Alþýðumaðurinn - 26.02.1952, Blaðsíða 1
XXII. árg. Þriðjudagur 26. febrúar 1952 8. tbl.
Mtrkisfíicli merhilegrd stofMM
Elzta kaupfélag landsins, Kanpfélag Þingeyinga,
70 ára, S.Í.S. 50 ára.
Fyrir tæpri viku átti elzta kaup-
félag landsins, Kaupfélag Þing-
eyinga, 70 ára starfsafmæli, en
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga hálfrar aldar sögu að baki.
Ugglaust má telja, að önnur fé-
lagssamtök merkilegri en kaupfé-
lögin hafi ekki risið upp hér á
landi til hagsbóta alþýðu manna,
og jafnframt má fullyrða, að
lragsbætur félaganna hafi orðið
enn meiri og áhrifaríkari vegna
þess, að þau skipuðu sér í sam-
band saman. Því eru stórafmæli
ofangreindra stofnana vissulega
merkisafmæli í sögu landsins.
En hvort tveggja er, að þess-
ara afmæla hefir að nokkru verið
getið í útvarpi og dagblöðum höf-
uðstaðarins, sem margir sjá, og
almenningi eru þessi mál vel
kunnug af eigin sjón og raun, og
verða því afrek þessara stofnana
hér ekki rakin.
Hitt er ekki óviðeigandi, enda
full ástæða til, að ræða nokkuð
stöðu og starf kaupfélaga nú al-
mennt svo og SÍS, einmitt vegna
þess að umræður um verzlunar-
mál landsmanna fara alhnjög
fram í blöðuin þessa dagana. Er
það raunar að mestum hluta frem-
ur ófrjótt pex um það, hvort verzl-
un sé betri í dag en í gær, betri í
tíð núverandi stjórnar eða fyrr-
verandi, en enginn virðist þora
að segja það fullum rómi, að
hvorug verzlunin var eða er góð,
til þess vantaði og vantar frum-
skilyrðin: í tíð fyrrverandi stjórn-
ar var vöruekla, en í tíð núver-
andi stjórnar skortir kaupgetuna
hjá alþýðy manna. Fyrri skortur-
inn var vondur, en sá síðari þó
miklu verri.
En við þessa tvo óvini alrnenn-
ings hafa kaupfélögin frá upp-
hafi vega sinna átt að etja, svo að
sú barátta ætti ekki að vekja þeim
ógn. Olíkt er líka, hversu afstaða
félaganna er miklum mun sterk-
ari nú en í upphafi: Þá voru þau
allslaus samtök allslausra manna
nánast sagt, nú í mörgum tilfell-
um gróin fyrirtæki að völdum og
fjármunum.
Og hér er þá komið að styrk
og hættu samvinnufélagsskapar-
ins: Fjármunirnir eru nauðsyn-
legir og sjálfsagðir til þess að fé-
lögin geti rekið sem hagkvæmasta
verzlun landsmönnum, áhrifin og
völdin sömuleiðis. En þá þurfa
líka fjáraflið, valdið og áhrifin
að beinast að þessunr tilgangi
kaupfélaganna heilshugar, en ekki
öðrum verkefnum óskyldum, svo
sem flokkapólitík, eins og augljós
dæmi eru til um sum félögin og
Sambandið sjálft.
Víðs vegar um land blasa nú
augljós dæmin við mönnum mn
geysilegt fjármagn, sem kaupfé-
lagsmenn hafa lagt kaupfélögun-
um upp í hendur með verzlun
sinni. Oft er því hampað, að
kaupfélagsmenn sjálfir eigi þetta
fjármagn, ráði því og fái það aft-
ur, ef t. d. hlutaðeigandi félög
hætti störfum. Það er nú svo með
þessi vígorð, að þau eru góð til
þess að flagga með þau, en hafa
ekki annað gildi. Hinn raunhæíi
sannleikur er, að því aðeins hafa
kaupfélagsmenn hag og tekjur af
því fjármagni, sem þeir leggja fé-
lögunum upp í hendur með verzl-
un sinni, að því sé varið til bættr-
ar verzlunar. Verði varan ekki
betri eða ódýrari, eða hvort
tveggja, ellegar samvinnuverzlun-
in veiti meðlimum sínum aukið
örvggi um vöru, svo og arð af
verzluninni, verður það gagn í
reyndinni ekki neitt, sem hinn
óbreytti kaupfélagsmaður meðal
neytenda hefir áf því að verzla
við félag sitt. Og á sama liátt má
segja um framleiðandann, að
hans gagn af kaupfélagsverzlun
er í reynd engin, ef hann fær
ekki eitthvað af þessu: meira fyr-
ir vöru sína, aukið söluöryggi
fyrir vöru sína og ódýrari neyzlu-
og rekstursvörur í bú sitt. Fáist
þetta ekki í aðra hönd, hefir hinn
•óbreytti kaupfélagsmaður í hæsta
máta aðeins augnayndi af glæsi-
legum húsakosti félags síns.
