Alþýðumaðurinn - 04.03.1952, Síða 1
XXII. árg.
Þriðjudagur 4. marz 1952 9. tbl.
Frá bæjarstjórn:
Dróttarbroiitin leígi, rdðinn
sliHMiðKtjóri og tnejnr-
verkstjóri.
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar, 26. febrúar sl., lágu ýmis
mál til afgreiðslu. Skulu þessi
talin:
1. Kosning slökkviliðsstjóra og
lóðaskrárritara. Tveir umsækj-
endur voru um starfið: Ásgeir
Valdemarsson, verkfræðingur, og
Móses Aðalsteinsson, verkfræð-
ingur. Hlaut Ásgeir kosningu með
9 atkvæðum (allra nema Alþýðu-
flokksmanna) en Móses 2 atkv.
2. Kosinn bæjarverkstjóri.
Fjöldi umsókna barst. Hafa áður
verið nefndir hér í blaðinu flestir
þeirra, en til viðbótar höfðu bor-
izt umsóknir frá Bjarna Rósants-
syni, múrarameistara, Ágúst Jóns-
syni, byggingameistara. Axel Jó-
hannssyni, Hafsteini Halldórs-
syni, Páli Jónassyni, Hró-
arsdal, Skagafirði. Kosningu
hlaut Carl Tulinius með 6 atkv.
(Framsókn, Sjálfstæði nema Ei-
ríkur Einarsson). Þorsteinn Svan-
laugsson fékk 2 atkvæði. 3 seðlar
voru auðir.
3. Samþykkt að taka tilboði
Landsbankans á Akureyri um
húsnæði fyrir skrifstofur bæjar-
ins til 5 ára fyrir 3.300.00 kr. á
mánuði. Tillaga frá Steindóri
Steindórssyni um það, að bærinn
færi þegar á næsta ári að leggja
fé til tdiðar með byggingu yfir
skrifsíofurnar fyrir augum, var
samþykkt samhljóða.
4. Samþykkt, að vinnumiðlun-
arnefnd skyldi úthluta bæjarvinnu
eftir þörfuin án tillits til þess. í
hvaða verkalýðsfélagi á staðnum
vimniumsækjandi væri. Hins vcg-
ar sitji meðlimir V. A. að öðru
jöfnu fyrir vinnunni, og ófélags-
bundnir vinnuumsækjendur gangi
þegar í V. A.. vilji þeir hljóta
vinnuna.
5. Samþykktir 1. og 2. liður
ályktunar smáibúðarnefndar (eru
birtar á öðruin stað i blaðinu).
Frestað 3. lið. Felldur 4. liður.
Byggingafulltrúa falið að gera
uppdrætti samkvæmt 2. lið og
uppdrátt að 6—3 íbúðahúsi, sam-
kvæmt 5. lið, en ákvörðun um
þann lið að öðru íeyti frestað.
6. Fjórðungsstjórn fiskideilda
i Norðlendingafjórðungi leyfð
lóð undir fyrirhugaðan sjóvinnu-
skóla sinn við Laufásgötu. næstu
lóð nórðan' við Gróttu.
7. Leyfðar breytingar á húsum
Byggingafélags Akureyrar við
Eyrarveg að fengnu leyfi skipu-
lagsnefndar ríkisins.
3. Samþykkt með 6 atkv. að
semja við Skafta Áskelsson, Her-
luf Ryel, Þorstein Þor6teinsson
og Utgerðarfélag KEA um leigu
á dráttarbraut bæjarins um næstu
5 ár. (Framsókn, kommúnistar og.
Eiríkur Einarsson). Finim bæjar-
fulltrúar (Alþýðuflokksmenn og
3 Sjálfstæðismenn) vildu taka til-
boði Gunnars Jósefssonar og
Atla h.f.
Tilboðin voru annars 3, svo-
hljóðandi samkvæmt bókun hafn-
arnefndar:
„1) Kristján Nói Kristjánsson.
