Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1952, Qupperneq 4

Alþýðumaðurinn - 04.03.1952, Qupperneq 4
ALÞÝÐUMAÐURINN* Þriðjudagur 4. marz 1952 Fri VininisMli Aharerrar Vinnuskóli Akureyrar mun væntanlega hefja starf um miðj- an maí og verður tilhögun hans með svipuðum hætti og á síðast- liðnu sumri. Björgvin Jörgensson kennari veitir skólanum forstöðu og starfsemin mun að mestu fara frain á landi skólans við Mið- húsaklappir. Skólinn getur tekið við 25—30 börnum á aldrinum 12 og 13 ára (aldurinn miðast við áramót). Skólinn starfar 1 3 til 4 mán- uði, en börnin fá viku sumarfrí í samráði við kennarann. Virmutilhögun verður í aðal- atriðum þannig: 1. Kartöflur verða settar niður í ca. 2 ha. lands, en rófur og gul- rætur í 1.5 ha., og vinna börnin sameiginlega að þessu. Uppskeru úr þessum görðuin fær vinnuskól- inn og gengur andvirði hennar upp í kostnað við skólahaldið. 2. Hálfum ha. lands verður skipt milli barnanna, þannig, að hver nemandi fær ákveðlnn reit er hann ræktar í eftir vild, og sér um að öllu leyti undir umsjá kcnnarans. Skólinn leggur nem- endum til verkfæri og áburð, en þeir greiða sjálfir útsæði og ann- an kostnað, ef einhver verður. enda eiga þeir sjálfir uppskeruna. hver úr sínum reit. 3. Vinnuskólinn mun hafa sér- stakan reit, þar sem nemendum gefst kostur á að fylgjast með til- raunum, sem gerðar verða með áburð og útsæði. 4. Onnur Vinna en garðavinna. sem til kann að falla. Skólinn er jafnt fyrir slúlkur sem drengi. Vinnutími barnanna verður allt að 6 stunduin á dag. og verður hver vinnustund, sem unnin er i þágu skólans greidd með 3.00 krónum. Skólinn tekur 1 GAMNl. Ymsir skrafa um Eirík minn, og öll hans störf til bóta. Löngum hefir ljúfurinn langl á milli fóta. 1 Sjálfstæðinu annar er. — Ekki skortir Jiorið. — Yfir hinn í Framsókn fer falli gull í sporið. Viðskiptasiðfrœði nútírnans. Fjárafla er brautin brcið. Blygðun ekki á verði. l'ar er hvergi lokuð leið Lyga- og Svika-Merði. //. Ort eítir síðasta bæ jarst j órnarf und DREKKUM OG VERUM GLAÐIR. Við dýrtíð og atvinnuörtröð og raun áður vér hjuggum í þröng. Nú her oss að fagna, því bætt eru kjör, og hlessa hin vaxandi föng. Því eysteinsku-sjálfstæðis- samvinnumenn, þeir sáu, og bættu vorn hag, og innbyrtu Kalla og Asgeir í senn ófulla báða — þann dag. Atvinnulaus. aðeins við þeim börnum, er hugsa sér að taka þátt í störfum hans allt tímabilið. Þeir, sem hafa hug á að koma börnum sínum í vinnuskólann, geta snúið sér til Björgvins Jörg- enssonar kennara, Lækjargötu 2, sítni 1693, eða til Tryggva Þor- steinssonar kennara, Munkaþver- árstr. 5, sími 1281, fyrir 15. marz 1952. Vinnuskólanefndin. Fimaliii* verður haldinn í Kvenfélagi Al- þýðuflokksins á Akureyri þriðju- daginn 4. þ.m. kl. 8.30 e.h. í Tún- götu 2. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Skennntiatriði. Kaffi og fleira. # Stjórnin. Tillögur siiiáíbnðanefndar Nefnd sú, sem kosin var af bæj- arstjórn til þess að athuga fram- konmar tillögur frá byggingafull- trúa urn, hvað Akureyrarbær gæti gert til að styrkja efnalitla menn til að koma sér upp svokölluðum smáíbúðarhúsum, hefir nú haldið með sér sex fundi og rætt ýmsar leiðir, er til greina geta komið í þessum málurn. En þar sem nefnd- in hefir ekki talið sig hafa neitt vald til að baka bænum útgjöld, svo sem að láta gera uppdrætti og áætlanir, þá hefir það orðið að samkoinulagi i nefndinni, að leggja fyrir bæjarstjórn eftirfar- andi tillögur: 1) Staðarval undir einstök smáíbúðarhús. Nefndin leggur til, að svæðið norðan Hamarsigs milli Mýrarvegar að vestan og Byggðavegar að austan verði end- urskipulagt í þessu augnamiði, og miðað sé við að lóðarstærð verði ca. 350 fermetrar. 