Það er engum blöðum um það
að fletta, að yfirleitt hafa kaup-
félögin og SIS veitt meðlimum
sínum í verulegum mæli allt það,
sem hér er talið upp að framan,
þótt í mismunandi stíl hafi yerið
eftir árferði og forystu. Vegna
þessa hefir samvinnustefnan orð-
ið merkisþáttur í sögu þjóðar-
innar, og þess vegna er 70 ára aí-
mæli elzta kaupfélagsins og 50
ára afmæli Sambandsins sjálfs
merkisafmæli.
En vandi fylgir vegsemd hverri
og það er sagt, að ekki sé síður
mikils vert að gæta fengins fjár
en afla þess. ekki síður vandi að
halda virðingu en hljóta liana.
Því er ekki að leyna, að ýrnis
sólarmerki liafa bent íil þess á
síðari árum, að í áhrifastöðum
samvinnuhreyfingarinnar væru
menn, sem hættir til að gleyma
Síðastliðinn fimmtudag var
frumsýndur í Samkomuhúsinu
hér á veguin fulltrúaráðs verka-
lýðsfél. gamanleikurinn „Landa-
brugg og ást eftir Riemann og
Sclnnartz. Er leikurinn staðfærð-
ur hingað, en leikendur eru flest-
ir úr leikskóla frú Ingibjargar
Steinsdóttur, er stjórnaði leiksýn-
ingunni og lék auk þess eitt hlut-
verkið.
Alls eru hlutverkin 10. Fara
flestir hinna nýju leikenda mjög
sæmilega með hlutverk sín og
mætti segja mér, að Leikfélagi
Akureyrar ætti eftir að bætast þar
nýir kraftar. Vil ég þar sérstak-
lega nefna Aka Eiríksson, skýr og
hressilegur í tali, Bjarna F. Finn-
bogason, kírainn og næmur fyrir
broslegu, Lilja Hallgrímsdóttur,
hressilega og ákveðna, Hrein Jón-
asson, trúan og öruggan í leik
sínum, og Sæunni Gunnarsdóttur,
blált áfrain og eðlilega á sviði.
Hins vegar „yfirdreif“ Guðm. I.
Magnússon leik sinn á Ingjaldi
landabruggara, sérstaklega í
hreyfingum, og leikur Ragnheið-
ar Kristjánsdótlur var mjög lit-
laus, enda hlutverkið lítið. Jón
Ingimarsson fór kímilega með
hlutverk elliærs læknis, Rósberg
Snædal skilmerkilega með hlut-
verk lögregluþjóns og auðvitað
setti leikur leikstjórans sinn svip
á leiksýninguna.
Dálítið bar á þvi, að leikendur
kynnu enn ekki „rullurnar“, og
tafði það leikinn nokkuð. Enn
verður að átelja gróflega óstund-
vísi (20 mín.), sem virtist ekki
sýningargestum að kenna. því að
þeir kornu í tæka tíð.
Ahorfendur virtust skemmta
sér vel. enda þótt leikurinn sé
ans til að hljóta aukna velmegun
á lífsleiðinni, en ekki vegur fárra
útvalinna til valda og áhrifa í
þjóðfélaginu, sjálfum þeim til
yndisauka og auðsöfnunar.
Því hljóta það að verða af-
mælisóskir alþýðu manna til
þessara afmælisbarna, er hér ræð-
ir um, að þau verði ætíð minnug
hins eina rétta hlutverks síns, að
bæta lífsafkomu landsmanna, og
gæti þess að láta sterka aðstöðu
og mikil áhrif ekki afvegaleiða
sig á götur hrokavalds, því að
enn standa í fullu gildi spakmæli
Hraínkelssögu Freysgoða, að
„skömm er óhófs ævi“ og „dramb
er falli næst“.
harla vitlaus og til einskis annars
ætlaður en vekja hlátur. Að lok-
inni leiksýningu bárust leikstjóra
blóm.
