Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Page 4
4
ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 21. ágúst 1951
Verði þinn vilji, svo í Reykja
vík sem annars staðar!!
AF LEIKVANGINUM
í síðasta Alþýðumanni var lít-
illega sagt frá uppreisnarástandi
því, sem nú ríkir í Reykjavík
gegn fjármálaóreiðu Ihaldsins í
stjórn bæjarins. Var skýrt frá
því, að stjórn Skattgreiðendafé-
lags Reykjavíkur hefði skorað á
félagsmálaráðherra, Steingrím
Steinþórsson, að neita horgar-
stjóra um leyfi til aukaniðurjöfn-
unar, Tíminn, hlað félagsmála-
ráðherra, hefði stór orð um ger-
ræði bæj arstj órnarmeirihlutans
við „þrautpínda skattgreiðendur“
bæjarins, og Þórður Björnsson,
bæjarfulltrúi Framsóknar í
Reykjavík, berðist skeleggri bar-
áttu við hlið bæjarfulltrúa Al-
þýðufl. og Sósíalistafl. gegn
aukaniðurjöfnuninni, sem sam-
þykkt var aðeins með eins atkv.
meirihluta í bæjarstjórn.
Síðan þetta var, hefir það gerzt,
að félagsmálaráðherra hefir veitt
leyfið til aukaniðurjöfnunarinn-
ar, en það tók hann röska viku að
ákveða sig og gerði hann það
ekki fyrr en hann mátti til með
að fara utan morguninn eftir!
En jafnframt bauð hann, að alls-
herjarrannsókn skuli fram fara á
fjárreiðum allra bæjarfélaga fyr-
ir næstu áramót, og er það góð
fyrirskipun, ef henni verður
framfylgt.
Tíminn, blað félagsmálaráð-
herra, segir nú, að sjálfsagt hafi
verið að veita meirihluta hæjar-
stjórnar Reykjavíkur umbeðið
leyfi, annað liafi verið gerræði og
aldrei þekkzt slík neitun, m. a.
hafi Stefán Jóhann Stefánsson,
formaður Alþýðuflokksins og fé-
lagsmálaráðherra 1948, einmitt
veitt slíkt leyfi þá.
Aljrýðuflokknum er að vísu
ugglaust stoltur af, að Framsókn
telji sér skylt að leita til hans um
fyrirmyndir að lýðræðislegum
vinnubrögðum, en jafnframt
verður ekki komizt hjá Jwí að
benda á, að nú stóð ofurlítið
öðruvísi á en 1948. Þá kom sem-
sé ekki annað í ljós en íhaldið,
sem jrá eins og nú hafði meiri-
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur,
stæði óskipt að skoðuninni um
réttmæti aukaniðurjöfnunar, en
nú er Jjað augljóslega klofið, sbr.
afstöðu Skattgreiðendafélagsins,
og því er ástœða lil þess að draga
mjög í eja, að meirihluti sé fyrir
})ví meðal kjósenda í Reykjavík-
urbœ að aukaniðurjöjnun jari
fram.
Það er líka auðséð á því, hve
lengi félagsmálaráðherra melti
það með sér, hvort leyfa skyldi
nú aukaniðurjöfnun, að hann
hefir verið eitthvað á báðum átt-
um með það, hvort liann ætti
heldur að vernda skattgreiðendur
Reykjavíkur gegn sukki íhalds-
ins, styðja við bak fulltrúa flokks
síns í bæjarstjórn og varna því,
að flokksblað sitt yrði að við-
undri í málflutningi, eða beygja
sig í auðmýkt fyrir íhaldinu, sem
augljóst var, að mjög óhæga af-
stöðu hafði til að „kúska“ Frain-
sókn í þessu máli vegna uppreisn-
ar Skattgreiðendafélagsins.
En samt tók félagsmálaráð-
herra síðari kostinn.
