Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 06.11.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 6. nóvember 1951 AlMnatnMorfiir Framh. af 1. síðu. heldur tjónshættu. Er ekki ljóst, hvers vinnustúlkur ættu að gjalda, ef þær skulu fremur ó- tryggðar en aðrir launþegar. Það er ekki ótítt að sjá það í blöðum landsins, hver höfuð- nauðsyn það er hverju þjóðþrifa- fyrirtæki að eiga gilda og gróna varasjóð,. Oss minnir, að þetta hafi ekki svo sjaldan staðið í Degi um K. E. A. Ekki ólíklegt líka um Samvinnutrygglngar. Þetta er að vísu sannleikur hjá Degi, en auðvitað þá líka um fleiri fyrirtæki en S. Í. S., K. E. A., Samvinnutryggingar o. s. frv. Þessurn að.lum mundi vafalaust þykja óviðfelldið að ráða engu um, hvernig slíkir sjóðlr þeirra væru ávaxtaðir. Samt sem áður er Dagur hneykslaður á því, að Tryggingastofnunin eigi sjóði, sm hún hefði getað lánað úr, t. d. Fjórðungssjúkrahúsinu hér á Ak- ureyri, Bæjarútgerð Siglufjarðar o. s. frv. Að vísu munu báðar þessar lánveltingar svo veittar, að banki ve'.tir lánið gegn því, að Tryggingastofnunin láti jafnháa upphæð á vöxtu til bankans. En hvað um það. Sé .samvinnufyrir- tækjum að dómi Dags rétt og skylt að ráða lánum úr sjóðum sínum, hvað er þá óeðlilegt við það, að Tryggingastofnunin hafi eltthvað hönd ' bagga með lánum úr sjóðum sínum? Alveg er óþarfi fyrir Dag að kvíða því, að þetta geri afstöðu Alþýðufl. svo sérlega sterka. Það er sem sé Trvggingaráð, sem tek- ur ákvarðanir um þessar Iánveit- ingar, en þar er Alþfl. í minni- hluta, eins og augljóst má vera af skipan Alþingis. Mismunandi sjónarmið. Þegar um Almannatryggingar er rætt, gætir mjög tvenns konar sjónarmiða: Annars vegar að Trygg ngarnar séu réttur, sem hver kaupir sér gegn ákveðnu gjaldi, enda sé rétturinn þá ó- skerðanlegur og tvímælalaus, hafi iðgjöld verið greidd og bóta- s’.ylda fyrir hendi. Samkvæmt þessu sjónarmiði staifa öll trygg- ingafélög, sem tryggja fasteignir og lausafé eða selja líftryggingar, ferðatryggingar o. s. frv. Eins er um sjúkrasamlög. Hitt 6jónarmiðið er, að Trygg- ingarnar séu skilorðsbundinn rétt- u: eftir efnahag, sérstaklega tekj- um. Eftir þessu starfa Almtr. að verulegu leyti, en þó ekki öllu, en ættu alls ekki að gera það að neinu leyti að dómi Alþýðu- flokksmanna. Þeir líta sem sé þannig á, að hlutverk Trygging- anna sé fyrst og fremst að veita öryggi um lífsafkomu, en ekki vera tekjujöfnunarleið þjóðfé- lagsins. Þar eigi önnur ráð að koma til sögunnar. En þessi hátt- ur er sémsé hafður á um Trygg- ingarnar og var tekinn upp — í óþökk Alþ.fl. — vegna ótta margra ráðamanna þjóðfélagsins við það, að Tryggingarnar yrðu of dýrar í framkvæmd. Það skal hiklaust viðurkennt, að ríkið hefði þurft að leggja ausnarleg- ar fram til þe rra en það nú gerir, ef venj'uleg' trýggingarsjónarm'ð hefðu verið liöfð um framkvænrd Vlmtr., en það hejði líka verið rétt og að því ber að stejna, jafnframt því, sem hœkka þarf vissa bólaflolcka og bœta við nýjum, fyrst og fremst mœðra- 'aunum. Engum detlur í hug, að efnað- ur maður, sem greiðir skilvíslega ðgjöld sín í sjúkrasamlag, eigi ekki að njóta þar fullra réttinda. Ollum finnst sjálfsagt, að efnað- ur maður, sem misst hefir hús sitt í bruna, fái það bætt, hafi hann brunatryggt það. Engum fyndist vit í, að tekjuhár maður, sem hefði keypt sér ferðatrygg- ingu til Rvíkur, fengi bætur eftir rfnum og ástæðum, ef hann slas- aðist á le.