Að öllu samanlögðu verður að
teljast „borga“ sig að sjá þennan
leilc, sérstaklega með það fyrir
augúm að horfa á þá nýju krafta,
sem þarna er teflt fram.
Kvenfél. Alþýðuflokksins
é Akureyri
hélt aðalfund þriðjudaginn 12. þ.
m. í Túngötu 2. Á fundinum fóru
fram venjuleg aðalfmidarstörf. —
Stjórnina skipa nú: Guðrún Árna-
dóttir, formaður, Hlín Jónsdóttir,
varaformaður, Þorbjörg Gísla-
dóttir, ritari, Anna Helgadóttir,
gjaldkeri, og Soffía Gunnlaugs-
dóttir, meðstjórnandi. — I vara-
stjórn: Helga Daníelsdóttir og
Hanna Hallgrímsdóttir. Endur-
skoðendur voru kjörnar Svan-
borg Jónasdóttir og Hanna Hall-
grímsdóttir.
Á fundinum þakkaði formaður
Jensínu Loftsdóttur, sem verið
hefir gjaldkeri félagsins frá stofn-
un þess fyrir finnn árum, fyrir
inikið og gott starf í þágu félags-
ins, en hún baðst undan endur-
kosningu í þetta sinn. — Á fund-
inurn var samþykkt, að félagið
héldi bazar um mánaðamótin
marz—apríl og skyldi allur ágóð-
inn renna til nýja spítalans. Eru
félagskonur hvatlar til að undir-
búa sig með að geta látið eitthvað
af munum á bazarinn.
___*____
LEIKKVÖLD M.A.
Hinar árlegu leiksýningar nem-
enda Menntaskólans á Akureyri
munu að forfallalausu hefjast í
þessari viku eða næstkomandi
íöstudagskvöld.
Leikfélag M. A. sýnir að þessu
sinni hinn sprenghlægilega skop-
Ieik Spanskflugan eftir Arnold &
Bauh, og hefir það sýnt hann áð-
ur fyrir 9 árum síðan við mikla
aðsó'oi þá og ánægju leikhús-
gesta.
Eins og vant er eru nemendurn-
ir sem leika uppteknir mjög við
nám sitl og verður því reynt að
hraða leiksýningum eftir mætti.
Er því vissara fyrir Ieikhúsgesti,
sem sjá ætla leikinn. að fara sem
fyrst.
Leikfélag M. A. hyggst að hafa
barnasýningar, eina eða fleiri, á
sunnudagseflirmiðdögum við
vægu verði.
Leikstjóri er Jón Norðfjörð,
leikari.
Rataðist
Morgunblaðiim
rétt á nmnn?
í 5. tbl. Alþýðumannsins, þann
5. þ. m. birtust glefsur úr Morg-
unblaðinu og Tímanum. Hélt
Morgunblaðið því fram, að spani-
aðarandi Tímans varðandi utan-
ríkisþjónustuna ykist eða minnk-
aði, eftir því hvort Framsókri ætti
mann á taflborðinu eða ekki.
Ætti hún engan, væri vandlæting
sparnaðarpostulanna í hámarki,
en ætli hún hrókinn á borðinu,
væri vandlætingin í núlli.
■ Tíminn svaraði þessum „sví-
virðingum“ sárreiður. Sagðist
hafa gert það eitt að gagnrýna
„ýinislegl óhóf í utanríkisþjón-
ustunni og þó einkum hinar miklu
utanferðir í sambandi við meira
og minna þýðingarlausar ráð-
stefnur.“ Og síðar segir blaðið:
„Eitt af því, sem Tíminn hefir
átalið ér för utanríkisráðherrans
við fjórða mann á fund Atlants-
hafsbandalagsins í Róm í haust.“
Nú er Bjarni enn farinn á einn
slíkan fund við fjórða mann lil
Lissabon í Portugal. Fjórði mað-
urinn er Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, enda hneykslasl nú
Tíminn ekkerl á fundarmanna-
fjöldanum. Kannske að Morgun-
blaðið liafi sagl það salt, að mik-
ilvægi alþjóðlegra funda fari í
augun Tímans eftir því, hvort
Framsóknarmaður situr þá eða
ekki?
Aheit á Sjómunnadaginn frá ónefntiri
konu kr. 30.00. Með þökkum móttekið.
• Eggert Olafsson.
því, að hún á að vera tæki fjöld-
ImdaliriM n dst
Leihstjóri frú Steinsdóttir