Alþýðumaðurinn - 29.04.1952, Blaðsíða 1
XXII. árg.
I’riðjudagur 29. apríl 1952
17. tbl.
fup\|dumaoumtx
Réttindasyiptirínn í V. A.
Deilan við stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar
stendur fyrst og fremst um það, hvort ákveða eigi rétt-
indi félagsmanna að lögum eða aðeins með einföldum
fundarsamþykktum.
1. maí
Næstkomandi fimmtudag held-
ur verkalýðsstétt allra landa enn
einu sinni 1. maí hátiðlegan til
að minnast unninna sigra sinna í
baráttumálum verkalýðsins og til
að taka stefnumið á ný takmörk,
nýja sigra í hagsmuna- og menn-
ingarmálum sínum.
Ef menn svipast yfir íarinn
veg, frá því að 1. maí varð fyrst
baráttudagur verkamanna fyrir
bættum kjörum, getur enginn,
sem ann umbótum, annað en
fyllst aðdáun og hrifningu af
árangri verkalýðssamtakanna, en
sú aðdáun og hrifnmg má þó
aldrei slæva áhugann fyrir meiri
umbótum, heldur verða hvöt til
nýrra dáða.
Því miður verður ekki hægt að
segja, að bjart verði um að litast
fyrir íslenzkan verkalýð 1. maí í
ár. Atvirina hefir verið með lang-
rýrasta móti í vetur víða um
land, svo að margur kemur með
skuld á baki fram til sumarvinnu,
en aðrir með tóman mal og
pyngju. Atvinnuhorfur eru líka
enn óráðnar og meiri óvissa nú
en oftast áður um það, livar helzt
verði atvinnu von.
Þó er þetta ekki það versta.
Hið versta er það, að óstjórn rík-
ir í landi og enn heíir verkalýð-
ur landsins ekki fundið styrk
sinn í órofa samstöðu fyrir bætt-
um kjörum. Enn halda of margir
verkamenn, að kommúnisminn sé
lausnari þeirra úr viðjuni örðug-
leika, og meðan svo er, skorlir
verkalýðinn þann Ófeigs hnefa,
sem vissulega er ætíð þörf á að
geta lagt á borðið fyrir framan
Guðmund rika. en aldrei þó meir
enn nú.
Það er þarflaust að blekkja
sjálfan sig á því, að til fjölda ára
hafa verkalýðssamtök Islands
verið í niðurlægingu félagslega
séð og um forystu þjóðmála. Þau
hafa verið veil og hálf vegna póli-
lískra hjaðningavíga og liafa þar
af leiðandi brugðizt því hlut-
verki að miklu að þjálfa fram
mikilhæfa forystumenn, sem hafa
útsýn yfir fjalllendi jafnt sem
flatlendi. Hirm óbreytti verka-
maður hefir því ýmist misst eða
aldrei öðlazt trú á samtök sin
nema þá í þrengsta verkahring
jieirra þ.e. kaup- og kjarasamn-
inga, en verkalýðssamtökin ættu
vissulega að starfa á miklu breið-
ari grundvelli en svo, m.a. vera
áhrifaríkur aðili um atvinnumál
landsbúa.
En þessi hálfleiki verður ekki
læknaður með „sameiningu“ hins
ósamrýmanlega: kommúnistiskr-
í siðasta tbl. Verkamannsins er
löng grein eftir Jóhannes Jósefs-
son, varaformaim Verkamannafé-
lags Akureyrarkaupstaðar, þar
sem hann leitast við að réttlæta
þau lögbrot og það gerræði fé-
lagsstjórnarinnar að svipta 17
meðlimi kosningarétti og kjör-
gengi á grundvelli einfaldrar fé-
lagssamþykktar, enda þótt hin
sama félagssamþykkt væri svo
orðuð, að augljóst er, að fylgj-
endur hennar töldu hana iillögu
til lagabreytingar á næsta aðal-
fundi.
Það hefir lengi verið álit ýmsra
verkamanna hér í bæ, að Jóhann-
es Jósefsson væri hyggnasti
kommúnistinn í V. A. Margir
voru líka þeirrar skoðunar. að
hann mundi koina í veg fyrir. að
„félagi“ Björn, „félagi“ Hösk-
uldur og „félagi" Þórir reyndu
að framfylgja gerræði stjórnar-
innar, þegar sýnt væri, að henni
vrði ekki þolað það. En á síðasta
félagsfundi í V. A. mun trúin á
,sanngirni“ Jóhannesar hafa
alotið andlátið og með síðasta
Vrn. mun álitið á hyggni Jóhann-
3sar hafa lagzt að fullu á bakið.