Fyrir síðasta bæjarstjórnar-
fundi lá svohljóðandi tillaga, er
Árni Þorgrímsson hafði borið
fram í atvinnumálanefnd og hún
einróma verið samþykkt:
„Atvinnumálanefnd Akureyrar-
bæjar hefir á fundi sínum 13.
febrúar 1952 samþykkt eftirfar-
andi ályktun til bæjarstjórnar Ak-
ureyrar:
Nefndin telur að tunnusmíðið
hér á Akureyri, eins og það \ar
rekið hér í fyrra, og útlit sízt
betra í vctur, sé ekki til úrbóta at-
vinnulega, bæði vegna þess, hve
Iítið er smíðað og eins hitt, hve
erfiðlega gengur að fá efnið fyrr
en komið er langt fram á vetur.
Nefndin vill þvi beina því iil bæj-
arstjórnar Akureyrar, hvort ekki
mundi hægt að auka íunnusmiði
hér á Akureyri, ef bæjarstjórn
tæki að sér tunnusmíðið fyrir
sama verð og sannanlegt er að
tunnur kosta á Siglufirði (vinna
og raforka).
Nefndin hefir hugsað þetta í
stórum dráttum þannig:
Síldarútvegsnefnd leggur til
efni í minnst 30 þús. tunnur. Skal
efnið komið fyrir jól, svo að hægt
sé að hefja smíði strax úr áramót-
Býður hann kr. 75 þús. ársleigu
og leigutími 5 ár, eða þann leigu-
tíma er um semst.
2) Gunnar Jósefsson og Atli
h.f. Bjóða þeir 102 þús. kr. í árs-
leigu og leigutími sé 5—10 ár.
3) Skafli Áskelsson, Herluf
Ryel, Þorsteinn Þorsteinsson og
Útgerðarfélag KEA h.f. þannig:
a) Leigutími sé 10 ár og byrji
1. marz 1952. Ársleiga er kr. 70
þús., meðan aðeins einn vagn er
til afnota, kr. 90 þús. meðan tveir
vagnar en engir hliðargarðar eru
til afnota. Þegar þar að auki eru
komin stæði fyrir 4 skip eða fleiri
kr. 100. þús.
b) Lágmarksleiga kr. 80 þús.
og auk þess 50r/c af upp- og fram-
sátursgjöldum og slippleigu, sem
fer yfir 80 þús. kr. árlega.“
Það var þetta tilboð, sem sex-
menningarnir í bæjarstjórn völdu.
Auk þess hafði KEA og félagar
boðið bænum 200 þús. kr. lán til
byggingar á verkstæðishúsi við
dráttarbrautina, en Gunnar og
Atli h.f. buðust hins vegar til að
byggja húsið undir forsögn hafn-
arnefndar án annars framlags frá
bænum en dráttarbrautarleiguna.
*
um. Akureyrarbær leggur til
vinnukraft og rafmagn og smíðar
tunnurnar fyrir sama verð og á
Siglufirði. Síldarútvegsnefnd auki
og endurnýi vélar verksmiðjunn-
ar svo að þær verði sambærileg-
ar og á Siglufirði. Unnið verði á
tveimur vöktum -— um 30 manns
á sólarhring. Nefndin telur þessa
leið þá helztu til að tryggja íunnu-
smíði hér sem atvinnubótavinnu
yfir vetrarmánuðina, og vill því
mælast til að háttvirt bæjarstjórn
Akureyrar athugi þessar iillög-
ur.
Vilji bæjarstjórn fallast á þessa
tillögu nefndarinnar, telur nefnd-
in æskilegt, að bærinn geri tilboð
nú þegar um að smíða úr því
efni, sem nú er hér á staðnum og
bjóði Síklarútvegsnefnd að smíða
fyrir ákvæðisverð pr. tunnu
(vinna og rafmagn) miðað við
að hús og vélar séu í starfhæfu
ásigkomulagi.“
Bæjarstjórn vísaði málinu til
bæjarráðs til nánari athugunar.
