Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1952, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 04.03.1952, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 4. marz 1952 kttir úr Ahureyrarsögu hinni nýju -------------------------- ALÞÝÐUMÁÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: Dragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 20.00 á ári. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Herkonungar Skorts og Eymdar Jaínvel þá, sem spáðu verst unt athafnir núverandi ríkisstjórnar, mun ekki hafa verið ljóst, að ráð- herrar hennar þættu bera með réttu titilinn herkonuugar Skorts og Eymdar eftir tveggja ára setu. En þetta er nú orðin raunin. Þeir hafa lagt dauða hönd á flest, sent þjóðinni hefir horft til hagsæld- ar, svo sem rísandi iðnað, vax- andi landbúnað og almenna fram- kvæmdarvinnu víðs vegar uni landið. Það er nú syo komið, að iðnaður landsins rambar á glöt- unarbarmi, byggingaframkvæmd- ir er að reka með öllu í strand, íslenzkum landbúnaði er teflt í voða með síhækkandi tilkostnaði og síversnandi markaði, þar eð neytenduin bæjanna er gert ókleift að kaupa hæfilegt magn af landbúnaðarvörum. Skuggi skorts og eymdar grúfir nú ýmist þegar vfir mörgu alþýðuheimili eða er á næsta leiti við önnur. Samt eru herkonungar Skorts og Eymdar svo sælir í sinni villu, að þeir virðast með öllu blindir fyrir afglöpum s'num. 011 gagn- rýni á þá á að vera illgjörn áreitni öfundsjúkra andstæðinga. Nú hefir þó það gerzt, að Bún- aðarfélag íslands, sem vissulega er ekki í höndum stjórnarand- stæðinga, hefir neyðzt til að gera samþykkt gegn bátagjaldeyris- svindli ríkisstjórnarinnar. Sjá for- svarsmenn Búnaðarfélagsins svo sem rétt er, að markaðir land- búnaðarins hljóta að hrynja í rúst hvað úr hverju hér innan- lands, svo mjög sem kosti alþýðu manna er þrengt þar, en á hinu leitinu vonlaust að keppa á er- lendum markaði með megin magn landbúnaðarvörunnar. En hverj- ir vilja þá vernda herkónga Skorts og Eymdar, þegar krosstrén í stórbændastétt landsins eru líka að bregðast þeim? SKJALDBORGAR- BÍÓ sýnir nú í vikunni amerísku stór- myndina Belindu eftir leikriti El- mer Harris. Aðalpersóna myndar- innar er Belinda, heyrnar- og mál- laus stúlka, sem í fyrstu er talin fáviti, en er í rauninni í senn fög- ur og vel gefin. Örlög hennar eru feiknleg, en að lokum dreifast þó óveðursskýin. Myndin er talin mjög vel gerð og leikin. Nú víkur sögunni aftur að því, að Jakob Frímannsson er orðinn tvimælalaust valdamestur maður á Akureyri. Olli því vígsgengi, traust staða og góðar gáfur, sér- staklega sá greindarþáttur, er kænska kallast. Kunni hann og vel með höfðingjum að vera, og gekk hann undir titlinum ,.mann- en med de mjukaste och godaste leenden“ meðal hinna háttvísu samvinnumanna Svía, að því er hestasveinn Jakobs, Haukur Snorrason, hefir tjáð. Eigi féll Sjálfstæðishetjum Ak- ureyrar með öllu vel gengi Jakobs og var á því öfund eigi lítil. Töldu þær sig réttbornar til forystu í bæjarmálum, því að þær höfðu um sig flokk stærri að höfðatölu, en þó fór jafnan svo, er þær þreyttu tafl við Jakob, að þær 'úrðu „patt“ sem kallað er. Olli þeim tafllokum klókskapur Jak- obs, og lét hann jafnan svo, sem þau hefðu orðið nánast af til- viljun einni. Var það mál manna, að þar ættust við Hvamms-Sturla og Einar Þorgilsson á Staðarhóli endurbornir. Sá var einn stjórnarháttur Jakobs að tefla duglitlum mönn- um fram í valdastöður í bænum. Vildi hann með þessu liafa öll ráð þeirra í hendi sér. Gafst honum það kænskubragð snjallast að velja í þær Sjálfstæðisbúka, sem lítt lögðu fyrir sig það erfiði, er danskar þjóðir kalla „tankear- bejde“, en létu vel að taumhaldi ákveðinnar handar. Einn slíkra manna var Steinn Steinsen, bæjarstjóri. Þó var hann meira en búkurinn, ef eigi komu bæjarmálefni til. Var hann gæddur kimnigáfu góðri