2) Nefndin leggur til, að bær- inn láti gera uppdrætti og áætlan- ir af húsum sem falla undir regl- ur Fjárhagsráðs um smáíbúðir. Tekin séu til athugunar hús af eftirtöldum stærðum, sem öll séu ráðgerð með stækkunarhugmynd: 1 hæð með kjallara undir hálfu húsinu. 1 hæð með varnarþaki. 1 hæð með það háu þaki, að hægt sé að innrétta þar herbergi síðar. Satnanburður verði gerður á þeim byggingaraðferðum, sem iil greina getur kotnið að séu ódýr- astar. Ennfretnur verði gerð skrá yfir það efni, sem þarf til slíkra húsa hvers um sig, þar sem nefnd- in telur að það muní auðvelda mönnum mjög athugun á kostn- iaði við byggingu húsanna. 3) Nefndin leggur til, að bæj- arstjórn láni úr byggingarsjóði sínum til slíkra húsa út á 1. veð- rétt, allt að kr. 25.000.00, geti hlutaðeigandi ekki fengið það lán á 1. veðrétt annars staðar frá sem Alþingi gerir ráð fyrir. 4. Nefndin telur eðlilegt, að óharpað efni, sem bærinn ggeti leyft að taka í bæjarlandinu í grunn og gólf á slíkutn húsum, verði látið endmgj aldslaust. 5. Nefndin leggur til, að bær- inn láti nú þegar gera uppdrátt af sambyggðum smáíbúðum t. d. 6 —8 íbúðir í húsi. — Þá leggur nefndin og til að ef kostnaðar- áætlun slíks húss reymlist ekki því meiri, þá gerði bærinn íilraun með að byggja eitt slíkt hús, með það fyrir augum að selja ibúðirn- ar þegar húsið væri fullgert utan og búið væri að leggja í það all- ar leiðslur. Og noti íil þessarar tilraunar það fé sem ríkið hefir ákveðið að lána til útrýmingar heilsuspillandi ibúðum. Þar sem nefndin telur, að kostnaður við einstök hús í gatna- gerð og öllum utaidiússleiðslum sé mun meiri en í sambyggðum, mætti eðlilega vera á þeim itokk- ur verðmunur í byggingu. Samþykki bæjarstjórn þessar tillögur nefndarinnar og óski eft- ir því, að nefndin taki að sér íramkvæmd þeirra, svo sem upp- drætti og áætlanir skv. tillögum, þá er qefndin að sjálfsögðu reiðu- búin til að annast það atriði, en bendir aðeins bæjarstjórn á, að slíkt hefir nokkurn kostnað í för með sér. Karl FriÍSrilcsson. Tryggvi Sœmundsson. Tryggvi Jónatansson, byggingajulltrúi Asgeir Markússon. Steján Reykjalín. Togararnir seldu íyrir 15 2|3 rnillj. kr. í Bretlandsferðum í februarmánnði. í febrúarmánuði sl. fóru 34^ ^Neptúnus 1 226.886 8.464 togarar samtals 38 söluferðir til Jón Baldvinss. 1 206.820 6.868 Bretlands og seldu samtals 8 millj. Hafliði 1 226.695 7.695 397 þús. 176 kg. fyrir samlals (). Jóhatmess. 1 212.280 7.119 343.713 sterlingspund eða 15 Elliði 1 198.438 6.992 millj. 656 þús. 127.15 kr. Meðal- Karlsefni 1 202.628 7.732 sala varð því 9045 sterlingspund. Hvalfell 1 203.391 9.515 Til samanburðar er rétt að geta Askur 1 246.380 9.256 þess að í janúar fóru íogararnir Jón Þorlákss. 1 241.681 10.246 29 söluferðir og seldu saintals 78 Jörundur 1 187.452 7.700 þús. 527 kit fyrir 292 þús. 691 Þorkell máni 1 226.314 11.023 sterlingspund, eða um 13.3 millj. Egill Skallagr. 1 188.214 8.792 króna. Harðbakur 1 232.854 11.067 Sala einstakra togara var sem ísólfur 1 292.934 10.107 hér segir (1. töludálkur: ferða- Kaldbakur 1 245.936 12.075 fjöldi, 2. kg. og 3. sterlingspund I: Bjarni Olafss. 1 247.713 11.342 Júlí 1 213.424 10.095 T ogarar F. Kg. £ Bjarni riddari 1 233.490 8.315 Helgafell 2 441.389 20.900 Pétur Halld. 1 216.090 8.031 Svalbakur 2 463.359 18.343 Fylkir 1 237.046 9.350 Geir 2 473.455 20.795 Goðanes 1 215.646 8.309 Jón forseti 2 516.827 18.632 Bjarnarey 1 205.295 7.611 Sólborg 1 201.612 9.534 Elliðaey 1 203.517 8.484 Hallv. Fróðad. 