaldsvísitalan 139. Samkvæmt þessu verður tíma- kaup verkamanna hér kr. 12.84 í dagvinnu mánuðina september— nóvember að báðurn meðtöldum, eða um 102.72 kr. á dag miðað við 8 stunda vinnu. Á kaup fastlaunafólks verður á sarna tíma greidd 139 vísitölu- stig á 1830 kr. mánaðargrunn- launanna, en 123 stig á það sem vera kann fram yfir. Séra Kristján Róbertsson kosinn prestur á Siglufirði Síðastliðinn föstudag voru tal- in í skrifstofu biskups atkvæði frá prestskosningunni, sem frarn fór á Siglufirði fyrra sunnudag. Séra Kristján Róbertsson, prestur á Raufarhöfn, var kosinn lögmætri kosningu með 954 atkvæðum. — Sr. Erlendur Sigmundsson, prest- ur á Seyöisfirði, hlaut 232 atkv. Auðir seðlar voru 12 og ógildir 2. — A kjörskrá voru samtals 1692 og af þeim neyttu atkvæðis- réttar 1200. Ull og húðir lækka á heimsmarkaðinum Ull og húðir hafa lækkað í verði á heimsmarkaðinum, og kann sú lækkun, ef hún er þá ann- að en stundarfyrirbrigði, að hafa í för með sér lækkun á vefn- aðarvöru og skófatnaði. Lækkun ullarverðsins er sögð stafa af lítilli eftirspurn Banda- ríkjamanna á ull. og tungu í Bandaríkjunum, kr. 1200.00. Valborg Elísabet Her- mannsdóttir, Reykjavík, til náms í lyfjafræði í Danmörku, kr. 1200.00. Þá veitti sjóðurinn Guðmundu Elíasdóttur, óperusöngkonu, Rvk, styrk til þess að fara söngför um íslendingabyggðir í Kanada. ____*____ Vorið er liðið og orðið að þungum sumarhita. í hlíðum Fálkafells er þó vorið enn að verki og margar smáar hendur hlúa að grösum þarna efra. Stór- ar breiður j arðepla- og rófnagarða vitna um verkið, sem nú er hafið, svo eru örsmáir reitir afgirtir hver fyrir sig með ýmsum jarðar- gróða. Það eru einkareitir barn- anna sjálfra, sem þarna eru við vinnu á vettvangi Vinnuskóla Akureyrarbæjar. Það voraði seint og klaki var í jörðu fram í júní og það seinkaði byrjun vinnuskólans allverulega. Fyrst varð að byrja á að girða landið, sem er 6 ha. og er við Miðhúsaklappir og umhverfis Skíðaskála Barnaskólans. Landið var að mestu vélunnið í fyrra haust og framræsla þá hafin, en eftir var að grafa tvo skurði, sem áttu að vera tilbúnir, en varð að hverfa frá vegna illveðurs í fyrra haust. En svo vantaði veg; það var aðeins moldarvegur upp að svarð- argröfum og liann blautur. Ýta, sem var að vinna í landinu, var fengin til að ryðja undirstöðum í veginn og bíll var fenginn til að aka möl úr bing rétt hjá og börnin dreifðu úr og jöfnuðu hann, og eftir skamman tíma var kominn akfær vegur, svo að liægt var að koma nauðsynjum upp eftir. En til þess tíma höfðu börn- in borið það, sem á þurfti að halda. Eitt af fyrstu verkunum var að grafa brunn og hlaða hann að innan, en hann reyndist ekki nógu vantsmikill, svo að hann fullnægir ekki vatnsþörfinni, og verður að grípa til annarra ráða í framtíðinni. Næsta sumar er haft í hyggju að rækta gulrætur og meira af rófum og þá þarf mun meira vatn. Mjög álitleg vara Ullarverksmiðjan Gefjun hefir lítillega framleitt karlmannafata- efni úr erlendri ull. Virðast þau að áferð og átekl ekki standa að baki vönduðum enskum efnum, en eru þó nokkru ódýrari. Er hér um athyglisverða frandeiðslu að ræða, því að ekki orkar tvímælis, að hagsýnna væri fyrir þjóðarbú- ið eftir þessari reynslu að flytja ull inn til dúkagerðar, sé þess koslur, en dúkana fullgerða. Þennan dag unnu sum börnin að skurðgreftri og aftur önnur að lagfæringu á húsinu, þ. e. skíðaskálanum, hlaðinn hefir ver- ið slallur umhverfis skálann og tröppur upp að honum og fyrir- hugað er að setja niður trjáplönt- ur þar umhverfis og rækta sum- arblóm næsta vor. Ég kom um kaffileytið og það var glaður hópur, sem ærslaðist og hló í kaffihléinu, og svo hurfu þau aftur til vinnu sinnar að því loknu og gættu sjálf stundvísinn- ar. Þetta var á föstudegi og þá fá þau úlborgað. Kaupið var með minnsta móti í það skiptið, 60— 80 kr. eftir vikuna. Ég sá að sam- band þeirra við kennarann var óþvingað og eðlilegt, þau voru háttprúð og frjálsmannleg. Kenn- arinn upplýsti, að þau hefðu mætt vel í vinnuna og heilsan verið góð, og talar það sínu máli um það, að þá leiðist þeim ekki, fyrst að þau láta sig ekki vanta. Kennarinn sagðist hafa fylgzt með eyðslu barnanna á kaupinu og sagði hann, að þau legðu það fyrir eða horguðu heim með sér með því og hefðu ekki til eyðslu annað en fáeinar krónur, Sem fram yfir tug væri af vikukaup- inu. Eg hlustaði eftir samtali barn- anna í vinnuflokkunum, þeim kom vel saman og héldu áfram, en eitt þótti mér áfátt, sum þeirra blótuðu þó nokkuð, og er ég hissa á því, að þeim skuli finnast hægt að taka sér blótsyrði í munn í þessu fagra umhverfi. Börnin eru búin að fara í þrjár berjaferðir um nágrennið. Þá er arðurinn ekki annað en það, sem þau afla þann daginn. Um kveld- ið sá ég mörg þeirra í sundi. — Þeim er bent á það af kennaran- um að fara í sund að loknu dags- verki, þá líður þreytan úr ungum limum og þau verða hraust og sterk eftir útiveruna í fjallaloft- inu. Það var þarna um nokkra byrj- unarörðugleika að ræða eins og víðast hvar annars staðar, en fyr- ir velvilja allra aðila hefir úr þeim rætzt, og á kennarinn, Björgvin Jörgensson, þakkir skil- ið fyrir sinn hlut og er vonandi, að skólinn megi njóta starfskrafta hans í framtíðinni, hann hefir unnið starf sitt með kostgæfni. Þ. G.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.