ðinni, en ekki samkv. ryggingarupphæðinni, sem hann 'iefir keypt sér. Og hví ætti þá ekki t.d. hver 67 ára gamall maður að fá sín til- skyldu ellilaun alveg án tillits til tekna og eigna? Vér endurtökum það: Alm.tr. e'ga að komast í það horf að dómi Alþ.fl. að vera tilskllin rétt- indi, sem menn hafa keypt sér, éttindi til örvggis lífsafkomu, en þær e'ga ekki að vera tekjujöfn- unarleið. Tekjujöfnun á að ná gegnum skatta og gjöld, og því er endurskoðun skattalöggjafarinnar m. a. orðið knýjandi úrlausnar- efni. En það er nú önnur saga, eins og þar stendur. Shdkheppni Ahurevrar við vimbsino ó hiflum Norð- Talandi tölur: Tvöfalt eða þrefalt lengri tíma að vinna fyrir nauðsynjum nú en 1949 Vísitala framfærslukostnað- ar hefir hækkað um 50% í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er stærra stökk en vísitalan hefir nokkurn tíma tekið áður á jafnskömmum líma. Gamla vísitalan væri nú komin upp í 612 stig! En kaupgjaldið hefir hœkk- að miklu minna. — Gylfi Þ. Gíslason upplýsti í útvarps- ræðu sinni á Alþingi um- verð- lagsmálin, að í desember 1949 hefði verkamaður verið 10 mínútur að vinna fyrir 1 kg af liveiti, en vœri nú 19 mínút ur að því. Hann var þá 14 mín útur að vinna fyrir einu rúg brauði, en nú 20 mínútur Hann var áður 1 klst. að vinna fyrir 1 kg. af kaffi, en nú 3 klst. og 15 mínútur. Hann var 5 klst. og 5 mínútur að vinna fyrir einni erlendri skyrtu í desember 1949, en nú 9 klst. og 21 mínútu! Svo gífurleg er kjaraskerð- ingin, sem átt hefir sér stað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Vetrarstarf Skákfélags Akur- eyrar er hafið. Föstudaginn 2. nóv. var aðalfundur haldinn. í Utjórn voru kosnir: Form. Guð- brandur Hlíðar, ritari Haraldur Bogason, gjaldkeri Albert Sig- urðsson, áhaldavörður Kristinn Jónsson og spjaldskrárritari Guð- | mundur Eiðsson. Ákveðið var að Skákþing Ak- ureyrar, sem frestað var sl. vor, skyldi hefjast föstudaginn 9. nóv. J kl. 20.15 í fundarsal Alþýðu- j flokksfélaganna, Túngötu 2. Allir taflmenn á Akureyri hafa rétt til þátttöku. . Fyrir mllligöngu bæjarstjórnar hef-r félaginu verið boðið að ! tefla, fyrir bæjarins hönd, í vin- samlegri keppni við vinabæi Ak- ureyrar í vetur, en þeir eru: Álesund í Noregi, Vesterás í Sví- þjóð, Randeis í Danmörku og Lahti í Fmnlandi. Ráðgert er að hver bær tefli 2 skákir við hvern hinna, eða alls 8 skákir. Sameiginleg verðlaun verða veitt að lokum. Þetta er algjör nýlunda í skák- Iífi bæjarins og mun keppni þessi væntanlega vekja athygli og óhuga bæjarbúa og stuðla að auknum kynnum milli vinabæj- anna. Nú ríður á að hver vopnfær maður í skák búizt til sóknar, svo að við mættum sigra í þessarri samnorrænu keppni engu síður en í sundkeppninni. Sérstaklega skorar stjórn Skókfélagsins á æsku bæjarins að fylkja sér í rað- ir félagsins og gefa því þannig ný:an styrk og sækja sjálfir þangað holla gleði í tómstund- unum. Teflt verður í vetur á mánu- dags- og föstudagskvöldum í Tún- götu 2. Fundir hefjast kl. 20.15. Stjórn Skákjélags Akureyrar. —> þ *— M Æskubœhur Bókaútgáfa Æskunnar hefir sent frá sér tvœr barnabœkur, báðar œtlaðar telpum. Onnur þessara bóka heitir „Todda frá Blágarði“ eftir Mar- gréti Jónsdóttur. Segir þar frá ungri stúlku, sem kölluð er Todda, og er fædd og uppalin í Kaupmannahöfn. Hún er íslenzk í aðra ættina og lýkur