5vo furðuleg er sú ritsmíð, eins
ig eftirfarandi sýnishorn ber
rr ofríkisstefnu, sem m.a. telur
'angabúðir og þrælkun fanga
éttmætt fyrirkoinulag innan
stjórnarkerfis síns. og hinnar
’ýðræðissinnuðu jafnaðarstefnu.
51íkt er tómt mál að tala um. Qg
'ivar er í rauninni sá lýðræðis-
rinni staddur andlega séð, sem
'elu r sig geta tekið með bróður-
hug í hönd manns, er telur fanga-
búðaþrælkun t. d. Rússa góðra
gjalda verða og sjálfsagða?
Nei, við eigum að gera 1. maí
að samemingardegi verkalýðsins
um sanna lýðræðisstefnu, sem
krefst mikils fyrir fylgjendur
sína, en krefst einnig mikils af
þeim. Við eigum að stíga á slokk
og strengja þess heit, að gera
verkalýðshreyfinguna að voldugu
þjóðfélagsafli, sem fyrst og
fremst ráði málum íslenzka ríkis-
ins í heilbrigðu og heiðarlegu
samstarfi við önnur samtök vinn-
andi fólks í landinu.
vitni um (seinni leturbr. Alþm.):
„Eina röksemdin, sem þessir
menn (andstæðingar stjórnarinn-
arj höfðu fram að færa, var sú,
að samþykktin um að setja fé-
lagana á aukaskrá, væri brot á
lögum félagsins, þó að þeir gœtu
ekki bent á neina grein, sem brot-
in vœri, aj þeirri einföldu ástœðu,
að lögin hvorki leyja þetta né
banna það. Var málflutningur
sundrungarmanna rækilega tætt-
ur sundur af þeim Birni Jónssvni,
Jóhannesi Jósefssyni, Rósberg
Snædal, Þóri Daníelssyni og Ing-
ólfi Árnasyni. sern sýndu jram á,
að þessar ráðslajanir vœru ekki
aðeins HEIMILAR SAMKV.
LOGUM félagsins, sem og lögum
A. S. I. og vinnulöggjöfinni, held-
ur og sjálfsagðar Lil þess að fé-
lagið sé áfram eins og það var
við' stofnun, hreinl stéttarfélag
verkamanna.“
Takið eftir samræmi kempunn-
ar: Fyrst segir hún, að lög fé-
lagsins hvorki leyfi né banni rélt-
iudasviptinn, svo segir hún, að
hann sé ckki aðeins heimill sam-
kvæmt lögum félagsins, heldur og
lögum A. S. I. og vinnulöggjöf-
inrii!
Höfuðröksemdir J. J. eru ann-
ars þessar:
1. Réttmætt var að svipta 17-
menningana kosningarétti og
kjörgengi af því að það er
gert samkvæmt tillögu nefnd-
ar, sem andstæðingar mínir
áltu meiri hluta í.
2. Lög félagsins hvorki leyfa né
banna að svipta meðlimina
' kosningarétti eða kjörgengi.
3. Mótmæli gegn réttindasvipt-
inum eru að engu hafandi.
þar sem aðeins 35 undirrituðu
mótmælin.
4. Hinir 17 voru sviptir kosn-
ingarétti og kjörgengi, svo að
félagið verði áfram eins og
þpð var hreint stéttarfélag
verkamanna.
5. Réttindasviptirinn hlýtur að
\e.ra réttmætur fyijst þeir, sem
kæra harin, fara ekki í mál út
af honmn, heldur kæra hann
til stjórnar A. S. í.
6. Aðgerðir stjórnar V. A. eru i
samræmi við lög A. S. í. og
.vinnulöggjöfina!
Við skulum nú í bróðcrni íara
yfir stafrófskver Jóh. Jósefsson-
ar með honum.
Við „rök“ nr. 1 gleymir hann
tvennu: Nejndin gerði tillögu
sína sem tillögu til lagabreyting-
ar á nœsta aðaljundi og lagði á
það höfuðáherzlu, að framkvæmd
þeirrar nýju lagagreinar yrði
óhlutdræg. Allir vita, að íillagan
er ekki enn orðin að lögum, og
allir þekkja, að í framkvæmd
stjórnarinnar hefir henni verið
misbeitt í þokkabót þannig, að
sumir hafa EKKI verið settir á
aukaskrá, sem þar eiga að standa,
rf tillagan verður einhvern tíma
að lögum.