1 176.911 7.511 Austfirðingur 1 249.047 12.544 Akureyringar! Nœstkomandi sunnudag, 9. marz, seljum við blóm til slyrktar nýja Sjúkrahúsinu. — Seldar verða páskaliljur og túlipanar. Opið verður frá ld. 10 til 3. Allt, sem inn kemur rennur óskipt til Sjúkrahússins. Notið 'tœkifærið. Um leið og þið leggið þessu göfuga málefni lið, brosa blómin sem jiakk- lœtisytottur á heimili ykkar. Blómobúð KEA. } C^jpLDBORGAfi BÍO B E L I N D A (Johnny Belinda) Hrífandi ný amerísk stórmynd. Einhver hugnæmasta kvik- mynd, sem hér hefir verið sýnd. Aðallilutverk: Jane ÍVyman og Leetv Ayres. Bönnuð yngri en 12 ára. Surprice Úranus Keflvíkingur Júní 1 207.454 1 217.424 1 207.581 1 193.993 6.568 7.516 6.752 8.430 Samtals 8 397.176 343.713 Saintals ísl. kr. 15.656.127 Ird Carðyrkjurdiunait bccjarins Eins og tilkynnirig sú, sem nú er í blaðinu, ber með sér, fer end- urnýjun og umsókn um kartöflu- garðlönd fram nú í marzmánuði að vanda, og stendur yfir allan þann mánuð, til að auðvelda fólki að geta greitt það, sem þeitn ber fyrir garðana, en eins og kunn- ugt er, er bæði leiga og vinnslu- gjald greitt fyrirfram, og verður það eins nú. Oll greiðsla þarf að vera konrin fyrir lok marzmánað- ar, einnig umsóknir um nýja garða, því að eftir þann tíma verða ekki teknar til greina nein- ar pantanir. Garðleigan verður sú sama og verið hefir undanfarin ár, 10 aura pr. ferm., en sökum mikillar hækkunar á vinnslu, girðingar- kostnaði og vinnulaunum, hækk- ar vinnslugjaldið upp í 20 aura pr. ferm., og verður því nú að greiða kr. 30.00 fyrir hverja 100 ferm. fyrir leigu, vinnslu og girð- ingarviðhald, eða fyrir meðalgarð 250 ferm. að slærð kr. 75.00. Eins og tekið var fram á garða- kvittunum á síðasta vetri eiga þeir, sem garða liafa, að vera búnir að láta vita, hvort þeir ætla að halda görðunum áfram eða ekki, fyrir 15. marz n.k. Ég vil leggja áherzlu á, að menn verði við þessari beiðni, því að garð- land er takmarkað, en nriklar lík- ur til, að nrikil umsókn verði unt garðland á þessu vori, og get ég því ekki haldið görðunutn fyrir fyrri eigendur, nema þann tíma, sem áskilinn er, og'mega því þeir, sem ekki gera grein fyrir garð- landi sínu, búast við, að það verði látið til annarra eftir miðj- an næsta mánuð. Það má segja, að það sé vafa- saraur gróði að hafa garð, og láta arfann hirða bæði áburð og uppskeru, eins og víða var á síð- asta sumri hjá garðleigjendum. Ég vil því í þessu sambandi vekja athygli manna á því, að það er tilvalið fyrir þá, sem lítinn tíma hafa til að hreinsa garða sína sjálfir, að fá Vinnuskólann til að sjá um hirðingu garða sinna, og tek ég á móti beiðni um þetta atriði um leið og endurnýj- un garðanna fer fram. Ég vil hvetja menn til að nota þetta ódýra og góða vinnuafl til slíkra verka. Ég mun sjá um verkfram- kvæmd þessa, og óska eftir góðu samstarfi ahnennings um að halda görðunum hreinum og tryggja þannig uppskeruna úr görðunum almennt. Þar sem ekkert land er að fá, sem gott kartöfluland getur talizt í nágrenni bæjarins, er brýn nauðsyn að halda því landi við, Sem nú er i notkun, og er á Tient- ugum stöðum, og ekkert vit að láta slíkt land verða ónotandi vegna óhirðu. Hef ég því fengið ! leyfi til að fá vinnuskólanemend- ur til að hreinsa illgresi úr öll- j um þeim görðum, sem ekki eru j hirtir sómasamlega, á kostnað I garðleigjenda að undangenginni aðvörun. Kartöfluræktin þarf að aukast, og hirðing garðanna að batna. Gætið vel fengins fjár, áð- ur en þér farið að afla annars, og látið því ekki illgresið eyðileggja uppskeruna. Finnttr Árnason.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.