og álti það eigi sjaldan til að horfa fjar- rænum gleltniaugum á „mannen ned de mjukasta og godaste leenden“, er hann var að rekja kænskuráð s:n fyrir honum og kippa í lauminn. Aldrei datt hon- um þó annað í hug en að hlýða taumhaldinu. Nú bar eitt sinn svo við að áða þurfti í tvær stöður hjá Ak- jreyrarbæ: verkfræðing og verk- stjóra, og vildi Jakob ráða báð- am. Dró hann feld á höfuð sér og hugsaði ráð sitt lengi, en síðan ^ekk hann á fund bæjarstjóra og ræddi við hann launráð sín. „Hugsað höfum vér bæjarmál- ifni vor um hríð,“ hóf Jakob mál 3:tt, „og höfum vér nú ráðið þeim il lykta með sjálfum oss. Skal Ásgeir Valdemarsson fr.á Möðru- /öllum hljóla stöðu verkfræðings- ins, en einhver taumljúfur Sjálf- stæðismaður verkstjórastöðuna. Þó verður svo um að búa, að hon- jm sé fullkomlega ljóst, að starf- ið eigi hann að öllu uiulir vel- þóknun vorri komið. Þá viljum vér fá Dráttarbraut Akureyrar til leigu og ábúðar næstu 5—10 ár- in, því að vígorð Egils Vilhjáhns- sonar teljum vér snjallt til eftir- breytni: Allt á sama stað“. Bæjarstjóri hafði setið auðum hönduin, er Jakob snaraðist inn á skrifstofuna, reykt vindil einn mikinn og horft bláum sakleysis- augum á hringi þá, er reykurinn myndaði. Nú brosti hann kímni- brosi við ákafa Jakobs og spurði: „Er Asgeir ekki kommi og hvernig heldurðu, að Trúmanni hinum westurheimska getist að öðrum kommúnistiskum verk- fræðingi til hér í bænum?“ „Eigi vitum vér það gjörla,“ anzaði Jakob, „en alltaf má halda því fram, að maðurinn sé geng- inn af hinni austurheimsku trú. Höfum vér nú ákveðið, að liann hljóti stöðu þessa, og verður því eigi breytt.“ „Með hvaða ráðum hyggst þú koma þessu fram?“ spurði bæjar- stjóri ennfremur. „Sjálfstæðismenn skulu þetta vinna,“ svaraði Jakob. „Eru þeir menn brjóstgóðir og auðginntir. Hafa þeir sérstakan augastað á að koma manni, sem aldrei hefir verið við stjórnsemi kenndur, í þá stöðu að stjórna bæjarvinn- unni. Skulu þeir það hljóta gegn því, að vér ráðum vali verkfræð- ingsins. Mun þeim sjást yfir bita- muninn, þar eð þeir vita upp á sig hneykslið.“ „Muntu nú eigi vanmela greind flokksbræðra minna?“ spurði bæjarstjórinn, og lá við að hon- um hefði þykknað í skapi fyrir hönd Jieirra. „Eigi mun það,“ svaraði Jak- ob, „Sverrir Ragnars er reynslu- lítill maður nema í kolasölu. Hyggur hann sig greindari en hann er, og er það hans veikleiki. Munum vér því leika á „gáfna- strengi“ hans í þessu máli. Helgi Pálsson hefir hlotið meira af brjóstgæðum í vöggugjöf en kæn- leika, og mun það koma í góðar þarfir hér. Jón Sóhies er vinur vina sinna og mun ekki annað sjá í þessu máli, en mest væntum vér oss þó af fljótlyndi Eiríks Einars- sonar.“ „Mikill ráðagerðarmaður ert þú, Jakob,“ mælti bæjar&tjóri, og kenndi einlægrar aðdáunar í rómnum, „en ekki skil ég þetta um fljótlyndi Eiríks.“ „Auðskilið er það,“ mælti Jakob drýgindalega, og mátti glöggt sjá, að honum þótti góð aðdáun bæjarstjóra. „Eiríkur þykist settur hjá af flokksbræðr- um sínum, en hyggur sig mjög sjálfstæðan mann í skoðunum, þótt því fari raunar fjarri. Skul- um vér nú leika á þessa skapþætti hans fram til næsta bæjarstjórn- arfundar. Munum vér þá með hjálp hans ná Dráttarbrautinni í vorar hendur.“ Leið nú fram til hæjarstjórnar- fundar og fóru leikar allir ná- kvæmlega eins og Jakob hafði ætlazt til. Urðu Sjálfstæðismenn eigi varir við fyrr en hann hafði tekið hús á gáfum þeirra og setti þeirn alla kosti eins og honum bezt hentaði. Sneru 1 þeir reiði sinni mjög á hendur Eiríki, sem |>eir kváðu hafa leikið hlutverk Þorbjarnar rindils, sem segir frá í Ljósvetningasögu, og dregið lokur frá hurðum Oxarár Sjálf- stæðismanna. Hélt við, að þeir veittu Eiríki atgöngu þegar á fundinum, en þar eð þá brast for- ystu í því sem öðru, varð eigi af slíku. Fóru menn heim af fundinum sáttir að kalla, en þó voru næstu dagá viðsjár