Þá má benda á þá broslegu
röksemdafærslu J. J„ að stjórn
V. A. . liljóti að hafa gert rétt,
fyrst hún sé að framkvæma nú
þegar i vor tillögu til lagabreyt-
ingari að vetri, gerðri af nefnd,
sem andstæðingar sínir hafi átt
meiri hlula í! Þó að Alþýðu-
maðurinn beri eins og J. J.
vissulega meira traust iil dóm-
gremdar andslæðinga hans en
sjálfs hans, þá mun hann leyfa
sér að halda hiklaust fram, að
lögum V. A. verði að hlíta um fé-
lagsmál þess, hvenær sem aðrar
samþykktir fara í bága við þau.
Varðandi ,,rök“ nr. 2 er það
að segja, að J. J. fer þar með vís-
vitandi blekkingar. Samkvæmt
núgildandi lögurn félagsins er
ekki hægt að svipta löglega fé-
laga réttindum nema þeir hafi
gerzt atvinnurckendur í svo stór-
um stíl, að þeir geti haft áhrif á
kaupgjald eða lengd vinnutíma,
hafi liakað félaginu tjón eða
vanza eða ekki lilýtt lögum, fé-
lagsins. Enginn liinna 17, sem
sviptir voru réttindum, falla und-
ir ofangreint nema einn, sem orð
inn er atvinnurekandi. Var hann
því sjálffarinn úr félaginu hvort
eð var.
„Rök“ nr. 3, að mótmæli 35
félaga séu ekki gild, verða harla
léttvjig hjá J. J„ fyrst hann vill
láta fundarsamþykkt 15 fundar-
manna gilda sem lög, og þarf ekki
að eyða orðum að slíku.
„Rök“ nr. 4 virðast nokkuð
seinfundin hjá J. J„ þegar það er
rifjað upp, að hann sat sjálfur
hinn fastasti í V. A„ þegar hann
var verzlunarmaður, annar kol-
lega hans var hvort tveggja í
senn um skeið í V. A. og fram-
kvæmdarstj. Pöntunarfél. Verka-
lýðsins. E!nn af fyrrverandi for-
mönnum félagsins tók flest ef
ekki öll formannsár sín laun sam-
kvæmt launasamþykkt bæjarins
Framhald á 3. síðu.
Aðalfuadur AlþýOuf lohhs-
félags Akurejrrar
Síðastliðinn föstudag hélt Al-
þýðuflokksfélag Akureyrar aðal-
fund sinn. Fráfarandi formaður,
Sigurður M. Helgason, rakti
starfsemi félagsins sl. starfsár,
gjaldkeri, Stefán Þórarinsson, las
reikninga félagsins og ritstjóri
Alþýðumannsins, Bragi Sigur-
jónsson, flutti skýrslu um rekst-
ursafkomu blaðslns. Voru reikn-
ingar félagsins og Alþm. sam-
þykklir athugasemdalaust.
Fráfarandi formaður, Sigurð-
ur M. Helgason, og ritari, S!gurð-
ur Kristjánsson, báðust báðir
undan endurkosningu, og féll
stjórnarkjör þannig: '
Aðalstjórn:
Bragi Sigurjónsson, form.
Þorst. Svanlaugsson, varaform.
Sigurður Halldórsson, ritari
Stefán Þórarinsson, gjaldkeri
Stefán Snæbjörnsson, meðstj.
Varastjórn:
Halldór Friðjónsson, ritari
Erlingur Friðjónsson, gjaldk.
Arni Þorgrímsson, meðstj.
Endurskoðendur:
Jón Hmriksson,
Stefán Ág. Kristjánsson,
Trúnaðarráð:
Steindór Steindórsson
Friðjón Skarphéð!nsson
Bragi Sigurjónsson
Þorst. Svanlaugsson
Sigurður Halldórsson
Stefán Þórarinsson
Stefán Snæbjörnsson
Albert Sölvason
Erlingur Friðjónsson
Árni Þorgrímsson
Halldór Friðjónsson
Jón M. Árnason
Sigurður M. Helgason
Stefán Árnason
Hafsteinn Halldórsson.
Til vara:
Sigurður Kristjánsson
Ilöskuldur Helgason
Hallgrímur Villijálmsson
Alfred Möller
Stefán Ág. Kristjánsson.