„Verði þinn vilji,“ sagði hann
við Ihaldið, „svo í Reykjavík sem
annars staðar. Borgi Reykvíking-
ar sukk þitt, verði Þórður Björns-
son að annarri Rannveigarleik-
brúðu, verði Timinn að nýju við-
undri við fyrri málflutning sinn!
Ég vil hafa frið! Ég er að fara
utan! Verið þið bless!“
<—
STÓRKAPITALISKUR
HÁLFBAUNI
ÍSLENZKUR FORSETI?
Miklar hvíslingar ganga um
það í landinu, að Olafi Thors,
formann Sjálfstæðisflokksins,
muni mjög í það að verða næsti
forseli íslands.
Er um það rætt, að hann hafi
í hyggju að segja af sér for-
mennsku Sjálfstæðisflokksins í
haust, láta kalla Thor Thors,
bróður sinn, heim frá Ameríku,
segja því næst af sér þingmennsku
í Gullhringu- og Kjósarsýslu og
fá „bróa“ kosinn í staðinn.
Síðan hyggst „goðinn“ að setj-
ast á friðstól, meðan hann bíður
eftir jiví, að embættið losni, og
vonast til að verða nægilega
„hreinsaður“ og „forkláraður“
orðinn, þegar næst fer fram for-
setakjör, til þess að hljóta kosn-
ingu. Má þá segja, að upphefð
lands vors nái hámarki, ef stór-
kapitaliskur Hálfbauni yrði hér
forseti.
—> 4 *—
Minni mjólkur-
neyzla þrátt fyrir
fleiri kaupendur
Aðalástæðan
þverrandi kaupgeta?
Seld neyzlumjólk nam hjá
mjólkurbúum landsins fyrstu þrjá
mánuði þessa árs tæplega 4.9
milljónum lítra, en tæplega 5.1
milljónum sömu mánuði í fyrra,
og seldur rjómi tæplega 183 Jms-
undum lítra á móti tæplega 205
þúsund í fyrra. Minnkaði neyzla
mjólkur og rjómá þannig talsvert
þrátt fyrir inikla fjölgun neyt-
enda. Er gert ráð fyrir því í öðru
hefti af Árbók landbúnaðarins
1951, sem flytur þessar athyglis-
verðu upplýsingar, að neytendum
hafi fjölgað um þrjú þúsund.
Drepið er á það í árbókinni,
að minnkun mjólkursölunnar
verði að talsverðu leyti að skýra
með truflunum á aðflutningum
mjólkurinnar, en að verulegu
leyti hljóti hún að stafa af jiverr-
andi kaupgetu.
Hvað getum við
gert íleira fyrir
bæjarverkfræð-
inginn ?
Akureyrarbær greiðir verk-
fræðingi sínum, Asgeir Markús-
syni, röskar 50 þús. kr. í árslaun
fyrir a.m.k. umdeilda þjónustu,
svo að ekki sé meira sagt.
Akureyrarbær greiðir verk-
fræðingi sínum 10 þús. kr. í bif-
reiðastyrk yfir árið fyrir bíl-
keyrslu, sem a.m.k. eru deildar
skoðanir um, hve bærinn hefir
mikið gagn af.
Eftirlaunasjóður starfsmanna
bæjarins mun hafa dregizt á að
lána verkfræðingi bæjarins allt
að 100 þús. kr. til íbúðarbygg-
ingar, enda þótt það sé drjúgum
hærra en hámarksútlán mun vera
til einstaklings og þótt það sé
a.m.k. harla um deilt mál, hver
akkur sé í því, að bæjarverkfræð-
ingurinn ílendist hér.
Og loks hefir meirihluti bæjar-
ráðs samþykkt, að bærinn skuli
ábyrgjast 40 þús. kr. víxil í úti-
búi Búnaðarbankans hér TIL
KAUPA Á RÉTTINDUM TIL
AÐ BYGGJA EINA ÍBÚÐAR-
HÆÐ OFAN Á HÚS BANKA-
STJÓRA ÚTIBÚSINS, Bern-
harðs Stefánssonar, við Bjarka-
stíginn efst.