með mönnum og víða varðhöld sterk. Verður nú horfið frá málum þessum að sinni. Ritað á Jónsmessu Ilólabiskups á fö tu, anno domini 1952, af einum bræðranna í Munkaþverárklaustri intt nýja. 400 °|0 álagið samþykkt Bæjarstjórn Akureyrar sam- þvkkti á síðasta fundi sínum, að fasteignagjöld bæjarins, önnur en vatnsgjöld, skyldu innheimt í ár með 400% álagi. — Fulltrúar kommúnista greiddu atkvæði gegn samþykktinni. Bragi Sigurjónsson gerði þá fyrirspurn til bæjarstjóra og skatt- stjóra, hvort niðurjöfnunarnefnd mundi ekki taka tillit til Jiess við niðurjöfnun útsvara, að fyrr- nefnd hækkun mundi koma illa við efnalitla nýbyggjendur, og hvort ekki mætti ívihia t, d. skuld- háum og efnalitlum húsbyggjend- um tveggja síðustu ára í útsvör- um á móti fasteignagjaldahækk- uninni. Að öðru leyti kvaðst Bragi líta svo á, að hækkun fast- eignagjalda væri réttmæt. Svo framarlega sem sá gjaldstofn hefði verið réttmætur áður, væri eðlilegt, að hann hækkaði, líkt og allt annað hefði hækkað. Bæjarstjóri og skattstjóri sögðu báðir, að niðurjöfnunarnefnd hefði enn enga ákvörðun tekið um mál þetta, þar eð hún hefði ekki enn J>á komið saman til fundar á þessu starfsári. Hins vegar töldu þeir þetta vel athug- andi, en a. m. k. skattstjórinn hugði það fremur erfitt í fram- kvæmd. SVESKJUR á kr. 1 1.35 kg. KÚMEN nýkomið. APPELSÍNUR væntanlegar með næstu ferð. Kaupfélag Verkamanna Nýlenduvörudeild. Auglýsið f Alþýðum. SáUmálasjóður úthlutar 26.900 kr. Stjóm Sáttmálasjóðs hefir á fundi sinum fimmtudaginn 10. janúar 1952. úthlutað eftirfar- andi styrkjum í dönskum krónum til greiðslu í desember 1951: I. Til styrktar hinu andlega sambandi milli þjóðanna: María H. Ólafsdóttir nám við listaháskólann 300," Ólöf Páls- dóttir Ólafsson við listaháskólann 300, Bragi Asgeirsson við lista- háskólann 300, Björn Ásg. Guð- jónsson við hlj ómlistaskólann 300, Ragnar Björnsson við hljóm- listaskólann 300, Borghildur G. Jónsdóttir við Hándarb. Fremme 300, Ingveldur Sigurðardóttir við Hándarb. Fremme 300, Guðmar Friðrik Pálsson við iðnskóla 300, Ólafur Eiríksson við iðnskóla 300, Hans Guttormur Þormar við iðnskóla 300, Arni Jónsson við iðnskóla 300, Bjarni Stefán Ósk- arsson við iðnskóla 300, Gunnar Bjarnason við iðnskóla 300, G. Katrín Arason vrið skjalaþýðing- ar 300, Kristjana Theodórsdóttir við skjalaþýðingar 300, Ragnar Jón Einarsson dvöl á landbúnað- arskóla 300, Filippía Kristjáns- dóttir námskeið á Askov lýðhá- skóla 300, Anna Viggósdóttir nám í tannsmíði 300, Jensina Hall- dórsdóttir sérnám í húsmæðra- fræðslu 300, Selskabet til Hánd- arbejdets Fremme til vörusýning- ar í Reykjavík 1500, Nordiske Kulturkonnnissions danske delega- tion til styrktar námskeiði fyrir danska stúdenta í Reykjavík 6000, Elske Hansen til fjölritunar á dönskum textum 500, Ágúst Sig- urðsson til styrktar dansk-ísl. orðabók 1500. II. Til vísinda: Jónas Kristjánsson styrkur til að vinna að Svarfdælasögu 500. III. Stúdentar: Aðalsteinn Sigurðsson stud. mag. 300, Sigurður Helgason stud. mag. 500, Guðmundur Magnússon stud polyt. 300, Svan- hildur Jónsdóttir stud. mag. 500, Björn Bergþórsson stud mag. 500, Olafur Guðmundsson stud. polyt. 500, Hörður F rímannsson stud. polyt. 500, Ásgeir Karlsson stud. polyt. 500, Jóhann Pétursson stud. polyt. 500, Gmmar Steinsen stud. polyt. 500, Ari Brynjólfsson stud. mag. 500, Björn Blöndal stud. med. 500, Jón Þorláksson stud. mag. 500, Kristján Flygen- ring stud. polyt. 500, Gunnar Bjarnason stud. polvt. 500, Egill Ingibergsson stud. polyt. 500, Jón Guðmundsson stud. polyt. 500, Guðm. Gunnarss. stud. polyt. 500, Guðmundur Sleinbaeh stud. polvt. 500, Ólafur Ólafsson stud. polyt. 500, Eyþór Einarsson stud. mag. 300, Már Ársælsson stud. mag. 300, Sigurður Jónsson stud. pharm. 500, Jón 0. Edwald stud. pharm. 500.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.