sögunni, er hún kemur hingað heim. Gerist margt skemmtilegra atvika í frá- sögninni og er líklegt að bókin verði vinsæl telpnabók. Hin bókin er úr flokki Oddu- bókanna eftir þau Jennu og Hreiðar smábarnakennara. Heit- ir „Adda í menntaskóla“ og seg- ir frá ungri stúlku á mennta- braut. Bækur þeirra Jennu og Hreiðars hafa náð miklum vin- sældum ungu lesendanna og svo mun einnig verða með þessa bók, Frd Bornoverndoríélogi Ahurejror Á Barnaverndardaginn söfnuð- ust alls kr. 10.700.00 kr. Þar af var kostnaður fyrir bækur og merki kr. 1550.00. — Urðu því nettótekjur dagsins kr. 9.150.00. Á þessu sést, að fjöldi bæjarbúa sýndu málefni félagsins velvild og skilning. Félagið sendir öllum þeim, sem á einn eða annan hátt réttu því hjálparhönd á Barna- verndardaginn, innilegar þakkir. — Stjórnin. Spilohvöld verður að Hótel Norðurlandi föstudaginn 9. nóv. n.k. kl. 8.30 eftir hádegi. Kvikrnynd. Félagsvist (verðlaun). Dans. Mætið stundvíslega með spil og blýant. Aðgangseyrir 15 krónur. A Iþýðuflokks félögin. Bruni í Vélsmíðjinni ODDA S.l. laugardag kviknaði í verk- stæðisskála tilheyrandi Vélsmiðj- unni Odda. Brann skálinn, svo og bifreið, sem þar var inni, og einn- ig nokkuð af áhöldum og vinnu- tækj um. íkviknun varð á 3. tímanum eftir hádegið með þeim hætti, að pera sprakk á vinnuljósi, er starfs maður í Odda var að nota við viðgerð á bifreið sinni K 204. Komst þá eldur í opið ílát, sem benzín var í, og skipti það eng- um togum, að skáli og blfreið yrðu alelda. Varð engu bjargað úr eldinum nema einni rafsuðu- vél nýrri. Hins vegar tókst að hefta útbreiðslu eldsins til ann- arrar skemmu, sem stóð fast við þá er brann. Var þar líka stein- veggur í milli. Bifreiðin var ó- tryggð fyrir bruna, en áhöld og vélar voru tryggð hjá Samvinnu- tryggingum. Kvikmyndir frá Norður-Nor- egi verða sýndar í Skjaldborg kl. 9 í kvöld. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, talar. Skógrœktarfélag Akureyrar. AF LEIKVANGlNUM Shemmtanashottur íþróttafélögin í kaupstöðum landsins, eiga nú í harðvítugri j baróttu við ríkisvaldið út af skemmtanaskattinum. íþróttafé- lögin þurfa eðlilega töluvert fjár- magn til að standa straum af starfsemi sinni.. Er til ýmsra ráða gripið í fjár- öflunarskyni. Ein af þeim leið- um, sem farin er í þessu augna- miði munu dansleikir vera. Nú er svo í pottinn búið, að reksturs- kostnaður slíkra skemmtana er orðinn mjög mikill, áhættan því mikil, en ágóðavonin minni held- ur en oft áður. Hér á Akureyri hefir það stundum komið fyrir, að þegar greiddur hefir verið allur nauð-, synlegur kostnaður, þá mun eng- inn peningur hafa verið til í skemmtanaskattinn. Þá mun ekki hafa verið urn annað að ræða fyrir íþróttafélögin, en að ganga á hina fátæku sjóði s'na til að standa í skilum við fjárhirzlu rikisins. Sjá allir heilvita menn, að við þetta má ekki una öllu lengur, það nær ekki nokkurri átt að miða skemmtanaskattinn við allan inngangseyrinn (brúttó- tekjur), heldur verður hann að miðast við ágóðann, þegar sann- anlegur kostnaður hefir verið dreginn frá (nettótekjur).Annars er það furðulegt tómlæti þeirra manna, sem um þessi mál fjalla, að jafn góð og nauðsynleg sam- tök og íþróttafélögin eru, skuli ekki vera undanþeginn þessum rangláta skatti. Hvar er meira úrval og hvar eru ódýrari horlmonnoshór en Nkódeild I(EA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.