Hvað getum við gert fleira fyr-
ir bæjarverkfræðinginn okkar?
Kannske meiri hluti bæjarráðs
vilji efna til samskota fyrir hús-
gögnum handa honum næst?
Húsgögn eru dýr, en ekki má þau
vanta í íbúð eftirlætisbarns bæj-
arins.
Það skilja svo sem allir, að
miklu meira jiarf að gera fyrir
svona menn lieldur en fátæka,
harnmarga verkamenn hér í bæ,
íbúðarlausa, tekjulausa og alls-
lausa. Það er svo sem vandalaust
og fljótgert að neita jieim um
alla hjálpsemi, enda sjaldnast
hummað lengi við það.
Undirbúningsfram -
kvæmdir liafnar að
byggingu Akureyr-
arflugvallar
í síðastliðinni viku hóf Flug-
ráð Islands fyrstu undirbúnings-
framkvæmdir að byggingu flug-
vallar innan við bæinn. Að vísu
má segja, að fullmikið sé sagt
með þessu orðalagi, því að að-
eins mun hafa verið um lagfær-
ingar að ræða, vegna notkunar
bifreiða á flugvallarstæðinu, en
í Jiessari viku má hins vegar
reikna með, að meiri skriður
komizt á verkið, því að hingað er
koniin sanddæla, er Óskar Hall-
dórsson lánar, og á að gera til-
raunir með hana við að breyta
farvegi vestustu kvíslar Eyja-
f j arðarár.
Handknatfleiksmóf'
Norðurlands.
Aðeins tvö félög, KA og, Þór,
boðuðu þótttöku sína í Hand-
knattleiksmóti Norðurlands í
karlaflokki. Þessi kappleikur var
svo háður á nýja íþróttasvæðinu
á fimmtudagskvöldið var. Úrslit
urðu þau, að KA vann Þór með
15:8 mörkum. Dómari var Ragn-
ar Sleinbergsson. Meistaratitilinn
í handknattleik karla hér norðan-
lands hefir því KA ennþá.
Islandsmeisfararnir
í knaftspyrnu koma.
Knattspyrnulið það frá Akra-
nesi, sem varð íslandsmeistari
1951, mun koma til Akureyrar nú
um helgina, að líkindum allir úr
liðinu. Ekki er fyllilega ákveðið,
hvenær þeir keppa, en sennileg-
ast á laugardag og sunnudag n.k.
Akureyrskir knattspyrnumenn
munu mæta Jieim sameinaðir úr
báðum íþróttafélögunum. Það er
mjög gleðilegt, að Akurnesingar
skuli koma hingað, því að Jiað
verður ábyggilega góð uppörvun
fyrir Jiá, sem stunda knattspyrnu
hér. Er Jiess að vænta, að bæjar-
búar fjölmenni út á völl og sjái
þessa skemmtilegu knattspyrnu-
kappleiki.
Heyrzt hefir, að knattspyrnu-
lið úr „Val“ frá Reykjavík hafi
hug á að koma hingað um næstu
mánaðamót. En vegna Meistara-
móts Akureyrar í frjálsum íþrótt-
um 1. og 2. september, er frekar
ólíklegt að af því geti orðið, þar
sem að þetta hvoru tveggja yrði
að vera um sömu helgi.
Nýsfórleg keppni.
í síðustu viku tóku nokkrir
þekklir bridge-spilarar héðan úr
bænum sig lil og kepptu í sex
þraulum frjálsra íþrótta. Árang-
urinn varð auðvitað ekki neinn
viðburður á heimsmælikvarða,
en áhorfendur skemmtu sér kon-
unglega.
Það verður sjálfsagt ekki langt
að bíða þess, að knattspyrnukapp-
leikir á milli fyrirtækja leggist
niður en í staðinn komi ýmiss
konar keppni í frjálsum íþróttum
og getur það ekki síður orðið
skemmtilegt.
Kneffinum sparkaó.