*
Arsþing I.B.A. verður sett í íÞrótta-
húsinu annað kvöltl, 5. marz, kl. 20.20.
Fulltrúar eiga að niæta með kjurbréf.
Tillaga atvinnumálaneíndar
Akureyrar varðandi
tunnusmíðina.
Úr leiksýningu M. A. á Spanskflugunni.
Barnahór Ahureyrar
hélt samsöng sl. sunnudag í Nýja-
Bíó undir stjórn Björgvins Jörg-
enssonar. Var húsfyllir og söngn-
um ágætlega tekið, enda söng-
stjórinn kunnur að vandvirkni og
smekkvísi.
Viðfangsefnin voru eftir
Björgvin Guðmundsson, Áskel
Snorrason, Friðrik Einarsson,
Inga T. Lárusson, Sigfús Einars-
son, Þorvald Blöndal, Bjarna
Þorsteinsson. Björgvin Jörgens-
son, J. P. Stuntz, Mozart, Ra-
decke, J. S. Bach svo og ítalskt
þjóðlag. Einsöngvarar voru Arn-
gr.'mur Jóhannsson, 11 ára, Bald-
vin Bjarnason, 11 ára, og Jakob
Jakobsson, 14 ára. Við hljóðfær-
ið var Lena Ruckert 12 ára.
Ágóðinn af skemmtuninni rann
til greiðslu á hinu nýja hljóðfæri
Barnaskólans.
ME!RI BJARTSÝNI
gætir nú unt línuveiðar en áður.
Er það einkum tvennt, sem ræður
þar mestu um: víkkun landhelg-
innar á næstunni og hinar nýupp-
teknu línuveiðar á nteira dýpi.
Með stækkun landhelginnar og
friðun fjarða og flóa fyrir botn-
vörpuveiðum standa vonir til, að
fiskur aukisl mjög við strendur
landsins, eins og gcrði á stríðsár-
ununii þegar fiskistofninum virt-
ist ekki ofboðið með veiðurn. Með
stærri landhclgi og beinunt grunn-
línum verður líka auðveldara að
verja landhelgina og lílið urn að
villast. Ættu þessar ráðstafanir að
draga úr veiðunt útlendinga hér
við land og ýta undir, að þeir
stundi meira önnur mið. Er því
engan veginn víst, að víkkun land-
helginnar verði til þess að bitna
eins hart á íslenzkum botnvörpu-
veiðum og virzl gæti i fljótu
bragði. — (Viðir.)
sýnir Spanshftuguna
Leikstjóri Jón Norðfjörð.
Síðastliðinn föstudag hafði
Leikfélag Mennlaskólans á /Vkur-
eyri frumsýningu sína á gaman-
leiknum Spaiislcflugan eftir Arn-
old og Bach. Hefir Jón Norðfjörð
æft lcikinn og eru enda suinir
leikendanna í leikskóla hjá hon-
um. Allir eru leikendurnir úr M.
A., en hlutverk eru 12. Var leikn-
um ágællega tekið, enda vel æfð-
ur, gekk hratt, hófst stundvíslega
og er skemmtilega vitlaus, eins og
þeir þckkja, sem áður hafa séð
þennan leik. Danshljómsyeil M.A.
lék nokkur lög áður en leikur
hófst og eins á milli þátta. Ágæt
hljómsveit, cf hún „jassaði“ ögn
minna svona í leikhúsi.
Að leiknum loknum voru leik-
endur og lcikstjóri hylltir með
dynjandi lófataki og bárust leik-
stjóra blóm.
Af leikendum er sérstök ástæða
til að benda á leik þeirra Gurmars
Gunnlaugssonar og Indriða Eiri-
arssonar, báðir Siglfirðingar, en
fleiri skiluðu þarna vel hlutverk-
um sínum svo sem Herdís Egils-
dóttir frá Húsavík og Erna Her-
mannsdóttir frá Siglufirði, og
enginn illa. Er litill vafi á, að
leiksýningar M.A. verða vel þegn-
ar af bæjarbúum nú eins og jafn-
an fyrr.