Það hefir valdið óónægju meðal
knattspyrnumanna, það sem sagt
var í seinasta þætti um deyfð yfir
knattspyrnu ög handknattleik.
Þess vegna er kærkomið og
sjálfsagt að upplýsa það, að knatt-
spyrna er æfð töluvert.
Algildur mælikvarði ó íþrótt-
ina getur það ekki talizt þó opin-
berir kappleikir séu mjög fátíðir.
En sem sagt, nokkrir áhuga-
samir knattspyrnumenn æfa af
kappi og þar er nú líf og fjör.
Annars verður það aldrei of-
brýnt fyrir íþróttamönnum að
„Leikvangurinn“ stendur þeim
opinn fyrir athugasemdum þeirra
og íþróttamálum yfirleitt. Þetta er
nú; einu sinni ykkar dálkar, góð-
ir hálsar — gerið þið svo vel.
*
Héraðsmóf að Hrafnagili
Héraðsmót Ungmennasambands
Eyjafjarðar var haldið að Hrafna
gili 29. júlí sl. Helztu úrslit móts-
ins voru Jiessi:
100 m. lúaup karla:
1. Trausti Ólason Reynir 11.5 sek.
2. Vilhjálmur Þórsson Þ.Sv. 12.0
sek.
200 m. hlaup karla:
1. Trausti Ólason Reynir 28.5 sek.
2. J óhannes Daníelsson Þ.Sv ? ? ?
sek.
400 m. hlaup karla:
1. Trausli Ólason Reynir 57.7 sek.
2. Kristján Jóhannsson Skíði 58.1
sek.
1500 m. hlaup karla:
1. Kristján Jóhanss. Skíði 4.34.7
mín.
2. Halldór Pálsson Dalb. 4.38.8
mín.
3000 m. hlaup:
1. Kristján Jóhannss. Skíði 9.36.5
mín.
2. Halldór Pálsson Dalb. 9.57.2
mín.
80 m. hlaup kvenna:
1. Helga Þórsd. Þ.Sv. 11.3 sek.
2. Helga Árnad. Árroð. 11.3 sek.
Langstökk kvenna:
1. Helga Þórsd. Þ.Sv. 4.11 m.
2. Helga Árnad. Árroð. 3.99 m.
Langstöklc karla:
1. Trausti Ólason Reynir 5.49 m.
2. Jóhann Daníelss. Þ.Sv. 5.34 m.
Þristökk:
1. Árni Magnúss. Dalb. 12.63 m.
2. Jón Árnason Árroð. 12.17 m.
Hástökk:
1. Jón Árnason Árroð. 1.55 m.
2. Hörður Jóhannss. Árroð. 1.50
m.
Kúluvarp:
1. Gestur Guðmundss. Þ.Sv. 13.06
m.
2. Hjörleifur Guðmundsson Þ.Sv.
12.58 m.
Kringlukast:
1. Geslur Guðmundsson Þ.Sv.
35.87 m.
2. Hjörleifur Guðmundsson Þ.Sv.
33.83 m.
Spjótkast:
1. Jóh. Daníelsson Þ.Sv. 41.50 m.
2. Júlíus Daníelss. Þ.Sv. 40.90 m.
4x100 m. boðlilaup:
1. A-sveit Þorst. Svörf. 51.0 sek.
2. A-sveit Reynis 52.1 sek.
50 m. sund kvenna:
1. Rósa Árnad. Árroð 49.2 sek.
2. Freyja Guðmundsd. Þ. Sv. 58,3
sek.
100 ni. sund karla:
1. Gestur Guðmundsson Þ. Sv.
1.30.0 mín.
2. Hjörleifur Guðmundsson Þ.Sv.
1.35.5 mín.
Stig félaganna skiptast þannig:
Þorst. Svörfuður 43 stig
Reynir 16 —
Árroðinn 15 —
Dalbúinn 10 —
Skíði 8 —
U.M.F. Möðruv. 2 —
Ársól 1 —